Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 9 Ánægðir aðstandendur Veggfóðurs eftir frumsýninguna. Frá vinstri: Jóhann Sigmarsson, Steinn Ármann Magnússon og Júlíus Kemp. Veggfóður samtímis í tveimur stórum sölum ÍSLENSKA kvikmyndin „Veggfóður, erótísk ástarsaga" var frum- sýnd í Bíóborginni í fyrrakvöld. Hún var jafnframt tekin til al- mennra sýninga í tveimur stórum sölum Bíóborgarinnar og Bíóhallar- innar. Myndin er reykvísk ástarsaga og er sjónum beint að lífí ungs fólks í höfuðstaðnum. Kostnaður við gerð myndarinnar nam samtals um 20-25 milljónum króna en að sögn framleiðenda tókst það „með útsjónarsemi, dugn- aði og velvild ótal aðila“. Aðstand- endur myndarinnar telja að svo kunni að fara að frumsýning þess- arar myndar verði til að hleypa nýju lífi í kvikmyndagerð. Það sé nú sannað að hægt sé að gera kvik- mynd í fullri lengd fyrir lítið fé ef áhugi er fyrir hendi. Júlíus Kemp og Jóhann Sigmars- son framleiddu myndina auk þess sem þeir skrifuðu handritið í sam- einingu. Leikstjórn var í höndum Júlíusar en um kvikmyndatöku sá Jón Karl Helgason. María Ólafs- dóttir sá um búninga, Máni Svav- arsson um tónlist, Sigríður Sigur- jónsdóttir um leikmynd og Stein- grímur Karlsson um klippingu. AÐSTOÐ Á HEIMILI Aðstoð óskast á heimili í Breiðholti vegna veikinda. Vinnutími frá kl. 15.30—20.00 mánudaga til fimmtudaga. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrrí störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar A — 10353" fyrir 11. ágúst nk. Njóttu lífsins... með því að auka frítíma frá náminu ( vetur. Bættu námsárangur þinn með minni fyrirhöfn. Á hraðlestrarnámskeiði margfaldar þú lestrarhraðann og bætir eftirtekt við allan lestur. Fyrir þá, sem vilja auðvelda námið, gefst nú gott tækifæri með því að koma vel undirbúin(n) í skólann. Athugið: Nemendur fjórfalda að jafnaði lestrarhraða sinn á nám- skeiðunum. Þeir, sem ekki tvöfalda lestrarhraða sinn, fá endur- grelttl Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 13. ágúst nk. Skráning f sfma 641091.______________________________ HRAÐLESTRARSKOLINN S 1978-1992 E SÓKNARBÖRN IANGHOLTSKIRKJU Sumarleyfum starfsfólks kirkjunnar er að Ijúka. Þjónusta kirkjunnar hefst á sunnudag- inn með hámessu kl. 11.00. Ferð fyrir aldraða í boði Bæjarleiðabílstjóra og Kvenfélags Langholtssóknar verður farin þriðjudaginn 11. ágúst. Brottför frá safnað- arheimilinu kl. 13.00. Ekið verður austur að Nesjavallavirkjun og síðan farið í Þorláks- hafnarkirkju. Séra Flóki Kristinsson, Sovétmafían lifði af lýðræð- isbyltingnna Alþýðubladið segir í forystugrein: „Ríkissjónvarpið sýndi áhugaverða heimildar- mynd í fyrrakvöld um peningavöíd forréttinda- stéttar fyrrum Komm- únistaflokks í Sovétrikj- unum. Myndin, sem var gerð af brezka ríkissjón- varpinu, BBC, segir frá þvi hvemig forréttinda- stétt komniúnista, sem vanist hafði Iúxuslífi meðan alþýðan svalt, hafði komið fyrir auðæf- um ríkisins í fyrirtækjum og fjármálastofnunum, bæði í Samveldinu og erlendis. Forréttinda- stéttin, sem gjaman er kölluð Nomenklatura, virðist hafa lifað af lýð- ræðisbyltinguna og kom- ið sér þægilega fyrir á nýjan leik án þess að missa spón úr aski sfnum meðan allur almenningur í fyrrum Sovétríkjum býr við efnahagslega og at- vinnulega upplausn í kjölfar perestrojkunnar. Það tómarúm sem myndast hefur við um- breytinguna frá komm- únisma til kapítalisma virðist hafa verið hag- stæður tími fyrir hátt- setta embættismenn, flokksgæðinga, herfor- ingja og aðrar forrétt- indaklíkur gamla Komm- únistaflokksins. Flokks- broddunum gömlu hefur tekist að koma leynileg- um sjóðum fyrir á ótrú- legustu stöðum til að tryggja framtið sína og fjárhagslegt öryggi flokksins. Það sem vekur einna mesta eftirtektina, er hvemig gæðingum Kommúnistaflokksins hefur tekist að lifa af umbreytinguna á sovézku þjóðfélagi og jafnframt að nýta sér einkavæðinguna og aðr- ar lýðræðislegar efna- hagsaðgerðir og færa sér í nyt á eigin spýtur eða í samstarfi við alþjóðlega auðhringi og bankasam- steypur.“ Tíminn FBJALSLYWPIS, SAMVHWU 00 FÉLAGSHYCBJU Fjölskylduvemd er heilbrigðismál Einkavæðingin í Sovét og á íslandi Kerfið er hrunið en Nomenklatúran lifir Marxískt þjóðskipulag A-Evrópuríkja og Sovétríkja er hrunið. En hugmyndafræði marxismans er enn til staðar í veröld- inni, sem og „forréttindastétt kommún- ista“ í fyrrum Sovétríkjum, ef marka má heimildarmynd brezka ríkissjónvarpsins, BBC, sem fjaliað var um í forystugrein Alþýðublaðsins í fyrradag. Staksteinar glugga í hana sem og leiðara Tímans í gær um fjölskylduvernd og heilbrigðis- mál. Börnin og að- standendurnir Tíminn segir í forystu- grein í gær: „Ástand ijölskyldunn- ar hefur mikil áhrif á heilsufar og staðfest er með rannsóknum hér og erlendis, að þeir sem lenda í þjónaskilnaði eiga oft við meira heilsufars- og sálarlega vanheilsu að stríða en þeir sem lifa í farsælu hjónabandi. Áhrif þjónaskilnaða á börn eru langvinn og oft n\jög neikvæð. Athygli vekur að dauði föður eða langar fjarvistir hafa minni langtimaáhrif á börn en missir föður vegna hjónaskilnaðar. Einnig það að bömum sem fæðast utan hjótui- bands, sem oft eiga ung- ar mæður, famast oft betur en bömum sem lenda í aðskilnaði for- eldra. Sennileg orsök er sú að fjölskyldutengsl og aðstoð náinna aðstand- enda við þau er oft til fyrirmyndar, segir í skýrslu landlæknis. Ekki er sagt hverjir þessir nánu aðstandendur em, en ekki mun fjarri lagi að geta þess til að þar séu ömmur og afar og kannski systkini foreldra bamsins. En hver sem tengslin em hlýtur það að vekja athygli, að vel- ferð bama byggist ekki eingöngu á umhyggju foreldranna heldur allr- ar Ijölskyldunnar." Fjölskyldu- vemd er heil- brigðismál Siðan segir Tíminn: „Félagslegar orsakir upplausnar og vanheilsu má rekja til fjárhags- vanda, einangrunar, streitu, sálarkramar, reykinga og neyzlu áfengra drykkja, segir í skýrslu landlæknis um breytingar á kjamafjöl- skyldunni. Á þessu má sjá að fjöl- skylduvemd er heil- brigðismál og að tómt mál er að tala um velferð bama án tengsla þeirra við (jölskylduna og sína nánustu. Og fjölskyldu- vemd er þjóðfélagsmál sem öllum kemur við þvi að upplausn fjölskyld- unnar fylgir gliðnun samfélagsins. Bersýni- legt er að breytingar á kjamafjölskyldunni em flestar til hins verra og er þróunin örari en góðu hófi gegnir. Fátt verður um svör þegar spurt er hvað sé tíl ráða enda ekki létt verka að sigrast á tíðar- anda. En reyna mættí að byija á að treysta íjár- hagsgrundvöll heimila umfram allt og búa kjaraafjölskyldunni það öryggi sem henni er nauðsynlegt til að halda velli. Þá gætu opinberir uppalendur að ósekju lát- ið heimilum og íjölskyld- um eftir eitthvað af upp- eidi og uppfræðslu baraa. En ef kjamaljölskyld- an er úrelt þing er sjálf- sagt að hýsa ömmumar í gamalmennaturaum og sjá foreldrunum fyrir nægri vinnuþrælkun tíl að standa undir lánasjóð- um og húsbréfum og heimta fleiri og stærri stofnanir til að bömin þurfi sem minnst af venslafólki sinu að hafa að segja. En hverra kosta sem völ er ættí aldrei að gleymast að fjölskyldu- og bamavemd er heil- brigðismál, og það ekki Iítíð.“ Armstrong KERFIS-LOFT Yíir 250 gerðir af loftaplötum. CMC - upphengikerfi og lím. Leitið tilboða EINKAUMBOÐ TEPPABÚÐÍN BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 26. SÍMI 91-681950 Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, ráðleggur um val á KAM- INNRÉTTINGAR 'nnréttingum 1 versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14. í hinni glæsilegu KAM-línu eru eldhúsinnréttingar, baðherbergisinnréttingar og fataskápar. Veríð velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. iMVMETRÓ __________í MJÓDD___________ ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050 BÍLASÝNINGÍDAGKL. 10-14 Komió og skoóió 1992 árgeróirnar af MAZDA ! RiESIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.