Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 34

Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 Sigurður B. Hauks- son - Minning Fæddur 23. mars 1972 Dáinn 3. júlí 1992 Þegar okkur bárust þær óhugn- anlegu fréttir að Sigurður, vinur okkar, hefði farist í flugslysi, greip okkur mikil skelfing og lamandi sorg. Ótrúlegt virtist vera að hinn ungi og lífsglaði Sigurður sem ávallt var brosandi væri nú ekki lengur á meðal okkar. Sigurður var glaður á góðri stund, vinur vina sinna og í alla staði fyrirmyndarmaður sem fundið hafði sig í flugi og í örmum unn- ustu sinnar, hennar Lilju, sem við færum okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og biðjum hana að vera hug- rakka á þessari sorgarstund. Foreldrum hans, systrum, vinum og vandamönnum færum við sam- úðarkveðjur á þessum sorgartimum í þeirri trú og vissu um að Sigurður hvíli á öruggum og hlýjum stað og bíði þar með bros á vör. Bjarni, Hanna, Þórir, Fríða og Aggi. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Þessi setning kemur ósjálf- rátt upp í huga okkar þegar við komum saman til að minnast Sig- urðar Bernharðs Haukssonar, Sigga frænda. Hann var góður drengur, hress, glaðvær og ávallt til í hvað sem var. Þar sem við vorum systkinaböm vorum við mik- ið saman í æsku, skoðuðum heiminn og brölluðum ýmislegt saman. Siggi frændi var myndarmaður og kom það fram í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var duglegur í vinnu og átti auðvelt með að læra. Flugið var ekki hans eina áhuga- mál, hann stundaði einnig körfu- bolta og karate um árabil. Siggi var sannur vinur vina sinna, þó við hittum hann kannski ekki í langan tíma, reyndist hann okkur ávallt sem bróðir. Föstudagurinn 3. júlí sl. rann upp skír og fagur. Við frænkurnar ætl- uðum í ferðalag. Daginn áður hitt- um við Sigga sem ætlaði líka í ferðalag, en hans ferðalag varð þó miklu lengra en við bjuggumst við. Það verður sannarlega tómlegra næst þegar frændsystkinahópurinn kemur saman. Stórt skarð hefur myndast. Sigga verður sárt saknað. Elsku Haukur, Auður, Sóley, Ella Freyja, Lilja, amma, frændur og frænkur, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Missir okk- ar allra er mikill, en dýrmætar minningar um góðan dreng lifa Fæddur 25. janúar 1928 Dáinn 4. júlí 1992 í dag er jarðsunginn frá Árbæ- jarkirkju vinur minn og mágur, Baldvin Haraldsson, múrari, Heiðarási 24, Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum fjórða júlí sl. langt um aldur fram, eftir harða baráttu við illskeyttan sjúkdóm sem hann að lokum laut í lægra haldi fyrir. Baldvin var fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Ólafar Sigurðar- dóttur og Haraldar Þorvaldssonar, sem bæði eru látin. Hann var yngstur ijögurra systkina sem öll eru nú einnig látin. Þau hétu Sig- urlína, sem var elst, Valdimar og Valgarð. Baldvin fluttist til Reykjavíkur 1951 frá Akureyri, þá nýbúinn_ að ljúka námi í múraraiðn. Árið eftir giftist hann systur minni, Steinu Guðrúnu áfram og enginn fær minningarnar frá okkur teknar. Að leiðarlokum þökkum við hin- um hæsta höfuðsmið himins og jarðar fyrir Sigga frænda. Hvíli okkar ástkæri frændi í friði. Björk og Soffía. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu á aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahil Gibran.) Vinur minn og skólafélagi Sig- urður B. Hauksson er nú fallinn frá, tvítugur að aldri. Sigurður lést í flugslysi þann 3. júlí. Ekkert kem- ur jafnmikið á óvart og þegar vinur í blóma lífsins er kvaddur á braut með slíkum hætti og erum við þá minnt á hvað allt í tilverunni er óvíst og fallvalt. Erfitt mjög er að átta sig á þeim snöggu umskiptum sem fylgja slíkum sorgarviðburðum. Helsti metnaður Sigurðar var flugnám og leið honum vel í loftun- um, enda var stefna hans á atvinnu- mannapróf. 3. júlí var sá dagur sem við félagarnir sáum Sigurð í hinsta sinn er hann flaug með okkur til Þórsmerkur. Einungis nokkrum klukkustundum eftir að við kvödd- um hann í loftið fórst flugvél Sig- urðar. Leiðir okkar Sigurðar lágu sam- an haustið 1988 þegar við báðir hófum nám við Menntaskólann við Sund. Að stuttum tíma liðnum fór vinskapur að myndast okkar á milli, og áttum við á menntaskólaárunum margar sameiginlegar gleðistundir sem urðu rætur að traustri vináttu. Minningin um Sigurð er björt, tengd gáska og gleði áhyggjulausra tíma ævinnar. Sú mynd af Sigurði á morgni lífs síns sem helst birtist mér í huga er hans einlæga bros og lífsþróttur. Hann var ætíð glaður í bragði eins og sólskinsdagur sem stráir birtu allt í kring um sig. Siggi var vinum sínum traustur og var þeim ætíð til staðar. Hann var mjög virkur í félagslífí skólans og gegndi því starfí á tímabili að vera gæslu- stjóri skólans á böllum. Einna minnisstæðast er mér allur sá ómældi íjöldi skólaballa og skemmt- ana sem við Sigurður sóttum saman en báðir vorum við að ég held öðr- um skólabræðrum okkar duglegri í þeim málum. Að horfa upp á vin sinn deyja á slíkan hátt, tvítugan að aldri kemur mér gjörsamlega í opna skjöldu. Á tvítugsaldri finnst manni dauðinn vera mjög fjarlægur og dettur manni eigi annað í hug Guðmundsdóttur, og hófu þau búskap í húsi sem þau byggðu sér í Smáíbúðahverfinu. Þar eignuðust þau soninn Tómas Aldar. Baldvin vann síðan að mestu við múrverk meðan heilsan leyfði og var þá lengi í stjórn og trúnaðarmanna- ráði Múrarafélagsins. Hann tók sér þó öðru hvoru frí frá múrverk- inu og fór til sjós, bæði á físki- báta og flutningaskip. Árið 1978 hóf hann störf við íþróttahús Fella- skóla og starfaði þar allt þar til í vor, þá vann hann þar oft mikið veikur en samviskusemin og vand- virknin var aðalsmerki hans, sama við hvað hann vann. Alla tíð var Baldvin mikill íþróttamaður, keppnismaður á skíðum meðan hann bjó á Akur- eyri og keppti þá fyrir KA. Síðan hafði hann ávallt sterkar taugar til þess félags. Fljótlega eftir að hann fluttist suður fór hann út í sportveiði og gerðist meðlimur í en framundan sé tuga ára sjóferð lífsins í samfloti vina sinna. Sjálfur trúi ég samt sem áður á að lífið sé einungis bernska ódauðleikans. Minningar mínar um Sigurð eru mér dýrmæt eign og munu þær skipa veglegan sess í huga mér sem og hans samferðamönnum. Ég votta unnustu, foreldrum og systr- um innilega samúð mína. Blessuð sé minning Sigurðar Bernharðs Haukssonar. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Jónas Orn Jónasson. „Mjög erum tregt tungu að hræra“. Þessar upphafslínur úr Sonatorreki Egils Skallagrímssonar koma upp í hugann þegar ég minn- ist Sigurðar Bernharðs Haukssonar sem á vordögum lífs síns var hrifinn brott úr faðmi ástvina sinna í hörmulegu slysi. Það var ekki laust við að ég efaðist eitt augnablik um miskunn þess sem öllu ræður þegar æskuvinkona mín og skólasystir til- kynnti mér lát einkasonar síns og frumburðar. „Því eru forlögin svo miskunnarlaus?" spurði ég sjálfa mig, en fékk engin svör. I kjölfarið komu upp í hugann ljúfar minningar um okkur vinkon- urnar — unglingsstelpur sem hitt- ust á skólabekk fyrir mörgum árum og tengdust órjúfanlegum vináttu- börnum. Á sama tíma kynntumst við lífsförunautum okkar og skömmu síðar annars konar og sterkari tilfinningum; móðurástinni. Tveir litlir hnokkar litu dagsins ljós með eins mánaðar millibili árið 1972. Stoltar mæður, ungar og hamingjusamar, báru saman bækur sínar; fyrstu brosin, fyrstu tennurn- ar, fyrstu skrefin. Ég fylgdist með Sigga dafna og þroskast og það fór ekki fram hjá mér að þar fór eink- ar vandaður og geðþekkur piltur. Snemma bar á þeim einstæðu mannkostum sem áttu eftir að ein- kenna hans stuttu ævi. Hann var ekki hár í loftinu þegar móðir hans trúði honum fyrir umönnun systra sinna og sannarlega stóð hann und- ir þeirri ábyrgð. Siggi var auk þess sérstaklega dagfarsprúður og kurt- eis drengur sem bar mikla virðingu fyrir foreldrum sínum. En þrátt fyrir hæverskt yfirbragð hafði hann til að bera skapfestu, ákveðni og einurð sem síðar áttu eftir að skila sér þegar hann réðist í dýrt og erf- itt flugnám sem hann var staðráð- inn í að ljúka. Svo liðu árin. Hnokkarnir okkar urðu unglingar og í fyllingu tímans ungir og gjörvilegir karlmenn. Ann- ars konar vonir og væntingar tóku Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og varð kennari um tíma hjá félaginu í flugu- og lóðarköstum.^ Þá var Baldvin valinn í landslið íslands í kastkeppni sportveiðimanna. En hin seinni ár helgaði hann sig golfíþróttinni og náði þar góðum árangri og var í landsliði öldunga í þeirri íþrótt. Hann var í Golf- klúbbi Reykjavíkur og starfaði mörg sumur við umhirðu og upp- byggingu á Grafarholtsvellinum. Þegar Múrarafélagið keypti Öndverðarnesið byggði Baldvin sér þar fljótlega sumarbústað, einnig vann hann af eldmóði við byggingu sundlaugarinnar þar og síðar að því sem var hans mesta áhugamál, gerð golfvallar á staðn- um. Stofnaður var Golfklúbbur Öndverðarness og var Baldvin einn af aðalhvatamönnunum að stofn- un hans. Nú þegar Baldvin er allur hugs- ar maður um þær fjölmörgu stund- ir sem við og fjölskyldur okkar áttum saman heima hvorir hjá öðrum og í þeim fjölmörgu ferðum sem við fórum saman innanlands og utan, veiðiferðir þar sem Bald- vin veiddi alltaf manna mest, sigl- ingu með Gullfossi, Mallorkaferð og margar aðrar ferðir sem við. Hvað myndi framtíðin bera í skauti sér þeim til handa? Og víst voru áherslurnar ólíkar eins og títt er meðal ungra manna. Strax á unglingsárum átti flugið hug og hjarta Sigga á meðan önnur áhuga- mál freistuðu sonar míns. Enn sem fyrr bárum við vinkonurnar saman bækur okkar, stoltar og áhugasam- ar um framtíð þessara glæsilegu ungmenna. Báðar upplifðum við ástina í lífi sona okkar og tókum fagnandi á móti verðandi tengdad- ætrum. Framtíðin brosti við okkur. En skjótt skipast veður í lofti. Bjartan sumardag heldur Siggi af stað í sína hinstu för á flugvélinni sinni sem hann hafði af eljusemi og dugnaði keypt ásamt fleirum. Á svipstundu hrynja framtíðardraum- ar og væntingar eins og spilaborg. Eftir standa hnípnir ástvinir með lamandi sorg í hjarta. Á slíkum stundum veltum við fyrir okkur til- gangi lífsins og spyrjum okkur áleitinna spurninga. Áf hverju var ungur maður í blóma lifsins hrifsað- ur frá okkur á svo harðneskjulegan hátt?— Og enn er ekkert svar við þeirri spurningu. Eina huggunin er sú að Sigga hafí verið ætlað annað og merkilegra hlutverk handan við móðuna miklu þar sem afi hans og amma taka á móti honum með út- breiddan faðminn. Við, sem berum þá gæfu að eiga ástvini okkar heila, drjúpum magn- vana höfði og biðjum þess að góður Guð gefi ástvinum Sigga styrk í hinni miklu sorg. Skarðið sem hann skilur eftir sig verður aldrei fyllt en ljúfar minningar um góðan son, bróður, og ástvin munu í fyllingu tímans sefa sárasta tregann því tíminn einn getur mildað hjartasár- ið mikla sem eftir stendur. Elsku Auður, Sóley, Ella, Lilja og aðrir ástvinir. Minnist þess ávallt að skærustu sólinni fylgja alltaf ánægjulegt er að minnast. Stella mín, missir þinn og Tóm- asar er mestur, en minningin um góðan eiginmann og góðan föður glatast ekki. Góður drengur sem gott er að minnast er genginn til feðra sinna. Þorvaldur Ragnar Guðmundsson. dimmustu skuggarnir og að sama skapi syrgið þið nú hann sem gaf ykkur mesta gleðina. Af vanmætti sendum við ykkur styrk í huganum og biðjum þess af alhug að þrátt fyrir allt verði vonin og trúin sorg- inni yfirsterkari. Guð blessi minn- ingu Sigurðar Bernharðs Hauks- sonar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er dvaldir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness). Ragnheiður Davíðsdóttir. Þann 3. júlí sl. flaug Sigurður vinur okkar í sína hinstu flugferð. Inn í gerningaþoku sem hann hefur ekki eygt leið út úr, en varð upphaf annarrar og lengri ferðar til móts við sindrandi stjörnur og dansandi norðurljós, til móts við eilífðardvöl með almættinu. Þar er hann núna þessi fyrrum brosmildi og lífsglaði vinur okkar sem við syrgjum nú. Sigurður sem svo stutt var á meðal okkar og við ímynduðum að ávallt yrði hjá okk- ur. Þessi galsafengni og hamingju- sami ungi maður sem fundið hafði sér farveg í lífinu og stefndi að því í fyllingu tímans að hafa atvinnu af því að fljúga um loftin blá. Ékkert varir að eilífu og á það jafnt við um hamingju og sorg. Allir eiga sinn vitjunartíma og Sig- urðar er runninn upp, þó að við vinir hans og aðstandendur eigum erfitt með að átta okkur á missinum því minningin um Sigurð er of skýr og hlý í hugum okkar allra, nánast snertanleg. Við viljum votta foreldrum og systrum Sigurður, unnustu svo og öllum ættingjum og vinum, okkar innilegustu samúð og biðjum þau að brosa með okkur í gegnum tárin í trausti þess að hann Sigurður fljúgi ennþá okkar á meðal, ham- ingjusamari en nokkru sinni fyrr. Reynir, Sverrir og Þórhallur. „Eitt sinn skal hver deyja.“ Þetta eru þau sannindi sem við þurfum að lifa við og búa okkur undir að mæta, ekki aðeins hjá okkur, heldur einnig hjá vinum og ástvinum. Aldr- ei finnst okkur við vera nógu vel undirbúin þegar að kveðjustund kemur, en aldrei eins berskjölduð og þegar ungur og hraustur mað- ur, sem er að byija sín fullorðins ár, er skyndilega tekinn burt frá okkur. En mitt í sorginni hrannast upp myndir af kröftugum strák með hressilegt bros. Fyrsta mynd mín af Sigurði B. Haukssyni, eða Sigga eins og við kölluðum hann alltaf, er frá þeim tíma sem ég og fjölskylda mín bjuggum í Glaðheimunum. Við hjónin vorum nýflutt til landsins og Andri sonur okkar var að hefja skólagöngu í nýju landi. Hann var hálffeiminn í fyrstu, en fljótlega sagði hann mér að hann hefði kynnst strák. Sá bjó hinum megin við Langholtsveginn og því óhægt um vik að hittast. Svo var það eitt sinn í byijun sumars að ég var úti við að bogra yfir blómabeði. Þá er mér litið upp og mæti þessu fal- lega, hressilega brosi og Andri kynnti mig fyrir Sigga og bætti svo við, „og þetta er Sóley systir hans“. Þarna var Siggi mættur, traustur og duglegur. Þannig liðu tvö ár. Strákarnir urðu eldri og gátu hlaupið á milli. Þá var kominn okkar tími til að flytja í nýja hálfkaraða húsið, en þá komu gleðifréttirnar. Foreldrar Sigga voru að kaupa íbúð í sama hverfi og því gátu vinirnir haldið áfram í sama bekk. Þannig fékk vinskapur drengj- anna að halda áfram að þróast og brölluðu þeir margt saman. Þeir fengu að fara einir í útilegu á Þing- völl. Seinna var Esjan klifin og það var líka farið í keppnisferð í körfu- bolta til Svíþjóðar. Stundum fóru þeir sínar eigin leiðir og vinahópur- inn stækkaði, en alltaf lágu leiðir saman aftur. Baldvin Haraldsson múrari — Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.