Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 11 Ingibjörg Stefánsdóttir og Steinn Ármann Magnússon í hlutverkum sínum í myndinni Veggfóður - erótísk ástarsaga. Villt í eðli sínu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Veggfóður - erótísk ástarsaga. Sýnd í Bíóborginni og Saga- bíói. Leikstjórn: Július Kemp. Handrit: Júlíus og Jóhann Sigmarsson. Framleiðendur: Júlíus, Jóhann og íslenska kvik- myndasamsteypan. Aðalhlut- verk: Baltasar Kormákur, Steinn Ármann Magnússon, Ingibjörg Stefánsdóttir, Flosi Ólafsson, Ari Matthíasson, Dóra Takefusa, Birgir Karls- son, Sveinbörn Matthíasson, Rósa Ingólfsdóttir, Sólrún Þor- geirsdóttir, Egill Ólafsson og Bryndís Einarsdóttir. Hljóð: Elísabet Rónaldsdóttir. Lýsing: Halldór Gunnarsson. Tónlist: Máni Svavarsson. Leikmynd: Sigríður Siguijónsdóttir. Kvik- myndataka: Jón Karl Helgason. Klipping: Steingrímur Karls- son. Búningar: María Ólafsdótt- ir. Framkvæmdasljórn: Vil- hjálmur jRagnarsson og Guð- mundur Árni Jónsson. 1992. íslensku bíómyndarinnar, Veggfóður - erótísk ástarsaga, sem frumsýnd var sl. fimmtudag í Sambíóunum, hefur verið beðið með talsvert meiri eftirvæntingu en kannski gerist með íslenskar bíómyndir og á aðdragandinn að gerð hennar nokkurn hlut í því. Hún er eitt af undrum styrkja- og sjóðasamfélagsins því hún er gerð að öllu leyti utan við það nema hvað hún fékk tvær milljón- ir úr Kvikmyndasjóði, sem fóru í eftirvinnslu þegar búið var að gera hana. Hún er framleidd fyrir sáralít- inn pening, jafnvel á íslenskan mælikvarða, sem ungum aðstand- endum hennar tókst að öngla saman með eigin úrræðum, hún er frumsamin fyrir bíó af nýrri kynslóð kvikmyndagerðarmanna, til þess að gera kornungu kvik- myndagerðarfólki. Hún höfðar til ungs fólks sérstaklega, nýfrar kynslóðar sem þekkir bíóið betur en bókmenntirnar, elst upp við tónlistarmyndbönd, tölvuleiki, auglýsingar og heila sjónvarpsk- labbið. Og þótt Veggfóðrið sé ekki gallalaus mynd er hún engu að síður boðberi nýrra tíma. Hér eru á ferðinni nýir kvikmynda- gerðarmenn að gera nýja hluti fyrir nýja kynslóð áhorfenda sem gera kröfur um nýjar áherslur, viðfangsefni og efnistök. Og hvað hefur hún þá uppá að bjóða? Jú, happaþrennuna hasar, ofbeldi og kynlíf, en líka ástir og gamansemi, groddafyndni, heil- mikla nekt, hrottaskap og eina aðalpersónu sem er kynóður skemmtistaðareigandi er vílar ekki fyrir sér nauðganir. Þannig er Veggfóður hrærigrautur af ýmsu, svolítið villt í eðli sínu og mjög djörf (eins og það er kallað) og hispurslaus og háskinn er aldr- ei fjarri, skemmtilega spaugileg og stundum bráðfyndin lýsing á fullkomnum gæjahætti og óþyrmilega ljót þegar töffara- skapurinn keyrir um þverbak. Hún er kjaftshögg á allan pempíuskap án þess að vera beint frumleg og nýtur sin mun betur sem röð atriða en samfelld, heil- steypt frásögn; á margan hátt dæmigerð fyrsta mynd efnilegra kvikmyndagerðarmanna sem vilja koma sem mestu fyrir í einu og það væri synd að segja að ekki sé reynt að halda uppi gæðum framleiðslunnar þrátt fyrir lá- marks auraráð. Það er í henni heilmikil tónlist og jafnvel tónlist- armyndbönd, sem bijóta heldur upp frásögnina en gera henni gagn. Sjálf frásögnin er hröð, klippingarnar margar og mynd- rammarnir skakkir til áherslu- auka en það er stundum eins og atriði fái ekki að klára sig nægi- lega áður en klippt er annað. Það vottar fyrir því að hún sé full meðvitað gerð til að uppfylla kröf- ur sem ungir áhorfendur gera. Ef einhver mynd ætti að 'slá í gegn á meðal ungra bíógesta þá er það þessi. Og líklega verður það Steinn Ármann Magnússon sem heillar liðið mest. Hann leikur vonda gæjann, Sveppa, og er stórgóður í hlutverkinu þótt persóna hans sé sérstaklega fráhrindandi. „Ást- in er bara fyrir stelpur og homma", er lífsspeki vandræða- gemlingsins Sveppa, sem safnar kvenfólki og hengir myndir af þeim sem hann „vinnur“ inni í skáp hjá sér. Setningin er lýsandi fyrir þá dökku mynd sem dregin er upp af persónum og leikendum í skondinni ef ekki pínulítið væ- minni ástarsögu úr nætur- og skemmtanalífinu í Reykjavík. í upphafi kemur hin saklausa sveitastelpa Sói, leikin af Ingi- björgu Stefánsdóttur, úr friðsælli sveitinni í sóðabælið Reykjavík. Hún ætlar að læra að syngja og fær vinnu á skemmtistaðnum Rjómanum, sem Sveppi rekur. Besti vinur hans er listamaðurinn Lass, leikinn af Baltasar Korm- áki, en Sveppi í sínum fullkomna karlrembustíl, veðjar við hann, jafnvel þótt Lass vilji það ékki, um hvor verður fyrstur til að sofa hjá Sól. Hefst síðan leikur kattar- ins Sveppa að músinni Sól en Lass stendur að mestu utanvið þar til kemur að uppgjöri vinanna og Sól og Lass aka inní sólsetrið. Sagan í handritinu, sem er eft- ir þá Jóhann Sigmarsson og Júlíus Kemp, sem einnig leikstýrir en báðir eru þeir framleiðendur myndarinnar, er í sjálfu sér mjög einföld, jafnvel barnaleg (sak- lausa sveitastúlkan Sól) og dra- matíkin hálf endaslepp enda fer ekki mikill tími til að byggja upp samband persónanna; hlutimir bara gerast af því þeir gerast. Eftir glompótta byrjun, þar sem samhengið er heldur á reiki, og búið er að kynna aðalpersónurnar til sögunnar fer myndin að rúlla, það myndast spenna í kringum óþokkaskapinn í Sveppa og hraði og kómík í samskiptum vinanna sem nær hámarki í óborganlegu atriði í Sundlaugunum í Laugar- dal þar sem penismetingur í sturt- unum hefur ófyrirséðar afleiðing- ar; því var fagnað með lófataki á frumsýningu. Málfarið í myndinni er tekið beint af götunni, það er gróft og klámfengið og sjálfsagt kunnug- legt flestum. RBB er skammstöf- unin hans Sveppa: Ríða, búinn bless. Inní myndina fléttast vandamál úr nútímanum eins og heimilisofbeldi og nauðganir en líka einfaldir draumar um þann eina rétta og þetta að komast í hljómsveit og verða númer. Kyn- lífsatriðin - þetta er ekki erótísk ástarsaga út af engu - eru mörg og leyna engu en við fáum ekki síður að kynnast skuggahliðum kynlífsins og afskræmingu í með- förum Sveppa. Leikurinn er í flestum atriðum góður, leikararnir ungu virðast þekkja vel miðilinn og sýnist það eðlilegasti hluti að leika eftir regl- um bíómyndarinnar. Sveppi er sérstaklega magnaður enda hans persóna kannski best frá hendi Jóhanns og Júlíusar. Steinn Ár- mann leikur hann af fítonskrafti miklum, hrokafullur og hættuleg- ur og háll eins og áll, fleðulegur flagari og fullkomlega kynóður. Spennan í myndinni er öll í kring- um hann og kvenfyrirlitninguna sem af honum lýsir og er óskap- leg. En hann hefur líka á sér kómískar hliðar sem Steinn Ár- mann nýtur sín ekki síður í. Hon- um er leikur einn af framkalla fruntaskapinn og sóðalega klám- kjaftinn sem honum fylgir en svo getur hann verið hallærið eitt að týna villisveppi fyrir framan Höfða til að fullnægja dópþörfinni í atriði sem sýnir ekki síst kó- mískt innsæi höfundanna. Kor- mákur Baltasar hefur rólegra hlutverkið. Hann er hinn inn- hverfi listamaður sem fylgist með úr fjarlægð en hefur sig lítt í frammi. Lass skapar mótvægið við Sveppa. Baltasar stendur fyrir hið góða og fer vel með svala en samt innilega persónuna, dulur talsvert og drykkfelldur vel en drengur góður. Ingibjörg er sú með minnstu leikreynsluna og vinnur á og virkar sannfærandi og eðlileg frammi fyrir myndavél- unum og gefur Sól kímni og ákveðni. Með minni hlutverk fara m.a. Ari Matthíasson, sem glansar í hlutverki homma, Flosi Ólafsson reynir að halda uppi gömlu hippa- stemmningunni, Agli Ólafssyni bregður fyrir í örlitlu hlutverki myndlistarkennara, Dóra Takef- usa af afar dulrænt módel og vin- kona Lass og svo mætti lengi telja. Myndin gæti sem best verið klippt útúr raunveruleikanum í Reykjavík. Það er reyndar dregin upp heldur dökk mynd af borginni er kemur út sem lastabæli skemmtana, partýhalda og of- beldisglæpa, sem ástarfuglarnir virðast flýja í lokin. En Veggfóður er fyrst og fremst lífleg mynd og hressileg og þeir Júlíus Kemp og Jóhann Sigmarsson boða ný- breytni og íjölbreytni { íslenskri kvikmyndagerð. Þessi fyrsta mynd lofar góðu um framhaldið. Brjóstagjöf: Er stálmi óumflýj anlegur? eftir Sesselju Árnadóttur Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta greinarkorn er að í flestum tilvikum er nokkuð auðvelt að koma í veg fyrir stálmamyndun og vonast ég því til að geta orðið einhverjum að liði. Á öðrum til sjötta degi eftir fæð- ingu eykst mjólkin. Þá stækka bijóstin, þyngjast, verða þrútin og stundum mjög aum. Af hverju? Þessi þroti er fullkomlega eðlileg- ur og stafar af vökva sem nýtist við mjólkurframleiðsluna og safnast í háræðar bijóstsins. Með öðrum orðum er þetta bjúgmyndun. Hvernig má minnka líkur á mikilli vanlíðan vegna þessa? Lausnin liggur fyrst og fremst í því að leggja barnið fljótt og rétt á bijóstið, (sjá grein í Mbl. 5. ágúst sl. eftir Arnheiði Sigurðardóttur.) þ.e. gefa því brjóst oft og óhindrað. Það hefur lengi verið talið æskilegt að gefa bijóst aðeins í 5 -10 mín. í senn fyrstu dagana til að hlífa vörtunum. Að þeim tíma liðnum fer barnið hins vegar loksins að fá mjólk og með þessu móti hefur vartan aðeins verið ert án þess að eiginleg bijóstagjöf hafi farið fram. Ef barnið nær að taka bijóstið rétt má það og á að drekka oft og lengi eða eins og það kýs. Það minnkar þrýsting á bijóstunum og kemur e.t.v. í veg fyrir stálma. Einnig fær barnið brodd- mjólkina (colostr- um) einmitt þessa fyrstu, daga og f u.þ.b. tvær vikur sem er því mjög mikilvægt. Á þessum tíma þarf barnið ekki annan vökva. Brodd- mjólkin hefur verið kölluð fyrsta „bólusetning bamsins. Ef barninu er gefið snuð minnkar sogþörf þess og það hefur jafnvel ekki úthald til að sjúga bijóstið nógu lengi. Ef barnið er þreytt eða latt fyrstu dagana er ráðlegt að vekja það hiklaust til að láta það sjúga. Hvenær kemur stálminn? Á þriðja til fimmta degi þróast þessi eðlilegi þroti gjarnan yfir í stálma ef sparað er að leggja barn- ið á bijóst. Þá verða bijóstin gijót- hörð og helaum. Verkurinn getur leitt út í bak konunnar og hún feng- ið hita. Stálminn hverfur á 'h til 2 sólarhringum ef meðhöndlað er á réttan hátt. Bijóstin verða mjúk og eðlileg viðkomu en það hefur aftur ekkert með það að gera hversu mikið konan mjólkar. Hvernig skal meðhöndla mikinn stálma? Fyrir gjöf gera heitir bakstrar og létt nudd í hringlagahreyfingum að vörtu oft gagn. Heit sturta er gjarnan notuð í þessum tilgangi. Eftir gjöf er gott að leggja kalda bakstra við bólguna í 10 -20 mín. eða eins og konunni finns þægi- legt. Kuldinn dregur saman æðar í bijóstinu og dregur þar með úr bólgumyndun. Barnið getur átt erfitt með að ná vörtunni upp í sig vegna bólgu umhverfis hana. Þá má handmjólka aðeins ofan af og hnoða vörtuna varlega milli fingurgóma þannig að hún komi vel fram. Einnig getur hjálpað að nota skeljar hálftíma fyrir gjöf. Þetta eru tvær plastskelj- ar, (ekki gúmmíhattar eða túttur) sú innri er með gati fyrir vörtuna sem þrýstir henni fram en sú ytri er heil eða með loftgötum. Varast skal samt að ofnota þetta því loft verður að fá að leika um vörtuna, annars er hætta á sáramyndun. Sesselja Ámadóttir Vonandi verður stálmi aðeins þekktur hjá kúm í framtíðinni. 1 orðabók Menningarsjóðs er orðið stálmi skýrt sem „þrútnun í júgri af bólguþrota og mjólk fyrir og um burð. Mín máltilfmning er sú að hér sé verið að tala um dýr en ekki manneskjur og vonandi verður svo í framtíðinni. Heimildir: Breastfeeding Answer Book, 1991 gefið út af La Leche League International, The Womanly Art of Breastfeeding, 1991 gefið út af La Leche League International. Höfundur er þriggja bama móðir, kennari og hjálparmódir Barnamáls. Kór Öldu- túnsskóla á alþjóðlega listahátíð KÓR Öldutúnsskóla tekur þátt í alþjóðlegri listahátíð í Aberdeen í Skotlandi næstu daga og heldur utan í dag, laugardag. Listahátíðin nefnist Aberdeen International Youth Festival og í henni taka þátt um 800 ungmenni hvaðanæva að úr heiminum. Kór Öldutúnsskóla heldur sjálfstæða tónleika, en kemur einnig fram með öðrum og verður m.a, með í upp- færslu hátíðarkórs staðarins og hljómsveitar á c-dúr messu Beetho- vens. Á efnisskrá kórsins er fjöldi laga, allt frá 16. öld, en aðalá- hersla verður lögð á kynningu ís- lenskrar tónslitar. Stjórnandi kórs- ins er Egill Friðleifsson. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.