Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 25 „Heil sinfónía af gríni, spennu og vandræðum." TÖFRALÆKNIRINN Vegna fjölda áskorana sýnum við þcssa frábæru mynd með Sean Connery í nokkra daga. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Miðav. kr. 300 kl. 5 og 7. -------- rwrn vw - KYNNING A FREYJUHRIS - PLAGGÖT AF BEETHOVEN FYRIR ÞAU YNGSTU! STALLONE ■ ESTELLE GETTY Fjrsf sbe dwmed up bis ^crtnwnt. áe's desniag up Hie sbésts. STOPP EÐA MAMMA HLEYPIRAF Óborganlegt grin og spenna. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. Miðaverð kr. 300 kl. 3,5og 7. Á STÓRU TJALDI í | Y II DOLBYSTEREO | □□ Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá tónleikum Félags norrænna langspilsleikara. Félag- norrænna langspilsleikara: Langspil kynnt FELAG norrænna langspilara hélt tónleika og kynningu á langspilum í Norræna húsinu laugardaginn 1. ágúst sl. Á meðal þeirra sem spiluðu á þessum tónleikum var Anna Þórhallsdóttir en hún endurvakti is- lenska langspilið upp úr 1960. Anna Þórhallsdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Félag nor- rænna langspilara hefði verið stofnað í Vástra Tunhem í Svíþjóð árið 1986. Það hefðu verið tveir Svíar, Rodney Sjöberg og Ingvar Ekbrand, sem hefðu staðið að stofnuninni en mark- mið félagsskaparins væri að endur- vekja gömul hljóðfæri og varðveita ■ PRÓFESSOR Claus Schaffer heldur fyrirlestra um oxunar-afox- unarhvörf og rannsóknir sínar á mánudag. Hann er hér í boði Raun- vísindadeildar Háskóla Islands og Efnafræðistofu Raunvísindastofn- unar Háskólans. Claus Scháffer er prófessor í ólífrænni efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn, Ke- misk Labaratorium I í H.C. Orsted Institutet. Rannsóknarsvið hans er tenglasviðskenningin. Auk þess að vera til viðtals um rannsóknir í efna- fræði flytur hann tvo fyrirlestra meðan á dvölinni stendur. Fyrri fyrir- lesturinn, sem er almenns eðlis, fjall- ar um oxunar-afoxunarhvörf og framkvæmir Scháffer sýnitilraunir sem útskýra efnið. Fyrirlesturinn verður flúttur í kennsluhúsnæði Verkfræði- og raunvísindadeilda, VR-II stofu 158, á mánudag, 10. ágúst kl. 14. Seinni fyrirlesturinn er sérhæfðari og fjallar um rannsóknir Scháffers og skyld atriði. Báðir fyrir- lestrarnir eru fluttir á ensku. þau. Að sögn Önnu spiluðu 8 lang- spilsleikarar á hljómleikunum í Nor- ræna húsinu. Margmenni var á tón- leikunum og flestir áheyrenda voru útlendingar. Anna sagði að spilað hefði verið á hljóðfæri af norrænu langspilsfjöl- skyldunni. Frá Svíþjóð hefði verið komið með psalmodiken, hljómmikið hljóðfæri sem hefði verið notað í kirkjum, frá Noregi langeleiken, og frá Finnlandi vireecanel. Anna sagði að með hljómleikunum væri verið að undirstrika sameiginlegan menning- ararf Norðurlandanna. Að sögn Önnu fékk hún sitt lang- spil árið 1961 og vakti þá hljóðfærið af hálfrar aldar dauðadái. Hún sagði að hún hefði fengið sérstakt leyfi til þess að láta smíða eftir langspili sem væri á safni í Danmörku og hefði danskur maður að nafni Sven Jensen smíðað hljóðfærið. En bogann fyrir langspilið lét Anna sérsmíða í Bret- landi. Anna sagði að íslenskur smíða- kennari hefði sýnt því áhuga að fá að smíða langspil og væri það ánægjulegt. Hún sagði að íslenska langspilið hefði afburða góðan hljóm af gömlu hljóðfæri að vera og væri eitt af athygliverðustu hljóðfærunum frá gamla tímanum. Á tónleikunum ávarpaði Anna gestina frá hinum Norðurlöndunum og þakkaði þeim fyrir að koma og kynna hljóðfæri sín. Sígur á seinni hlutann Nú fer að síga á seinni hluta veiði- tímans og raunar tæpur mánuður eftir af veiðitímanum í þeim ám sem fyrstar opnuðu, Norðurá, Þverá og Laxá á Ásum. Þverá og Norðurá eru efstar yfir landið og þó vel gangi víða annars staðar má veiðin taka vel við sér ef að Borgarfjarðarrisarnir tveir láta efstu sætin af hendi. Lítum á nokkrar tölur. Vatnsá byrjar vel... Austur við Vík í Mýrdal er smááin Vatnsá sem hefur gefið góða veiði síðustu sumur. Veiðin þar hefur byijað mjög vel. Þetta er alger síð- sumarsá með bæði lax og sjóbirt- ing, en engu að síður voru komnir 15 laxar á land um verslunar- mannahelgina. Veiðimenn sem þá bleyttu færi fengu 7 laxa, en áður ' höfðu veiðst 8 stykki. Reytingur af staðbundnum silungi hefur einn- ig veiðst, en sjóbirtingurinn er ekki kominn, en fer þó fljótlega að sýna sig. Mjög góð sjóbirtings- veiði hefur verið í ánni síðustu sumur á sama tíma og þeim fiski hefur stórfækkað í nær öllum öðr- um ám á Suðurlandi, að Grenlækn- um ef til vill undanskildum. Stórir laxar á Gíslastöðum Nú er orðin sæmileg nýting á Gíslastaðasvæðinu í Hvítá í Ámes- sýslu og þá er ekki að spyrja að því. Fyrir skömmu vom komnir 26 laxar á land og höfðu þeir flest- ir veiðst í vikunni sitt hvoru megin við mánaðamótin. Besti tíminn á svæðinu er einmitt að hefjast. Lax- inn hefur verið mjög stór á svæð- inu og af 26 löxum var einn 22 pund, einn 19 pund og þrír 18 pund. Flestir hinna um og yfir 10 pund. SVFR er með þetta svæði og á enn talsvert af lausum leyfum á lágu verði miðað við verð á lax- veiðileyfum almennt. Ágætt í Ilvolsá og Staðarhólsá „Þetta hefur verið ágætt, það eru komnir um 200 laxar á land og horfur eru góðar með framhaldið. Besti tíminn er líka eftir hjá okk- ur,“ sagði Rögnvaldur Guðmunds- son, einn af leigutökum Hvolsár og'Staðarhólsár í samtali við Morg- unblaðið í vikunni. Stærsti laxinn sem hefur verið bókaður var 23 punda, en Rögnvaldur dró sjálfur 24 punda hrygnu úr Lóninu fyrir nokkru, en gaf henni líf eftir að hafa mælt hana og vegið.„Þetta var ægifögur hrygna sem tók hjá mér rauða Frances númer 8. Eg var 40 mínútur að ná henni, en tímdi ekki að drepa hana,“ sagði Rögnvaldur. Mikil sjóbleikja er einnig á svæðinu og hefur talsvert af henni veiðst. Algeng stærð er 3 til 5 pund, en engin stærri hefur þó veiðst enn sem komið er. Rögn- valdur og félagar eiga eitthvað eftir að lausum leyfum í árnar, en veitt er á fjórar stangir. Hér og þar... Við höfum heimildir fyrir því að Gljúfurá í Borgarfirði sé komin í 150 laxa og talsvert sé af laxi í ánni, vel dreifður. Nokkrir laxar hafa verið dregnir úr Tungufljóti í Vestur Skaftafells- sýslu. Ain er þó fyrst og fremst sjóbirtingsá og lítið hefur sést til birtinga enn sem komið er. Einn og einn hefur þó náðst. Feðgar hampa 18 punda laxi úr Hvolsá og Staðarhólsá. Þessi 6 punda lax veiddist í Hvolsá og Staðarhólsá og ekki leynir sér að einhver óprúttinn ætlaði sér laxinn áður. Húkkgræjur voru á kafi í síðu laxins, en veiðiþjófurinn hafði ekki gætt þess að línan væri af sama styrkleika og hin tólin, því laxinn hafði slitið sig lausan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.