Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 fclk f fréttum TRÚARBRÖGÐ Gere við rætur Himalaya Sumarfrí kvikmyndaleikarans Richards Geres og konu hans, fyrirsætunnar Cindy Crawford, var á margan hátt frábrugðið því sem starfsbræður og -systur þeirra nutu. í stað þess að njóta lífsins lystisemda, héldu hjóna- kornin að hlíðum Himalaya-fjalla. Þar tóku þau þátt í mikilli trúarat- höfn búddamunka en Gere er búddatrúar. Hefur hann starfað ötullega með trúbræðrum sínum og hitt sjálfan Dalai Lama í all- nokkur skipti. Þetta er í þriðja sinn sem Gere er viðstaddur athöfnina, sem kallast Kalachakra Tantra. Hún stendur í fjóra daga og er ætlað að draga úr spennu og of- beldi í heiminum. Það vakti að vonum athygli við- staddra að sjá stórstjörnur á borð við Gere og Crawford klædd á látlausan hátt og laus við alla stjörnustæla. Þess ber að geta að frú Crawford er ekki búddatrúar en hún segist hafa lært margt af búddatrúnni þrátt fyrir að skoðan- ir hennar stangist að mörgu leyti á við það sem trúin boðar. Þar kom þó ekki í veg fyrir að Crawford léti sig hafa það að sitja með kross- lagða fætur í átta klukkutíma á dag þá fjóra daga sem athöfnin stóð, til þess eins að fá betri inn- sýn inn í trú manns síns. ÞAKKIR Fjölbrautarskóla færðar góðar gjafir SÝNENDUR á sýningu Lagnafé- lags íslands sýndu Fjölbrauta- skóla Suðurlands þakklæti sitt í lok sýningar félagsins um síðustu helgi og afhentu skólanum nytsamar gjafír. Sýningin var nokkuð viðamikil og þar mátti sjá ýmsa þætti hvers kyns lagna, efni og tæknibúnað. Nokkur áhugi var fyrir sýningunni, einkum þó af þeim sem nýta sér þá tækni við vinnu sína eða nám. Sýnendur iýstu margir hrifningu sinni með þá umgjörð sem Fjöl- brautaskólinn gefur slíkum sýning- um og mannamótum en arkitektúr skólans er einstakur og eftirtektar- verður. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá sýningu Lagnafélags íslands í Fjölbrautaskóla Suðurlands. FÉLAGSSKAPUR Gere og Crawford á tali við trúbróður hans. Stórsljörnurnar fylgjast með athöfninni við hlíðar Himalaya. ÍÞRÓTTIR Borgin styrkir Knatt- spyrnufélagið Val Nýlega undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Öm Antonsson, f.h. borgarsjóðs, og formaður Knattspyrnufélags- ins Vals, Jón Gunnar Zoéga, samning um styrk borgarinnar til félagsins að upphæð 36 milljónir króna vegna framkvæmda við tengibyggingu milli íþróttahúsa á svæði félagsins. Saumaklúbbsfundir eru orkugefandi Við hittumst á þriggja vikna fresti og það er rosalega gaman á fundum hjá okkur. Það er algjör mætingaskylda og rétt að taka það fram að það er aldrei tekin fram handavinna," sögðu átta hressar konur úr sauma- klúbbnum Símalandi sem hreppti silfurverðlaunin í landskeppni saumaklúbba sem fram fór í þætti Sigurðar Péturs á Rás tvö fyrr á árinu. Silfurverðlaunin voru helgar- dvöl á Hótel Örk og þar mættu konurnar hressar og kátar og stað- ráðnar að eiga þar góða helgi. Þetta er samstæður hópur og sam- eiginlegt áhugamál nær allra er hestamennska. „Við erum allar útivinnandi og okkur dettur ekki í hug að vinna á klúbbfundum. Já, já, við tölum mikið um hesta og karla, kryfjum þjóðmálin og líka það hveijir eru sexí og hveijir ekki í ríkisstjórh- inni og þar eru skiptar skoðanir,“ sagði ein kvennanna og hópurinn skellihló að þessari athugasemd. „Við veltum öllu fyrir okkur sem máli skiptir í Iífínu.“ Þátttakan í spurningakeppninni kom öllum á óvart því klúbburinn var skráður án þess að hópurinn vissi allur. Þegar til kastanna kom héldu þær að aðeins yrði um eitt skipti að ræða en þau urðu sjö og þar með þurfti ein þeirra að halda sjö klúbbfundi heima hjá sér. Svo stóð á að ein úr hópnum hélt upp á fertugsafmæli sitt á spurninga- keppnisfundi. Svo skemmtilega vildi til að ein kvennanna átti dótt- ur og tengdadóttur í klúbbnum sem sigraði. En sigurvegararnir fengu að launum dvöl á Akureyri þessa sömu helgi. „Það er meiriháttar að koma hér á Örkina,“ var einróma álit þeirra allra. Hressileikinn var alls- ráðandi og auðvitað einróma álit þeirra að saumaklúbbar væru nauðsynlegir. „Það er á hreinu að maður nær sér í ómælda orku með Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Saumaklúbburinn Símalandi í verðlaunadvöl, umvafinn gróðri á Hótel Örk. því að fara í saumaklúbb," lýsti og hláturinn lengir lífið,“ voru ein konan yfir og hinar tóku und- lokaorð samtalsins. ir. „Mottóið er að lifa lífinu lifandi Sig. Jóns. COSPER 0.9 COSPfft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.