Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
37
Minning:
Sæmundur Jónsson
Fæddur 5. október 1895
Dáinn 23. júní 1992
Á vorvertíðarlokum andaðist föð-
urbróðir minn, Sæmundur Jónsson,
Aðalgötu 9, í Ólafsfirði. Hann var
svo sannarlega orðinn saddur lífdaga
sökum hárrar elli og líkamlegrar
hrörnunar. Sæmundur ólst upp hjá
foreldrum sínum, Þóreyju Ásmunds-
dóttur og Jóni Magnússyni, sem
bjuggu á Austari-Hóli í Flókadal í
Vestur-Fljótum. Sem flestra annarra
ungra manna var háttur í Fljótum á
þessum árum fór hann til sjós á há-
karlaskip og kynntist þá því harðn-
eskjulífí sem þar var lifað. Oft skynj-
aði ég af frásögnum hans hvílíkt
regin vosbúðariíf var um borð í þess-
um skipum. Annað og betra þekktist
ekki og ekki miklaði hann þetta fyr-
ir sér. En nú verða þáttaskil í lífí
Sæmundar. Hann fellur ofan í lest á
hákarlaskipinu „Flink“ og hlýtur af
því slíkan áverka á baki að hann
verður aldrei samur maður til heilsu.
Árið 1918 kynntist hann konuefni
sínu, Salbjörgu Helgu Þorleifsdóttur,
frá Búðarhóli, Kleifum í Ólafsfirði.
Þau gengu í hjónaband árið 1919.
Böm þeirra voru fjögur: Björg, f. 24.
júlí 1920 — d. 7. júní 1992. Gift
Sigurði Jóhannessyni frá Giljalandi
í Haukadal, Dalasýslu. Hann var
meðal annars kaupfélagsstjóri í
Haganesvík, í Fljótum. Hann lést um
aldur fram 3. mars 1947. Þau áttu
eina dóttur, Sigurbjörgu, sem gift
er enskum manni og býr í London;
Rósleifur, f. 29. júní 1922 — d. 10.
janúar 1928; Bára, hún býr í Ólafs-
firði. Hennar maður er Bjarni Ing-
ólfsson. Þeirra dóttir er Sæbjörg
Anna; Guðmundur, f. 11. desember
1934. Hann er kvæntur Sigrúnu
Finnsdóttur frá Hóli í Norðurárdal.
Þau eiga þijár dætur: Lindu Sal-
björgu, Eddu Herdísi og Öldu Björk.
Um 15 ára skeið bjuggu þau Sæ-
mundur og Salbjörg í Neðra-Haga-
nesi í Fljótum og þar stundaði hann
smíðar ýmiskonar, bæði úr tré, járni
og leðri. Hann var hreinasti völundur
í höndunum. Það sýndu margir gripa
hans og varð mér, ungum sveini
framan úr Flókadal, allsendis óvön-
um öllu slíku, stórlega starsýnt á
hvað frændi gat búið til. Mun ég oft
hafa óskað mér slíkrar náttúru, hvað
mér ei auðnaðist nokkru sinni. Ég
gleymi aldrei er frændi rétti mér
nýsmíðuð skíði og sagði: Eigðu þetta.
Hið eina sem ég gat gert var að gleðj-
ast og kyssa hann fyrir. Á þeim árum
var nóg með skíði að gera í Fljótum.
Öðru sinni gaf hann mér nýja skauta
sem líka voru vel þegnir.
Sæmundur fiuttist með fjölskyldu
sínatil Ólafsfjarðar 1950 og áttu þau
heimili á Aðalgötu 9. Þar var alltaf
gott að koma. Um marga hluti var
spjallað og mikið var hugur hans
haldinn saknaðarkennd þegar við
héldum málþing okkar um Fljótin.
Þau voru honum svo einkar kær.
Eiginlegt var honum að beina sam-
ræðum okkar að vísnagerð. Þar á
hafði hann gott vit og sterka mál-
kennd og gerði marga góða vísuna.
Þetta var honum hugleikið umræðu-
Kveðjuorð:
Agnes G. Gísladóttir
Fædd 20. desember 1911
Dáin 30. júní 1992
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þann 30. júní sl. andaðist á sjúkra-
húsinu á ísafirði systir mín Agnes
Guðríður Gísladóttir frá Gjögri. Hún
var jarðsett í Árnesi á Ströndum,
7. júlí sl. Mig langar til að minnast
hennar með fáeinum kveðjuorðum,
þar sem ég gat ekki verið við útför
hennar.
Agga, eins og hún var alltaf köll-
uð, fæddist á Gjögri 20. desember
1911. Foreldrar okkar voru Gísli
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
OpiÖ alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
Guðmundsson kennari og sjómaður
og Steinunn Halldóra Ólafsdóttir
húsmóðir. Agga átti heima á Gjögri
alla tíð, því ung hóf hún búskap á
Gjögri ásamt eiginmanni sínum,
Axel Thorarensen og eignuðust þau
níu börn. Agga systir var afburða-
dugleg kona, heimilið var hennar
vinnustaður, þar vann hún frá því
snemma að morgni til seint að
kvöldi, eldaði, bakaði, þvoði, kom
stórum barnahóp til manns, við að-
stæður sem okkur nútímafólki þættu
erfiðar í dag, því stóran hluta ævi
Öggu var t.d. ekkert rafmagn á
Gjögri. Mér er ljúft að minnast gest-
risni hennar þegar ég hef heimsótt
Gjögur, og allra góðu stundanna sem
við áttum saman. Oft var glatt á
hjalla í eldhúsinu hennar, enda hefur
alltaf verið mikill gestagangur hjá
Öggu og Axel, og heimili þeirra oft
hóteli líkast yfir sumartímann. Minn-
ing um góða konu lifir, iðjusemi
hennar og umhyggja fyrir öðru fólki
var einstök. Ég og fjölskylda mín
þökkum Agnesi samfylgdina og ósk-
um henni velfarnaðar á þeim vegum
sem hún gengur nú.
Kæri Axel, börn þín og fjölskyldur
þeirra, Guð blessi ykkur öll og styrki.
Vigdís Gísladóttir.
efni og í gerð vísnanna ekki alltaf
farin auðveldasta leiðin í rími. Allt
varð að blindfalla saman, rím og
efni ef frændi átti ánægður að vera.
Þar áttu hortittimir ekki víst húsa-
skjólið. Hann setti mig í heilmikinn
vanda í sendibréfum sínum til mín
með því að láta fljóta með fyrriparta
til botnunar. Ég átti þá fárra kosta
völ því rímið var fokdýrt.
Kona Sæmundar, Salbjörg Helga,
lést 20. september 1976 og varð
honum áfall sem vonlegt er. Ekki
verður svo við þessar línur skilið að
ég beri ekki fram hugheilar þakkir
til Báru og hennar fjölskyldu fyrir
alla þeirra fómfýsi og hjálp til handa
frænda mínum. Útför Sæmundar var
gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 30. júní
sl. í einstaklega fögru veðri, rétt eins
og útför Salbjargar Helgu, konu
hans, fór fram fyrir 16 árum. Ég og
konan mín sendum börnum Sæ-
mundar og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur um leið
og við óskum frænda mínum guðs-
blessunar á leiðum eilífðarinnar.
Axel Guðmundsson.
Svala S. Agústs-
dóttir - Kveðjuorð:
Með fáeinum orðum viljum við
minnast góðrar vinkonu okkar, henn-
ar Svövu. Hún hafði um langt skeið
barist við erfið veikindi. Nú vitum
við að Svövu líður vel og hennar
hefur beðið mikilvægt hlutverk á
öðmm og betri stað.
Höldum fast í þá trú að þeir sem
guðirnir elska, deyja ungir.
Svava var yndisleg stúlka í blóma
lífsins. Hún var sú manneskja sem
aldrei gafst upp og komst þangað
sem hún vildi komast. Hún var
ákveðin, en sýndi þó um leið umburð-
arlyndi.
Svava átti marga góða vini og
góða fjölskyldu sem studdu við bak
hennar þegar á þurfti. Hún var mjög
jákvæð stúlka og kvartaði aldrei.
Oftast mætti Svava í teiti hjá félög-
um sínum, tók virkan þátt í félags-
lífi, stundaði píanónám og var alltaf
með bros á vör.
Svövu verður sárt saknað og lengi
minnst af öllum þeim sem henni
kynntust og lærðu að meta.
Svava mun alltaf eiga heima í
hjörtum okkar.
Við vottum foreldrum, systkinum
og öðrum aðstandendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guð varðveiti ykkur öll.
Harpa, Sædís og Fanney.
Okkur langar að minnast með
nokkrum orðum elskulegrar vinkonu
okkar Svövu Sólbjartar Ágústsdótt-
ur, sem andaðist í Svíþjóð þann 30.
júní.
Við vorum ekki háar í loftinu þeg-
ar við kynntumst jafnöldrum okkar,
tvíburasystrunum Jónu og Svövu.
Við fæðingu þeirra kom í ljós að
önnur þeirra, Svava, var með alvar-
legan hjartagalla. Svava var mjög
dugleg og sterk og þrátt fýrir veik-
indi sín reyndi hún ávallt að taka
þátt í leik okkar stelpnanna.
Núna síðastliðin tvö ár fór þrek
hennar stöðugt minnkandi og varð
hún því að komast undir læknishend-
ur og fá ný líffæri.
Þegar við kvöddum hana í apríl
sl. ríkti mikil bjartsýni hjá okkur um
að hún Svava kæmi heim sem ný
manneskja eftir vel heppnaða aðgerð
og gæti þá loksins gert allt það sem
ógerlegt hafði verið áður vegna veik-
inda hennar.
Elsku Jóna, Inga, Gústi, Eddi,
Ágúst litli og aðrir aðstandendur,
megi Guð gefa ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Minningin um hana Svövu okkar
mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Guð
blessi minningu hennar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Harpa og Inga Rósa.