Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 12

Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 12
12_________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992_ Vandi íslenzkra mennta eftir Einar Pálsson Miðvikudaginn 10. júní 1992 birtist í Morgunblaðinu grein, sem sýnir vel þann sára vanda, sem nú steðjar að íslenzkum fræðum. Greinin er eftir tvo fornleifafræð- inga, Bjama Einarsson og Vilhjálm Örn Vilhjálmsson, sem stunda rannsóknir og kennslu við háskól- ana í Gautaborg og Árósum. í grein þessari leggja þeir félagar á borðið staðreyndir um þær torfær- ur, sem blasa við hvetjum þeim er rannsaka vill íslenzkan menn- ingararf, og eru ómyrkir í máli. Birta þeir meðal annars eftirminni- lega klausu, sem þeir kveða síð- ustu samþykkta tillögu fomleifa- nefndar Islendinga. Hún hljóðar svo: Með hliðsjón af hagsmunum þjóðarinnar og rétti til menningar- arfleifðar sinnar telur fomleifa- nefnd að fomleifarannsóknir með uppgreftri verði hér eftir aðeins gerðar á vegum Þjóðminjasafns Islands eða vísindastofnana, sem fornleifanefnd telur hafa fulla burði til að gæta ítrustu fræðilegra krafna. Þessari ályktun svara þeir félag- ar svo: Með þessari reglu er nú búið að ganga svo frá hnútum, að fáar eða engar áhugaverðar fomleifarann- sóknir fari fram á landinu í fram- tíðinni. Fólk sem ekki þekkir til háskóla eða vísindarannsókna hyggur ef til vill, að þarna sé einungis um varnaraðgerð að ræða til að koma í veg fyrir fúsk eða skemmdarverk (því að gröftur getur spillt fornleif- um). Reynslan sýnir annað, að dómi þeirra félaga. Ótrúlegustu smámunum er borið við til að koma í veg fyrir markverðar rannsóknir í fomleifafræði, og sýnist öllum þeim meðulum beitt, sem smár þröngsýnn hópur manna getur lát- ið sér detta í hug til að kæfa nýjar rannsóknir og ferska sýn yfir við- fangsefnið. Einungis stofnanafólk Þeir félagar upplýsa, að hinn 28. apríl síðastliðinn hafí ofan- greindri nefnd (sem þeir telja óstarfhæfa) endanlega tekist að komast að einu af sínum fáu meiri- hlutasamkomulögum. Samkomu- lag þetta kemur í veg fyrir að fólk, sem ekki er ráðið við stofnun, geti stundað fornleifarannsóknir á ís- landi. Samþykktir sem þessi tröllríða nú gjörvöllu samfélagi háskóla á Vesturlöndum. Réttlæting þess, að einungis þeir sem ráðnir eru við stofnun fái að stunda rannsóknir, er að sjálfsögðu sú, að þar með séu fræðin laus við áhugamenn hvers konar og óæskileg öfl, sem truflað geti starfið. Það sem hvergi er á minnzt er hitt, sem þeir Bjarni og Vilhjálmur Örn undirstrika, að þar með geta þröngsýnir einangr- unarsinnar kaffært nánast hvern þann vísindamann, sem sýnir frumkvæði. Öfund, illgirni og tregða setja víða mark sitt á fræði- mennsku; með ofangreindri reglu geta örfáir einstaklingar eyðilagt endanlega starf allra sem þeir vilja illt. Löggjafi íslendinga ætlast að sjálfsögðu til, að vísindamenn stundi rannsóknir, en þeim félög- um þykir „skondið“ að hin illa menntaða og þröngsýna fornleifa- nefnd ætli „að koma í veg fyrir að fornleifafræðingar stundi rann- sóknir“. Þá geri reglan „einnig efnilegum fornfræðinemum með áhugaverð verkefni ókleift að stunda rannsóknir í tengslum við nám sitt“. Þeir félagar telja þetta „alvarlega móðgun við íslenzka fornleifafræðinga, sem hafa unnið að rannsóknum, m.a. fyrir vísinda- styrki“ — og taka þá grunnt í ár- inni. Sannleikurinn er sá, að starf- semi Háskólans í Reykjavík og þeirra nefnda sem honum tengjast er stuðla áratugum saman að kæf- ing óvæntra hugmynda og rann- sókna á nýjum sviðum er tilræði við íslendinga sem þjóð. Jafnframt vekur hún alvarlegar spurningar um þau loforð sem Islendingar gáfu öðrum þjóðum, þegar þeir fengu handritin heim. Ýmsir er- lendir háskólamenn halda því fram, að íslendingar hafi lofað að styrkja og efla á allan hátt nýjar rannsókn- ir á nýjum sviðum í fræðum íslend- inga, yrðu þeim afhent handritin. Sé það rétt, hafa íslendingar feng- ið handritin á fölskum forsendum. Þeir hafa sagt ósatt að veröld menntanna. Mér er ekki kunnugt um neinn háskóla (vestan járn- tjalds) sem sýnir jafn eindreginn ásetning til að koma í veg fyrir tjáningarfrelsi og fijálsa hugsun og háskólann í Reykjavík. Og nú er stofnanafólkið orðið ein- rátt. Nægir starfsævin? Minni eigin starfsævi lýkur á þessu ári samkvæmt þeim reglum, sem nú eru viðteknar um starfsald- ur í íslenzku samfélagi. Allan minn starfsaldur var mér bannað að leggja fram niðurstöður um rann- sóknir og rannsóknaraðferðir við heimspekideild HÍ. Rökræður komu einfaldlega ekki til greina. Rangt þótti að láta þá erlendu fræðimenn leggja mat á efnið sem til þess voru bærir, en samt mátti hvorki skýra niðurstöður né verklag við háskólann hér. Og haldi nú ein- hver, að hinn þröngi hópur við heimspekideildina hafí tekið sínar ákvarðanir vegna þess, að hann hafi verið fær um að hnekkja því sem þarna um ræðir, er það öfugt: fyrir liggja á prenti yfírlýsingar tveggja þekktustu manna heim- spekideildar þess efnis, að við Há- skóla íslands sé enginn maður til, sem geti lagt fræðilegt mat á við- fangsefnið. Og samt skyldi það kæft. Að því er virðist vegna þess — beinlínis vegna þess — að það var nýtt, gagnstætt því, sem menn höfðu áður haft fyrir satt, og með öllu óvænt. Það var sjálft frum- kvæðið, verðmætasta fjöregg vís- inda og fræða, sem var drepið. Háskólinn lýsti m.ö.o. stríði á hend- ur nýju verklagi og óvæntum niður- stöðum. Ekki er að furða þótt þeir fornleifafræðingarnir velti fyrir sér þeim sagnfræðingum, sem „lýstu stríði á hendur fornleifafræðinni". Stríðið geysar enn og grimmileg- ar en nokkru sinni. Dauði við stofnun Ég varð var við það í kringum 1970, að ijöldi háskóla og mennta- stofnana var að taka upp þá reglu, að enginn skyldi fá leyfi til að tala þar nema hann væri fastráðinn við stofnun. Slík regla er rothögg á fijálsa vísindastarfsemi, einkum þá er varðar nýtt verklag og ný við- horf. Ýmsir hinna gömlu hreinlega kæfa það sem þeim geðjast ekki að. Ég reyndi snemma að gera ís- lenzkum yfírvöldum þetta ljóst, byijaði árið 1971 á Magnúsi Torfa Ólafssyni, sem þá var menntamála- ráðherra. Ég bað hann um einhvers konar titil við einhvers konar menntastofnun, til dæmis sem menningarfulltrúi fyrir eitthvert bókasafn, en tók skýrt fram, að ég færi alls ekki fram á laun neinn- ar tegundar, aðeins pro forma-titil, svo að gg yrði ekki útilokaður frá heimi fræðanna. Ég hygðist kosta rannsóknirnar sjálfur, eins og ég hef gert alla tíð. Magnús Torfí synj- aði beiðninnar, en leyfði þó að ég færi á fornsagnaþing þannig, að ráðuneytið greiddi farseðil minn líkt og annarra. Síðan hefur reglan um útilokun annarra en stofnana- manna breiðst út um háskólana og menntasetrin eins og eldur í sinu; í slíkri reglu liggja völdin og áhrif- in, fullkomið kverktak á fræðunum, svo að illskeyttum valdsmönnum þykir reglan ákjósanleg. Er nú svo komið, að fijálsum og óháðum vís- indamönnum eru víða allar bjargir bannaðar. Ég hef því haldið áfram að knýja á um þetta, en ekkert gengið. Ég reyndi meðal annars við Sverri Hermannsson og Davíð Oddsson. Sverrir (sem ráðherra) gaf út kurteislega yfírlýsingu þess efnis, að ég væri þekktur á mínu sviði, en aftók með öllu að veita mér einhvers konar tengsl við ein- Einar Pálsson „Það sem með öllu virð- ist gleymt í þjóðfélagi íslendinga er, að fram- farir í vísindum verða engar án íjáningar- frelsis og frjálsrar hugsunar. Stofnana- reglan kæfir hvort tveggja.“ hvers konar stofnun. Davíð Odds- syni (sem borgarstjóra) hefur sennilega þótt beiðnin með öllu fjarstæðukennd, því að hann taldi ekki rétt að svara mér. Öðru há- marki náði svo afgreiðslan hjá ráð- herra menntamála Svavari Gests- syni, sem neitaði mér um alla að- stoð sérhverrar tegundar, jafnvel fyrirgreiðslu á fornsagnaþing. Ég mátti ekki standa á slíku þingi sem einn íslendingur af þijátíu. Stóð ég uppi við verklok snauðari að stuðningi samfélagsins en nokkru sinni alla starfsævina. Eftir tíu bækur, sem háskólinn að eigin sögn ræður ekki við, voru mér allar bjargir bannaðar af íslenzkum yfir- völdum jafnt sem háskólanum. De facto var mér einfaldlega bannað að koma fram sem íslendingur við erlendar menntastofnanir. Engin rök bárust nokkurn tíma gegn bók- unum. Að vísu hefði ég getað flutt viss erindi erlendis, ef heilsan hefði leyft, en ég vildi sannreyna, hvort menn yrðu réttlausir við það að vinna að rannsóknum utan stofn- ana. Gagnvart mér hefur stofnunin Háskóli íslands einvörðungu beitt rökum hnefaréttarins. Og fari sem nú horfír verða flestir er sýna frum- kvæði og hugkvæmni skornir niður við trog í háskóla framtíðarinnar. Og það eru þau rök sem blífa. Pólitík Ekki eru allir kennarar við há- skólann ánægðir með heimspeki- deildina; hafa nokkrir þeirra rætt málið við mig og þótt fáránlegt. Ræða þeir óhræddir „aulahátt“, „þröngsýni" og „kommúnisma" deildarinnar í síma og innan fjög- urra veggja. Eru þessir háskóla- menn fleiri en ýmsir hyggja. En hvers vegna tala slíkir menn ekki svo heyrist? Hví tala þeir ekki á opinberum vettvangi? Með því að þegja um athæfí, sem þeir sjálfír telja hrottafengið og óheiðarlegt axla þeir í raun hluta af byrðinni. Komi það í ljós, sem nú virðist sýnt, að íslendingar verði sakaðir um að hafa svikið út handrit sín á fölskum forsendum, bera þeir á sinn hátt ábyrgð á því. Háskóli íslands verður gerður ábyrgur sem stofnun. Ég hef aldrei gefið kost á að gera gijótmúr háskólans að flokks- pólitík. Er það þó áberandi, hversu oft gagnrýnendur nefna „komm- únisrna" sem eðli harðasta gijótsins í heimspekideild. í hvert skipti sem „kommúnistar“ heimspekideildar eru tilnefndir sem sökudólgar svara ég: Við þá á ég ekkert vantalað. Það er ljóst, að menn sem eiga það að hugsjón að drepa niður allt sem er andstætt þeirra eigin skoðunum — og hafa það beinlínis að markm- iði að kæfa tjáningarfrelsi í þágu „marxískra viðhorfa“ — banna nýtt verklag og óvæntar niðurstöður. Við vitum hvar við höfum slíka menn. Hitt er verra, að menn sem telja sig lýðræðissinna skuli þegja fast um óheiðarlegt atferli. Kennar- ar virðast ekki átta sig á, að slíkt flokkast undir samsekt. Þögn um fræðilegar niðurstöður, sem fram hafa verið lagðar, er nefnd vísinda- glæpur. Það er eigi sízt vegna deyfðar lýðræðissinna — og til að halda umræðu utan við flokkspólitík — að ég nefni sjálfstæðismennina hér að framan. Vafalaust telja þeir sig vera að gera rétt. Sennilega botna þeir ekkert í því kverktaki, sem þröngsýnir ofstækismenn taka greinar sínar. Það sem með öllu virðist gleymt í þjóðfélagi íslend- inga er, að framfarir í vísindum verða engar án tjáningarfrelsis og fijálsrar hugsunar. Stofnanareglan kæfir hvort tveggja. Háskóli — Universitas — merkir beinlínis, að þar eiga að fara fram rökræður um nýmæli. En hérlendis kremjast vísindamenn sem leita nýrra við- horfa undir mulningsvél háskólans. Þeir verða einfaldlega réttlausir. Réttlætingin Þeir Bjarni og Vilhjálmur Örn lýsa því yfir, að fornleifanefnd hafi „hindrað rannsóknir“, sem henni bar að örva og spyija hvaða vís- indastofnun hafi eiginlega fulla burði til að gæta ýtrustu krafna er ákveða eigi hveijum leyfast skal að stunda fornleifagröft á fslandi. Að þeirra dómi er fornleifanefndin óhæf. Þá þykir þeim sú fornleifa- fræði að vonum léleg, „þar sem enginn þorði að setja fram nýjar kenningar, sem brutu í bága við viðtekin sannindi", og munu nú ýmsir vakna: það er einmitt það sem nýtt er og brýtur í bága við viðtekin sannindi, sem ekki hefur verið leyft við heimspekideild í „ís- lenzkum fræðum“. Sú viðbára, að ekki sé gætt „fræðilegra krafna“ fellur um sjálfa sig, þegar bannað er að skýra málið og rökræða það. Hinn „vísindalegi heiður“ háskól- ans — sem við er borið — er blekk- ing byggð á fordómum og skák- blindu; ótrúleg mistök hafa orðið við háskólann í vísindalegu verk- lagi. Má segja, að eldri viðhorf þeirra sem starfa við heimspeki- deild og félagsfræðideild í forn- fræðum séu nú rústir einar, þótt þeir greini hvorki Islendingum né erlendum háskólum frá stöðu rann- sókna eins og hún raunverulega er í dag. Ég þekki ekki fornleifanefnd og tek ekki afstöðu til hennar sem slíkrar. En kostuleg er réttlæting þeirrar nefndar á afstöðu sinni. Rannsóknir á menningarsögu Ís- lendinga skulu torveldaðar „með hliðsjón af hagsmunum þjóðarinnar og rétti til menningararfleifðar sinnar“!!! Svo hugsa þeir væntan- lega einnig í heimspekideild. Islendingar eru í klípu. Létta ber strax af þeirri reglu tiagsmunaað- ila, að þeir einir sem stöðu hafa við stofnun skuli hafa frelsi til tján- ingar og rannsókna. Allir stjórn- málaflokkar verða að taka á þessu máli. Þau hörmulegu mistök urðu á Alþingi nýverið, að öll helztu mál háskólans voru tekin úr höndum kosinna fulltrúa þjóðarinnar og stjórnvalda og látin í hendur manna, sem augljóslega misbeita valdi til að kæfa ftjálsa hugsun, tjáningarfrelsi og frumkvæði í fræðum íslendinga. Þessu þarf að breyta tafarlaust. Koma verður upp óháðum dómstóli, er ver einstakl- inginn gegn ofbeldi stofnana og fylgist með mannréttindum í há- skólanum. Fjölmiðlum ber að halda þessu máli vakandi. Höfundur cr fneðimuður. Helgi Hálfdanarson Kveðja til Hauks Hannessonar Kæri frændi. Með nokkrum trega las ég orðsendingu þína til mín í Morgunblaðinu 8. þ.m. út af klausu minni um vísnaröð Hulduljóða í Lesbók 27. f.m. Ég sem var svo viss um að þar væri ég enn sem fyrr að hæla útgáfu- verki ykkar þremenninga. En þú virðist móðgast því meir sem hrós mitt er eindregnara. Þetta tekst mér ekki að skilja. Þá röð sem þið hafið á erindum í Hulduljóðum Jónasar kallaði ég alls kostar réttmæta í svo fræði- legri útgáfu, þar sem fylgt er handriti með greinargóðum upp- lýsingum um eðli þess og ástand. í áliti mínu á þessari vísnaröð tók ég ekki eingöngu mið af vitn- isburði frumútgefenda, heldur færði ég að því rök, sem ég veit ekki hvers vegna þú hafnar, þar sem þú lætur við það sitja að hafna þeim og gefur sí og æ í skyn að ég hafi ekki annað fyrir mér en það sem mér þætti bezt fara. Víst tel ég það liggja í augum uppi, hvað bezt færi; en hér er á fleira að líta. Og ég var einmitt að sýna fram á það, hvernig lík- legast væri að skáldið sjálft vildi að lesið yrði úr þessu uppkasti sínu, þar sem ofan á a'.lt annað virðist skotið inn harla glöggum fyrirmælum um röð erindanna. Haukur. minn, orðsending þín var þrátt fyrir allt mjög vinsam- leg, eins og þín var von, og fyrir það þakka ég þér. En ég verð að játa, að hún kom mér á óvart, því mér er ráðgáta hvernig þú getur metið spjall mitt sem margendur- tekna ádeilu á þig og félaga þína. Um hina fræðilegu og mjög vönd- uðu Jónasar-útgáfu ykkar hef ég aldrei látið falla annað en afdrátt- aflaus lofsyrði, þótt ég hafi nú og áður lagt tií, að horfið yrði að fyrri háttum um nokkur atriði í næstu almennings-útgáfu og leitt rök að réttmæti þess. Og það skal tekið fram, að þar á ég við allar útgáfur sem ekki eru strang- fræðilegar. Mér er um það kunnugt, frændi, að þú ert duglegur og vandvirkur fræðimaður, og ég veit að þú átt margt þarfaverk fyrir höndum. Þar óska ég þér velfarnaðar og sendi þér vináttu- kveðju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.