Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JULI 1992
Mývatn:
M
Akvörðun
um útsýnis-
bát í haust
UMSÓKN um leyfi til að reka
útsýnisbát á Mývatni, er lögð var
fram af einkaaðila í vor, er nú til
umfjöllunar Náttúrurannsóknar-
stöðvar Mývatns. Að því loknu
mun Náttúruverndarráð funda
um málið, en ákvörðun um leyfis-
veitingu mun ekki liggja fyrir
fyrr en í haust, að sögn Þórodds
F. Þóroddssonar, framkvæmda-
stjóra Náttúruverndarráðs.
Sótt var um leyfí til áætlunarferða
með báti milli Skútustaða og Reykja-
hlíðar auk þess sem boðið yrði upp
á útsýnisferðir um vatnið. Sveitar-
stjórn Skútustaðahrepps leitaði um-
sagnar Náttúruverndarráðs um leyf-
ið.
Þóroddur kvaðst reikna með að
málið yrði tekið fyrir á fundi Nátt-
úrurannsóknarstöðvar Mývatns í
þessum mánuði. „Menn ætla að
skoða þetta mjög vel,“ sagði hann.
„Það þarf að kanna möguleg áhrif
á fuglalíf og náttúru. Þá er spurning-
in hvers konar bát væri um að ræða,
hvar hann megi sigla, hve hratt
hann megi fara og fleira."
Þóroddur sagði að hagsmunaaðil-
ar heima fyrir væru einnig að skoða
málið. „Það er líka spurning hvernig
ætti að haga leyfisveitingu ef af
henni yrði. Hvort það ætti að þýða
að einungis yrði leyfður einn bátur
eða hvort fleiri aðilum yrði leyft að
reka þarna bát.“
Náttúruverndarráð fundar næst í
ágústlok, og kvað Þóroddur því
ákvörðunar ekki að vænta fyrr en
með haustinu.
----» ♦ ♦----
Reykjavík:
Hálsbólga
af völdum
Slökkviliðsmenn að störfum í kjallaranum eftir brunann.
Ljósmynd/Ingvar
Morgunblaðið/Sverrir
Dælt á eldinn í gegnum eld-
húsgluggann.
Bruni í kjallara Alþýðuhússins
SLOKKVILIÐIÐ var kallað að
Alþýðuhúsinu svokallaða á horni
Ingólfsstrætis og Hverfisgötu kl.
17.17 í gær. Eldur hafði orðið
laus í skemmtistaðnum Ingólfs-
cafe á jarðhæð og reykur gaus
út um glugga. Jón Viðar Matth-
íasson, varaslökkviliðsstjóri,
segir mikla mildi að auðveldlega
hafa tekist að komast að upptök-
um eldsins og hindra útbreiðslu
hans. Töluverðar skemmdir
urðu í kjallaranum og reykur
barst með lyftuhúsi allt upp á
efstu hæð.
Jón Viðar sagði að aðkoman
hefði verið fremur slæm. Hins
vegar hefði verið mikið lán að
hægt hefði verið að greina elds-
upptök í eldhúsi utanfrá. Reyk-
kafarar hefðu getið gengið beint
að eldinum og slökkt hann.
Hann sagði að upphaflega
hefðu menn óttast að missa eldinn
upp á efri hæðir hússins í gegnum
stokk en oft væru stokkar í göml-
um húsum sem þessu. Svo hefði
hins vegar ekki verið. Aftur á
móti sagði hann að reykur hefði
komist í gegnum lyftuhús allt upp
á efstu hæð.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað
út til að ráða niðurlögum eldsins
og gekk það greiðlega að sögn
Jóns Viðars. Slökkviliðsmennirnir
náðu undirtökunum á 10-15 mín-
útum. Pjórir slökkviliðsbílar og
sjúkrabílar voru til taks. Ekkert
fólk var { kjallaranum og fljótt
var gengið í að tæma efri hæðir
hússins.
Jón Viðar sagði að töluverðar
brunaskemmdir hefðu orðið í
hluta af kjallara hússins en þær
væru nokkuð afmarkaðar.
Skemmdir af völdum reyks væru
annars staðar í kjallaranum og á
efri hæðum en ekki miklar. Elds-
upptök eru ókunn.
Sáum í anda hvað gera þyrfti
- segir Anna Friðriksdóttir starfsmaður Landsbókasafns
„Við vorum í kaffistofunni. Ég held á lyklunum og segi svona
við Ólaf að ég þurfi að fara yfir þegar okkur er litið út um
gluggann og við sjáum reykinn,“ sagði Anna Friðriksdóttir, starfs-
maður Landsbókasafnsins á Hverfisgötu, en hún og Ólafur Ólafs-
son, húsvörður voru meðal þeirra fyrstu sem komu á vettvang.
„Við hlupum auðvitað strax af Alþýðuhússins. Ólafur kvaðst
stað og sáum í anda hvað við
þyrftum að gera,“ sagði Anna og
vísaði þá til þess að um helmingur
allra erlendra bóka í eigu Lands-
bókasafnsins er geymdur á 1. hæð
búast við að þar væru að minnsta
kosti 5.000 bækur geymdar. Á
fímmtu hæð hússins er tónlistar-
deild safnsins. Þar eru meðal ann-
ars geymdar allar íslenskar hljóm-
plötur frá upphafi, dagblöð frá
1885-1920, smáprent, snældur og
diskettur.
Nokkur reykur komst upp á
fyrstu hæðina en allir gluggar
voru opnaðir upp á gátt um leið
og mögulegt var. Ólafur sagðist
ekki búast við að bækurnar hefðu
skemmst en mikill hiti gæti haft
slæmar afleiðingar.
sýkla herjar Umferðarnefnd Reykjavíkur:
HÁLSBÓLGA af sýklavöldum
var tíðari meðal Reykvíkinga í
júnímánuði en mánuðina á und-
an.
Að sögn Heimis Bjarnasonar að-
stoðarhéraðslæknis er ekki hægt
að segja að um faraldur sé að ræða
en endanlegar tölur um fjölda til-
fella liggja ekki fyrir. Heimir segir
að þegar sýklar valdi hálsbólgu sé
hún gjaman erfiðari viðfangs en
þegar aðrar orsakir valda sjúk-
dómnum.
Fj öldi slysa viö aftanákeyrsl-
ur hefur fjórfaldast á 8 árum
FJÖLDI slysa vegna aftaná-
keyrslna rúmlega fjórfaldaðist
frá árinu 1983 til 1990 sam-
kvæmt framhaldskönnun Um-
ferðarnefndar Reykjavíkur á
umferðarslysum í borginni
íslandsbanki:
Útlánsvextir hækka vegna
spár um aukna verðbólgu
ÍSLANDSBANKI hækkaði vexti margra flokka óverðtryggðra útlána
á siðasta vaxtabreytingadegi, sem var á laugardag. Hækkunin nam
0,10 til 0,15% í flestum tilvikum. Að sögn Ragnars Önundarsonar
framkvæmdasljóra hjá íslandsbanka er ástæða hækkunarinnar ný
verðbólguspá Seðlabankans sem gerir ráð fyrir heldur hærri verð-
bólgu en bankinn spáði í vor. Vextir annarra innlánsstofnana breytt-
ust ekki að þessu sinni. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands íslands telur vaxtabreytingu íslands-
banka rúmast innan þeirra yfirlýsinga sem viðskiptabankarnir gáfu
út við gerð síðustu kjarasamninga.
íslandsbanki hækkaði forvexti
víxla úr 11,65 í 11,75% og vexti
yfírdráttarlána úr 14,40 í 14,5%.
Vextir almennra skuldabréfaútlána
hækkuðu um 0,15%, kjörvextir eru
nú 10,65% og vextir B-flokkslána
12,40%. Vextir Visa-skiptigreiðslna
lækkuðu úr 16,9 í 16,7%. íslands-
banki er nú með hæstu vexti í flest-
um þessara flokka, til dæmis eru
aðrir bankar með 11,5% forvexti
af víxlum og 10 til 10,5% kjörvexti
af almennum skuldabréfaútlánum.
Ragnar Önundarson sagði að
Seðlabankinn hefði í vor reiknað
með að verðbólguhraðinn yrði 2%.
Samkvæmt nýrri spáð frá miðjum
síðasta mánuði reiknaði Seðlabank-
inn með 2,5% verðbólguhraða að
meðaltali næstu 4-5 mánuði. Væri
Islandsbanki að laga vexti sína að
þessum breytingum og fínstilla
vextina miðað við markaðinn.
Ragnar sagði að vaxtaákvörðun
bankans væri í fullu samræmi við
yfírlýsingar bankanna við gerð síð-
ustu kjarasamninga. Þá hefði verið
gert samkomulag um ákveðnar að-
ferðir við útreikning vaxta óverð-
tryggðra útlána, þar sem tekið
væri mið af vöxtum á eftirmarkaði
Spariskírteina ríkissjóðs með 2%
álagi, verðbólguspá og 1% óvissu-
álagi. Samkvæmt þessu gætu vext-
ir B-flokks almennra skuldabréfa-
útlána verið 12,6% en væru 12,4%.
Hannes G. Sigurðsson hjá VSÍ
segir að það hafí verið sameiginleg-
ur skilningur aðila við gerð síðustu
kjarasamninga að bankamir hefðu
svigrúm til að hreyfa sig innan
vissra marka án þess að það gengi
á svig við samkomulagið. Taldi
hann að þessar breytingar íslands-
banka rúmuðust vel innan þess.
1988-1990. Má nú rekja tæplega
37% meiðsla höfuðborgarbúa í
umferðinni til aftanákeyrslna.
Um það bil 65% þeirra eru
skráðir með hálsmeiðsl. Könnun
umferðarnefndar leiðir í ljós að
umferðarslysum í Reykjavík
hefur fjölgað stöðugt frá árinu
1983 en slysum á börnum hefur
hins vegar ekki fjölgað. Yngstu
og elstu ökumenn í umferðinni
virðast bijóta tíðar af sér en
aðrir.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar hefur hálsmeiðslum
fjölgað gífurlega á undanförnum
árum. Þau eru mun algengari hjá
konum en körlum og virðast jafn-
framt vera tíðari hjá þeim sem
nota belti en hinum. Fjölgun á
þessum tegundum slysa hefur ver-
ið skýrð með þrennum hætti: Fleiri
aftanákeyrslum, meðal annars
vegna fleiri umferðarljósa og
merkja, aukinni notkun bílbelta,
rýmri bótarétti og meiri vitund um
bætur.
Yngstu ökumennirnir bijóta oft-
ast af sér vegna of hraðs aksturs,
ógætilegs framúraksturs, gáleysis
og ógætilegra akreinaskipta. Elstu
ökumennirnir eru hins vegar hlut-
fallslega oft brotlegir fyrir að virða
ekki umferðarljós, umferðarmerki,
almennan umferðarrétt og
stöðvunarskyldu. Eins og í fyrri
könnun er áberandi að 17-19 ára
fólk er atkvæðamest í öllum teg-
undum brota.
Eins og áður segir hefur umferð-
arslysum í Reykjavík fjölgað stöð-
ugt frá árinu 1983 og kemur í ljós,
ef tekið er tillit til stærstu áverka,
að gatnamót með umferðarljós eru
hættulegusta tegund gatnamóta í
borginni. Hafa ber í huga að ljós
eru oft sett upp á hættulegustu
gatnamótunum. Þrátt fyrir fjölgun
slysa hefur slysum á börnum ekki
fjölgað. Heldur dregur úr slysum
á gangandi og hjólandi bömum í
Reykjavík en slysum í framsætum
hefur fjölgað.
Flestir slasast á föstudögum en
umferð er um það bil 15% meiri
þann dag en aðra virka daga. Á
virkum dögum er slysatíðni í borg-
inni hæst milli klukkan 16 og 19
og áberandi hærri en á morgnana.
Flest börn slasast í september.
Samanburður við stærri sveitar-
félög hérlendis sýnir að hjá þeim
aldurshópum, sem hafa ökurétt-
indi, eru slys tíðari í Reykjavík en
annars staðar á landinu en þó er
ekki víst að það þýði að slys séu
tíðari í Reykjavík miðað við ekna
kílómetra í gatnakerfinu þar sem
álitið er að 80% umferðár á höfuð-
borgarsvæðinu sé innán borgar-
marka.
Árið 1988 slösuðust 667 í um-
ferðinni í Reykjavík, árið 1989 682
og 1990 911.