Morgunblaðið - 14.07.1992, Síða 10

Morgunblaðið - 14.07.1992, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 Gizurarbók __________Bækur_______________ Gylfi Knudsen Afmælisrit Gizurar Bergsteinssonar. Útg. Sleipnir h.f. Reykjavík 1992. 284 bls. Gizur Bergsteinsson, fyrrv. hæsta- réttardómari, varð níræður 18. apríl sl. Af því tilefni var gefið út afmælis- rit tileinkað honum. Gizur hefur fengist við margt á sviði lögfræðinn- ar, en dómstörf í Hæstarétti urðu ævistarf hans. Hann var óvenju ung- ur að aldri skipaður í embætti dóm- ara við Hæstarétt árið 1935 og sat í réttinum óslitið til ársins 1972. Var vel ráðið að heiðra Gizur í hárri elli með útgáfu afmælisrits. Verður ekki annað séð en bærilega hafi tekist til um rit þetta bæði efni þess og frá- gang að því undanskildu, að próf- arkalestur hefur verið slakur. Rit- stjóri verksins var Páll Skúlason, lög- fræðingur, og hafði ritnefnd til til- sjónar. Bókin hefur að geyma þrettán rit- gerðir auk stutts æviágrips afmælis- bamsins og hefðbundins heillaóska- lista. Ritgerðimar eru ekki allar lög- fræðilegs eðlis og raunar er ekki fjall- að um vítt lögfræðisvið. Ekki er það neitt meginatriði. Mestu skiptir, að ritgerðimar séu vandaðar og í þeim sé eitthvað nýtt að finna. Jafnan er nokkuð kvíðvænlegt að gleypa af- mælisrit í heilu lagi og líkast því að lesa nokkra árganga sérfræðitíma- rits í einni lotu. Manni getur orðið nokkuð bumbult einkum nú á tímum miklu „sérstúderinga" og „spesíal- ista“. Æ sjaldgæfara verður, að sér- fræðiurtirnar séu ræktaðar í blóm- stóði víðtækrar þekkingar. Svipar texta því oft til leiðbeininga á vöru- umbúðum. Kom því á óvart, að lest- ur margra greinanna í Gizurarbók reyndist léttur og leikandi. Má vera, að það stafi af því, að fleiri kvíslar falli fram í pennum sumra höfund- anna en sérfræðisprænan ein. Rit- gerðunum er ekki hægt að gera nein viðhlítandi skil í stuttum pistli, enda eru safnrit af þessu tagi ekki auð- veld viðureignar. Helst er að „gefa breiðsíðu“ að fomum freigátuhætti. Ræður þá tilviljun, hvað fyrir verð- ur, sem raunar skiptir ekki öllu máli, því að púðrið er hvort eð er blautt og fallstykki hrör. Þórður Björnsson, fyrrv. ríkissak- sóknari, ríður á vaðið og ritar um deilurnar um Hæstarétt á þriðja og Qórða áratugnum. Segja má, að rit- gerð Þórðar taki þar við, er verk föður hans um Landsyfírdóminn lýk- ur. Löngu er tímabært að rita sögu Hæstaréttar og ekki þýðingarminna en húsnæðisbaukið. Áhlaupin á Hæstarétt voru eiginlega tvenns kon- ar. Hið fyrra var venjulegt og ómerkilegt sparnaðaráhlaup. Síðara áhlaupið, sem oftast er kennt við Jónas Jónsson frá Hriflu, var annars eðlis. Algeng einföldun er að telja það áhlaup hafa stafað af valda- brölti einu. Þung undiralda hug- myndanna kemur vel fram í formála Jónasar í ritinu sérstæða „Nokkrar skýrslur og dómar“, sem hann lét gefa út og raunar er vitnað til í rit- gerð Þórðar. Er ritgerðin greinargóð um deilur þessar og efnisþétt. Dr. Lúðvík Ingvarsson hefur sett saman mikið verk um goðorð og goðorðsmenn. Er grein hans í afmæl- isritinu af virðulegum vettvangi goð- orðsfræðanna. Hann fjallar um Hlíð- vetjagoðorð í Rangárþingi og hveijir hafi með það farið á 11. og 12. öld. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að það hafi verið áar og ættmenn Jóns biskups Ögmundarsonar og að sjálf- ur hafi Jón verið goðorðsmaður, áður en hann varð biskup. Þarf raunar Gizur Bergsteinsson ekki mikla hugkvæmni til að komast að þessari niðurstöðu. Varla hefur sveinninn ótiginborinn setið með for- eldrum sínum yfir dýrðlegum krásum Sveins konungs Úlfssonar. List höf- undar felst hins vegar í ættfærslum og goðorðsmannatali. Þeir, sem komnir eru til vits og ára, minnast sjálfsagt gapastokksins á heimili Knold og Tot. Það var hús- agastokkur, sem stórbætti fagurt heimilislífið þar. Líklega ættu lög- fræðingar að fara gætilega í upprifj- anir á gapastokkum nú á síðustu og verstu tímum, þegar svo virðist sem þjóðin vilji helst setja þá stétt alla í slík tól. Ekki er þó hófstillingu að fagna í þessum upprifjunum, því miður. Ármann Kristinsson, fyrrv. sakadómari, ritar um gapastokka í afmælisritið og eykur við það, sem dr. Páll Sigurðsson, prófessor, hefur skrifað um efnið. Gapastokkar voru fylgifískar heittrúarstefnunnar hér á landi og innleiddir í tilskipunum frá 1746 um húsvitjanir, húsaga og laus- læti og síðar einnig í lausamennsku- tilskipun. Fróðlegt væri að vita, hvort það hafi eitthvað tíðkast að setja kjaftfor og óhlýðin vinnuhjú og börn í gapastokka á grundvelli hrepp- stjóravalds eins eða jafnvel aðeins húsbóndavalds, „fyrir utan allan process" eins og hinn hjartahreini heittrúarfrömuður sr. Þorsteinn Pét- ursson á Staðarbakka vildi. Ritgerð Ármanns er í ætt við þjóðlegan fróð- leik og mætti hann skrifa meira af þessu tagi. Rétt hefði verið, að hann sleppti að segja frá óhappaverki Glæsibæjarklerks. Nóg er að hafa þá frásögn í Bólu-Hjálmarssögu, ófáanlegri sem betur fer. Páll Skúlason, lögfræðingur, ritar um landamerki og landamerkjamál. Hann stiklar á löggörðum og lýritar- steinum allt frá Stakksmýrardeilu, sem Egill Skallagrímsson setti niður með blóðugum eftirmálum til Brús- holtsmála, sem Hæstiréttur dæmdi í sl. haust, vonandi eftirmálalaust. Landamerkjamál eru sérstæð einkum varðandi sönnunargögn og gildi dóma fyrir langa framtíð. Einkenn- um þessara mála er lýst vel í ritgerð- inni og rakin lagasetning um landa- merki. Tvær ritgerðir eru af vettvangi eignaréttar fyrir utan greinar um hugverkaréttindi, sem tilheyra þessu réttarsviði. Karl Axelsson, lögfræð- ingur, skrifar um eignarhald á Bisk- upstungnaafrétti. Hann greinir eignaréttarlega stöðu einstakra hluta þessa landsvæðis af vísindalegri ná- kvæmni. Reifar hann jafnframt al- mennt réttarlega stöðu afrétta og stefnumarkandi dóma svo sem í Landmannamálum, þar sem sú mikil- væga niðurstaða fékkst, að ríkið teld- ist ekki eigandi þess lands, er ekki væri háð eignarráðum annarra. Mörgum virðist framandi, að til geti verið allshetjareignir „res communis" óháðar eignarráðum ríkisins. Sigurð- ur Gizurarson, bæjarfógeti, skrifar um Fossanefndina 1917-1919 og aðdraganda að setningu vatnalag- anna frá 1923, sem enn eru í gidli. Er þetta lengsta ritgerð bókarinnar og hefur að geyma mikinn fróðleik um eignaréttarviðhorf og eignarétt að vatni allt frá Rómarrétti til vorra daga og um lagasetningu um vatns- réttindi fram að því að vatnalögin tóku gildi. Voru þau lög sett í fram- haldi af störfum svonefndrar Fossa- nefndar, sem klofnaði, einkum vegna stjórnmálalegs og hugmyndafræði- legs ágreinings. Séreignarviðhorf minnihlutans skiluðu sér í löggjöfina með nokkrum takmörkunum. Lögmenn tveir, þeir Árni Vil- hjálmsson og Ragnar Aðalsteinsson, skrifa um efni af vettvangi hug- verkaréttar. Það réttarsvið tékur til höfundarréttar, vörumerkja-, fírma- og einkaleyfisréttar og nokk- urra málefna, er falla undir órétt- mæta viðskiptahætti. Ragnar skrifar um bótaregiur höfundalaga en Árni um gæslu hugverkaréttinda almennt. Skarast greinarnar að nokkru og skrifast það á reikning ritstjórnar. Árni ræðir nauðsyn þess að rýmka réttarvemd á þessu sviði þannig að hún taki t.d. til hönnunar fjöldafram- leiddra iðnvara og viðist ekki sjá neina meinbugi á þessu. Það vill gleymast, að vernd sú, sem þetta réttarsvið veitir, einkum merkjarétt- urinn, heftir ævinlega samkeppni og sé gengið langt í vemdinni getur það stórskaðað samkeppnina og hags- muni neytenda. Davíð Þór Björgvinsson, dósent, fjallar um úrskurðarvald stjórnvalda á sviði sifjaréttar og að hvaða marki dómstólar telji sig bæra til þess að hlutast í það og fjalla um þessi mikil- vægu og persónulegu málefni svo sem framfærslueyri, forsjá barna og umgengnisrétt. Höfundur reifar dóma rækilega. Það er til lítils, því að slíkur þokudmngi grúfír yfír dóm- um á þessu sviði, að fátt verður af þeim ráðið um það, hve langt dóm- Sumartónleikar Tónlist Jón Asg eirsson Dagana 11. og 12. júlí hófust sumartónleikamir í Skálholti og var þar eingöngu flutt nútímatón- list. Flytjendur voru Caput-hópur- inn en stjómandi samleiksverkanna var Guðmundur Óli Gunnarsson. Á fyrri tónleikunum vom flutt ein- leiksverk eftir Messianes, Schnittke, Svein L. Bjömsson, Fuk- ushima og Áskel Másson, tvileiks- verk eftir Þorstein Hauksson og Xenakis og eitt fyrir fímm flytjend- ur, eftir Avro Párt. Tónleikamir hófust með áhrifa- miklum flutningi Guðna Franzson- ar á Hyldýpi fuglanna eftir Messia- en. Segja má að allir klarinettuleik- arar hafí á sinni efnisskrá þennan hugljúfa þátt úr kvartett stórverk- inu Fyrir endalok tímans, eftir Messiaen. Rússneska tónskáldið Alfred Schnittke er aftur á móti sjaldheyrður en eftir að hafa lifað af helþögn kommúnista, hefur hon- um verið vísað til sætis meðal bestu nútímatónkálda heimsins. Verkið Hymnus II, eftir Alfred Schnittke, er fyrir selló og kontrabassa og var það glæsilega flutt af Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Val Pálssyni. Það er sérkennileg dimma yfír þessu fallega verki, hugleiðingu um djúpstæða og bælda trúarþörf fólks, sem bar á baki sínu helklöpp stjómskipaðs trúleysis. Það er þessi dökkbrýnda alvara, sem svipti burtu heilu heimsveldiskerfi og tón- mál Schnittke túlkar þessa hljóðl- átu bið og djúpkveðnu þrá eftir frelsinu. í næstu þremur verkum var byggingin og samröðun tónhug- mynda megininntak verkanna. Óll tónverk byggjast á slíkum atriðum en hið byggingarfræðilega mark- mið (concept) nægir ekki eitt til skáldskapar, því listin er flóknari en svo að lærð verði. Guðmundur Kristmundsson flutti mjög vel nýtt verk sem nefnist „Tveir“, eftir Svein L. Björnsson og sömuleiðis var leikur Kolbeins Bjarnasonar áhrifamikill í Requiem eftir Fukus- hima. Hrím, eftir Áskel Másson er vel unnið verk og var það vel leik- ið af Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Psychomachia heitir fjögurra þátta verk eftir Þorstein Hauksson og er það samið fyrir sópran og selló. Flytjendur voru Marta Hall- dórsdóttir og Sigurður Halldórsson og gerðu þau þessu fallega verki Þorsteins góð skil og fluttu það af öryggi. í þessu verki og sérstaklega í fyrsta og síðasta þættinum, má merkja það afturhvarf í tónskipan Tónlistarfólkið fyrir utan Skálholtskirkju. sem nú einkennir mikið af nýrri tónlist. Tilraunin, sem fékk á sig nafn eins og frumleiki eða nýjung, hefur um sinn náð hámarki og nú er hafínn tími úrvinnslu og könnun- ar og leit að tilfinningunni sem týndist. Ligeti var einna fyrstur nútímatónskálda til að fínna hið glataða musteri tilfínninganna og hafna tækninni sem listrænu markmiði, enda er gengin í garð öld leitarinnar eftir hinum upp- runalega græna lit náttúrunnar, sem maðurinn óttast nú að ekki verði bjargað frá tortímingu. Einn af síðustu leitarmönnum nýjunganna er Iannis Xenakis og birtist þessi leit hans að nýju tón- máli m.a. í verki sem nefnist Char- isma frá 1871. Hljóðverk þetta var ágætlega flutt af Guðna Franzsyni og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Lokaverk fyrri tónleikanna er eftir fínnska tónskáldið Arvo Part og er samið við 121. sálm Davíðs og nefnist Ein Wallfahrtslied. Flytj- endur voru Bergþór Pálsson, Zbigniew Dubik, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Guðmundur Krist- mundsson og Sigurður Halldórs- son. Frekar er þetta daufleg tón- smíð og t.d. var söngröddin oftlega í tilbreytingalausum tónlesstíl. Flutningurinn var hins vegar mjög góður, eins og segja má reyndar um tónleikana í heild. Verð til aó taka eftir: Bússur frá kr. 3.390.- Vöðlur frá kr. 4.490.- Mikid úrval nf regnfatnaði OPW1AUGARDAGA FRÁ KL 10-14 Sími 31290 SPORT[ MARKAÐUFINN í Skeifunni 7 HÚSI J.P. INNRÉTTINGA. BTSALA - UTSALA Góður afsláttur af vörum úr vorlistunum, sérstaklega af herrapeysum og bolum. Einnig vörur úr eldri listum á frábæru verði. ðtsalan stendur út júlí. Lokað vegna sumarleyfa frá 1.-10. ágúst. Haust- og vetrarlistarnir eru væntanlegir síðast í ágúst og verða þá sendir áskrifendum. PÓSTVERSLUNIN dOHSlSOd Eol i=3 m MJ STANGARHYL 5, 110 REYKJAVÍK, SÍMI 67 37 18. (SS)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.