Morgunblaðið - 25.09.1992, Side 44
T««—
Hálfúldinn hrefnutarf rak upp í fjöru í Garðinum í fyrrinótt
Hrefnutarfurinn í fjöruborðinu í Garðinum í gærmorgun. Morgunbiaðið/Björn Biöndai
Tungan eins og uppblásinn bolti
STÓRAN hrefnutarf rak á land í Garðinum
og fannst hann I fjöruborðinu þar í gær-
morgun. Dýrið hafði greinilega legið nokk-
urn tíma í sjó því það var farið að rotna
og tunga þess útblásin af þeim sökum.
Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur segir
að í fyrstu hafi verið talið að um búrhval væri
að ræða og því menn frá Hafrannsókn sendir
á staðinn til sýnatöku. Brátt kom í ljós að þetta
var hrefna og þar að auki orðin of rotin til að
gagn væri í sýnatöku. Jóhann segir að hrefnu
reki af og til á land hérlendis en samt í minni ,
mæli en búast mætti við ef mið er tekið af fjölda
hennar í sjónum við lándið. Síðdegis í gær var
hrefnan síðan dregin á haf út og sökkt.
18-19 arnar-
ungar kom-
ust á legg
TALIÐ er að 18-19 arnarungar,
úr 14-15 hreiðrum um vestanvert
landið, hafi komist upp i sumar
og er arnarvarp því talið afar vel
heppnað að þessu sinni, að sögn
Björns Guðbrandssonar læknis,
formanns Fuglaverndarfélags Is-
lands.
Nú eru tæplega 100 hafernir hér
á landi og að sögn Björns hefur
þeim farið heldur fjölgandi en þó eru
fuglarnir enn það fáir að lítið má
út af bregða til að hætta steðji að
stofninum.
Björn sagði að auk þess sem svo
virtist sem tíðarfar hefði verið örnum
hagstætt væri ljóst að miklu skipti
fyrir það hve varpið hefði tekist vel,
að bændur hefðu sýnt fuglunum
mikla nærgætni. Haförninn væri
einhver viðkvæmasti varpfugl lands-
ins og við minnsta rask væri hætta
á að varpið misfærist.
----» ♦ ♦----
Vínveitinga-
stöðum fjölg-
ar stöðugt
Rekstrarerfíðleikar Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga
38 mönnum sagt upp og
tekjur annarra skertar
UM mánaðamótin verður 38 af 178
starfsmönnum Járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga sagt
upp störfum í því skyni að lækka
framleiðslukostnað fyrirtækisins,
og er uppsagnarfrestur þeirra 3-6
mánuðir. Fyrirtækið var rekið
með 220 milljóna króna tapi á
fyrri helmingi ársins, og að sögn
Jóns Sigurðssonar forstjóra verk-
smiðjunnar mun starfsmanna-
kostnaðurinn lækka um rösklega
90 milljónir á ári í kjölfar upp-
sagnanna, sem að hans sögn eru
liður í umfangsmeiri aðgerðum til
að lækka framleiðslukostnað
lands og japanska fyrirtækinu Sumi-
tomo, væri sá aðili sem þar hefði
tekið frumkvæði, en í fjárhagslegri
skipulagningu sinni setti Elkem sér
viðmiðun um hvaða verð fyrirtækið
yrði að geta þolað til að lifa, og það
yrði Jámblendiverksmiðjan einnig að
gera.
„Þetta er því aðgerð til að ná slíku
markmiði. Þar fyrir utan erum við í
greiðsluþröng þar sem sölubrestur
hefur orðið hjá okkur, og hún knýr
líka á okkur mjög grimmt. Þetta
tvennt gerir það að verkum að við
verðum að búa okkur undir svona
óáran eins og Elkem gerir og það
getum við ekki nema leita út fyrir
fyrirtækið eftir aðstoð. Það þykir
okkur hins vegar ekki mögulegt að
gera öðruvísi en að við séum búnir
að taka rekstrinum héma og okkur
sjálfum tak á allt öðrum og róttæk-
ari forsendum heldur en við höfum
gert áður bæði í almennum rekstrar-
gjöldum og mannahaldi og starfs-
mannakostnaði. Við emm því búnir
að búa tii neyðaráætlun þar sem
þessi aðgerð er liður í henni,“ sagði
hann.
105 veitinga- og skemmtistaðir í
Reykjavík eru nú með vínveit-
ingaleyfi, og 5-10 umsóknir fyrir
nýja staði eru óafgreiddar, að
sögn Elínar V. Hallvarðsdóttur
hjá iögreglustjóraembættinu í
Reykjavík. Langflestir staðirnir
eru með almennt vínveitingaleyfi,
en nokkrir eru einungis með leyfi
til að selja léttvín og bjór.
Elín sagði að á síðasta ári hefðu
99 staðir í Reykjavík verið með vín-
veitingaleyfi, árið 1990 voru staðirn-
ir 91 talsins, en 1989 vora þeir 79
talsins. Mest var fjölgunin hins veg-
ar milli áranna 1988 og 1989 þegar
sala á áfengum bjór var heimiluð,
en þá fjölgaði þeim um 26, eða úr
53 í 79. Hún sagði að talsvert væri
um breytingar á listanum yfir vín-
veitingaleyfin, og þannig hefðu 25
breytingar orðið á listanum það sem
af er þessu ári. Þar væri aðallega
um það að ræða að eigendaskipti
yrðu á viðkomandi stöðum.
Gæsluþyrlan bjargar sjómanni
Járnblendiverksmiðjunnar. Kjart-
an Guðmundsson aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna verksmiðj-
unnar sagði þá vera slegna yfir
þessum aðgerðum, en þeir hefðu
hins vegar skilning á ástæðum
þeirra.
úr gúmbjörgunarbát á Faxaflóa
Stysti útkallstími þyrluáhafnarinnar frá upphafi þyrlureksturs
Jón Sigurðsson sagði í samtali við
Morgunbiaðið að uppsagnirnar og
aðrar aðgerðir þeim tengdar hefðu
áhrif á störf ríflega 40 starfsmanna
Jámblendiverksmiðjunnar. Jafn-
framt hefði þess verið farið á leit við
þá starfsmenn sem eftir verða hjá
Jámblendifélaginu að þeir leggi sitt
af mörkum til að draga úr fram-
leiðslukostnaðinum með því að taka
skerðingu á kjörum sínum og lægju
fyrir drög að samkomulagi um það.
Þá sagði Jón að launahæsti hópur
starfsmannanna tæki að auki á sig
7% iaunaskerðingu.
Jón sagði að sú von sem undanfar-
in 2-3 ár hefði verið um að bati á
markaðnum væri á næsta leyti hefði
verið gefín upp. Norska fyrirtækið
Elkem, sem er eigandi Jámblendi-
verksmiðjunnar ásamt ríkissjóði ís-
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-SIF bjargaði manni úr gúmmí-
björgunarbát í gærkvöldi eftir að trilla hans, Nonni HF 35, sökk
á Faxaflóa suður af Breiðuvík. Maðurinn var einn um borð. Honum
tókst að senda út neyðarkall þegar báturinn sökk, komast í gúmmí-
björgunarbát og skjóta upp neyðarblysum. Ekki er vitað um ástæð-
ur þess að báturinn sökk en þegar maðurinn sendi út neyðarkallið
taldi hann sig hafa siglt á eitthvað. Áhöfn þyrlunnar var heima
þjá sér þegar hún var kölluð út en þyrlan var þó komin í loftið
sautján mínútum síðar. Er það stysti útkallstími í sögu þyrlurekst-
urs Landhelgisgæslunnar, að sögn flugstjórans.
Varðskipið Týr nam neyðarkall
frá Nonna HF 35 og lét stjómstöð
Landhelgisgæslunnar vita klukkan
20.03. Sagði skipstjórinn að bátur-
inn hefði rekist á eitthvað og væri
að sökkva. Skömmu síðar sáu nær-
staddir bátar neyðarblys. Tilkynn-
ingaskyldan bað þijá nærstadda
báta að halda þegar á staðinn og
þeir létu fleiri vita. Neyðarblysin
sáust víða og var því hægt að miða
gúmmíbátinn nokkuð vel út. Þyrla
Landhelgisgæslunnar TF-SIF var
þegar kölluð út og var komin í loft-
ið klukkan 20.21, eða sautján mín-
útum eftir að hún var kölluð út og
er það mettími.
Benóný Ásgrímsson þyrluflug-
stjóri sagði að fljótlega eftir að
þeir fóra af stað hafí þeir séð neyð-
arblys og síðan fengið lítið endur-
kast á ratsjána. Reyndist það vera
af björgunarbát frá Nonna og var
sjómaðurinn í honum. Þegar þeir
komu yfir bátinn köstuðu þeir blys-
um í sjóinn. Sigmaðurinn seig niður
í bátinn og var hífður með sjómann-
inn aftur upp í þyrluna. Voru þeir
búnir að bjarga manninum klukkan
20.48 og þyrlan lenti við Borgar-
spítalann klukkan 21.13. Maðurinn
var blautur og kaldur en ómeiddur.
Var hann til eftirlits á spítalanum
í nótt. Varðskipið Týr tók björgun-
arbátinn um borð ásamt braki úr
Nonna.
Nonni HF 35 var tæplega 6
tonna trébátur skráður í Hafnar-
firði. Var verið að sigla honum frá
Tálknafírði, þar sem hann var gerð-
ur út í sumar, til heimahafnar.