Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
41
Hjálparsveit skáta
í Reykjavík í 60 ár
eftir ThorB.
Eggertsson
Á þessu ári hefur Hjálparsveit
skáta í Reykjavík starfað í 60 ár.
Ég vil óska sveitinni og félögum
hennar tii hamingju með þennan
áfanga.
Fyrir u.þ.b. 28 árum gerðist ég
félagi í Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík. Starfið þá var að mörgu leyti
ólíkt því eins og það er í dag.
Á þeim árum er ég starfaði með
sveitinni var mikil uppbygging og
breyting á störfum sveitarinnar. Má
þar helst nefna þjálfun félaga í
skyndihjálp, ferða- og fjallamennsku
og leitartækni. Félagar voru styrktir
til þjálfunar erlendis sem þeir síðan
miðluðu til annarra félaga.
Það sem ég ætla aðallega að
minnast á hér, er sú breting sem
orðið hefur á fræðslu og æfingum í
skyndihjálp.
Hvað er skyndihjálp, eða hjálp í
viðlögum eins og það var kallað
áður fyrr?
Skyndihjálp er sú hjálp sem veitt
er manni, sem hefur slasast eða
veikst skyndilega, þar til hann kemst
undir læknishendur.
Ein fyrsta íslenska bókin um
skyndihjáip er „Lækninga-kver“,
útg. 1840, samin af Jóni Hjaltalín,
lækni. Á þeim 150 árum frá því að
þessi bók kom út hefur skyndihjálp
mikið þróast og skipulag kennslu
tekið stakkaskiptum. Hér er gripið
niður í kafla úr bókinni.
Þrumulostnir
Og endurlífgun þeirra
Þegar reiðarþrumú slær niður á
menn, eða nálægt þeim, falla þeir í
dá að augabragði; oliir það því að
þruman skekur mænukerfíð (Nerve-
systemet), svo það verður magnlaust
og fær eigi gjört ætlunarverk sitt.
Þegar þrumulostinn maður finnst á
víðavángi, er dauðdagi hans auð-
þektur á því, að merki eru til að
þrumunni hefír slegið niður nálægt
manninum, föt hans eru sviðin eða
brend, og fosfórs þefur er af líkinu
og klæðunum. Það varðar miklu
hvar þrumunni hefir slegið á líkam-
ann, hættulegust er hún þegar höf-
uðið eða bijóstið verður fyrir henni,
minni hætta er á ferðum þegar þru-
man einasta hefir snortið útlimina.
Bjarga má þrumulostnum mönn-
um til lífs aptur á þann hátt, að
menn fíytji þá svo fljótt sem verður
í hreint lopt, losi um þá fötin, byrgi
þá allt að höfði með heitum sandi
eða vermdum rekkjuvoðum, og blási
lopti eða lífslopti inní lúngun, eins
og áður er fyrirsagt um druknaða.
Sumir hafa ráðlagt að núa þá með
smyrslum, tilbúnu, úr olíu og salt-
sýru til helminga, núa smyrslum
þessum inní líkamann með flötum
lófa, eða vermdum ullarpjötlum. Til
þess að espa mænukerfið og auka
því fjör, skal greypa á hinn skin-
dauða dálitlu af hoffmansdropum
eða brennivíni, einnig skal salmiaks-
dropum haldið fyrir vitunum, eður
ef þá vantar, þá blóðbergi. . .
Það er ekki fyrr en rúmlega 70
árum síðar eða eftir 1912 sem
kennsla í skyndihjálp hefst hér á
landi með einhverju skipulagi. Einn
af aðalhvatamönnum þessarar
kennslu var Davíð Scheving Thor-
steinsson, lyfsali.
Fyrsta auglýsta námskeiðið fyrir
almenning í skyndihjálp var haldið
1924 á vegum RKI. Eftir 1932 er
Jón Oddgeir Jónsson, fyrsti formað-
ur Hjálparsveitarinnar, aðal hvata-
maður þessarar kennslu, en hann
hefur gefið út 13 útgáfur af bók
sinni „Hjálp í viðlögum“, þá fyrstu
árið 1939.
Árið 1959 kynntu dönsku lækn-
arnir Henning og Arne Ruben í sam-
vinnu við bandaríska lækninn James
O. Elam, blástursaðferðina. Nokkr-
um árum síðar er farið að kenna
blástursaðferðina hér á landi og hef-
ur hún síðan verið eina aðferðin við
endurlífgun sem kennd er almenn-
ingi. Það er athyglisvert að tæplega
120 árum áður, í Lækningakverinu
frá 1840, er talað um að blása lofti
í kafnaða eða drukknaða eins og
fram kemur hér á undan.
Blástur og hjartahnoð (CPR) kem-
ur fyrst fram á sjónarsviðið snemma
árs 1960. Upp frá þeim tíma verður
mikil þróun á þessari aðferð. Árið
1977 er farið að kenna þessa aðferð
félögum innan hjálparsveita og frá
1988 hefur blástur og hjartahnoð
verið kennd almenningi.
Árið 1967 eru haldin fyrstu al-
mennu leiðbeinendanámskeiðin í
skyndihjálp á vegum RKÍ og þá var
kennslu hagað eftir nýju dönsku
kerfí. Á sama tíma var orðið skyndi-
hjálp tekið upp í stað hjálpar í viðlög-
um.
Árið 1975 er tekið upp nýtt
kennslukerfi í skyndihjálp eftir nýju
dönsku kerfi. Ný kennslubók var þá
gefín út og var hún mun ýtarlegri
en bæklingurinn sem gefinn var út
1967. Tveimur árum áður var byijað
að leggja grunninn að kennslukerfí
fyrir hjálparsveitir eftir þessu sama
kerfí, og var það mikið til unnið inn-
an Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.
Árið 1988 er tekið upp nýtt
kennslukerfi, nú eftir norskri fyrir-
mynd. Þetta kerfi hentar betur ís-
lenskum aðstæðum. Á sama tíma
er tekin upp kennsla fyrir almenning
í hjartahnoði.
Allt frá stofnun Hjálparsveitar-
innar hefur skyndihjálp verið stór
þáttur í starfi hennar, enda var að-
dragandi að stofnun hennar 1932,
. leiðbeiningar- og hjálparstörf sem
ESTER
C[-vrtQirHn
med calcium
og nwwfaípraepaíal
ÁHRIFA-
RÍKT
c-
VÍTAMÍN
MEÐ
KALKI
BIO-SELEN UMB.SIMI: 76610
OFURMINNI
Námskeiö I ofurminnistækni eru I
fullum gangi.
Tæknin bætir minniö og athyglis-
gáfuna.
Tækni til aö muna nöfn, númer
o.s.frv.
Sköpun, slml 674853.
skátar tóku að sér á Alþingishátíð-
inni 1930. Kennsla og æfingar í
skyndihjálp hafa því ætíð skipað
stóran sess í starfi Hjálparsveitar-
innar. Frá fyrstu árum sveitarinnar
hefur sjúkraþjónusta á mannamót-
um verið stór þáttur í starfí hennar,
þar hafa margir fengið góða fræðslu
og æfingu í skyndihjálp.
Frá árinu 1973,verður mikil breyt-
ing á þjálfun skyndihjálpar meðal
félaga Hjálparsveitarinnar. Þá hefst
uppbygging kennslu skyndihjálpar
fyrir björgunarsveitir sem miðast við
þær aðstæður sem björgunarsveitir
geta lent í. Það ár kom út á íslensku
bókin „Skyndihjálp“ eftir Axel Lieb-
mann, útg. AB í samvinnu við RKÍ,
sem enn í dag er notuð að hluta til
við kennslu skyndihjálpar hjá hjálp-
arsveitum.
Árið 1977 var Björgunarskóli
Landssambands Hjálparsveita skáta
stofnaður (nú Björgunarskóli Lands-
bjargar), sá fyrsti sinnar tegundar
hér á landi. Fyrsta námskeiðið sem
skólinn hélt var 10 daga leiðbein-
endanámskeið í skyndihjálp fyrir
björgunarsveitir. Þeir sem ljúka prófí
Thor B. Eggertsson
„Frá þeim tíma er ég byrj-
aði starf í Hjálparsveit
skáta í Reykjavík til dags-
ins í dag hef ég fylgst
með þróun þjálfunar í
skyndihjálp meðal félaga
hjálparsveita og get ekki
sagt annað en að mikil
framþróun hafi orðið hér
á.“
á leiðbeinendanámskeiði í skyndi-
hjálp hljóta m.a. réttindi sem flokks-
stjórar í fyrstu hjálp í neyðarskipu-
lagi Almannavama.
Allir sem gerast félagar í Hjálp-
arsveit skáta í dag ganga í gegnum
nýliðaþjálfun, þar á meðal í skyndi-
hjálp. Haldin em tvö helgarnámske-
ið í skyndihjálp. Á þessum tveim
helgum fá nýliðar góða kennslu og
æfíngu í skyndihjálp, flutningi slas-
aðra og verklegum slysaæfíngum.
Þeir sem leiðbeina á þessum nám-
skeiðum hafa lokið 11 daga leiðbein-
endanámskeiði í skyndihjálp.
Til að halda kunnáttunni við em
reglulega haldnar æfingar og ýmis
fræðsla tengd efninu. Verklegar
slysaæfingar þar sem margir leika
slasaða er stór þáttur til að halda
við kunnáttunni og em þær oft mið-
aðar við verstu aðstæður. Þetta leið-
ir til þess að félagar Hjálparsveitar-
innar eru eins vel undirbúnir fyrir
stærri áföll og kostur er.
Þeir sem mikinn áhuga hafa á
skyndihjálp starfa í sjúkraflokki inn-
an sveitarinnar og sækja einnig ýtar-
legri námskeið á vegum Björgunar-
skóla Landsbjargar, þar á meðal leið-
beinendanámskeið.
Frá þeim tíma er ég byrjaði starf
í Hjálparsveit skáta í Reykjavík til
dagsins í dag hef ég fylgst með þró-
un þjálfunar í skyndihjálp meðal fé-
laga hjálparsveita og get ekki sagt
annað en að mikil framþróun hafi
orðið hér á. Gott skipulag fræðslu
og æfinga leiðir til enn betri vinnu-
bragða og þau verða hnitmiðaðri.
Höfundur eryfirdeildarsljóri þjá
Pósti og síma. Hann var
sveitarforingi H.S.S.R.
1973-1980.
r,\ HÁSKÓLI ÍSLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
STJÓRNUN Á SAMDRÁTTARTÍMUM
Fjárhagsleg og rekstrarleg endurskipulagning fyrirtækja
Fjallað verður um endurskipulagningu fyrir-
tækja til að efla árangur rekstrar.
Einnig um íjárhagslega og rekstrarlega endur-
skipulagningu fyrirtækja við mismunandi
aðstæður, þó með megináherslu á fyrirtæki í
erfiðri stöðu. Ýmsar ástæður versnandi
rekstrarárangurs verða teknar fyrir, einnig
mat á stöðu og möguleikum fyrirtækis og
helstu aðferðir við endurskipulagningu.
Leiðbeinendur: Gísli S. Arason, rekstrarráð-
gjafi hjá Stuðli hf. og lektor við viðskipta-
deild Háskóla íslands, og Jóhann Magnússon,
rekstrarráðgjafi hjá Stuðli hf.
Tími og verð: 6. október kl. 8.15-16.00. Þátt-
tökugjald er kr. 11.500.
Upplýsingar í símum 694923, -24 og -25.
HUJPR°§GLimR
Ný lína - aukin þjónusta
• Nýjungar í lömum, læsingum og stormjárnum. • Barnalæsingar á opnanleg fög.
• Ný útfærsla á gluggaprófíl, fögum, postum og glerlistum.
• Önnumst nú einnig ísetningu og glerjun á gluggum og hurðum. • Mikið litaúrval.
• Nýr sýningarsalur við Reykjanesbraut, Hafnarfirði.
Áratuga reynsla í huröa- og gluggasmíði. Gerum verðtilboð í öll verk.
Góöir greiðsluskilmálar.
L
viö Reykjanesbraut í Hafnarfiröi - Sími 54444