Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
45
Minning
Ólafía Jónsdóttir
Fædd 6. janúar 1914
Dáin 21. september 1992
í dag er gerð útför frú Ólafíu
Jónsdóttur húsfreyju frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík. Hún ólst upp í
frumbernsku sinni með systur sinni
Gíslínu á Bræðraborgarstíg 5 í litlu
húsi, sem fyrir löngu er horfíð og
flutt brott í Kópavog.
Foreldrar þeirra voru Jón Halldór
Gíslason múrarameistari (f. 19. maí
1883, d. 9. desember 1969) ættaður
austan úr Flóa af Jötuætt og var
Sesselja móðir hans alsystir Brynj-
ólfs, rithöfundar og fræðimanns,
Jónssonar á Minna-Núpi, og fyrri
kona hans, Auðbjörg Pétursdóttir í
Bakkakoti á Seltjamamesi (f. 12.
júlí 1881, d. 21. október 1921),
Ingimundarsonar í Bollagörðum,
Ingimundarsonar á Völlum, Bjarna-
sonar.
Þau eignuðust ekki fleiri böm
saman en þessar tvær dætur. Gísl-
ína lifir systur sína og býr á Sörla-
skjóli áttatíu ára gömul. Auðbjörg
móðir þeirraveiktist af berklum og
dó aðeins fertug 1921 þegar Lóa,
eins og við kölluðum hana ævin-
lega, var aðeins 7 ára. Þá var
kreppa í landi og atvinnuleysi. Jón
Gíslason varð að láta frá sér báðar
dætumar. Gíslína var tekin í fóstur
af ættingjum austur í sveitum en
Lóa varð sjúklingur á Vífílsstöðum.
Hún hafði dottið við leik og meitt
sig í hné, sem ekki var gefinn of
mikill gaumur að. En það greri
ekki og hlupu berklar i meinið. í
heilt ár barðist hún við sjúkdóminn
á Vífilsstöðum og fékk loks bót en
þá var hnjáliðurinn orðinn fastur
og gekk hún með staurfót alla ævi.
Faðir hennar, Jón Gíslason,
kvæntist aftur nokkm seinna, Guð-
rúnu Jónsdóttur frá Hafþórsstöðum
í Norðurárdal. Þau fluttu á Berg-
staðastræti 17 og bjuggu þar alla
tíð. Með Guðrúnu átti Jón fjögur
börn: Guðjón Björgvin, skrifstofu-
stjóra í Reykjavík, Sesselju og Ingi-
björgu, sem vom tvíburar og Svövu.
Ingibjörg og Svava em látnar fyrir
mörgum árum.
Eftir fermingu tók við þrotlaus
leit að vinnu og var ekki um auðug-
an garð að gresja. Á unglingsámm
réði hún sig í vist hjá ýmsum borg-
urum þó að ekki væri hátt kaupið.
Eitthvað mun hún hafa unnið í veit-
ingahúsum þó að ég viti lítið um
það skeið ævi hennar nema hvað
fátækt og basl vom þar áberandi í
lífsbaráttunni.
Árið 1943, þann.27. febrúar, gift-
ist hún Gils Sigurðssyni, verslunar-
manni, fangavarðar, Péturssonar í
Reykjavík. Þau leigðu sér litla íbúð
í húsi númer 19 við Frakkastíg. Þar
hitti ég Lóu fyrst í gegnum kynni
mína af Ingibjörgu systur hennar.
Það var strax ákaflega ánægjulegt.
Ég var þá ráðdeildarlítill stúdent
af öðru landshorni, alltaf blankur
og oft svangur. Ég leigði herbergi
ekki langt frá og þegar ég hafði
nokkmm sinnum heimsótt hana
með systur hennar, fór hún að gefa
okkur súpu og stundum mat. Svo
ERFIDRYKKJUR
Perlan á Öskjuhlíð
KkLAN sími 620200
'SCom,
Opið alla daga frá kl. 9 22.
sagði hún mér að koma og fá mér
súpu þegar vont væri veður á leið
í mötuneytið, sem var í háskólanum.
Það varð svo að vana og endaði
með því, sem hún hafði ætlað sér,
að taka mig í fæði. Ég borðaði síð-
an hjá þeim hjónum heilan vetur
mér alveg að kostnaðarlausu. Og
það var ekkert slorfæði. Hún virtist
njóta þess að búa til góðan mat og '
gleðjast yfir því að bera lystilega
rétti fyrir manninn sinn og gesti
þeirra. Hún var mikil húsmóðir. Og
þama á Frakkastígnum held ég að
hún hafi fýrst farið að njóta sín sem
húsmóðir á eigin heimili, eftir allt
baslið í kreppunni fyrir stríð.
En bestu ár ævinnar, sem hún
minntist jafnan með gleði, hófust
þegar þau hjónin fluttu í nýja rúm-
góða íbúð í húsið númer 6 við Kjart-
ansgötu árið 1949. Það var nýtt
hús í nýju hverfi og þar bjó Lóa
manni sínum fallegt heimili þar sem
allt gljáði af snyrtimennsku og
myndarskap. Þangað komum við
oft í heimsókn, ég og systir henn-
ar, sem var orðin konan mín, þegar
við vorum flutt til Vestfjarða og
komum í heimsókn til Reykjavíkur.
Til þeirra lá leiðin gjaman fyrst.
Hún var svo mikill vinur okkar og
þau hjónin bæði.
Og svo hlotnaðist henni sú gæfa
að eignast dóttur. Þann 7. desem-
ber 1954 fæddist Auður Gilsdóttir,
sem var augasteinn foreldra sinna
og hápunktur gæfunnar hennar
Lóu, sem hana vafalaust hefur
dreymt um í fátækt, basli og sjúk-
dómi unglingsáranna. Eftir þær
raunir allar þykir mér eins og hún
hafí átt þetta lífslán fullkomlega
skilið að eignast svo vel gerða,
væna og fallega dóttur sem Auður
Gilsdóttir er. Hún hefur reynst
móður sinni frábærlega vel í veik-
indum hennar seinustu árin, umvaf-
ið hana umhyggju og ástúð.
Lóa missti Gils manninn sinn 13.
janúar 1979. Hún bjó eftir það í
Arahólum í Breiðholti, ekki langt
frá heimili Auðar dóttur sinnar og
manns hennar Björns Halldórsson-
ar, í Austurbergi 12.
Seinustu árin hrakaði heilsu
hennar mjög og dvaldi hún lengst
af á Vífílsstaðaspítala og þar fékk
hún hægan dauðdaga 21. septem-
ber síðastliðinn.
Mig hefði langað til að minnast
þessarar mágkonu minnar og vel-
gerðarkonu meir og betur en hér
hefur til tekist því ég á henni mik-'
ið að þakka og á um hana margar
góðar minningar frá löngu liðnum
árum.
Blessuð sé minning Ólafíu Jóns-
dóttur.
Þórarinn Þór.
GRÁSTEINN
% I_ Á G R V T I , L I P A B I T
GABBRÓ.MARMARI
G R A N í T
I.HELGASON HF STEINSffllDJA
SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR EMIL GESTSSON
pípulagningamaður,
- Unufelli 50,
andaðist í Borgarspítalanum þann 25. þessa mánaðar.
Útförin auglýst síðar.
Ingibjörg Axelsdóttir,
börn,tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
- t
Systir okkar,
VILBORG JÓNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 30. september
kl. 13.30.
Steinunn Jónsdóttir,
Svava Jónsdóttir,
Steinþór Jónsson.
t
Útför bróður okkar,
STEFÁNS ÞORKELSSONAR,
fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 29. september kl. 13.30.
Sigurgeir Þorkelsson,
Ingimar Þorkelsson,
Gylfi Þorkelsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VILHJÁLMUR G. SVEINSSON,
Smyrlahrauni 42,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 30. sept-
ember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Félag nýrnasjúkra og Hjartavernd.
Esther Kristinsdóttir, Sigurður Bergsteinsson,
Þorgeir Vilhjálmsson,
Sveinn Rúnar Vilhjálmsson, Helga Fjeldsted,
Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir, Valgeir Guðbjartsson,
Jónína Sigurbjörg Viihjálmsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MOGENS A. MOGENSEN
lyfsali,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. október
1992 kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið.
Petra Mogensen,
Ellen M. Thors, Jón Thors,
Gunnar Mogensen, Hulda G. Mogensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA ÞORLEIFSDÓTTIR,
Suðurgötu 17,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 30. september
kl 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir.
Helgi K. Haraldsson, Ásthildur Einarsdóttir,
Þorgeir Haraldsson, Guðríður H. Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNATANSDÓTTIR,
si'ðast til heimilis
á Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Eskihlíð 12b, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. október
kl. 13.30.
Jón Júli'usson, Signý Sen,
Anna Júli'usdóttir, Bergþór Smári,
Erlendur Jónsson,
Sigríður H. Jónsdóttir,
Júli'us Smári
og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir sýnda vináttu og samúð við fréfall og útför
GUÐLAUGS EYJÓLFSSONAR
fyrrverandi kaupfélagsstjóra.
Þorbjörg Guðlaugsdóttir,
Sigurður Guðlaugsson,
Ingólfur Guðlaugsson,
Jón G. Guðlaugsson,
Bárður Guðlaugsson,
Magna Baldursdóttir,
Rannveig L. Pétursdóttir,
Lára Jónsdóttir,
Guðný Einarsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
JÓNSLAXDAL
frá Meðalheimi.
Sérstaklega þökkum við starfsstúlkum á dvalarheimilinu Hlíð fyr-
ir góða ummönnun.
Guðný Laxdal,
Oddný Laxdal,
Þorgerður Laxdal,
Hlaðgerður Laxdal
og fjölskyldur.
Lokað
Vegna jarðarfarar RÖGNU EINARSDÓTTUR verð-
ur lokað í dag frá kl. 13.00-15.00.
Gallerí Sara,
Trönuhrauni 6, Hafnarfirði.