Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 7 Alþýðubandalagið opnar fundargerðabækur sínar; Gerð grein fyrir samskiptum við erlenda kommúnistaflokka Er ekki prókúruhafi fyrir Sósíalistaflokkinn, segir Ólafur Ragnar Grímsson Framkvæmdast)órn Alþýðubandalagsins ákvað á fundi sínum í fyrra- dag að veita fræðimönnum og blaðamönnum aðgang að fundargerðum miðstjórnar, framkvæmdasijórnar og landsfunda flokksins. Jafnframt hefur verið birt greinargerð, unnin upp úr þessum gögnum, um tengsl Alþýðubandalagsins við erlenda kommúnista- og sósíalistaflokka frá Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Ragnar Grímsson og Einar Karl Haraldsson á blaðamanna- fundi Alþýðubandalagsins. Olafur Ragnar blaðar í einni af fundar- gerðabókum flokksins, en á borðinu er stafli fundargerða, sem nú hafa verið gerðar opinberar. 1967. „Þetta mun vera í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur — eða aðili að stjórnkerfinu, ráðuneyti eða ríkis- stjórn — opnar sín gögn,“ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, er hann kynnti greinargerðina á blaðamannafundi í gær. „Það er von okkar að þessi ákvörðun verði fordæmi um það að aðrir stjómmálaflokkar og aðilar í stjómkerfinu, ráðuneyti og ríkis- stjórn, veiti fulltrúum almennings, fræðimönnum og fjölmiðlum, aðgang að sínum gögnum með svipuðum hætti.“ Ólafur Ragnar sagði að stjórn- málaflokkarnir væru hluti hins lýð- ræðislega kerfís, en ekki leynireglur og ættu að starfa með opnum hætti. „A undanförnum árum og einnig á undanförnum vikum hefur við og við komið til umræðu hvort Alþýðu- bandalagið hefði verið í flokkslegum tengslum við flokka eins og til dæm- is Kommúnistaflokk Sovétríkjanna og aðra slíka,“ sagði Ólafur Ragnar. „Það var enn frekari ástæða til þess að gera það alveg skýrt að Alþýðu- bandalagið væri sem flokkur reiðu- búið til að leggja öll sín spil á borðið og opna sínar bækur til þess að hver og einn gæti skoðað þessa sögu.“ Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, og Ólafur Ragnar hafa farið í gegn- um allar bækur flokksins og tekið saman þá greinargerð, sem lögð var fram á fundinum. „Þar kemur fram, samkvæmt okkar beztu vitund, allt það, sem við höfum fundið í þessum gögnum um þær umræður og ákvarðanir, sem fiokkurinn hefur tekið frá árinu 1967 í þessum efn- um,“ sagði Ólafur Ragnar. Tek enga ábyrgð á Sósíalistaflokknum Alþýðubandalagið var í fyrstu stofnað 1956 sem kosningabandalag Málfundafélags jafnaðarmanna, undir forystu Hannibals Valdimars- sonar, og Sósíalistaflokksins. Sam- eiginlegur þingflokkur var þá starf- andi, og var eina stofnun Alþýðu- bandalagsins, að sögn Ólafs Ragn- ars. Fyrsti landsfundur Alþýðu- bandalagsins var haldinn 1966 og kosin mið- og framkvæmdastjórn. Árið 1968 var Alþýðubandalagið formlega gert að stjórnmálaflokki með svipuðu skipulagi og aðrir flokk- ar hérlendis. Blaðamaður Morgun- blaðsins spurði Ólaf Ragnar hvort ekki væri eðlilegt þegar þess væri krafizt að Alþýðubandalagið gerði hreint fyrir sínum dyrum og legði spilin á borðið varðandi sögu sína, að þá væri gert ráð fyrir að einnig væri tekin nokkur ábyrgð á sögu forvera flokksins; Kommúnistaflokks íslands og Sósíalistaflokksins, sem verið hefði undanfari Alþýðubanda- lagsins, og þangað sem flokkurinn hefði sótt hugmyndir sínar og hluta af mannafla sínum. Spurt var hvar gerðabækur Sósíalistaflokksins væru og hvort þær yrðu opnaðar. „Ég tel að ekki sé hægt að gera flokk, sem hefur starfað með sjálf- stæðum hætti, ábyrgan fyrir ein- hveiju sem voru allt aðrir flokkar og störfuðu löngu áður en viðkom- andi flokkur var stofnaður," sagði Ólafur Ragnar. „Kommúnistaflokkur íslands starfaði 1930-1938. Hahn var þess vegna lagður niður tæplega 20 árum áður'en Alþýðubandalagið varð til sem kosningasamtök og þrjá- tíu árum áður en Alþýðubandalagið varð til sem formlegur stjórnmála- flokkur. Ég tek enga ábyrgð sem formaður Alþýðubandalagsins á þeirri sögu, ekki nokkra, og ætla mér aldrei að gera það, ekki frekar en ég tek ábyrgð á sögu Framsóknar- flokksins, sem ég var í á sínum tíma. Þeir, sem skópu þessa sögu, og þeir sem stjórnuðu þessum flokkum, bera auðvitað ábyrgð á því. Hvað Samein- ingarflokk alþýðu—Sósíalistaflokk- inn snertir, þá er það alveg greini- legt að þótt hann hafi verið aðili að Alþýðubandalaginu sem kosninga- bandalagi, eins og Málfundafélag jafnaðarmanna, þá hélt hann sinni flokkslegu starfsemi alltaf að- greindri. Hann hélt sín sérstöku flokksþing, hafði sína sérstöku mið- stjórn og framkvæmdastjóm. Það er mjög athyglisvert að þegar Sósíali- staflokkurinn er lagður niður, tekur hann ákvörðun um að gera Alþýðu- bandalaginu ekki grein fyrir sínum gögnum eða sínum ferli, heldur ger- ir hann það með sérstökum hætti á þann hátt, að hann kýs úr eigin röð- um sérstaka nefnd til þess að annast það. Hún hefur aldrei gert Alþýðu- bandalaginu grein fyrir sínum störf- um. Þannig að þótt það kunni að vera að einhvers staðar á skrifstofum Alþýðubandalagsins sé að finna ein- hver gögn frá Sósíalistaflokknum, þá hefur Sósíalistaflokkurinn eða arfleifð hans aldrei gert Alþýðu- bandalaginu grein fyrir sínum gögn- um. Þau eru ekki til með heillegum hætti hjá okkur. Það, sem kann að finnast hjá okkur, er sjálfsagt að leggja fram á söfn landsins, þar sem það á heima, með þeim hætti sem við getum gert.“ Ólafur Ragnar sagði að hvað varð- aði afstöðu og hugmyndir einstakra manna, yrðu þeir að svara fyrir það sjálfír. „Ég er ekki prókúruhafl fyrir Sósíalistaflokkinn,“ sagði hann. Staðið við samþykktir um samskiptabann Ólafur Ragnar vitnaði á fundinum til samþykktar framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins í ágúst 1968, þar sem innrás heija Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í Varsjárbanda- laginu var fordæmd. í september var samþykkt. tillaga Magnúsar Torfa Ólafssonar um að Alþýðubandalagið og stofnanir þess myndu ekki hafa nein samskipti eða samband, beint eða óbeint, við kommúnistaflokka og aðra valdaflokka hlutaðeigandi ríkja né heldur samtök á þeirra vegum eða í tengslum við þá. í samþykktinni voru „eins flokks kerfi og alræðis- stjórnir fámennra hópa eða jafnvel eins manns í skjóli þess sem stjómar- forms á leið til sósíaiisma" fordæmd. Stefna þessi var ítrekuð á landsfundi 1968 og seinna á miðstjómarfundi í nóvember 1968 og landsfundi 1971. Ólafur Ragnar sagði að þegar far- ið væri yfir fundargerðir flokksstofn- ana Alþýðubandalagsins væri lykil- spumingin sú, hvort flokkurinn sem stofnun hefði haldið þessa samþykkt eða ekki. „Sú yfirferð, sem við höfum gert, og sú opnun sem við höfum gert á bókum okkar, staðfestir það með afdráttarlausum hætti að þetta bann, sem þarna var samþykkt á því að Alþýðubandalagið hefði flokksleg samskipti eða sambönd við Komm- únistaflokk Sovétríkjanna eða valda- flokka ríkjanna, sem réðust inn í Tékkóslóvakíu, hefur verið haldið," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist telja einna sögulega mikilvægast að Alþýðubandalagið hefði hafnað boði um að sitja fund í Póllandi 1974, vegna þess að sá fundur hefði verið tiiraun Sovétríkj- anna til þess að ná saman á einn vettvang vinsamlegum flokkum úr allri Evrópu til þess að búa til sam- eiginlega breiðfylkingu undir forystu Sovétríkjanna. Ekki ástæða til að ætla að einhverju sé sleppt Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, sagði á blaðamannafundinum að mismunandi væri með hvaða hætti væri fært inn í fundargerðabækurn- ar. Sums staðar væri um ýtarlegar bókanir að ræða, en annars staðar einkum um hvað hefði verið rætt. Ólafur Ragnar sagði að hann hefði ekki ástæðu til að ætla að í fundar- gerðabókunum væri óþægilegum at- riðum sleppt. „Ef svo hefði verið, skil ég ekki af hveiju þeir bóka hisp- urslaust þegar þeir til dæmis sam- þykkja þessi margvíslegu tengsl við Kommúnistaflokk Rúmeníu," sagði Ólafur Ragnar. Erlend samskipti Alþýðubandalagsins 1967-1977: Talsverð tengsl voru við Kommúnistaflokk Rúmeníu I GREINARGERÐ þeirri, sem tekin hefur verið saman um sam- skipti Alþýðubandalagsins við erlenda kommúnista- og sósíalista- flokka, kemur fram að ekki finnast heimildir fyrir því í bókum flokksins að hann hafi haft samskipti við kommúnistaflokka þeirra ríkja, sem réðust inn í Tékkóslóvakíu, eftir innrásina. Hins vegar kemur þar fram að talsverð samskipti voru við Kommúnistaflokk Rúmeníu, sem ekki tók þátt í innrásinni. Hér á eftir fer sá hluti greinar- gerðarinnar, sem fjallar um þau tilvik í fundargerðabókum Alþýðu- bandalagsins 1967-1977, sem snerta samskipti við erlenda flokka: „1. Fjórtán sinnum voru tekin til meðferðar boð til Alþýðubanda- lagsins frá flokkum vinstri sósíal- ista á Norðurlöndum um að senda áheyrnarfulltrúa á • flokksþing þeirra eða fjallað er um viðræðu- fundi sem forystumenn Alþýðu- bandalagsins áttu með forustu- mönnum þessara norrænu flokka. Þessi tilvik eru á árunum 1967, 1969, 1972, 1973, 1975 og 1977. f fyrsta sinn er vikið að slíku í fundargerð framkvæmdastjórnar frá 3. mars 1967. Þar kemur fram að Hannibal Valdimarsson hafi sagt frá fundi sem hann ásamt Einari Olgeirssyni 'átti með vinstri sósíalistum á Norðurlöndum. í síð- asta sinn á þessu tímabili er vikið að slíku á fundi framkvæmda- stjórnar 18. apríl 1977 þegar kynnt er bréf frá Arbetarpartiet kommun- isterna í Svíþjóð þar sem beðið var um fulltrúa eða kveðju til lands- fundar flokksins og hlaut það ekki stuðning í framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins að senda slíkar kveðjur eða fulltrúa. 2. Einu sinni, árið 1969, var samþykkt að senda áheyrnarfull- trúa á flokksþing Kommúnista- flokks Júgóslavíu. 3. Fimm sinnum voru tekin fyr- ir samskipti við Kommúnistaflokk Rúmeníu en Rúmenía hafði strax 1968 fordæmt innrásina í Tékkó- slóvakíu. Þar er um að ræða að 1969 og 1974 var samþykkt að senda áheymarfulltrúa á flokks- þing Kommúnistaflokks Rúmeníu. Árið 1971 var greint frá ákvörðun um að bjóða sendinefnd frá Rúmen- íu í heimsókn. 1973 er fjallað um boð um sendinefnd frá Rúmenum og árið 1977 var fjallað um heim- sókn sendinefndar frá Rúmeníu. Boðum hafnað tvisvar sinnum 4. Tvisvar sinnum var bókað að hafnað hafi verið boðum. Árið 1974 hafnar framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins boði um að taka þátt í undirbúningsfundi verkalýðs- flokka Evrópu sem væntanlega yrði haldinn í Póllandi í september á því ári. Var það skoðun fram- kvæmdastjórnar að Alþýðubanda- lagið gæti ekki verið aðili að slíkri ráðstefnu. Árið 1977 er greint frá því að æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins hafi verið neitað um heimild til þess að taka boði frá æskulýðssambandi tékkneska kommúnistaflokksins. 5. Sex sinnum er fjallað um þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum. Þar er um að ræða árið 1969 ráð- stefnu í Stokkhólmi um Víetnam, árið 1971 ráðstefnu í Stokkhólmi um Evrópubandalagið, árið 1973 ráðstefnu um NATÓ í Kaupmanna- höfn, árið 1973 ráðstefnu í Reykja- vík um friðarmál. Árið 1973 er greint frá því á fundi í fram- kvæmdastjórn að alþjóðanefnd hafi samþykkt að Ólafur R. Einarsson yrði fulltrúi flokksins á öryggis- málaráðstefnu í Moskvu 24. októ- ber það ár. 6. Einu sinni, árið 1969, er greint frá bréfi frá gríska kommún- istaflokknum. 7. Tvisvar sinnum, árið 1969 og 1975, er greint frá erindum frá ítalska kommúnistaflokknum. í síð- ara tilvikinu var boð um áheymar- fulltrúa á flokksþing í mars 1975 að ræða og var því vísað til alþjóða- nefndar miðstjórnar til athugunar. 8. Einu sinni er fjallað um för áheymarfulltrúa frá Alþýðubanda- laginu á flokksþing Kommúnista- flokks Frakklands 1976. 9. Einu sinni, árið 1973, er greint frá för fulltrúa Alþýðu- bandalagsins á flokksþing breska Verkamannaflokksins." I greinargerðinni kemur fram að frá 1978 hafi ekki verið um önnur erlend samskipti að ræða en fáein tilvik varðandi það að senda áheyrnarfulltrúa á þing vinstrisós- íalista í Danmörku og Noregi. Alþjóðanefnd tók ekki sjálfstæðar ákvarðanir I greinargerð Alþýðubandalags- ins er gerð grein fyrir alþjóða- nefnd, sem starfaði á vegum flokksins 1972-1976 og átti að hafa það hlutverk að annast sam- skipti við erlenda flokka og önnur alþjóðleg samskipti. Þar segir að nefndin virðist hafa starfað lítið. Að beiðni Ólafs Ragnars Grímsson- ar hefur Ragnar Arnalds, sem var formaður flokksins og sat í alþjóða- nefndinni allan tímann, sem hún starfaði, gefið svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Nefnd um alþjóðleg sam- skipti var vinnunefnd fram- kvæmdastjórnar um fjögurra ára skeið. Nefndin hélt fáa fundi. Hún tók engar sjálfstæðar ákvarðanir aðrar en að gera tillögur til fram- kvæmdastjórnar og að sjálfsögðu fjallaði hún ekki um ferðir einstakl- inga sem fóru á eigin vegum til Sovétríkjanna. Allar ákvarðanir um alþjóðleg samskipti flokksins voru teknar af framkvæmdastjórn." Loks er í greinargerð Alþýðu- bandalagsins sagt frá því að á Al- þingi veturinn 1977-1978 hafi þingflokkurinn beitt sér fyrir laga- setningu um að íslenzkum stjóm- málaflokkum sé bannað að taka við gjafafé eða öðrum fjárhagsleg- um stuðningi frá erlendum aðilum. Stefán Jónsson, þáverandi þing- maður flokksins; var fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins, sem síðar var samþykkt sem lög nr. 62/1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.