Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 20

Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 Þýskaland Wolf kærður fyrir njósnir og landráð Bonn. Reuter. ÞÝSK stjórnvöld lögðu í gær fram formlega kæru á hendur Markus Wolf, fyrrum yfirmanni austur-þýsku leyniþjónustunnar, HVA. Wolf er kærður fyrir njósnir og landráð og er sakaður um að hafa persónu- lega stjórnað allt að tóif njósnurum í Bonn, þ.á m. Glinther Guil- laume, njósnaranum er varð til að Willy Brandt varð að segja af sér kanslaraembætti á áttunda áratugnum. Wolf var lengi kallaður „andlits- mörgum njósnamálum hann átti alls lausi maðurinn" þar sem vestrænar aðild að. Stjórnlagadómstóll leyniþjónustu komust ekki að því hvemig hann leit út fyrr en 1978 þó að hann hafi stjómað HVA síðan 1953. Er hann talinn vera fyrirmynd rússneska njósnarans Karla í skáld- sögum breska rithöfundarins John le Carré. Wolf flúði til Moskvu áður en Þýskaland sameinaðist árið 1990 en sneri til baka fyrir skömmu og gaf sig fram við stjómvöld. Hann hefur verið látinn laus gegn tryggingu. í yfírlýsingu frá skrifstofu þýska ríkissaksóknarans segir að ekki hafí enn tekist að komast að því hversu Þýskalands á eftir að úrskurða um hvort þýskum stjómvöldum sé heim- ilt að kæra Austur-Þjóðveija fyrir njósnir og landráð. Margir sérfræð- ingar á sviði lögfræði eru þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt þar sem þeir hafí í raun farið eftir þeim lögum sem giltu í eigin landi, sem var fullvalda ríki, og ekki gert annað en það sem vestur-þýskir njósnarar gerðu í Austur-Þýskalandi. Mikið manntjón í Frakklandi EMBÆTTISMENN í Frakklandi óttuðust í gær að hartnær 80 manns hefðu farist i flóðum og ofsaveðri í suðausturhluta landsins á þriðjudag. Um 33 lík höfðu fundist í gær og að minnsta kosti 43 manna var saknað í héruðunum Ardeche, Drome og Vaucl- use eftir flóðin og ólíklegt var talið að nokkrir þeirra fyndust á lífi. Á myndinni bera björgunarmenn lík konu sem fannst í rústum húss sem hmndi yfír hana. Vamarmálaráðuneyti Bretlands og Bandaríkjanna Komið sem fyllti mælmn Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELI nokkur krafðist ný- lega skilnaðar við eiginkonu sína, af því að hún nefndi kjölturakkann á heimilinu í höfuðið á honum. „Hann færði dætrum þeirra tveimur, fjögra og sjö ára göml- um, hundinn að gjöf,“ sagði heim- ildamaður hjá rabbínadómstóln- um í Tel Aviv. „En þegar hann kom heim daginn eftir, heyrði hann þær kalla á hundinn: „Zvika, Zvika, komdu hingað." Þá varð hann ofsareiður og ákvað hann að fara til rabbínans." Að því er eiginmanninn varð- aði var þetta komið, sem fyllti mælinn í erfíðu hjónabandi. Hann krafðist skilnaðar og úrskurðar um að eiginkonan mætti ekki kalla hundinn Zvika. Efast umaðBorís Jelt- sín hafi stjóm á hemum Lundúnum. The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Bretlandi eru enn mjög efins um að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hafí stjórn á Sovéthernum fyrrver- andi þrátt fyrir mikilvægan samning, sem kynntur var í Moskvu í síðustu viku, þar sem Rússar skuldbinda sig til að hætta efnavopna- framleiðslu sinni. Það var ekki fyrr en nýlega sem rússnesk stjómvöld viðurkenndu að þúsundir manna hefðu ámm saman starfað í verksmiðjum við að und- irbúa framleiðslu efnavopna, sem einkum átti að beita í hugsanlegu stríði við Vesturlönd. Rússneskur flóttamaður veitti bresku leyniþjón- ustunni ýtarlegar upplýsingar um þetta nýlega og það var ekki fyrr en þær lágu fyrir sem Jeltsín knúði á yfirmenn hersins um að hætta starfseminni, sem hefur verið helsta þrætueplið í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna og Bretlands. Þótt rússneska stjómin hafi sam- þykkt að breskir og bandarískir eft- irlitsmenn fái að rannsaka tilrauna- stöðvar í Rússlandi í tengslum við efnavopnaáætlunina hafa sérfræð- ingar enn efasemdir um hernaðará- form Rússa. „Jeltsín virðist hafa unnið sigur á hemum í þessari orr- ustu vegna þess að hann veit að það skiptir hann afar miklu máli að fá vestræna aðstoð og lán,“ sagði hátt- settur embættismaður í bandaríska vamarmálaráðuneytinu. „Hann virð- ist hins vegar hafa orðið að gjalda þess dým verði á öðrum sviðum hermála.“ Sérfræðingarnir telja ýmislegt benda til þess að yfirmenn hersins hafí tök á Jeltsín og segja að forset- inn hafí meðal annars frestað heim- sókn sinni til Japans vegna andstöðu þeirra. Þeir segja að stöðuveitingar innan hersins að undanförnu og birt- ing skýrslu um nýtt samhengi í rúss- neskum hermálum sýndu að „gamli sovéski hugsunarhátturinn" gagn- sýri enn viðhorf yfírmanna hersins. „Það em ótrúlega litlar breytingar á viðhorfum þeirra og þeir líta enn á Vesturlönd sem óvininn þótt þeir segi það ekki berum orðum,“ sagði hermálasérfræðingur í Lundúnum. „Ég vil fá afdráttarlausar sannanir fyrir því að þeir hafi í reynd hætt við efnavopnaáætlunina. Þetta eru árásarvopn," bætti hann við. Sérfræðingamir segja það alvar- legt mál að leiðtogar Sovétríkjanna skuli hafa logið um tilvist áætlunar- innar í tuttugu ár eftir að hafa undir- ritað samning sem bannar efnavopn árið 1972. Þótt Vesturlönd legðu fram sannanir fyrir henni gáfu Mík- haíl Gorbatsjov, fyrrverandi Sovét- forseti, og síðan Jeltsín aðeins loðin svör um hana. „Þeir hafa aldrei viðurkennt að hafa haft umfangsmikla og óheimila efnavopnaáætlun, hafa lagt mikið á sig til að halda henni leyndri og stað- reyndin er sú að vafí leikur á gagn- semi vopnanna á vígvelli. Þetta em vopn til hryðjuverka," sagði breskur embættismaður. Cg> TOYOTA Cg> TOYOTA TOYOTA Cg> TOYOTA <«£> TOYOTA Þú qerir qóð kaup í notuðum bíl bjá okkur núna! TOYOTA <Sg> TOYOTA <Sg> TOYOTA <®> TOYOTA TOYOTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.