Morgunblaðið - 21.06.1992, Page 16

Morgunblaðið - 21.06.1992, Page 16
16 C________________________MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 ___ AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Mannkynssagan er frá upphafi full af morð- um eða morðtilraunum á stjómmálamönnum og valdsmönnum. Fyrir rúmri öld var reynt að drepa danskan forsætisráðherra. Kúlan reif sig inn úr frakka og jakka en stansaði á gildum vestishnappi. VESTISHN APP URINN BARG LÍFIRÁÐHERRANS ÞEIR, sem í stjórnmálum standa, mega alltaf búast við því, að and- staða við skoðanir þeirra og gerðir birtist í óhugnanlegum myndum. Sama gildir um þá, sem standa utan við eða ofan við venjuleg stjórn- mál, geti þeir á einhvern hátt talizt fulltrúar eða tákn um valdið í þjóðfélaginu, eins og erfðakonungar og valdalitlir forsetar. Mann- kynssagan er frá upphafi full af morðum eða morðtilraunum á stjórn- málamönnum og valdsmönnum. Ekkert land hefur sloppið við slíkt frá upphafi vega. Engan mann er hægt að verja fullkomlega fyrir árásum. Oft vekur það undrun eftir á, hvemig geðsjúkir einstakling- ar hafa einir á báti og hjálparlaust komizt svo nálægt „háttsettum persónum", að þeir hafi getað ráðið þeim bana. Stundum er um vel undirbúin samsæri að ræða. Þá eiga í hlut ofstækisfullir ofbeldis- menn, mglaðir af blindri trú á eigin stjórnmálaskoðanir, sem telja sér trú um það, að það sé heilög skylda þeirra að reyna að breyta gangi sögunnar með því að útrýma andstæðingum sínum. Á Norður- löndum hafa einnig konungar verið drepnir og reýnt að drepa aðra. Meira að segja var einu sinni reynt að drepa danskan forsætisráð- herra. Það var fyrir rúmum 106 áram. Sagt verður frá því hér. tt fœlfcet otiet ^írtSmttéfcn og l&ber paa M 3ía?3 SQiQttjuðftraf. Jakob Bronnum Scavenius Estrup er af flestum talinn hafa verið áhrifamesti stjóm- málamaður í Danmörku á síðari hluta nítjándu aldar, og völd hans urðu meiri en mörgum þótti gott. Hann fæddist árið 1825 og varð fyrst ráðherra fertugur að aldri 1865, þegar hann varð innanríkis- ráðherra. Þá þegar þóttu áhrif hans orðin svo mikil, að landstjómarmenn gerðu fátt án vitundar hans og vilja. Þessi þurrlegi hæglætismaður ávann sér traust jafnt meðhaldsmanna sem mótstöðumanna, þótt hinum síðar- nefndu þætti smám saman nóg um það, sem þeir kölluðu einræðistil- hneigingar hans. Kjörfylgi hans var alltaf mikið og öruggt, þó að hann gerði sér ekkert far um að dekra við kjósendur; héldi þeim fremur í hæfilegri fjarlægð. Traustustu stuðningsmenn hans voru jafnan józkir bændur, en annars naut hann oftast fylgis bæði smábænda og stórbænda í allri Danmörku. Hann var ráðherra fram til ársins 1869, en bæði 1870 og 1874 færðist hann undan þvf að mynda ríkisstjóm und- ir forsæti sínu, þótt fast væri lagt að honum. Það var ekki fyrr en á miðju ári 1875, að hann tók að sér að mynda stjóm og gerðist þá bæði forsætis- og fjármálaráðherra. í október 1885 var hann hálfnað- ur með sextugasta og fyrsta aldurs- ár sitt og hafði þá verið forsætisráð- herra í samfellt tíu ár. Þó að hann væri í miklu áliti fyrir heiðarleika og að gera aldrei neitt nema það, sem hann var innilega sannfærður um að vera Danmörku fyrir beztu, fór auðvitað ekki hjá því, að stjóm- arhættir hans yrðu umdeildir, og margs konar löggjöf, sem hann beitti sér fyrir af harðfylgi, var óvinsæl hjá mörgum, þótt aðrir væru hrifnir. Hann hafði greinilega ekki mikið álit á hreinræktuðu lýðræði. Álit hans var það, að því yrði að stýra af sterkum mönnum, og hann var sannfærður um það, að hann væri bezt fallinn til þess allra manna. Það fór því svo, að þótt andstæðingum hans og lýðræðisunnendum reyndist erfitt að hata hann persónulega tókst þeim að gera hann að ábyrgum samnefnara fyrir ólýðræðislegt stjómarfar. Um þverbak keyrði, þeg- ar hann taldi sér heimilt að snið- ganga þingið við fjárlagagerð, og að samþykki þingmanna við fjárlög- um ríkisstjómar væri óþarft. Hann eignaðist marga fjandmenn af stjómmálaástæðum, en einnig marga vini af sömu ástæðum. Sffleb á$Í0í>cKfmÞn. ©UttttbSítjtS foelitg. SStnjjíWttjtraþt 3it. 18, etutn, Boru}. JJttmtttjfw. Mynd tilræðismannsins framan á hefti með skildingavísum. Þegar Estrup gekk út af stjómar- skrifstofu sinni síðdegis 21. október 1885, var töluvert tekið að skyggja. Hann kom að heimili sínu í Told- bodgade nr. 25, þegar klukkan var nákvæmlega fimm. Þegar hann kom að hliðinu tók hann eftir ungum manni, sem hafði staðið óséður til hliðar í skugga. Maðurinn steig nú fram úr myrkrinu og spurði: „Eruð þér Estmp ráðherra?" „Já“, svaraði Estmp. Ungi maðurinn fór þá inn á sig, dró fram skammbyssu og mið- aði henni á Estrup. Andartak horfðust þeir í augu, en um leið og Estrup hugðist slá byss- una úr hendi tilræðis- mannsins skaut pilt- urinn úr henni af örstuttu færi. Kúlan reif sig inn úr frakka og jakka en stanzaði á gildum vestis- hnappi. Estmp sló frá sér í átt til mannsins með vinstri hendi, en hægri hönd með krepptum hnefa reiddi hann til höggs. í sama bili skaut ungi maðurinn aftur úr byssu sinni. Hann virtist hræddur og rin- glaður, og höndin skalf, enda náði hann ekki betra miði en svo, að kúlan fór yfir vinstri öxlina á Estrup án þess að snerta hana, í stað þess að fara inn úr andlitinu, eins og pilt- urinn mun hafa búizt við. „Hinn myrti“ stóð áfram teinréttur Þegar tilræðismaðurinn sá, að Estmp stóð enn uppréttur, þótt hann ætti að hafa fyrri kúluna í hjarta- stað en hina síðari milli höfuðbeina í miðjum heila, brá honum svo, að hann gat sig hvergi hrært. Hann mun hafa talið þetta eitthvað yfirn- áttúmlegt. Estmp fór nú að ganga hægt og rólega aftur á bak, því að Jacob Bronn- um Sca- venius Estrap, hinn elsk- aði og hat- aði ríkisráðs- forseti (forsæt- isráðherra) og herragarðseigandi á Jótlandi og Sjálandi. hann sá; að illvirkinn var ráðalaus og lamaður með byssuna lafandi niður úr hægri handar greip. Ráð- herrann hugðist komast í skjól við vegg. Allt gerðist þetta á örfáum andartökum. Nokkrir vegfarendur höfðu heyrt skothvellina og séð, hvað var að gerast. Þeir áttuðu sig nú og stukku af skyndingu á piltinn, felldu hann til jarðar, þrifu byssuna af honum, lögðust ofan á hann og héldu honum föstum. Sendisveinn á hjólhesti hafði bmnað til tveggja hverfislögregluþjóna úr götulögregl- unni, sem stóðu á götuhorni skammt frá, og sagt þeim frá tíðindum. Þeir hlupu þegar á staðinn, létu ráðherr- ann segja sér frá atburðum, handt- óku tilræðismanninn og gengu með hann á milli sín að lögreglustöðinni í Store Kongensgade. Ekki gekk sú ganga þrautalaust, því að nú hafði æstur manngrúi safnazt saman. Margir vom á leið heim úr vinnu um þetta leyti, svo að talsvert fjöl- menni var þama á ferli, og einnig komu húsfreyjur hlaupandi út úr húsum ásamt vinnukonum sínum. „Drepum hann!“ æptu þær og eggj- uðu karlmennina til framgöngu. Margar atlögur vom gerðar að lög- regluþjónunum og reynt að rífa pilt- inn úr höndum þeirra. Kaupmanna- hafnarblöðin segja, að það hafi að- eins verið vasklegri vörn lögreglu- þjónanna að þakka, að tilræðismað- urinn var ekki drepinn. Hann var náfölur og nötrandi, greinilega búinn að fá taugaáfall, en lögregluþjónun- um tókst að drösla honum með sér inn fyrir dyr á lögreglustöðinni. Ráðherrann spilar „whist“ við etatsráðið um kvöldið Þegar pilturinn hafði verið hresst- ur við og látinn jafna sig nokkuð hófst fyrsta yfirheyrsla yfir honum. Hann kvaðst heita Julius Rasmussen og vera prentari, nítján ára gamall. Tilræðismaðurinn þéraði ráðherrann Hann játaði vafningalaust, að hann hefði ætlað sér að ráða Estmp bana með byssukúlum. Ástæðuna sagði hann vera þá sannfæringu sína, að morð á ráðherranum væri dönsku þjóðinni og frelsi hennar fyrir beztu. Meira vildi hann ekki segja og hann endurtók þetta við næstu yfirheyrslu í höfuðstöðvum iögreglunnar. Þótt tilræðismanninum yrði mikið um morðtilraunina, virtist þetta eng- in áhrif hafa á forsætisráðherrann. Hann var fullkomlega rólegur, og eftir að hafa kvatt lögregluþjónana við húsdymar og óskað þeim góðrar ferðar í lögreglustöðina gekk hann upp stigana í íbúð sína, heilsaði konu sinni og börnum, bað þau síðan að hafa sig afsakaðan, því að hann þyrfti að skipta um föt. Hann fór síðan inn í svefnherbergið og hafði fataskipti. Klukkutíma síðar fór hann út í Christianshavn á Amager í heimboð til Holmblads etatsráðs, en þangað hafði hann verið boðinn í kvöldmat og til þess að spila whist á eftir. Auk margs annars fram- leiddi etatsráðið hin frægu Holm- blad-spil. Etatsráðið, heimilisfólkið og spila- félagarnir höfðu ekkert frétt af til- ræðinu. Það var ekki fyrr en við lok kaffídrykkjunnar eftir matinn, þegar verið var að spenna spilaborðið upp í næstu stofu, að forsætisráðherrann sagði etatsráðinu frá því, sem gerzt hafði. Allir komust skiljanlega í upp- nám, en Estrup vildi ekki gera of mikið úr þessu, heldur fara að spila. Um klukkan hálfellefu um kvöldið hélt Estrup heimleiðis. Fréttin hafði borizt í ritstjórnarskrifstofur allra Kaupmannahafnarblaða og um kvöldið höfðu blaðburðarbörn og blaðsöludrengir farið um alla borg- ina með nýprentuð aukanúmer, hlaupaseðla og flugrit, sem í þá daga fluttu nýjustu fréttir í stað útvarps og sjónvarps nú. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman við heimili Estrups í Toldbodgade og fyllti strætið. Honum var nú fagnað með margföldum húrrahrópum. Hann tróðst í gegnum þvöguna, svipbrigðalaus, og þegar hann komst upp á tröppurnar sneri hann sér við og horfði yfir þyrpinguna. Fólkið þagnaði. Hann sagði þá með skýrri og hárri röddu, en þurrlegur sem jafnan: „Líf vort er ætíð í hendi Guðs“. Síðan snerist hann skjótt á hæli og gekk inn í húsið. Konungur sendir skrýtið skeyti Kristján konungur IX. var meðal hinna fyrstu, sem fréttu um morðtil- raunina. Hann sendi forsætisráð- herranum símskeyti um kvöldið. Það var svona: „Með reiði og djúpri sorg fréttum vér nú, að danskur þegn hafí getað hugsað sér að stofna dýrmætu lífí yðar í hættu STOP Guði sé lof, að ódæðisverkið skuli hafa misheppnazt og að þér hafið þegar á eftir getað tekið þátt í kvöldverðarboði STOP Christian IX. Rex.“ Mörgum hefur þótt niðurlagið ein- kennilegt og broslegt. Var konungur að hæðast að forsætisráðherranum? Enn hefur ekkert fundizt, sem geti skýrt þetta orðalag. E.t.v. kom þetta svona óvart og óyfirlesið frá kon- ungi, eða hann fékk hér útrás fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.