Morgunblaðið - 21.06.1992, Síða 13

Morgunblaðið - 21.06.1992, Síða 13
C 13 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR sunnudagur 21. JÚNÍ 1992 Loftárás í Héðinshúsinu ÞAÐ hefur verið af nógu að taka á tónleikasviðinu undan- farið, því í lok Listahátíðar í Reykjavík hófst óháð lista- hátíð. Þar hefur grúi sveita leikið, en nóg er eftir, því vika er eftir af hátíðinni. Oháða listahátíðin, sem heitir því tilgerðarlega nafni Loft- árás á Seyðisfjörð, hefur heppnast gríðarvel, en mest hefur farið fram í Héðishúsinu, sem er tví- mælalaust einn besti tónleikasalur á Reykjavíkursvæðinu og af mjög hentugri stærð. Þar hafa fjöl- margar sveitir leikið og margar eftir að leika. Á föstudag verður ravehátíð þegar Soul Control, Mind in Motion, T-World, Ajax (ailt íslenskar sveitir, ótrúlegt en satt) og Pís of keik leika í Héðis- húsinu. Næsta laugardag leika á saman stað Pulsan, Bíllinn, Jón þruma, Maidjanek, Reptilicus, Rafmagn, Frumskógaredda, Yuk- atan, Silfurtónar, Carnal Cain, Kolrassa krókríðandi og íslenskir tónar, aukinheldur sem gerningar verða fluttir. Blúshetja Pinetop verður í Hressó í kvöld. MBLÚSÞYRSTIR hafa fengið svölun undanfarið, því Pinetop Perkins og Chicago Beau hafa leikið víða undanfarnar vikur í tii- efni af nýútkominni breið- skífu þeirra félaga með Vin- um Dóra. Aðsókn á tónleika þeirra félaga hefur verið slík að nauðsynlegt þótti að hafa aukatónleika, sem verða á Hressó í kvöld. ■ ÍSLENSKT tónlistarsumar er hafið, eins og flestir hafa vísast tekið eftir, og allt útlit fyrir þróttmeiri útgáfu þetta sumar en oft áður. Endurút- gáfa stendur með miklum blóma og þegar eru komnar út tvær safnplötur með nýj- um lögum, Sólargeisli Skíf- unnar og Bandalög 5 Steina, en einnig plötur með Sálinni og Todmobile, Veggfóður með tónlist úr samnefndri mynd, og vænt- anlegar eru breiðskífur Ex- izt, Júpíters og Inferno 5, aukinheldur sem íslensk dansflfl fá sitt þegar út kem- ur Icerave með íslensku hardcore. Bíórokk DÆGURTÓNLIST Til hvers Bandal'ög? Endumyjun Pönkfönkrokk ÞAÐ var mikið um dýrðir í Laugardals- höll á tónleikum Artfilm sl. þriðjudag. Þar léku átta sveitir fyrir fullu húsi og líflegu. Margur hafði á orði að hollt væri þeim sem staðið hafa fyrir tónleikahaldi hér á landi undanfarið að líta inn á tónleik- ana í Höllinni 16. júní sl., en um 4.500 ungmenni keyptu sig inn til að sjá Kolrössu krókríðandi, Súellen, Sororicide, Todmobile, Sálina, Bubba Morthens, Ný- danska og Síðan skein sól. Stemmning var gríðargóð, sem hefur vísast kætt Art- filmmenn sem kvikmynduðu allt saman fyrir bíómyndina Stuttur Frakki, en hæst risu tónleikarnir þegar Bubbi Morthens steig á svið og tryllti gjörsamlega við- stadda. Þar sannaðist að ekki þarf miklar umbúðir ef innihaldið er gott. Myndrokk Nýdönsk. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bestur Bubbi Morthens í Höllinni. ENDURNÝJUN í íslenskum poppheimi hefur ekki verið ýkja hröð, en sagan hefur sýnt að slíkt gerist yfirleitt í bylgjum. Um þessar mundír virðist sem nokkrar nýsveitir séu í startholunum, i það rainnsta ef marka má safnplötur sumarsins, nú síðast Banda- iög 5. Steinar hf. gefur út Bandalagaplöturnar og hefur gert- undanfarin ár. Á nýkomnum Banda- lögum, fimmtu í röðinni, eru nokkrar sveitir sem eru að stíga fyrstu _______________ sporin á eftir Ámo *o\eM og Motlhiasson *el^a a elll{ mið, í bland við hljómsveitir sem eru að senda frá sér eins- konar kynningarlög fyrir sumarmarkaðinn. I fyrri flokk nýsveita eru Orgill, Sirkus Babalú, Veröld, Jet Black Joe, Ekta og Funk- strasse. Nýsveitir sem gera út á ballmarkað eru svo Þúsund andlit, Svartur pip- ar og Undir tunglinu. Eldri ballsveitir á Bandalögum eru Galíleó, sem á tvö lög, og Súellen, en einnig eiga lög Nýdönsk, Richard Scobie, sem er að hefja sólóferii sinn, Magnús og Jóhann, sem vinna nú nýja breiðskífu, og Mezzoforte sem á' á Bandalögum endurhljóðblandað lag, aukinheldur sem Bjarni Arason syngur Karenu. Eins og áður sagði fara nýju sveitirnar ólíkar leiðir inn í tónlistina, og þannig má segja að Orgiil sé að skapa einskonar ijölþjóða- bræðing, Jet Black Joe leikur slíssýru, Veröld bali- sýru, Funkstrasse þunga- fönk, Ekta skammtapopp og Sirkus Babalú stór- sveitapopp. Sveitimar nýju koma einnig hver úr sinni Ekta skammta- popp Jóhann G. Jóhannson og Gunnar Hjálmarsson. Morgunblaöið/Sverrir Slíssýra Jet Black Joe. Morgunblaðið/Bjarni áttinni. Þannig er Orgill búin að starfa alllengi, en þrír sveitarmanna, og ekki þeir ómerkustu, störfuðu áður saman í Rauðum flöt- um m.a., Sirkus Babalú er dæmigerð menntaskóia- sveit, leiðtogar Jet Black Joe eru forðum meðlimir Bootlegs og Nabbla- strengja, Ekta er nýjasta sveit Gunnars „Dr. Gunna“ Hjálmarssonar, sem hefur verið áberandi í íslensku rokki um árabil með sveitum sínum S/H Draumi og Bless, en auk hans er í sveitinni Jóhann G. Jóhannsson, sem áður stýrði Daisy Hili Puppy Farm. Jóhann kemur einn- ig við sögu sem töivufól Funkstrasse, en aðrir í þeirri sveit eru Björn Blöndal, Óttar Proppé og Sigutjón Kjartansson úr rokksveitinni frábæru Ham og Magga Stína sohgspíra Risaeðlunnar. Veröid tilheyrir líkt og Sirkus Babalú framhalds- skólaflórunni. og villt fyrir almenna neyt- endur.- Sveitin er sprottin úr undirheimum Los Angeles, en sveitin var upphaflega sett saman sem grínsveit sem átti að leika eitt *lag fyrir níu árum. Það teygðist úr laginu og snemma voru sveitarmenn farnir að marka nýjar brautir í tónlist, þar sem þeir hrærðu saman pönkfrösum, fönki, þunga- rokki og villtu poppi. Sviðs- framkoman vakti á sveitinni og þá sérstak- lega að sveitarmenn áttu til að koma fram kviknaktir utan að sokkar voru yfir leyndarlimum. Fram að því að síðasta breiðskífa sveitarinnar, Blood Sugar Sex Magik, kom út virtist sem Red Hot Chili Peppers yrði neðan- jarðarsveit um alla framtíð, en lag af plötunni, Under the Bridge, sem segir frá ömur- legum tímabili í lífi söngvara sveitarinnar, breytti öllu. Það varð og er geysivinsælt og skyndilega var sveitin orðin eftirlæti allra. Ekki kunna allir sveitarmenn vel við það, því gítarieikari hennar fékk sig fullsaddan og hætti fyrir skemmstu, en það verður ekki aftur snúið. ÞETTA ár ætlar að verða mikið rokkár, ef marka má plötukaup. Söluhæstu sveitirnar sem af er eru allar rokksveitir, þó ólíkar séu, Nirvana, U2, Met- allica og nú síðast Red Hot Chili Peppers. Ekki áttu margir von á að Red Hot Chili Pepp- ers ætti eftir að vera meira en vinsæl neðanjarð- arsveit, enda sveitarinnar fullhrá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.