Morgunblaðið - 14.07.1992, Side 15
eitthvað sé bogið við það er hann
kýs að kalla „svarta náttúruvernd".
Stillir hann því fyrirbæri upp sem
andstæðu gróðurhyggjunáttúru-
verndar sem er sú stefna er hann
fylgir. Miðað við það sem fram kem-
ur í greininni þá virðist „svört nátt-
úra“ hrauna og sanda ekki vera
honum að skapi og ekki þess virði
að vernda hana. Dimmuborgir ættu
því að vera honum lítils virði nema
fyrir þann gróður sem þar er. Nú
er vitað að svo er ekki og hefði hann
átt að ígrunda skilgreiningu sína
aðeins betur áður en hann setti hana
fram.
Herði sést líka yfir það að jafnvel
í Ódáðahrauni er gróður, þótt lág-
vaxinn sé og dreifður. Hraun og
sandar eru síður en svo lífvana. Þar
eru skófir sem seiglast við að spretta
og hafa stundað þá iðju i hundruð
og jafnvel þúsundir ára. Þær búa
hægfara í haginn fyrir aðrar jurtir
með því að bijóta niður hraun og
mynda jarðveg. Þar eru mosar, víð-
ir, geldingahnappur, steinbijótar og
holtasóley svo nokkuð sé nefnt, sem
finna sér festu í sprungum og gluf-
um hrauns eða í skjóli við steina og
kletta. Þar þrífst líf, það er bara
öðruvísi en niðri á láglendi, m.a.
vegna þess að aðstæður eins og loft-
slag, veðurfar og lengd sumars eru
annarskonar. Þess vegna er gróður
hálendissvæðanna líka viðkvæmari
fyrir öllu raski.
Það er einmitt fjölbreytileiki ís-
lenskrar náttúru, lítt gróinnar sem
vel gróinnar, sem gerir ísland svo
einstakt, áhrifamikið og engu öðru
líkt. Fjölbreytileikinn er auðlind okk-
ar. Fjölbreytileikinn sem felst í fjöll-
um, dölum, vötnum, jöklum, sveit-
um, söndum, hraunum, mýrlendi,
kjarri/skógi, ræktuðu landi og öræf-
um. Hann felst í mismunandi form-
um og í andstæðum í náttúrunni.
Andstæðurnar í náttúru íslands eru
auðlegð okkar. Þar er falinn galdur
þessa lands norður í dumbshafi sem
við öll eigum en höfum ekki alltaf
umgengist sem skyldi. Vegna stað-
setningar Islands á jarðarkringlunni
og aðstæðnanna sem sú staðsetning
kallar á, eigum við ekki auðvelt með
að feta í fótspor t.d. Mið-Evrópu-
þjóða og gera allt umhverfi okkar
einslitt; grænt og manngert og tapa
þar með fjölbreytileikanum, tapa
andstæðunum og tapa töfrunum.
Eða er slík framtíðarsýn ef til vill
eftirsóknarverð?
Náttúruvernd er aðeins ein
Trúr skilgreiningu sinni á svartri
og grænni náttúruvernd gerir Hörð-
ur mótmælin gegn Fljótsdalslínu 1
sl. sumar að umtalsefni og spyr hvort
menn hefðu risið upp til varnar
Ódáðahrauni ef það væri gróið.
Hann gefur reyndar í skyn að sú
hefði ekki orðið raunin og þar full-
yrðir hann meira en hann ræður við.
Sönnum náttúruverndarmanni ætti
að skiljast að það er nánast ámælis-
vert að nota orð eins og „rama-
kvein“ um baráttu fólks fyrir vernd-
un umhverfis og náttúru. í stað þess
að taka höndum saman við þá sem
láta sig náttúru og umhverfi ein-
hveiju skipta sendir Hörður þeim
tónin sem ekki eru á „sömu línu“ í
náttúruvernd og hann. í stað þess
að fagna því framtaki er átti sér
stað varðandi Fljótsdalslínu gerir
hann lítið úr slíku og reynir að gera
tortryggilegt á þeirri forsendu að
þetta sama fólk hafði ekki í frammi
sams konar mótmæli varðandi Eyja-
bakka og húnvetnskar heiðar. Það
er rétt hjá Herði að ekki var síður
ástæða til athafna þá og er miður
að ekki var gripið til athafna á þeim
tíma. Þá vantaði framtak einhverra
sem þekktu til og og vissu hvað í
húfi var. Ein ástæðan til þess að
ráðist var í aðgerðir gegn Fljótsdalsl-
ínu 1, var að til staðar var hópur
fólks sem þekkti svæðið sem átti að
spilla og vissi hvað í húfi var. Þar
voru m.a. náttúruverndarsinnar sem
höfðu fengið það starf að sinna
vörslu á svæðinu. Þegar markmiðum
þeirrar vörslu var ógnað, risu þeir
upp og fengu stuðning fjölda ann-
arra. Þeir risu ekki upp vegna gróð-
urleysis svæðisins né vegna dýrkun-
ar á eyðimörkum, heldur vegna þess
að einstætt svæði var í hættu vegna
framkvæmdaáforma misviturra
manna sem líta á hagsmuni þjóðar-
innar út frá þröngum stundar- og
sérhagsmunum. Þarna var m.ö.o.
fólk sem vissi hvað í húfi var. Það
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
15
var á vettvangi og það reis upp í
samræmi við þá sannfæringu sína
að verið væri að eyðileggja óbætan-
leg verðmæti til framtíðar. Slíkt
framtak skorti því miður varðandi
Eyjabakkana og Auðkúluheiði; þar
var enginn slíkur hópur til staðar
og því fór sem fór. Þá héldu þeir
sem betur vissu að sér höndum í
stað þess að reyna að skapa fjölda-
hreyfingu eins og gert var síðastlið-
ið sumar. Menn eins og Hörður ættu
því frekar að spyija sjálfa sig: „Hvar
var ég þá?“ Þeim til afsökunar má
þó benda á að vegna vaxandi um-
ræðu og vitundarvakningar hjá þjóð-
inni var jarðvegurinn fijórri til slíkra
aðgerða sumarið 1991 en oft áður.
Margir þeir sem voru í fararbroddi
sumarið ’91 voru á barnsaldri er
átökin um hina staðina tvo áttu sér
stað og því er ósanngjarnt að ávíta
þá fyrir að hafa ekki risið upp fyrr
en nú. Þetta fólk er vonandi komið
til að starfa í íslenskri náttúruvernd
og það hefur vilja til að vinna með
öllum þeim er sýna einlægan vilja
til þess að vinna náttúruvernd braut-
argengi. Það er tæpast skynsamlegt
að skipa náttúruvernd í flokka og
telja eina gerð betri eða merkilegri
en aðra. Náttúruvernd er aðeins ein
þó svo að aðferðirnar við hana geti
verið ýmsar. Það er óheillaspor og
ekki skynsamlegt að hefja eina að-
ferðina til skýjanna en fordæma
aðrar. Það er ekki hygginna manna
háttur að beija sér á bijóst og segja:
„Sjáið mig, mín aðferð er sú eina
rétta, þið eruð á villigötum." Ein
dæmisaga Jesú fjallaði einmitt um
slíka afstöðu og þótti meistaranum
lítið til hennar koma. Það er allt
annað að eiga sér sannfæringu og
að vilja vinna henni brautargengi
en að reyna að hefja sjálfan sig upp
á kostnað annarra. Náttúruvernd
verður umfram allt að byggja á al-
mennri víðsýni og þekkingu en ekki
á fyrirfram gefnum formúlum þar
sem ásökunum er deilt út til beggja
handa og leit að sökudólg er mark-
mið aðgerðanna. Slíkt getur hvorki
verið stefna náttúruverndar né
markmið. Náttúruvernd verður að
hefja yfir stundarhagsmuni, þó að
það geti valdið okkur tímabundnum
erfiðleikum, vegna þess að náttúru-
vernd er ekki bundin við ákveðinn
tíma þó svo að tími hennar sé núna,
vegna þess að „á morgun“ getur
verið of seint. Náttúruverndarmálum
hefur alltof lítið verið sinnt á íslandi
af því að menn horfa of oft blindum
augum á eitthvað sem þeim hefur
verið boðað sem hagsæld fram-
kvæmdanna. Málum náttúruverndar
verður áfram lítið sinnt ef reynt er
að skapa flokka og flokkadrætti í
þeim hópi sem lætur sig málin varða.
Það gildir nefnilega hér eins og ann-
ars staðar að sameinaðir standa
menn er sundraðir ná þeir litlu fram.
Látum því skrif af því tæi er birtust
í Morgunblaðinu forðum heyra sög-
unni til og snúum bökum saman til
að vinna landi okkar og náttúru það
sem við megum.
Höfundar eru landverðir.
Skreytum fánann blómum
eftir Sigrúnu
Helgadóttur
Þjóðhátíðardagur íslendinga var
haldinn hátíðlegur fyrir skömmu.
Þjóðfánar blöktu við hún, þjóðsöng-
urinn var sunginn og fóik í þjóðbún-
ingum steig dans við þjóðvísur og
kvæði. Þetta skiljum við. Hugtakið
þjóðgarður vefst hins vegar fyrir
mörgum. Það kemur ljóslega fram
í umræðum um lúpínuskurð nátt-
úruverndarfólks í þjóðgarðinum í
Skaftafelli. Reyna á að koma í veg
fyrir að útlend tegund sem fram-
andi er í íslensku vistkerfi breiðist
út og komi jafnvel í veg fyrir að
Bæjarstaðaskógur fái endurnýjað
sig.
Þjóðgarðar í Bandaríkjunum
Þeir sem fylgdust með frétta-
flutningi frá umhverfisþingi þjóð-
anna í Ríó muna eftir því að hart
var veist að Bandaríkjamönnum
fyrir að vera dragbítar á að góðir
samningar næðust um vernd um-
hverfisins. Bush forseti reyndi að
malda í móinn og nefna dæmi um
ágæti sinnar þjóðar, minnti t.d. á
bandarísku þjóðgarðana. Því er ekki
að neita að Bandaríkjamenn hafa
verið forystuþjóð í skipulagi og
stjórnun þjóðgarða.
Hugmynd að stofnun þjóðgarðs
var fyrst sett fram á prenti árið
1833. Það gerði bandarískur lista-
maður, George Catlin, sem frægur
er fyrir málverk sín af Indíánum.
Hann ferðaðist mikið um landsvæði
sem þá voru enn ónumin af hvíta
manninum og sá hvílíkar breytingar
urðu á landi með tilkomu hans.
Hann lagði til að amerísk stjórn-
völd tækju frá svæði, þjóðargarða,
og varðveittu þau ósnortin í upp-
runalegri fegurð til að sýna borgur-
um sínum og heimsins um ókomna
tíð.
Arið 1864 var tekið frá svæði í
Kaliforníu og sett undir fylkis-
stjórnina. Þar mátti enginn ein-
staklingur nema land heldur skyldi
svæðið ævinlega vera almenningi
til afnota til útivistar og ánægju.
Fyrsti þjóðgarðurinn, sem stóð und-
ir nafni sem slíkur var síðan stofn-
aður 1872 og fékk nafnið Yellow-
stone.
Sérstaða þjóðgarða
Strax í upphafí var gerður mikill
greinarmunur á þjóðgörðum annars
vegar og skemmtigörðum eða öðr:
um útivistarsvæðum hins vegar. í
þeim síðarnefndu var landslag að-
lagað þörfum manna, smekk hverr-
ar kynslóðar, rétt eins og Elliðaár-
dalur í Reykjavík. Þjóðgarðar voru
stofnaðir til að vernda landslag og
náttúru, gróður og dýralíf. Allt
skyldi varðveitast um ómunatíð
óbreytt af manna völdum fyrir kom-
andi kynslóðir. Þjóðgarðar eru tákn
Sigrún Helgadóttir
þeirrar virðingar sem við berum til
landsins sem við byggjum. Vegna
þeirrar virðingar leggjum við ekki
allt land undir okkur, okkar þarfir
og okkar smekk heldur tökum frá
þjóðgarða og leyfum náttúrunni þar
að þróast eftir eigin lögmálum.
Þjóðgarðar eru líka tákn virðingar
okkar fyrir börnum okkar og barna-
börnum. Þau eiga einhvers staðar
að fá að sjá hvernig landið leit út
áður en maðurinn mótaði það með
nytjum sínum.
Þjóðgarðahugmyndin breiddist
hratt út og nú setja flestar þjóðir
metnað sinn í að eiga vel varðveitta
þjóðgarða. Samþykkt hefur verið
alþjóðleg skilgreining á þjóðgarði.
Samkvæmt henni þarf þjóðgarður
t.d. að vera tiltölulega stórt óraskað
svæði, undir stjórn æðsta yfirvalds
ríkisins, þar á ekki að leyfa neina
auðlindanýtingu aðra en að fólk
komi og njóti svæðisins en sé svæð-
ið í hættu vegna átroðnings fólks
þá verður að takmarka gestafjölda
og aðlaga umsvif gesta að því sem
landið þolir.
Þjóðgarðar og íslendingar
Þjóðir heimsins hafa misgóða
aðstöðu til að stofna þjóðgarða.
Líklega hefur engin þjóð í Evrópu
eins góða aðstöðu til þess og íslend-
ingar en þeir hafa sett lítinn metn-
að bæði í að stofna þjóðgarða og
vernda þá sem fyrir eru.
Fyrir nokkrum árum varð mikið
uppnám vegna þess að leikrit var
sviðsett á íslenska fánanum. Samt
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
„Þjóðgarðar okkar ís-
lendinga hafa enn ekki
fengið þann sama sess
í huga þjóðarinnar og
blátt, hvítt og rautt lér-
eft ef það er saumað
saman á réttan hátt.“
er fáninn, sem slíkur, bara saumað-
ur úr efni og alltaf hægt að sauma
nýjan (það sama verður ekki sagt
um mosabreiður Þingvalla). En það
var ekki málið. Fáninn er tákn. Það
er óvirðing við það sem hann stend-
ur fyrir, óvirðing við íslensku þjóð-
ina, að traðka á honum. Þjóðgarðar
eru líka tákn. Tákn þess lands sem
þjóðin byggir. Þjóðgarðar okkar
Islendinga hafa enn ekki fengið
þann sama sess í huga þjóðarinnar
og blátt, hvítt og rautt léreft, ef
það er saumað saman á réttan hátt.
Höfundur er líf- og
umhverfisfræðingur.
Grein þessi er endurbirt vegna mis-
taka sem urðu við birtingu hennar sl.
laugardag.
ÖRYGGIS OG
GÆSLUKERFI
FRÁ ELBEX
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapiö öruggari
vinnu og rekstur meö
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eöa í lit,
úti og inni kerfi.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguleikana.
Einar Farestveit & co hf.
Borgartúni 28, sími 91-622900
... á frábæru verði.
Mikið úrval aukahluta - góð varahlutaþjónusta
Hjri^ján^on hF
Skeifunni 9, R.vík. S. 91-678800
J La
Landsins
mesta úrval af
eðalgasgrillum...