Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 fclk f fréttum MÓTLÆTI Olivia glímir enn við krabbamein KRAFTAKARLAR Aflraunakeppni á Vestfjörðum * AHéraðsmóti Hrafna-Flóka, sem haldið var á Bíldudal dagana 17.-19. júlí fór fram fyrsta aflraunakeppnin sem haldin hefur verið á Vestfjörðum. Ellefu aflraunamenn mættu á svæðið og sýndu þeir ýmis atriði eins og t.d. trukkadrátt, bankastjórakast, biladrátt, dauðagöngu, bekk- pressulyftingar og ólympískar lyftingar og glerbrotagöngu. Það voru Njáll Torfason og Otri Sig- urðsson sem skipulögðu aflrauna- keppnina. Lokaúrslit urðu þau að Andrés Guðmundsson sigraði og hlaut 49 stig af 50 mögulegum. Glöggir menn segja að Andrés verði næsti sterkasti maður heims. Guðni Sig- uijónsson, heimsmeistari í lyfting- um, varð í öðru sæti með 44 stig. Kjartan Guðbrandsson varð þriðji með 38 stig og Otri Sigurðsson og Baldvin Skúlason urðu í 4.-5. sæti með 34 stig. Vestfjarðaskel- firinn Njáll Torfason varð í sjötta og síðasta sæti með 26 stig. Baldvin Skúlason sýndi krafta sína þegar hann skreið undir 900 kg bifreið og lyfti henni upp að aftan með höndunum við mikinn fögnuð áhorfenda. Baldvin sigraði einnig í handlóðalyftum. Hann lyfti 36 sinnum með hvorri hönd 30 kg lóðum og geri aðrir betur. Að sögn Njáls Torfasonar og Otra Sigurðssonar, sem skipulögðu keppnina, voru viðtökumar hreint frábærar. Áhorfendur voru með á nótunum allan tímann og klöppuðu vel fyrir þessum hraustu mönnum. Veðurblíða var báða dagana, sól og 15-20 stiga hiti. R. Schmidt ÞRAS Jackson á ekkí sjö dagana sæla Poppgoðið Michael Jackson er í vondum málum. Um þessar mundir standa yfir málaferli hans gegn breska blaðinu Daily Mirror, en hann sækir fast skaðabætur og afsökunarbeiðni frá blaðinu vegna myndbirtingar og umsagnar um meintar skurðaðgerðir sem talið er að hann hafi látið gera á andliti sínu. Blaðið birti nærmynd af andliti Jack- son með þeim texta, að þar mætti glöggt sjá hvemig skurðaðgerðir hefðu leikið popparann. Á myndinni sjást ör og ójöfnur á andliti Jack- sons, en hann varð æfur vegna birt- ingarinnar. Meintar skurðaðgerðir á andliti Jacksons hafa lengi verið milli tann- anna á fólki og hefur verið talið að fremur beri að deila um hversu margar þær hafi verið fremur en hvort hann hafi nokkru sinni látið lýtalækni skera í sig. Mitt í rim- munni milli Jacksons og blaðsins hefur það rifjast upp, að systir Jack- sons, La Toya, greindi frá skurðun- um í viðtali síðast liðið haust. Gagn- rýndu margir vinir og ættingjar La Toyu fyrir bersöglina, en Michael varð æfur og reyndi að stöðva viðtal- ið með lögbanni, en allt kom fyrir ekki. Breska blaðið The Sun gagnrýndi í vikunni forráðamenn Daily Mirror fýrir að gera Jackson að féþúfu. Ekki snérist gagnrýnin um mynd- birtinguna og textann sem slíkan, enda hefði það verið gijótkast úr glerhýsi. Heldur var gagnrýnin vegna þess að eigendur Daily Mirror •leyfðu sér að hækka verð blaðsins í lausasölu daginn sem myndin „Scarface" birtist. Michael Jackson á ekki sjö daganna sæla... Keppendur kepptu m.a. í þvi að lyfta tveimur ilöngum steypuklumpum sem hvor um sig vó 90 kg. Morgunblaðið/Róbert Schmidt ÍÞRÓTTIR Otrúleg afrekssaga Gail Devers Gail Devers fær sér vatnssopa.. Tuttugu og fímm ára gömul bandarísk kona, Gail Devers gerði sér lítið fyrir og sigraði í 100 metra spretthlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Barcelona í vikunni og skaut hún aftur fyrir sig þeim sem sigurstranglegastar þóttu, Gwen Torrance og Merlene Ottey sem komust ekki á pall. Reyndar var ótrúlega mjótt á mununum, því aðeins sex hundr- uðustu hlutar úr sekúndu skildu að fímm fýrstu stúlkumar. Þurftu dómarar að liggja yfír myndbandi af hlaupinu nokkra stund til þess að ganga úr skugga um hvar sig- urinn lenti. Ungfrú Devers getur sannar- lega vel við unað og ólíklegt er að hún hafí mikið hugsað um Ólympíugull árið 1989, því þá greindist hún með illvígan skjald- kirtilssjúkdóm, svokallað „Graves Disease". „Mér gekk ömurlega á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og strax þar eftir var ég eitthvað undarleg. Ég var þreytt, hríðlagði af og fékk óstjómleg skjálftaköst. Þear augun fóru að standa á stilk- um fór ég loks í læknisskoðun og fékk úrskurðinn. Við tók 9 mánaða geislameðferð og hófst hún í sept- ember 1990,“ segir Devers. Að meðferð lokinni byrjaði hún strax að æfa á ný, en of skjótt, því fljótlega fékk hún slæm sár á fætuma. I fyrstu taldi hún það vera núningssár, prófaði að skipta um skó, en allt kom fyrjr ekki og loks var svo komið að hún gat varla gengið. Fyrrverandi eigin- maður hennar fylgdi henni þá á spítala og bar hana á bakinu inn í húsið. Læknamir sem skoðuðu hana fölnuðu er þeir litu fætur hennar, sögðu sárin eftirköst af sjókdómnum og ef hún hefði reynt að bögglast áfram á fótum svo sem tvemur dögum lengur eða svo, hefðu þeir sennilega þurft að af- lima hana, taka báða fætuma við hné. „Ég hafði þá meiri áhyggjur af því hvort ég gæti nokkra sinni gengið á ný, hvað þá hlaupið," segir Devers. En hvíld og lyfjagjöf hreif og sárin gréra og í apríl á síðasta ári var hún komin út á hlaupabrautina á ný og æfði af kappi. í maí keppti hún í fyrsta skipti eftir veikindin og í fyrra náði þeim ótrúlega árangri að verða í öðra sæti í 100 metra grindahlaupi á Heimsmeist- aramótinu. Telja flestir árangur hennar kraftaverki líkast. Astralski söngfuglinn Olivia Newton-John á í erfiðri bar- áttu við krabba- mein þessi miss- erin. Fyrr á þessu ári greindist krabbameinsæxli í vinstra bijóstinu og var þá hluti þess numinn brott. Var haldið að læknar hefðu ölivia Newton- komist fyrir mein- john. ið, en við rannsókn nýverið kom í ljós að Olaivia var komin með ill- kynja æxli í hægra brjóstið og fer hún undir hnífinn á næstunni. Það hefur verið fátt um ljósa punkta hjá Oliviu síðan að hún hætti poppsöng og kvikmyndaleik. Hún gerðist þá iðnjöfur og verslunarmað- ur, framleiddi sportfatnað og kom á fót verslunarkeðju sem sérhæfði sig i eigin fataframleiðslu. Fór um skeið mikið fyrir fyrirtækinu, en síðan tók að halla undan fæti og er það nú gjaldþrota. Ekki nóg með það, held- ur töpuðu margir slqólstæðingar Oliviu aleigu sinni og standa enn yfir nokkur harðvítug málaferli vegna þessa. Olivia er nú 43 ára gömul og er gift Matt Lattanzi. Hjónaband þeirra er nokkurra ára gamalt og hefur ekki brostið þrátt fyrir mótlætið. Matt stendur við hlið konu sinnar á þessum erfiðu tímum. COSPER Engar áhyggjur, ég vinn þig til baka þegar við spil- um næst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.