Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
Bæjarráð Kópavogs
Litið jákvætt á lóðarum-
sókn Digranessafnaðar
BÆJARRAÐ Kópavogs leit já-
kvætt á lóðarumsókn sóknar-
Minningar-
athöfn um
sjómennina
MINNINGARATHÖFN verð-
ur 10. október nk. um Þor-
stein Einarsson og Ásmund
Stein Björnsson, sem fórust
með rækjubátnum Sveini Guð-
mundssyni GK 315 suðvestur
af Eldey 10. september sl.
Athöfnin fer fram frá Út-
skálakirkju. Svavar Páll Óskars-
son, sem einnig fórst með bátn-
um, hefur verið jarðsettur.
nefndar Digranessöfnuðar
neðan Hlíðarvegar og vestan
Digranesvegar á fundi sínum
í hádeginu í gær. Gunnar Birg-
isson, oddviti sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn og for-
maður bæjarráðs, segir að
næsta skref sé að gera tillögu
að breytingu á aðalskipulagi
og deiliskipulagi. Hann segist
vona að menn taki þessu vel
og lyktir málsins yrðu farsæl-
ar.
„Bæjarráð leit jákvætt á málið
og meira getur það ekki gert fyrr
en búið er að breyta aðalskipulagi
þannig að lóðin breytist úr grænu
svæði yfir í svæði þar sem stofnan-
ir eru,“ sagði Gunnar eftir fundinn
og bætti við að bæjarráð hefíð
óskað eftir umsögnum skipulags-
nefndar og umhverfísráðs. „I öðru
lagi óskaði bæjarráð eftir því við
skipulagsnefnd og umhverfísráð
að fá tillögur um frágang á Heið-
arvallasvæðinu við Víghól," sagði
Gunnar.
„Næsta skref í málinu er að
undirbúa á næsta bæjarstjórnar-
fundi að gera tillögu að breytingu
að aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Það verður að vera til sýnis hjá
skipulagsstjóra í bæjarskipulagi
Kópavogs í 4 vikur og síðan hafa
menn 2 vikur til að svara fyrir-
spumum. Og ef það allt gengur í
gegn getur bæjarstjóm heimilað
þetta með fyrirvara um samþykki
skipulagsstjórnar ríkisins eftir um
2 mánuði," sagði Gunnar í sam-
tali við Morgunblaðið.
VEÐUR
l/EÐURHORFURIDAG, 25. SEPTEMBER
YFIRLIT: Við suðvestur Grænland er aildjúp og víðáttumikil lægð sem
hreyfist norðaustur.
8PA: Sunnanátt, stinningskaldi eða allhvasst vestan til en gola eða
kaldi um landið austanvert. Rigning eða súld sunnanlands og vestan
en bjart veður norðaustan tll. Hiti á bilinu 8-15 stig, hlýjast á norðaustur-
landi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Sunnan strekkingur vestan-
lands en hægari austan til. Rigning eða súld á suður- og vesturlandi
en lengst af þurrt norðaustan tii. Hlýtt í veðri, einkum norðaustan tands.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
Q
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V V
r r * r * * Ýj
r r r r * r * * * V
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka
Sunnan, 4 vindstig.
Vindðrin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig..
10° Hifastig
V Súld
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Ýmsir hálendisvegir
eru ennþá taldir þungfærir eða ófærir vegna snjóa. Má þar nefna
Sprengisandsveg norðanverðan, Eyjafjarðarleið, Skagafjarðarleið og
Kverkfjallaleið en Kjalvegur er fær fjallabílum. Fjallabaksleiðir, nyrðri og
syðri, eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðln.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 f gær að ísl. tíma
hiti veöur
Akureyri 7 skýjað
Reykjavík 9 léttskýjað
Bergen 12 alskýjað
Helslnki 15 léttskýjað
Kaupmannahöfn 19 hálfskýjað
Narssarssuaq 6 rigning
Nuuk 0 slydda
Ósló 17 skýjað
Stokkhólmur 16 mistur
Þórshöfn 10 léttskýjað
Algarve 25 heiðskírt
Amsterdam 16 alskýjað
Barcelona 24 léttskýjað
Berlín 16 rigning
Chicago 8 heiðskírt
Feneyjar 18 þokumóða
Frankfurt 18 iéttskýjað
Glasgow 11 rigning
Hamborg 18 léttskýjað
London 18 skýjað
LosAngeles 19 heiðskírt
Lúxemborg 15 skýjað
Madríd 22 léttskýjað
Malaga 25 iéttskýjað
Mailorca 27 lóttskýjað
Montreal 3 heiðskfrt
NewYork 9 léttskýjað
Orlando 24 skýjað
Parls 14 alskýjað
Madeira 19 skúr
Róm 25 hálfskýjað
Vín 22 skýjað
Washington 9 léttskýjað
Winnipeg 15 háif8kýj8ð
/ / / V/
íDAG kl 12.00
Heimitd: Veöurstofa íslands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 (gœr)
Unnið að því að mála Hótel Borg. Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hótel Borg verð-
ur ljósgul á litinn
VEGFARENDUR um Austur-
völl hafa eflaust tekið eftir því
að Hótel Borg er að breyta um
svip. Tómas Tómasson veit-
ingamaður tekur við rekstri
hótelsins 1. október og hann
hefur ákveðið að mála neðstu
hæð hótelsins sandgula.
Tómas hafði haft augastað á
hótelinu í mörg ár áður en hann
festi kaup á því fyrr í þessum
mánuði. Raunar segist hann hafa
fengið Hótel Borgar-bakterínuna
árið 1984 og þá hafí hann gist
þar heila viku. Aftur gisti Tómas
á hótelinu áður en kaupsamning-
urinn var gerður og nokkrar næt-
ur eftir það. Hann segir að til-
gangurinn sé að fá tilfinningu
fyrir hótelinu. „Hótel er eins og
við vitum heimili að heiman.
Heimili er eitthvað sem þú byggir
upp af tilfinningu. Alls ekki eitt-
hvað sem þú skipuleggur og er
síðan byggt, eins og t.d. skrif-
stofuhúsnæði," sagði Tómas. Með
útlitsbreytingunni segist hann
vera að stíga fyrsta skrefíð í þá
átt að lagfæra hótelið. Síðar verða
m.a. gerðar breytingar í herbergj-
um.
Þess má geta að í kaupsamn-
ingi Tómasar við Reykjavíkurborg
er kveðið á um forkaupsrétt hans
á Pósthússtræti 9, næsta húsi
norðan við Hótel Borg. Tómas
sagði að greinin hefði verið sett
í samninginn þar sem nokkrir
arkitektar hefðu í könnun Reykja-
víkurborgar um hvernig best væri
að haga endurbyggingu hótelsins
komið inn á að skynsamlegast
væri að stækka hótelið í þessa
átt. Aðspurður sagðist Tómas
ekki hafa tekið ákvörðun um hvort
forkaupsrétturinn yrði nýttur.
Dráttarskip hf.
Danskt útgerðafélag
kaupir Erik Boye
DRÁTTARSKIP hf. á Siglufirði er um þessar mundir að ganga frá
samningum um sölu á danska flutningaskipinu Erik Boye, sem strand-
aði fyrir utan höfnina í Breiðdalsvík 28. júlí sl. Það er danskt útgerð-
arfélag sem ætlar að kaiipa skipið. Skipið liggur í höfn á ísafirði og
hefur viðgerðum á því verið hæ
hyggjast sjálfir gera við skipið.
Jóhannes Lárusson hjá Dráttar-
skipum kvaðst eiga von á því að
gengið yrði frá samningum um
næstu helgi. Dráttarskip, __ sem á
Hvanneyri, áður vitaskipið Árvakur,
mun sjá um að draga Erik Boye og
verður hann afhentur í Svendborg á
Fjóni. Jóhannes sagði að mikið hefði
verið gert við skipið innanborðs en
helstu viðgerðir á skrokk skipsins
eru enn óunnar. Viðgerðakostnaður
væri orðinn hærri en sem næmi
upphæðinni sem félagið fékk greitt
með skipinu.
Tryggingafélag danska skipsins
greiddi Dráttarskipum eina milljón
þar sem væntanlegir kaupendur
kr. fyrir að .draga skipið af strand-
stað og jafnframt eignaðist fyrirtæk-
ið skipið. Jóhannes sagði að enginn
vafi léki á því að Dráttarskip hagn-
aðist á þessum viðskiptum, spurn-
ingin væri aðeins hve mikill hagnað-
urinn yrði. Hann kvaðst ekki geta
gefið upp söluverðið, en skip af svip-
aðri stærð, Ljósafoss, sem var í eigu
Eimskipafélagsirts, var seldt á um
22 milljónir kr. Þess ber þó að geta
að enn á eftir að gera endanlega
við Erik Boye og auk þess þurfa
báðir aðilar að hagnast á viðskiptun-
um, að sögn Jóhannesar.
Ríkissaksóknari gefur út ákæru
Leystu handtekinn
mann frá lögreglu
RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur
gegn átta ungmennum fyrir að aðild að fíkniefnamisferli og fyrir að
hafa skipulagt og staðið að því að ráðast að tveimur lögreglumönn-
um, sem handtekið höfðu tvo úr hópnum, og leysa annan hinna handte-
knu úr höndum þeirra.
Einn áttmenninganna er talinn
höfuðpaur málsins og skipuleggj-
andi. Hann er talinn hafa farið til
Kaupmannahafnar síðastliðinn vet-
ur, keypt þar 270 grömm af hassi
og sent í pósti til landsins. Lögregla
fann hassið, tók efnið úr pakkanum
og beið þess síðan að eigandinn
kæmi á pósthúsið að vitja um send-
inguna.
Þegar tveir menn, sem talið er
að höfuðpaurinn hafi fengið til
verksins, vitjuðu síðan um sénding-
una og framvísuðu á pósthúsi föls-
uðu ökuskírteini, voru þeir hand-
teknir. Þegar verið var að færa
mennina á lögreglustöð réðist hópur
fimm manna að lögreglumönnunum
tveimur sem framkvæmdu handtök-
una, náðu að losa annan hinna hand-
teknu og komast undan með hann
og pakkann.
Fólkið var handtekið í framhaldi
af þessu og nýlega er meðferð máls-
ins hafin fyrir dómstólum.