Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 FOLK ■ ANDRZEJ Strejlau, fyrram þjálfari Fram og nú landsliðsþjálfari Póllands, setti þrjá lykilmenn út úr iandsliðinu, sem lék gegn Tyrkjum í fyrrakvöld, vegna þess að þeir mættu ekki til lokaundirbún- ings á réttum tíma. ■ JOZEF Wandzik, markvörður, og Krzysztof Warzycha, framherji, sem báðir leika með gríska liðinu Panathinaikos, og Marek Kozm- inski, varnarmaður hjá ítalska lið- inu Udinese, fengu sig ekki lausa s.l. fimmtudag vegna leikja félagsl- iðanna um helgina, en Strejlau hafði sagt landsliðsmönnum sínum að koma til Póllands ekki seinna en fyrrnefndan dag. ■ STREJLAU sagði fordæmið slæmt, ef hann viki frá settri reglu og léti mennina spila. Tveir fasta- menn að auki vora meiddir, en Strej- lau heimtaði sigur og það gekk eftir. ■ PÓLSKIR knattspyrnumenn era að reyna að koma á leikmannasam- tökum til að eiga auðveldara með að gæta réttar þeirra. „Pólska knatt- spyrnusambandið viðurkennir okkur ekki og enginn hefur áhuga á okk- ’ ur,“ sagði Roman Kosecki, einn reyndasti og virtasti knattspyrnu- maður landsins. Hann bætti við að margir leikmenn væru ekki studdir fjárhagslega og sárabætur fyrir að fótbrotna í leik væru um 40 þús. ÍSK. „Þetta er hlægileg upphæð.“ ■ RUUD Krol hefur farið fram á 4,5 millj. dollara í skaðabætur (um 253 millj. ÍSK) frá belgíska félaginu Mechelen fyrir samningsbrot. Fyrir liðlega tveimur árum gerði hann tveggja ára samning við félagið en 'j'dr rekinn eftir sjö mánuði. ■ CARUNAS Marciulionis, einn besti körfuknattleiksmaður Lithá- en, sem leikur með Golden State Warriors í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum, datt í stiga í heimaland- inu, fótbrotnaði og verður frá keppni í tvo mánuði. I MARINO Lejarreta, einn þekktasti hjólreiðakappi Spánar, er byijaður að keppa aftur, en hann slasaðist lífshættulega í keppni fyrir fimm mánuðum. „Eg byijaði aftur til að sýna að ég væri búinn að ná mér. Ég vil að fólk muni eftir mér sem hjólreiðakappa en ekki vegna slyssins." KNATTSPYRNA Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Blackburn, hefur oft verið nefndur sem sá bjargvættur, sem vanti á Anfield. Hann sagði stjórastarfinu hjá Liverpool lausu fyrir tæplega tveimur árum. Hvaðeraðger- ast á Anfíeld? Bob Hennessy ÍEnglandi Liverpool-liðið er ekki það sama og áður, enda hefur það ekki byijað keppnistímabil eins illa í 38 ammmmmmmm ár. Mikið hefur verið Frá rætt og ritað um ástandið á Anfield og- Emlyn Hughes, fyrrum fyrirliði Liverpool, spurði einfaldlega í einu ensku blaðanna á dögunum: „Hvað er að gerast?“ Nú þegar era menn byijaðir að spá í eftirmann Graeme Souness í framkvæmdastjórahlut- verkið. Þrír hafa verið nefndir og eru það allt fyrrum leikmenn Liverpool. Kevin Keegan, fram- kvæmdastóri Newcastle, Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Black- burn og John Toshack, þjálfari Real Sociedad á Spáni. Liverpool varð fyrir enn einu áfallinu á þriðjudagskvöldið. Þá mátti liðið þola jafntefli, 4:4, gegn 3. deildarliðinu Chesterfield í fyrri leik liðanna í deildarbikarkeppninni. Andrúmsloftið á Anfield Road var ekki uppörvandi, en aldrei hefur verið eins mikil þögn á heimaleik Liverpool. 5.000 stuðningsmenn Chesterfield kváðu stuðningsmenn Liverpool í kútinn, en 12.500 áhorf- endur sáu leikinn. Liverpool lék án níu fastamanna. John Bames, Rob Jones, Michael Thomas, Steve McManaman, Ronnie Whelan, Paul Stewart, Ian Rush og Steve Nicol eru meiddir, en Daninn Torben Piechnik var í Danmörku. KORFUKNATTLEIKUR Körfuknattleikssambandið gerir samning við Hagvagna Körfuknattleikssamband Is- lands og Hagvagnar h/f hafa gert með sér samkomulag þess efnis að KKÍ sjái um sölu á auglýsingum á alla strætis- vagna fyrirtækisins og er samningurinn til tveggja ára. Hagvagnar verða þar með einn af helstu stuðningsaðilum KKÍ, en sambandið gerir ráð fyrir að samningurinn færi því og aðildarfélögum þess sextil átta milljónir á næstu tveimur árum. Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ, sagði að velta sambandsins væri um 24 milljónir. Lottóið og aðrir styrkir gæfu um þijár milljón- ir, en gert væri ráð fyrir ámóta upphæð vegna þessa samnings, sem sýndi mikilvægi hans fyrir hreyfing- una. Hagvagnar era með 20 til 22 vagna og hafa öll aðildarfélög innan KKÍ heimild til að selja auglýsingar á langhliðar og bakhlið þeirra, en sambandið sér um framkvæmdina. Þetta kallar á aukna vinnu og verð- ur starfsmaður ráðinn við hlið fram- kvæmdastjóra á næstunni. Gísli Friðjónsson, forstjóri Hag- vagna, sagði að jákvætt væri að tengjast íþróttahreyfingunni og í þessu færa hagsmunir beggja sam- an. „íþróttir era fyrir alla og Hag- vagnar era fyrir alla.“ Verðlagning auglýsinganna mið- ast við tveggja vikna tímabil og er frá 15.000 kr. til 250.000 kr., en fyrsta tímabilið hefst 27. septem- ber. Tannlsknastofa Hef opnaó tannlæknastofu á Barónsstíg 5, Reykjavík. Tímapantanir í síma 11001 Sveinn Ásgeirsson, tannlæknir. ísland í 4. sæti Islenska kvennalandsliðið í körfu- bolta tók fyrir skömmu þátt í æfingamóti i Wales. Auk íslenska Iiðsins léku í mótinu þijú fyrstu deildar lið frá Irlandi, eitt frá Wales og annað frá Englandi. Leikið var í riðlum og síðan kepptu liðin í neðstu sætum riðlanna um sæti í undanúrslitum. Úrslit leikja í riðlinum: ísland — Waterford (írlandi) 50—55. Stigahæstar: Linda Stef- ánsdóttir, Kristín Blöndal og Anna María Sveinsdóttir, allar með 12 stig. Island — Northampton (Eng- landi) 42—66. Stigahæstar: Kristín Blöndal með 12 stig og Linda Stef- ánsdóttir og Hildigunnur Hilmars- dóttir 10. Undanúrslit: ísland — Northampton 41—64. Stigahæstar: Linda Stefánsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð með 7 stig hvor. í hinum leiknum vann heima- liðið BVC Rhondda, Waterford. Leikur um þriðja og fjórða sæti: ísland — Waterford 51—63. Stigahæstar: Anna María Sveins- dóttir 12, Linda Stefánsdóttir 10 og Kristín Blöndal 9. í úrslitaleiknum vann Nort- hampton BVC Rhondda. Anna María Sveinsdóttir vann í þriggja stiga keppni sem efnt var til meðal leikmanna frá öllum liðunum. URSLIT Golf Punktakeppni á Hellu Opið golfmót, punktamót,' var haldið á Hellu. Betri bolti taldi og tóku 40 pör þátt i keppninni. Efstir urðu: Haukur Gíslason og Samúel Hreggviðsson, GOS........51 Bjarki Sigurðsson og Jón Þ. Hjartarson, GKJ............50 Ólafur H. Jónsson og Stefán Gunnarsson, GR.............48 Eyjólfur Bergþórsson og Einar Árnason, GR.................48 Jón H. Karlsson og Jón Pétur Jónsson, GR............47 ■Haukur A. Gíslason úr GOS fór holu í höggi á 9. brautinni og er þetta í fyrsta sinn sem hann fer holu í höggi. Styrktarmót hjá GR Mót til styrktar sveit GR á Evrópumót fé- lagsliða var haldið um helgina. Hörður Már Gylfason, GR..............67 Halldór Sigurðsson, GR..............68 Ólafur Skúlason, GR.................71 ■Besta skori náði Tryggvi Pétursson, GR, lék á 73 höggum. Firmakeppni GR Þetta var í 48. sinn sem firmakeppni GR fór fram og 203 fyrirtæki tóku þátt að þessu sinni. Leiknar voru 18 holur án for- gjafar. Blómabúðin Vor/ Siguijón Arnarsson..71 Ferðaskr. Alís/Þorkell Sigurðarson..75 GOS/Haraldur Þórðarson...............76 Borðtennis Punktamót Víkings Fyrsta borðtennismót vetrarins fór fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog um síðustu helgi. Keppt var í 6 flokkum og sigruðu Víkngar í fjórum þeirra. Helstu úrslit: Meistaraflokkur karia: 1. Peter Nilsson (Sænskur leikmaður) 2. Kristján V. Haraldsson, Vikingi 3. - 4. Kristján Jónasson, Víkingi 3. - 4. Jóhannes Hauksson, KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Ingibjörg Ámadóttir, Víkingi 2. Hrefna Halldórsdóttir, Víkingi 3. Líney Árnadóttir, Víkingi 1. flokkur karla: 1. Ingólfur Ingólfsson, Víkingi 2. Ólafur Eggertsson, Víkingi 3. - 4. Ólafur P. Stephensen, Víkingi 3. - 4. Helgi Gunnarsson, Víkingi 1. flokkur kvenna: 1. Líney Árnadóttir, Víkingi 2. María, Víkingi 3. Elísabet, Víkingi 2. flokkur kvenna: 1. Ólafur Rafnsson, Víkingi 2. Jón I. Árnason, Víkingi -3. - 4. Davíð S. Jóhannsson, Víkingi 3. - 4. Smári Einarsson, Víkingi Eldri llokkur karla: 1. Árni Siemsen, Erninum 2. Pétur Ó. Stephensen, Víkingi 3. Sigurður Herlufsen, Víkingi Körfuknattleikur Reykjanesmótið Síðustu leikir: Haukar - Njarðvík........101:97 111:102 63:82 101:93 107:93 Keflavík - Njarðvík 117:98 Njarðvík - Breiðablik 104:91 Keflavík - Grindavík 89:93 ■Lið ÍBK er efst með 10 stig eftir 6 leiki, Haukar með 8 eftir 5 leiki, UMFN hefur 6 eftir 6 leiki, UMFG 4 eftir 6 leiki og Breiða- blik rekur lestina, hefur ekkert stig eftir fimm leiki. Pétur Guðmundsson leikur með UBK gegn Haukum í Digranesi í kvöld kl. 20, en Haukar og ÍBK mætast á laugardag- inn kl. 14 í Hafnarfírði og gæti það orðið úrslitaleikur. Með sigri tryggja Keflvíkingar sér sigur í mótinu. IMámskeið í íþróttalæknisfræði Eins og áður hefur komið fram verður námskeið um íþróttalækn- isfræði á vegum Ólympíunefndar íslands haldið í íþróttamið- stöðinni í Laugardal dagana 1. til 3. október nk. Forstöðumenn verða læknarnir Birgir Guðjónsson og Sigurjón Sigurðsson. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 1. október kl. 17.15 og verður fram haldið á sama tíma daginn eftir, en laugardaginn 3. októ- ber hefst námskeiðið að morgni kl. 9.15. Námskeiðið stendur yfir í 4-5 klst. hvern dag með stuttu matar- hléi. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfurum, og íþróttaþjálfurum. Gestur á námskeiðinu verður prófessor Ing- ard Lereim frá Þrándheimi, sem mun fjalla um mjúkparta- meiðsli (soft tissue injury) og einnig um blóðdóping. Sérfræðingar í læknisfræði og sjúkraþjálfarar munu fjalla um helstu meiðsli, sem fyrir koma hjá íþróttamönnum, meðferð þeirra og endurhæfingu. Fjallað verður ítarlega um lyfjamisnotkun í íþróttum, um regl- ur, töku sýna, líkamlegar afleiðingar og refsingar. Kynnt verða nýjustu viðhorf í kyngreiningu, bæði með tilliti til almennrar skoðunar og sérhæfðra litningarannsókna. Þátttaka er ókeypis og hafa allmargar umsóknir um þátttöku þegar borist, en heildarfjölda getur þurft að takmarka. Umsóknir um þátttöku berist til skrifstofu Ólympíunefndar ís- lands eða Í.S.I. í síma 813377 fyrir 29. september nk. Undirbúningsnefnd. Ijósmynd/Pétur Ingi Björnsson Tindastóll sigurvegari í 3. deild Tindastóll frá Sauðárkróki sigraði með yfirburðurn í 3. deild karla á íslandsmótinu ! knattspyrnu 1992. Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Efsta röð f.v.: Daníel Kristjánsson, Lýður Skarphéðinsson, Grétar Karlsson, Bergur Stefánsson, Sverrir Sverrisson, Björn Björnsson, Finnur Kristinsson og Guðbrandur Guðbrandsson. Miðröð f.v.: Ólafur Jónsson, Magnús Sverrisson, Hólmar Ástvaldsson, Pét- ur Pétureson, aðst. þjálfari, Gunnar Gestsson, Bjöm Sigtryggsson, Bjarki Pétureson, Ingi Þ. Rúnarsson, Smári Eiriksson, Guðbjörn Tryggvason, þjálfari, Þorsteinn Birgisson, framkvæmdastjóri og Ómar B. Stefánsson, formaður. Fremsta röð f.v.: Tryggvi Tryggvason, Þórður Gíslason, Stefán Vagn Stefánsson, Guðbjartur Haraldsson, fyrirliði, Gísli Sigurðsson, Sigurjón Sigurðsson og Stefán Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.