Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Almenningur sýndi Ferðakaupstefnu Vestur-Norðurlanda mikinn áhuga og var íþróttahöllinn troðfull af gestum þann tíma sem hún var opin.
Ferðakaupstefna Vestur-Norðurlanda:
Kaupstefnan skílaði 30-40
millj. veltu inn í bæjarfélagið
Kennarar á
Norðurlandi
Niðurskurði
mótmælt
Á AÐALFUNDI Bandalags kenn-
ara á Norðurlandi eystra, sem
haldinn var á Laugum í Reykja-
dal fyrir nokkru, var samþykkt
ályktun þar sem hugmyndum um
frekari niðurskurði til mennta-
mála er harðlega mótmælt.
„Stjómvöld hafa nú þegar vegið
grimmilegt að skóiastarfi í landinu
og því ljóst að ef af áframhaldandi
niðurskurði verður er öllu skóla-
starfi í landinu stefnt í hreinan
voða,“ segir í ályktuninni.
Þá kemur fram að Bandalagið
hvetur félaga sína til að vera virkir
í umræðum um skólamál og láta
ekki hugfallast á tímum niðurskurð-
ar og þrenginga í þjóðfélaginu. „Að
undanfömu hefur verið vegið harka-
lega að kennarastéttinni og skóla-
starfi í landinu. Því er mikilvægara
^nú en nokkru sinni að kennarar
standi dyggan vörð um hagsmuni
sína og skólanna."
-----♦ ♦ ♦---
Einn á 99 km.
á Glerárgötu
ÖKUMAÐUR var sviptur ökuleyfi
sínu um helgina eftir að hann
hafði mælst á 99 kílómetra hraða
á klst. á Glerárgötu, þar sem leyfi-
legur hámarkshraði er 50
km/klst.
Nokkuð erilsamt var hjá lögregiu
um helgina, að sögn varðstjóra, al-
menn ölvun töluverð og rúður voru
brotnar í miðbænum.
Tvö óhöpp urðu í umferðinni, tveir
bílar rákust saman á gatnamótum
Eyralandsvegar og Hrafnagilsstræt-
is og var einn maður fluttur á slysa-
deild, en reyndist ekki mikið meidd-
ur. Þá valt bíll skammt frá bænum
Rein í Eyjafjarðarsveit, ekki urðu
slys á fólki, en bifreiðin er mikið
skemmd.
Sjö tilboð bárust í verkið og voru
þau öll undir kostnaðaráætlun, sem
hljóðaði upp á 53,7 milljónir króna.
Vör hf. átti lægsta tilboðið, um 41,6
„AÐSÓKNIN fór fram úr björt-
ustu vonum,“ sagði Jón Gauti
Jónsson starfsmaður Atvinnu-
málanefndar Akureyrar, en
Ferðakaupstefna Vestur-Norð-
urlanda sem haldin var í Iþrótta-
höllinni á Akureyri fyrir helgi
var opin almenningi á laugardag.
Þetta er í fyrsta sinn sem al-
milljónir króna, eða 77,4% af áætluð-
um kostnaði.
Gert er ráð fyrir að verkinu verði
skilað 1. júní á næsta ári.
menningi gefst kostur á að skoða
kaupstefnuna er hún hefur verið
haldin á íslandi og greinilegt af
góðri aðsókn að Norðlendingar
hafa kunnað að meta það.
Jón Gauti Jónsson sagði erfitt
að segja til um hversu miklum pen-
ingum kaupstefnan hefði skilað, en
menn hefðu verið að leika sér að
tölum í því sambandi og nefnt að
ekki væri ólíklegt að hún hefði skil-
að 30 til 40 milljóna króna veltu inn
í bæjarfélagið. Þá væntu menn þess
einnig að í kjölfarið myndi ferða-
þjónusta á svæðinu aukast og að
fyrirtæki á svæðinu gætu í fram-
haldi af kaupstefnunni náð samn-
ingum við nýja ferðaheildsala.
„Þessi kaupstefna var mikil lyfti-
stöng fyrir bæinn og hún gekk í
alla staði vel, hún skilaði tugum
milljóna króna inn í bæjarfélagið,
en hér voru um 500 manns í 3 til
5 daga og þá má einnig nefna að
hingað kom fjöldinn allur af fólki
sem engin kynni hafði haft af Akur-
eyri áður. Við vonumst til þess að
sú viðkynning verði til þess að blása
auknu Iífi í ferðaþjónustu hér á
svæðinu á næstu árum. Bærinn
hefur aldrei áður fengið svo mikla
kynningu og þessa daga sem kaup-
stefnan stóð og við vonum auðvitað
að hún skili sér,“ sagði Jón Gauti.
Þátttakendur voru mun fleiri en
búist hafði verið við, en síðast þeg-
ar Ferðakaupstefna Vestur-Norð-
urlanda var haldin á íslandi, í
Reykjavík árið 1989, voru þátttak-
endur rúmlega 300. Nú tóku þátt
í kaupstefnunni um 500 manns.
„Það virðist einhver bylgja vera í
gangi núna, það er aukinn áhugi
fyrir norðlægum löndum og það var
mikið um nýja ferðaheildsala á
þessari kaupstefnu, sem ekki hafa
áður boðið Islandsferðir, en eru að
bæta þeim við,“ sagði Jón Gauti.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar
Tekjur hafa aukist
Slökkvistöðvarbyggingin
Samið verði við Vör hf.
BÆJARRÁÐ hefur lagt til að samið verði við Vör hf. um breyting-
ar á Árstíg 2, þar sem koma á upp framtíðarhúsnæði fyrir Slökkvilið
Akureyrar og Strætisvagna Akureyrar.
um 8 milljónir króna
TEKJUR Dalvíkurbæjar vegna aðstöðugjalds eru um 6 milljónum
króna meiri en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar, sem
sýnir að velta fyrirtækja í bænum er meiri en búist var við er
áætlunin var gerð. Bæjarstjórn Dalvíkur afgreiddi endurskoðaða
fjárhagsáætlun á fundi síðastliðinn þriðjudag og greinir Bæjarpóst-
urinn á Dalvík frá helstu breytingum á áætluninni, sem eru að
auknu fé er veitt til framkvæmda í bænum.
Áætlað var að veija 25 milljón-
um króna til sundlaugarbyggingar
á árinu, en sú upphæð hefur verið
hækkuð um 7 milljónir króna svo
unnt verði að gera sundlaugarhús-
ið fokhelt fyrir áramót. Þá sam-
þykkti bæjarstjórn að veija tæpum
1,4 milljónum til leikavalla og 1,6
milljónum til kaupa á erfðafestu-
löndum í stað 500 þúsunda og loks
má nefna að kaup á hlutafé í
Hamri hf. var hækkað úr 9,5 millj-
ónum í 12,5 milljónir króna.
Áætlað hafði verið að bærinn
legði fram 6 milljónir króna til að
Ijúka gerð íþróttasvæðis fyrir
unglingalandsmót sem haldið var
á Dalvík í sumar, en sú upphæð
var hækkuð í 8,8 milljónir. Ljóst
er nú að heildarkostnaður við
svæðið nemur 11,7 milljónum og
er hlutur Dalvíkurbæjar 10 millj-
ónir króna.
Aukin útgjöld eru að hluta fjár-
mögnuð með lántökum, en gert
er ráð fyrir að þær aukist um
tæpar 5 milljónir. Skatttekjur auk-
ast um 8 milljónir króna frá því
sem gert var ráð fyrir við gerð
fjárhagsáætlunar í upphafi árs, en
þar munar mestu um að aðstöðu-
gjald skilar bænum 6 milljónum
króna meira í tekjur en búist var
við.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
*
A skautum til Dalvíkur
Nokkrir unglingar úr íshokkídeild Skautafélags Akureyrar hlupu
áheitahlaup frá Akureyri til Dalvíkur, eða rúmlega 40 kílómetra leið,
til fjáröflunar fyrir félagið á laugardaginn. Ferðin gekk vel, en skauta-
menn voru tvær klukkustundur og 45 mínútur á leiðinni. Nokkurt
fé safnaðist og verður það notað til reksturs deildarinnar. Aðalfund-
ur Skautafélags Akureyrar verður haldinn annað kvöld, miðvikudags-
kvöld þar sem eflaust verður rætt um fjárhagsvanda félagsins, en
reksturinn hefur verið þungur að undanförnu og m.a. skuldar félag-
ið Rafveitu Akureyrar 1,2 milljónir króna vegna rafmagnsreiknings
fyrir síðasta vetur. Verið er að leita leiða til að greiða reikninginn
svo rafmagni verði hleypt á skautasvæðið, en rafmagnsleysi hefur
staðið í vegi fyrir framkvæmdum við svæðið. „Við vonum að þetta
mál leysist fljótt. Það er mjög brýnt orðið fyrir okkur að geta farið
að hefja æfingar, við höfum Islandsmeistaratitil að veija og ég get
fullyrt að íshokkíið er eina íþróttagreinin þar sem við Akureyringar
höfum verulegt forskot á aðra landsmenn,“ sagði Magnús Finnsson,
formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar.