Morgunblaðið - 25.09.1992, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
Útvarpsstjóri fór að vilja útvarpsráðs við
ráðningu íþróttafréttamanns Ríkisútvarpsins
Afskipti útvarpsráðs
hemill á fréttastofuna
- segir fréttastjóri Utvarps
HEIMIR Steinsson útvarpssljóri réð í gær að fenginni tillögu út-
varpsráðs Adolf Inga Erlingsson í stöðu íþróttafréttamanns við
Ríkissjónvarpið þrátt fyrir tillögur og óskir frá íþróttadeildinni
og fréttastjórum Útvarps og Sjónvarps um að Logi Bergmann
Eiðsson, sem starfað hefur um 15 mánaða skeið sem afleysinga-
maður hjá íþróttadeildinni, yrði ráðinn. í útvarpsráði hafði Adolf
hlotið 6 atkvæði en Logi ekkert. Kári Jónasson, fréttastjóri Út-
varpsins, segir að vinnubrögð útvarpsráðs vinni gegn fréttastof-
unni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ríkir mikil óánægja
innan stofnunarinnar með ákvörðun útvarpssljóra og verður Ing-
ólfur Hannesson, forstöðumaður íþróttadeildarinnar, frá störfum
vegna þessa máls í næstu viku.
Heimir Steinsson sagði aðspurð-
ur um hvort hann ætti von á eftir-
málum vegna þessarar ráðningar
að hann vonaðist til þess að allir
yrðu sáttir við þessa niðurstöðu.
Hann kvaðst ekki hafa skoðun á
því hvort rétt væri að útvarpsráð
fjalli um ráðningamál stofnunar-
innar, en vitnaði þess í stað til
útvarpslaga. Útvarpsstjóri réð til
starfa í gær Adolf Inga Erlingsson
í stöðu íþróttafréttamanns; Sigrún
Stefánsdóttir og Vilhelm G. Krist-
insson voru ráðin í innlendar frétt-
ir Sjónvarpsins, Sigrún Ása
Markúsdóttir og Jón Óskar Sólnes
í erlendar fréttir Sjónvarpsins og
Kristinn Hrafnsson í innlendar
fréttir Útvarpsins.
„Gerði ráð fyrir að frammi-
staða mín yrði metin“
„Ég kom hingað eftir að hafa
verið blaðamaður í rúm fjögur ár.
Þá gerði ég ráð fyrir að frammi-
staða mín hér kæmi til með að
ráða úrslitum um hvort ég yrði
ráðinn, en það virðist hafa verið á
misskilningi byggt og ég er að
taka út fyrir það núna,“ sagði
Logi Bergmann Eiðsson.
„Verð að sanna mig“
Adolf Ingi Erlingsson sagði að
sér þætti leitt að ráðningin hefði
orðið að blaðamáli. „Þessi staða
var auglýst og hveijum sem var
frjálst að sækja um. Ég gerði það
og hlaut stuðning í útvarpsráði
sem mér skilst að sé vegna sam-
spils reynslu og menntunar. Ég er
þakklátur fyrir það traust sem
útvarpsráð sýndi mér,“ sagði
Adolf.
Aðspurður um hvort ekki gæti
verið erfitt að koma til starfa hjá
íþróttadeildinni vegna þess and-
rúmslofts sem skapast hefði í
kringum ráðninguna sagði Adolf
að síðustu tvo daga hefði málið
ekki snúist um umsækjendurna
heldur valdsvið Ingólfs Hannesson-
ar gagnvart útvarpsráði. Starfs-
menn deildarinnar hefðu lýst yfir
stuðningi við deildarstjóra sinn í
deilunni við ráðið. „Ég var fullviss-
aður um það að þessu væri ekki
beint gegn mér persónulega. Ég
kannast við alla starfsmennina og
kvíði ekki samstarfínu. Ég veit að
það verður mitt fyrsta verk að
sanna mig, jafnt innan deildarinn-
ar sem utan, og kvíði því ekki,“
sagði Adolf. Hann sagði að umsókn
sín um starf íþróttafréttamanns
hefði ekki beinst gegn Loga, held-
ur hafi hann aðeins verið að sækja
um starf sem hann hefði áhuga á.
„Skákað í skjóli
menntahroka"
Ingólfur Hannesson, deildar-
stjóri íþróttadeildar RÚV, var
ómyrkur í máli í samtali við Morg-
unblaðið. „Það er auðvitað áfall
að komast að því að þessi stofnun
í eigu almennings beitir aðferðum
við mannaráðningar sem eru full-
komlega úr takt við þann tíma sem
við lifum á. Hér er skákað í skjóli
menntahroka og valds. Fórnar-
lambið er einstaklingur sem ein-
ungis hefur sinnt sínum störfum
af kostgæfni og verið treyst fyrir
ýmsum vandasömum verkefnum.
Dæmi um slíkt -verkefni sáum við
í Sjónvarpinu á miðvikudagskvöld,
sem Logi Bergmann Eiðsson leysti
með prýði. Á að henda þessum fjöl-
skyldumanni út á götu og þakka
honum þannig fyrir ánægjulegt
samstarf? í slíkum leik tek ég ekki
þátt,“ sagði Ingólfur.
„Ottast afleiðingarnar"
Bogi Ágústsson, fréttastjóri
Sjónvarpsins, segir ljóst að stofnun
í eigu almennings hljóti að bera
ábyrgð gagnvart eigendum sínum
og í fljótu bragði sjái hann ekki
betri leið en valin hafí verið. „Út-
varpsráð, fulltrúi eigendanna, á
hins vegar að móta heildarstefn-
una en ekki skipta sér af ráðning-
um einstakra fréttamanna, alveg
eins og það er löngu hætt að
ákveða hveijir stjórni einstökum
þáttum,“ segir Bogi. Hann bendir
á að á síðustu árum hafi útvarps-
ráð tekið fullt tillit til óska stofn-
unarinnar varðandi mannaráðn-
ingar þar til nú, „Því tel ég niður-
stöðuna í útvarpsráði skref aftur
á bak. Það er mjög alvarlegt mál
að útvarpsráð tók ekkert tillit til
vilja stofnunarinnar og virðist þar
með hafa breytt fyrri stefnu. Ég
óttast afleiðingarnar. Þó að málið
snerti fréttastofu Sjónvarps ekki
beint getur það haft áhrif á manna-
ráðningar okkar í framtíðinni. Þeir
menn sem hafa áhuga á að sækja
um en vilja ekki láta vitnast að
þeir vilji breyta til, vinna ef til vill
hjá keppinautum okkar, verða að
geta treyst því að fréttastjórar
RÚV hafi vald til að ráða þá.
Hvernig getur fréttastjóri náð
árangri í kappróðri við Stöð 2 ef
hann ræður ekki einu sinni hveijir
sitja undir árum?“
Afskipti útvarpsráðs af
ráðningamálum tímaskekkja
Kári Jónasson, fréttastjóri Út-
varps, segir að útvarpsráð fjalli
aðeins um ráðningu í stöður frétta-
stofa Útvarps og Sjónvarps en
ekki um ráðningar í aðrar deildir
stofnunarinnar. Fjöldi manns hefði
verið ráðinn til starfa við Rás 2
að undanförnu og kæmi útvarps-
ráð ekki nálægt þeim ráðningum,
þótt þau störf væru mörg hver
sambærileg við störf fréttamanna.
Jafnvel væru dæmi um að deildar-
stjórar hefðu verið ráðnir án þess
að útvarpsráð hefði af því afskipti.
„Það er tímaskekkja að útvarps-
ráð sé að greiða atkvæði um menn
sem starfa í fréttum og þetta hef-
ur hamlað fréttastofunni. Þetta
kemur okkur oft mjög illa. Við
höfum e.t.v. komið auga á mjög
gott fólk sem við viljum fá til starfa
en þá eigum við það undir duttl-
ungum útvarpsráðs, sem greiðir
atkvæði samkvæmt einhveijum
óskiljanlegum reglum, hvort við
fáum þetta fólk. Það að útvarpsráð
fjalli um ráðningamál er staðnað
kerfi sem á alls ekki heima í dag
vegna þess að Ríkisútvarpið er í
harðri samkeppni, bæði um fréttir
og starfsmenn," sagði Kári.
Hann sagði að hjá Útvarpinu
hefði yfírleitt verið lögð að jöfnu
menntun og starfsreynsla og yfír-
leitt hefði starfsreynsla verið tekin
fram yfír menntun, því það væri
fyrst og fremst reynt fólk sem
verið væri að leita eftir. „Við lögð-
um mikla áherslu á að fá reyndan
mann hingað inn og sá maður var
Logi Bergmann Eiðsson, að öðrum
umsækjendum ólöstuðum," sagði
Kári.
Engar umræður í útvarpsráði
Valþór Hlöðversson, fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í útvarpsráði,
sat hjá við atkvæðagreiðslu um
ráðningu fréttamanna. Hann segir
að þessi ákvörðun útvarpsráðs sé
í stíl við það sem áður fyrr hafí
tíðkast og telur fráleitt að ráðið
hafí afskipti af þessum málum.
„Ég hef mótmælt því að pólitísk-
ir fulltrúar útvarpsráðs hafí með
Logi Bergmann Eiðsson.
það að gera hvaða fréttamenn séu
ráðnir inn á þessa stofnun. Ég tel
að ef yfírstjórn stofnunarinnar
treysti sínum fréttastjóra til þess
að fara með rekstur fréttastofunn-
ar og fjármál hennar þá hljóti hún
að treysta honum til að ráða sína
starfsmenn. Það þykir mér verst í
þessu máli að allir sem greiddu
atkvæði í útvarpsráði mæla með
ákveðnum umsækjanda. Allir
deildarstjórar, fréttastjórar og
framkvæmdastjórar, bæði hljóð-
varps og sjónvarps, mæla með
öðrum umsækjanda. Þegar þessi
staða kemur upp fínnst mér mjög
mikilvægt að útvarpsráð færi í það
minnsta mjög góð rök fyrir sinni
afstöðu," sagði Valþór.
Hann sagði að í þessu máli líkt
og öðrum sambærilegum málum
hefði kosning verið leynileg í út-
varpsráði og menn ekki fært rök
fyrir afstöðu sinni. „Mér fínnst það
býsna mikil vanvirða við umsækj-
endur, bæði þá sem er hafnað og
þann sem hreppir hnossið, að eng-
inn rökstuðningur liggi fyrir af-
stöðunni."
Um fullyrðingu Halldóru Rafn-
ar, formanns útvarpsráðs, í Morg-
unblaðinu í gær að miklar umræð-
ur hefðu orðið fyrir atkvæða-
greiðsluna, sagði Valþór: „Því mið-
ur er það ekki venja á fundum
útvarpsráðs að rætt sé um um-
sækjendur heldur er gengið beint
til atkvæðagreiðslu. Ég vil að
deildarstjórar og fréttastjórar ráði
sína undirmenn. Þess vegna hef
ég verið andvígur því að taka þátt
í þessum skrípaleik,“ sagði Valþór.
Hann bætti því við að skýrslur um
starfsferil, menntun eða meðmæli
umsækjenda væru ekki lögð fyrir
á fundum útvarpsráðs þegar það
fjallaði um þessi mál.
m
\
i
i
íí
l
® TOYOTA TOYOTA <&) TOYOTA ® TOYOTA <$g) TOYOTA
Kostnaðarverö
á notuðnm bílum!
i Opið alla helgina i
<
i
Úg> TOYOTA ® TOYOTA ® TOYOTA TOYOTA <$£> TOYOTA