Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 28
MICROSOFT. einar j. WlNDOWSi skúlasonhf MORGUNBLADW, AÐALSTRÆTÍ 6, 101 REYKJA VÍK SIMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÚLF ÍSSB / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Hagkaup kaupir helming í Bónus Verslunarkeðjumar með um 30% hlut í matvöruverslun á landinu að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna. Kaupverð ekki gefið upp HAGKAUP hefur keypt helmingshlut í Bónusverslununum og taka kaupin einnig til tveggja 10-11 verslana sem Bónus hefur átt aðild að. Verslanakeðjurnar sameiginlega eru með um 30% hlutdeild í matvöru- versluninni á landsvísu og rúmlega 35% hlutdeild á suðvesturhorninu, að sögn forsvarsmanna fyrirtælqanna. Þeir segja að fyrirtækin verði áfram rekin sjálfstætt að öllu leyti og i samkeppni hvert við annað. Kaupverðið er trúnaðarmál og fæst ekki gefið upp. Sigurður Gísli Pálmason, stjóm- arformaður Hagkaups, og Jóhannes 'Jónsson í Bónus, sögðu í samtali við Morgunblaðið að kaupin væru gerð til þess að styrkja stöðu beggja fyrir- tækjanna og búa þau undir hugsan- lega samkeppni erlendis frá með til- komu Evrópsks efnahagssvæðis. Með sameiginlegum innkaupum fyr- irtækjanna sé hægt að ná fram stærðarhagkvæmni sem geri mögu- legt að lækka vöruverð, sem muni koma neytendum til góða. Aðspurðir neita þeir því að kaupin hafi verið gerð vegna þess að sam- keppnin hafi verið að verða þeim ofviða. Fyrirtækin gangi til þessa samstarfs á grundvelli styrkleika síns. Þetta sé sama þróun og eigi sér stað alls staðar í Evrópu. Þar sé verslunarkeðjum að fækka og þær séu að stækka til að standast fyrirsjá- anlega aukna samkeppni. Að auki samrýmist reksturinn vel þar sem Hagkaup, Bónus og 10-11 verslan- imar bjóði fólki upp á þijá máta til þess að versla á. Bónus leggi höfuðá- herslu á lágt vömverð, Hagkaup á meira vömúrval, þjónustu og lengri opnunartíma og 10-11 upp á lengst- an opnunartíma fyrir fólk sem vill versla þegar því henti. Þessi þijú verslunarform geti þrifist vel hlið við hlið og veitt hvert öðm aðhald, þar sem þau verði öll rekin sjálfstætt. Hins vegar geti fyrirtækin gert inn- kaup sameiginlega þegar það henti. Þau geti í miklu ríkara mæli keypt beint af framleiðendum erlendis og hér og það muni skila sér í betri kjömm. Ef þeir standi sig ekki í samkeppninni muni hún sjá til þess að nýir aðilar komi fram. „Við göngum til þessa samstarfs í upphafi með blendnum huga. Við höfum verið í hörkusamkeppni. Það er búið að vera virkilega gaman og við vonum að við verðum í hörkusam- keppni og það verði áfram gaman. Það er ekkert gaman í verslun ef kúnninn er ekki ánægður," sögðu þeir ennfremur. Sjá nánar á miðopnu bls. 14-15. Samstarfsmenn Jóhannes Jónsson í Bónus og Sigurður Gísli Pálmason í Hagkaup; Morgunblaðið/Kristinn fyrir framan bíl frá Bónus SVAMLAÐ í SUNDLA UGINNI Morgunblaðið/Bjami Aukin samkeppni í laxveiðiheiminum Island allt að þrefalt dýrara VERÐHÆKKANIR laxveiðileyfa hérlendis sem byggðust upp á níunda áratugnum fengu staðist vegna lítillar samkeppni frá öðrum löndum, að sögn Michaels Fitzgerald, forsljóra Bandarísku ferðaskrifstofunnar Fishing Frontiers, sem hefur selt veiðiferðir til íslands í 22 ár. Nú sé hins vegar svo komið, að útlendingum finnist verðið hér of hátt, og muni ekki koma fyrr en það stendur til bóta. „Mér þykir vænt um Island og fer þangað á hveiju sumri til að veiða,“ sagði hann. „En það er Uóst að landeigendur verða að taka tillit til efnahags- og markaðsað- stæðna svo við megum sjá breytingu til batnaðar." Að mati Fitzgeralds er samkeppn- in frá hinum nýju laxveiðisvæðum á Kólaskaga einna varhugaverðust. Þar væri mun ódýrara að veiða, auk þess sem veiði væri meiri og fiskarn- ir stærri. í sama streng tekur George Steveson, annar forstjóra Kola Salm- on Ltd. í London. Hann segir að á Bretlandi hafi ísland á sér dulúðleg- an blæ sem laxveiðiland, og þar sé einungis stórlöxum með auraráð kleift að stunda veiðimennsku. Sex daga veiði í einni af betri ís- lensku ánum kostar um 400 þúsund krónur. Sjö dagar í Kanada, þar sem jafnvel er meiri veiðivon og fiskarnir stærri, kosta um 120 þúsund krón- ur. Á Kólaskaga hófst veiði að ein- hverju marki í fyrra og hitteðfyrra, en þangað má komast í sæmilega á fyrir 200 þúsund krónur, og er þá flug frá og til London innifalið. Bestu ámar á Kólaskaga kosta hins vegar um 350 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum frá viðmælendum Morgunblaðsins. I sunnudagsblaði Morgunblaðsins verður nánar fjallað um þessi mál. Fimm útköll á 4 tímum Sigurður Líndal telur lagagrein um framsal valds bijóta í bága við stjórnarskrána Nefnd um fiskveiðislj órnun lmfi álitsgerðina til hliðsjónar - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir eðlilegt að nefnd um endur- skoðun laga um stjórnun fiskveiða taki til sérstakrar athugunar álits- gerð Sigurðar Líndal lagaprófessors við endurskoðun laganna. Sig- urður telur að 3. grein laga um stjórnun fiskveiða, um að ráðherra sé framselt vald til að ákvarða um þann heildarafla sem veiða má, bijóti í bága við 69. grein íslensku stjórnarskrárinnar. " Davíð Oddsson segir að álit Sig- *urðar Líndal sé mjög afgerandi varðandi það að framsal valds með þeim hætti sem þama hafí verið gert bijóti í bága við 69. grein stjórnarskrárinnar. „Ríkisstjómin ræddi þetta í gær. Það er ljóst að það er verið með nefndarstarfi að undirbúa endurskoðun á núverandi lögum um stjóm fiskveiða. Það er eðlilegt að þetta atriði komi sérstak- lega til athugunar þar og frekari lögfræðilegrar skoðunar," sagði Davíð. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir það nýtt að fræði- menn túlki þetta ákvæði stjórnar- skrárinnar svo þröngt. Hann segir það mikið íhugunarefni hvar mörk um framsal á valdi til ráðuneyta eigi að liggja. „Ef hins vegar þetta yrði almennt talin rétt túlkun sýnist mér í fljótu bragði að hún myndi hafa mjög víðtæk áhrif á alla stjórn- sýslu. Mér sýnist að það yrði mjög erfitt að koma við markvissri vemd- un og stjórn á nýtingu fiskistofn- anna,“ sagði Þorsteinn. Álitsgerðin var samin að beiðni Kristins Péturssonar, stjórnarfor- manns í Félagi um nýja sjávarút- vegsstefnu. Kristinn sagði að hann hefði margsinnis varað við því opin- berlega að 3. grein laga um stjórn fiskveiða bryti í bága við stjórnar- skrána. „Nú er tækifærið, það er verið að endurskoða lögin og á þeim em margir og ljótir gallar. Lögin voru afgreidd með hrossakaupum og hroðvirkni og það er skylda allra aðila sem era að endurskoða lögin að ríghalda ekki í einhveija ímynd- aða hagsmuni heldur að semja vandaða löggjöf með almennum leikreglum þar sem jafnréttisreglan og grundvallarmannréttindi eru í heiðri höfð,“ sagði Kristinn. Jónas Haraldsson lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna segir að hann telji að álit Sigurðar Líndals eigi ekki við rök að styðjast. Jónas kveðst álíta að með 3. greininni sé ekki verið að skerða atvinnuréttindi. Auk þess bendir Jónas á að löng hefð sé fyr- ir því að Alþingi veiti framkvæmda- valdinu heimildir með lögum, sam- bærilegar við það sem kveðið er á um í 3. greininni. Sjá ennfremur á miðopnu. SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík átti erilsaman dag í gær, föstudaginn 7. ágúst. Fimm útköll komu síðdegis en ekk- ert þeirra reyndist alvarlegt. Slökkviliðið í Reykjavík var fyrst kallað út um hálftvöleytið vegna þess að maður hafði fest sig í færibandi við Stangarhyl. Þegar Slökkviliðið kom á stað- inn var búið að losa manninn. Um klukkan tvö komu tvö útköll, annað vegna elds í skúr við Skúlagötu 40B og hitt vegna elds í þaki Hólabrekku- kóla en þegar slökkviliðsmenn mætu á þessa staði var búið að slökkva báða eldana. Fjórða útkallið kom tuttugu mínútur fyrir fjögur. Þá var tilkynnt um bensín sem hafði lekið niður við söluturninn Staldrið og hreinsuðu slökkvi- liðsmenn það upp. Fimmta út- kallið kom síðan rétt fyrir séx en þá hafði kviknað í netadræs- um sem skildar höfðu verið eft- ir í gröfukjafti við Sörlaskjól og slökktu slökkviliðsmenn í þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.