Morgunblaðið - 25.09.1992, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
Einsöngstónleikar
Sverrir Guðjóns-
son kontratenór
SVERRIR Guðjónsson kontratenór og Snorri Örn Snorrason lútu-
leikari flytja endurreisnarsöngva og íslensk þjóðlög á laugardag
milli kl. 14 og 16 í Listhúsinu I Laugardal.
Sama dag kl. 17.30 verður flutt-
ur fyrirlestur um hinn franska
„erotoman" Pierre Molinier. Jörg
Allner, þýskt skáld, flytur fyrir-
lesturinn á ensku. Fyrirlesturinn
fer fram í gallerí Rými. Á sunnu-
dag lýkur sýningu á verkum kenn-
ara í Rými.
Verslanir og vinnustofur verða
opnar á laugardag kl. 10-18 og á
sunnudag kl. 14-18.
HEILSUSKOLI
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS
ÍSLANDS
KJORÞYNGDARNAMSKEIÐ
Starfsemi skólans á haustönn
hefst með námskeiði er byggir á
fræðslu um meltingarstarfsemi
líkamans og hreinsikerfi, eðli
orkuríkrarog lífvænnar næring-
ar, og samsetningu fæðunnar.
Einnig verður kynnt ávaxta-
neysla með al veg nýju sniði.
Matreiðslukennsla ereinn þáttur
námskeiðsins auk kraftgöngu úti
í náttúrunni, leikrænni tjáníngu,
kynningu á Kripalujóga og
Alexandertækni. Þetta er kjörið
námskeið fyrir þá, sem lang-
f
Hallgrímur Þ. Magnússon Friða Böðvarsdóttir Árný Helgadóttir
4%
Helga
Mogensen
Alexandra
Kjurugej
Sverrir
Guðjónsson
þreyttir eru á megrunarkúrum og óska þess að
finna varanlega lausn á aukakflóum, sleni og
þreytu. Þátttakendur mæta þrisvar í viku í mánuð
en síðan taka við skipulagðir stuðningshópar.
Námskeiðin eru haldin í húsakynnum NLFÍ á
Laugavegi 20boghefsthiðfyrsta29. september.
Tekið við bókunum helgina 26. og 27. sept. e.h.
HEILSUSKÓLINÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS
LAUGAVEGI 20b, REYKJAVÍK. SÍMAR: 16371 og 28191
vioshipravinir
fasieignasala
Við viljum vekja athygli á því að
Fasteignablað Morgunblaðsins kemur
framvegis út á föstudögum
og flestar fasteignasölur
hafa símatíma á
milli kl. 10 og 14
á laugardögum
Káre Tveter
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Einn merkasti atburðurinn í ný-
legri heimsókn norsku konungshjón-
anna til íslands var án efa opnun
sýningar á verkum norska listmálar-
ans Káre Tveters í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafnar-
Qarðar. Opnunin var fréttamatur á
sínum tíma vegna fjölmennis og
þrengsla, en sýningin sjálf er ekki
síðra fréttaefni vegna þeirrar list-
sýnar, sem þar birtist sýningargest-
um.
Það var vel til fundið að velja
Káre Tveter til að kynna norska
samtímalist hér á landi í sambandi
við heimsókn konungshjónanna.
Hann hefur náð að skapa sér afar
persónulegan stfl í málverkinu og
er einn fremsti málari Norðmanna
í dag, þrátt fyrir að lengst af ævinni
hafi hann ekki stundað myndlistina
sem lifibrauð. Listamaðurinn -hafði
ungur stundað nám við Listaháskól-
ann í Ósló, en fór síðan út í atvinn-
ulífið og var orðinn fullorðinn og
lífsreyndur bankastarfsmaður þegar
hann vakti loks á sér verulega at-
hygli í myndlistinni fyrir tæpum
áratug.
Líkt og Þingvellir hafa stundum
verið nefndir til sem sá staður sem
var kveikjan að hinni sérstæðu
myndlist Jóhannesar Kjarvals, þá
varð hið fjarlæga ríki íss og snjóa
á Svalbarða til þess að Káre Tveter
fann farveg fyrir myndhugsun sína,
og ljósið, birtan, varð helsta við-
fangsefni hans.
Vegna þessa hefur listamaðurinn
verið nefndur málari hinnar nor-
rænu birtu, en það væri ef til vill
nær að tala um birtu heimskauta-
svæðanna; hin víðáttumiklu
landflæmi, þar sem sléttur, fjöll og
himinn renna saman í eitt í undar-
Iegri birtunni, ættu vissulega að
vera kunnugleg sjón þeim sem
sækja upp á hálendi íslands á vetr-
um. Þama er sameiginleg sjón-
reynsla hinna norðlægu landa kom-
in.
í sýningarskrá kemst Jahn Otto
Johansen ágætlega að orði um þátt
birtunnar í verkum listamannsins:
„Þótt birtan sem gegnsýrir þessar
myndir sé í rauninni köld og litir
málarans einskorðist að mestu við
grátóna, blátt og hvítt, tekst honum
að laða fram hlýja birtu sem erfitt
getur verið að koma orðum að.
Landslagið í þessum myndum er
ekki vinalegt eða fallegt í venjuleg-
um skilningi; það er stórbrotið og
endalaust. A mörkum snævi þakins
lands og sjávar, ísa og himins, laðar
Tveter fram innra ljósið í birtunni
sem við sjáum. Hann endurskapar
norræna birtu á sinn máta.“
Annað sem vekur athygli í mynd-
um Káre Tveters er hversu vel hon-
um tekst að koma þessari listsýn
til skila með fáum, hnitmiðuðum
dráttum. Form eru gefm í skyn
fremur en mótuð; örlítill litblær
nægir til að skapa mismun dag-
stunda og árstíma. Það er mynd-
heildin sem skiptir máli en ekki hin-
ir einstöku drættir hennar.
Flest olíumálverkin á sýningunni
eru kennd við Svalbarða og sýna
mismunandi svip þessa fjarlæga
lands eftir stað og stund, hvort sem
er að sumri.eða vetri. Hvít víðáttan
er hið ríkjandi afl og jafnvel þegar
Káre Tveter: Tunglskinsnótt á
Svalbarða. Olía á striga, 1986.
dökkir kólgubakkar hlaðast upp
verður heildarsvipurinn tignarlegur
og laus við allan ofsa. Smærri vatns-
litamyndir eru örlítið litríkari og þar
kemst víðáttan ekki á sama hátt til
skila; þess í stað verða náttúruað-
stæður meiri þáttur í verkunum, t.d.
í Sumarregni (nr. 32).
Þessi sýning á verkum Káre Tvet-
ers nýtur sín vel sem ein heild, því
það er tilfinningin og birtan sem
geislar af þeim sem skiptir mestu
máli. Einstakir þættir skipta minna
máli, því hér er ekki hefðbundið
landslag á ferðinni, eins og Jahn
Otto Johansen bendir réttilega á:
„Káre Tveter er ekki landslagsmál-
ari í hefðbundnum skilningi. Myndir
hans eru ekki eftirgerðir landslags-
ins, eins og ljósmyndir, heldur lands-
lagið endurskapað en þó kunnug-
legt. Það er eins konar frumlands-
lag.“
Þetta frumeðli, sem ávallt skín í
gegn og er kjarninn í list Káre Tvet-
ers, er ef til vill það sem fyrst og
fremst dregur áhorfendur að verk-
um listamannsins.
Sýningin á myndum Káre Tveter
í Hafnarborg í Hafnarfirði stendur
til mánudagsins 5. október og er
rétt að hvetja listunnendur til að
skoða sýninguna í tíma.
P ortrettþ' ósmy ndir
Ljósmyndin er stór hluti af dag-
legri tilveru okkar í gegnum §öl-
miðla, jafnvel svo að við erum
hættir að taka eftir ljósmyndinni
sem slíkri nema til að bera kennsl
á myndefnið. Þannig líta flestir á
ljósmyndina fyrst og fremst sem
ótvíræða heimild, í merkingu orð-
taksins að „ein mynd segi meira
en þúsund orð.
Óll listræn ljósmyndun hefur
mátt kljást við þetta viðhorf, og
endanlegur sigur verður aldrei
unninn á því sviði; hver einasti ljós-
myndari verður að beijast við það
á hverri einustu sýningu. Einkum
á þetta við um portrettmyndir, þar
sem viðfangsefnið getur verið svo
yfirgnæfandi hluti af verkinu, að
önnur atriði hverfí í skuggann.
Það þarf því vissa dirfsku til að
setja upp sýningu á portrettljós-
myndum, en nú stendur ein slík
yfir í Gallerí einn einn við Skóla-
vörðustíg. Sigurþór Hallbjömsson
Ijósmyndari lauk námi frá De Vrije
Academy í Den Haag í Hollandi
árið 1990, en þangað hafa margir
íslenskir myndlistarmenn sótt
framhaldsnám hin síðari ár. Sigur-
þór (sem hefur tekið sér vinnunafn-
ið Spessi) hefur stundað ljósmynd-
un síðan, ýmist fyrir blöð eða tíma-
rit, og hefur auk þess haldið tvær
fyrri einkasýningar og tekið þátt
í ýmsum samsýningum.
Sigurþór sýnir hér ellefu portr-
ett, sem hann vinnur í svart/hvítu
á pappír. Engin fyrirmyndanna er
nafngreind, þó í mörgum tilvikum
sé um þekktar persónur að ræða.
Þetta nafnleysi gerir að verkum
að sýningargestir veita meiri at-
hygli þeim fjölbreyttu atriðum
myndasmíðinnar sem skapa verk-
in, t.d. sjónarhominu sem er valið,
lýsingunni, stellingu fyrirmyndar-
innar, skurði myndarinnar í ram-
mann o.s.frv. Ljósmyndir Sigur-
þórs virðast nefnilega skipulagðar
í þaula, og ekkert smáatriði er til-
viljun háð.
Mynd stjómmálaleiðtogans er
dæmigerð fyrir þetta viðhorf lista-
mannsins (nr. 5); stellingin er
íbyggin og fjarræn, en sjónarhorn-
ið kemur á óvart; fyrir vikið verða
andstæður birtunnar áberandi, og
hendumar fá sérstakt hlutverk.
Hendur gegna einnig miklu hlut-
verki í nokkmm öðrum myndum,
t.d. nr. 4, en þar á skurður myndar-
innar síðan stóran þátt í hversu
sterk ímyndin verður.
Ljósmyndir Sigurþórs af öðru
listafólki era stór hluti sýningar-
innar, og inn í þær má lesa mis-
munandi tilfinningar, allt frá
sjálfsöryggi, jafnvel kokhreysti
(nr. 8) til hvfldar, angistar eða
uppgjafar (nr. 11). Allar eru mynd-
imar byggðar upp á markvissan
hátt, þannig að myndskipanin er
örugg og ekki trafluð af óþarfa
aukaatriðum. Þannig nær Sigurþór
Islenskir myndlistarmenn
vara við skattlagningu
Á FUNDI stjómar Sambands
íslenskra myndlistarmanna,
SÍM, 15. september sl. var sam-
þykkt eftirfarandi áskorun til
ríkisstjórnar íslands:
„SÍM skorar á ríkisstjómina að
falla frá öllum áformum um að
leggja virðisaukaskatt á menning-
arstarfsemi eða gera aðrar þær
„kerfisbreytingar" sem skaðað
geta menningarlíf í landinu. Allar
álögur á myndlist hefðu í for með
sér beina tekjuskerðingu fyrir
myndlistarmenn og hefðu ekki
aðeins áhrif á afkomu þeirra fáu
atvinnulistamanna sem era starf-
andi í greininni heldur einnig á
viðleitni og möguleika þess unga
fólks sem af vanefnum hefur reynt
að hasla sér völl í íslensku mynd-
listarlífí. Afleiðingamar yrðu þar
af leiðandi mjög alvarlegar fyrir
þróun íslenskrar myndlistar, því
öraggt er að hún legðist hvað
harðast á alla nýsköpun í myndlist
með gífurlegum samdrætti í sýn-
ingahaldi og allri sölu myndverka
í landinu og á það ekki síst við
um innkaup listasafna, sem með
þessu yrði gert erfíðara um vik
að sinna söfnun og varðveislu ís-
lenskrar myndlistar.
Saga íslenskrar myndlistar er
stutt og þarfnast aðhlynningar
fremur en skattlagningar. Eftir
samdráttarskeið undanfarinna ára
er erfítt að koma auga á þá fjár-
muni sem stjómvöld ætla sér að
ná úr vösum myndlistarmanna og
listnjótenda eða hafa af þeim með
því að auka álögur á starfsemi
þeirra. Aukin skattlagning yrði
eingöngu til að draga úr því þrótt-
mikla starfi sem myndlistarmenn
hafa staðið fyrir í íslensku menn-
ingariífí. Á sama hátt hefði það
þau áhrif að myndlist yrði ekki
lengur almenningseign á íslandi,
heldur fárra manna gaman og á
það jafnt við um listamennina og
aðnjótendur almennt.
Samband íslenskra myndlistar-
manna skorar því á ríkisstjómina
að falla frá öllum hugmyndum um
álögur á íslenska myndlist og aðra
menningarstarfsemi og telur að
slíkt hefði mjög alvarlegar afleið-
ingar í för með sér fyrir sjálfstæði
hennar á tímum aukins samruna
og samvinnu í Evrópu. — Efling
allrar menningarstarfsemi væri
nær lagi.“ t'