Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 HROLLVEKJA MEISTARA STEPHENS SKUGGALEG! 16 500 SPECTRAL RLCORDlNG . r mi DOtBYSTEB^igg í A og B sal STEPHEN KING STEPHEN KING STEPHEN KING IMÁTTEAB AD C NÝJASTA ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ATTCADAD miiv> ÓGNVEKJANDI - GGURLEG - SKELFILEG ÓÐURTIL HAFSINS Sýnd kl. 9. B.i.14 BORN NATTURUNNAR kl. 7 í A-sal, sýnd kl. 5íB-sal. ENGLISH SUBTITLE KL. 5. Miðaverð kr. 500. HNEFALEIKAKAPPINN Sýnd kl. 11.15. Bönnuði. 16ára. INGALÓ Sýnd kl. 7.05. ENGLISH SUBTITLE ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Siguijónssafn: Flautu- og gítartónleikar Á þriðjudagfstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar 11. ágúst nk. kl. 20.30 koma fram Martial Nardeau flautuleikari og Einar Kristján Einarsson gítarleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Giuiliani, Francis Poulenc, Jaqu- es Ibert, ViIIa-Lobos og Piazzolla. Marital og Einar hafa leikið saman um nokkurt skeið en tónleikarnir í Sigur- jónssafni eru fyrstu opinberu tónleikar þeirra sem dúó. Martial Nardeau er fædd- ur í Frakklandi og stundaði tónlistarnám í heimaborg sinni Boulogne-sur-mer í Versölum og París. Hann starfaði sem flautuleikari í Lamoureux-hljómsveitinni í París til ársins 1982, er hann fluttist til íslands. Martial hefur komið fram víða, hann hefur starfað með íslensku hljómsveitinni, hljómsveit ís- lensku óperunnar og hefur leikið einleik með Sinfóníu- hljómveit íslands. Einar Kristján Einarsson Martial Nardeau og Einar Kristján Einarsson. fæddist á Akureyri og hlaut þar sína fyrstu tónlistar- menntun. Hann stundaði síð- an nám við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og framhaldsnám í Englandi á árunum 1982-88. Einar lauk einleikara- og kennara- prófi frá Guildhall School of Music í London árið 1987. Auk tónleikahalds í Englandi og á Spáni hefur hann kom- ið fram við ýmis tækifæri og síðastliðið haust lék hann einleik með Kammersveit Akureyrar. Tónleikarnir í Sigurjóns- safni standa í um það bil eina klukkustund. Gestum gefst kostur á að skoða sýn- ingu á æskuverkum Sigur- jóns og kaffistofan verður opin. (Fréttatilkynning) Háskóli íslands: Fyrirlestur um skólastjómun PRÓFESSOR Graham Kelsey flytur, þriðjudag- inn 11. ágúst nk., fyrirlest- ur í Háskóla Islands, Odda, á vegum Skólameistarafé- lags Islands, Endurmennt- unar Háskóla Islands, Sambands iðnmenntaskóla og Félags skólastjóra og yfirkennara. í fyrirlestri sínum mun prófessor Kelsey fjalla um þá þróun sem átt hefur sér stað að undanförnu í skóla- stjómun í Kanada og Banda- ríkjunum. Fræðigreinin skólastjómun (Educational Administration) virðist vera farin að hafa áhrif til breyt- inga á rekstri skólastarfs almennt vestahafs og mun prófessorinn greina frá því með hvaða hætti það hefur gerst. Þá mun hann ræða viðbrögð yfirvalda við háu brotthvarfi nemenda úr skóla og lýsa tilraunum til bóta á því vandamáli. Graham Kelsey er prófess- or við University of British Columbia í Vancouver, Kanada. Hann er jafnframt deildarstjóri þeirrar deildar háskólans sem sinnir skóla- stjómun og æðri menntun (Andministration Adult and Higher Education). Prófess- or Kelsey er doktor í skólastj- órnun og eftir hann liggur fjöldi greina og rannsókna á því sviði. Fyrirlesturinn er ölium opinn og hefst í Odda þriðju- daginn 11. agúst kl. 9 en að fyrirlestri loknum verður fyr- irspumum svarað og umræð- ur leyfðar fram undir hádegi. Þing um meinefna- og blóðmeinafræði NORRÆNT þing í meinefna- og blóðmeinafræði verður haldið í Reykjavík dagana 11. til 14. ágúst 1992. Skráðir eru 280 þátttakendur, þar með taldir gestafyrirjesarar sem koma frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi, Sví- þjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Yfir 50 fyrirlestrar verða fluttir og þátttakendur kynna rannsóknavinnu sína á um 150 sýnispjöldum. Á þinginu verður m.a. rætt um sameindalíffræði í meinefna- fræði, lífefnafræðilegar breytingar á öldruðu fólki, gæði og gæðakröfur við störf á rannsóknastofum, líffræði illkynja æxla, lífefnafræði- legar breytingar sem leiða af áreynslu, viðmiðunar- mörk, sykursýki og lyfja- mælingar. Sérstakir kynn- ingarfundir og sýning verða um notkun tölvutækni við vinnu og rekstur rannsókna- stofa. Þingið verður haldið í Borgarleikhúsinu. Þar verð- ur ein.nig sýning þar sem u.þ.þ. 30 fyrirtæki kynna framleiðslu sína á rann- sóknatækjum og rannsókna- vörum á 500 fermetra góif- fleti. BARA ÞU ★ ★ ★ ★TVIMÆLALAUST GAMAIUMYND SUMARSIIUS F.l. Bíólínan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STEIKTIR GRÆNIR TÓMATAR REFSKÁK GREIÐINIU, ÚRIÐOG STORFISKURINN B.i. 16 ái"a. SCHEN'K£L 1 B Sýnd kl. 9 og 11.05. Síðustu sýningar. ★ ★ ★G.E. DV. ★ ★★FRÁBÆRMYNDA.I.Mbl. ★ ★ ★ ★ MEISTARAVERK Bíólinan. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Sýnd kl. 5 og 7. GRIIM, SPEIMIMA OG ROMAIMTIK! Aðalhlutverk: ANDREW McCARTHY (St. Elmos Fire, Pretty in Pink, Weekend at Bernies), KELLY PRESTON (Twins og Run) og HELEN HUNT (Project X, Peggy Sue got married). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FRUIUSÝNIRGRI'N-OG spennumvndina FALINN FJÁRSJÓÐUR BRJÁLÆÐISLEG LEIT AÐ 8'/2 MILLJÓN DOLLARA ÞÝFI. SÁLFRÆÐINGURINIM WILLIS (JEFF DANIELS) OG NÝ FRÁSKILDA KONAN JESSICA (CATHERINE O'HARA) EIGA I MIKLU KAPPHLAUPI VIÐ ÓSVÍFNA STROKUFANGA TIL AÐ FINNA ÞÝFIÐ. GRÍN, SPENNA, SVIK 0G PRETTIR! Aóalhlutverk: JEFF DANIELS (The Butchers Wife, Somthing Wild), CATHERINE 0'HARA (Home Alone, Beetlejuice), HECT0R EUZ0ND0 (Frankie og Johnny, Pretty Wo- mun) og RHEA PERLMAN (Staupa- steinn). leikstjóri: BILL PHILLIPS. Sýndkl. 5,05, 7.05, 9.05 og 11.05. STÆRSTA BÍÓIÐ ÞAR SEM ' - - ALLIR SALIR ERU FYRSTA > FLOKKS HASKÓLABÍÓ SIMI2214ft Kajwt Sex hafa sótt um stöðu dagskrárstjóra Rásar tvö UMSÓKNARFRESTUR um stöðu dagskrárstjóra Rásar tvö, sem Stefán Jón Hafstein hefur gegnt, rann út um síðustu mán- aðamót. Sex manns hafa sótt um stöðuna, þar af fjórir dagskrárgerðar- menn á Rás tvö. Sá sem fær stöðuna mun hefja störf 1. september næst- komandi. Stefán tók til starfa á Rás tvö sem stjórnandi dægurmálaútvarps árið 1987 en við skipulagsbreyt- ingar árið 1990 varð hann dagskrárstjóri þegar emb- ættið var búið til. Þeir, sem lögðu inn um- sóknir eru: Eiríkur Hjálm- arsson, dagskrárgerðar- maður, Hildur Helga Sig- urðardóttir, fréttaritari Rík- isútvarpsins í London, Katr- ín Baldursdóttir, dagskrár- gerðarmaður, Kristján Jó- hann Jónsson, kennari og hefur starfað við ýmis rit- störf, Sigurður Þór Salvar- son, dagskrárgerðarmaður og Sigurður G. Tómasson, dagskrárgerðarmaður. Umsóknirnar voru lagðar fyrir fund útvarpsráðs, föstudaginn 7. ágúst og mun ákvörðun verða tekin á næsta fundi útvarpsráðs, föstudaginn 14. ágúst. Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.