Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
55
Aukaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna í Neskaupstað
• •
Ollum hugmyndum um
veiðileyfagjald hafnað
Samþykkt að kjörtímabilið skuli lengt, vægi atkvæða jafnað og þingmönnum fækkað
AUKAÞING Sambands ungra
sjálfstæðismanna (SUS) var
haldið í Neskaupstað um helgina
og þar voru ályktanir um helstu
svið sljórnmálanna samþykktar.
í stjórnmálaályktun þingsins er
öllum hugmyndum um veiði-
leyfagjald hafnað og kveðið er
á um að ekki skuli hafna erlendu
áhættufjármagni í íslenskum
sjávarútvegi. I ályktun þingsins
um utanríkismál er eindregnum
stuðningi lýst yfir við aðild ís-
lendinga að Evrópsku efnahags-
svæði (EES) og sagt að ástæðu-
laust sé að ræða um nánara sam-
starf við Evrópubandalagið á
meðan ekki hefur fengist
reynsla af EES.
Auk áðumefndra mála leggur
SUS áherslu á nokkur atriði í
stjómmálaályktun og meðal þeirra
em eftirfarandi:
* Atkvæðisréttur verði jafn og
þingmönnum fækkað.
* Byggðastofnun sjái um almenna
ráðgjafarstarfsemi fyrir opinbera
aðila, en ekki lánafyrirgreiðslu eða
styrki. Flytja skal starfsemi stofn-
unarinnar út á land.
* Ríkisstjórnin gerir rétt með því
að beina atvinnuskapandi aðgerð-
um á næstu árum mestmegnis til
vegamála.
* Fijálsa aðild að verkalýðsfélög-
um.
* Frelsi til að ákveða í hvaða líf-
eyrissjóði einstaklingar greiði.
* Leggja niður félagslega íbúða-
kerfíð í núverandi mynd.
* Að fa,gleg og fjárhagsleg ábyrgð
í heilbrigðisþjónustunni fari sam-
an, að sjúkratryggingar verði end-
urvaktar og að tekjutengt iðgjald
innheimtist sem hluti af sköttum.
* Islendingar bregðist við breyt-
ingum á alþjóðavettvangi af var-
færni og fordómalaust.
* Halda ber gengi stöðugu, það
er ein forsenda stöðugleika í efna-
hagsmálum.
* Draga á enn meir úr miðstýringu
í landbúnaði og hætta ber niður-
greiðslum og útflutningsbótum til
landbúnaðar. Gefa skal framleiðslu
og verðlag fijálst.
* Hætta skal skuldasöfnun ríkis-
ins og skila hallalausum fjárlögum
með útgjaldalækkunum en ekki
skattahækkunum.
* Lækka þarf tekjuskatt einstakl-
inga og fyrirtækja og einnig skal
lækka virðisaukaskatt verulega
með því að afnema undanþágur.
* Huga ber að enn frekari einka-
væðingu opinberra fyrirtækja -en
hefur verið gert hingað til. Einka-
væðing fyrirtækja í samkeppni á
að hafa forgang og leggja ber
höfuðáherslu á einkavæðingu opin-
beira peningastofnana og kanna
möguleika á einkavæðingu raf-
orkufyrirtækja.
* Aðstöðumunur sjóvinnslu um-
fram landvinnslu verði afnuminn.
* Þjóðaratkvæðagreiðsla um
samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið er talin ástæðulaus.
Miklar umræður um
sjávarútvegsmál
í ályktun þingsins um sjávarút-
vegsmál segir meðal annars:
„Markmiðið með stjórnun fiskveiða
er að veiða sem hagkvæmast magn
með sem minnstum tilkostnaði, og
vemda stofnana. Ekki hefur komið
fram raunhæfari leið til þess að
ná þessum markmiðum en afla-
markskerfið. Festa verður það
Miklar umræður urðu í sjávarútvegsnefnd aukaþings Sambands ungra sjálfstæðismanna í Neskaupstað
um helgina. A meðfylgjandi mynd sjást nokkrir nefndarmenn og eru þeir þungbrýndir eftir löng funda-
höld.
kerfí í sessi til þess að eyða óvissu
og til þess að hagræðingin geti
orðið hraðari en ella. [...] Ungt
sjálfstæðisfólk hafnar öllum hug-
myndum um veiðileyfagjald.
Frjálst framsal verður að vera á
aflaheimildum til þess að markmið
um hagræðingu náist.“
Það er athyglisvert að þingið
skuli taka svo eindregna afstöðu
gegn veiðileyfagjaldi, ekki síst með
tilliti til samþykktar síðasta aðal-
þings um sjávarútvegsmál, sem
haldið var á Isafírði i ágúst í fyrra.
Á því þingi var hart deilt um hvort
til greina kæmi að innheimta
ákveðið gjald af útgerðaraðilum
fyrir afnot af auðlindinni. Á ísa-
fjarðarþinginu komu menn sér
saman um þá málamiðlun að eðli-
legt væri að innheimta hlunninda-
gjald, sem látið yrði standa straum
af kostnaði við þá þjónustu sem
sjávarútvegurinn notaði, s.s.
rekstri Hafrannsóknastofnunar.
Eftir þingið í fyrra kom hins
vegar í ljós að menn voru ekki
alveg sammála um túlkun ályktun-
arinnar. Davíð Stefánsson, for-
maður SUS, sagði í viðtali rétt
eftir þingið að því væri haldið
nokkuð opnu hvernig menn túlk-
uðu hugtakið hlunnindagjald.
Hægt væri að nota þetta orð eða
tala um veiðileyfagjald en það sem
átt væri við í báðum tilvikum væri
hlunnindagjald fyrir veiðiheimild
eða nýtingarréttinn. Sumir and-
stæðingar veiðileyfagjalds eða
gjaldtöku af útgerðaraðilum héldu
því hins vegar fram að í ályktun-
inni fælist síður en svo viðurkenn-
ing á gjaldtöku ríkisins fyrir nýt-
ingarréttinn heldur eingöngu fyrir
þá þjónustu sem sjávarútvegurinn
notaði.
í ályktunardrögum aukaþings-
ins, sem haldið var í Neskaupstað
um helgina, sagði að sjávarútveg-
urinn þyldi ekki meiri álögur, sér-
staklega eins og staðan væri í
dag, og ætti það jafnt við um veiði-
leyfagjald sem önnur gjöld. í með-
förum sjávarútvegsnefndar þings-
ins var mun harðari afstaða tekin
og veiðileyfagjaldi alfarið hafnað.
Formaður sat hjá í
atkvæðagreiðslu
'Á þinginu sjálfu voru ályktunar-
drög nefndarinnar samþykkt án
mótatkvæða en Davíð Stefánsson,
formaður SUS, sat meðal annarra
hjá við atkvæðagreiðsluna. Davíð
skýrði hjásetu sína í ræðu, þar sem
hann lýsti yfír því að hann væri
ósammála niðurstöðum nefndar-
innar. Hann sagðist þó ekki ætla
að gera þær að ágreiningsefni á
þinginu vegna þess að hann vissi
að þar væri hann í minnihluta með
skoðanir á stjómun fiskveiða. „í
þessari ályktun sé ég ekki mjög
margt nýtt og ég verð að segja
það, að í þessari ályktun er ekki
djarft á málum tekið. Það er undir
það tekið sem flokksforystan hefur
lagt til í þessum málum og menn
eru tregir til að koma með nýjar
hugmyndir. Ég harma í raun að
menn skuli vera svo skammsýnir
að útiloka með öllu einhvers konar
veiðileyfagjald um alla framtið. Ég
harma einnig að menn skuli ekki
einu sinni hafa þann möguleika
opinn. Það er nefnilega svo að
kvótar eru pólitísk leyfi og hér
erum við að fjalla um að afhenda
mönnum þessi leyfi. Við erum sam-
mála um að menn eigi að fá póli-
tísk leyfí og takmarka aðganginn
að þessari auðlind. En það, að
menn fái pólitísk leyfí gefins til
aldurs og ævi og þau gangi í arf
til bamabama þessa fólks og svo
framvegis, það get ég ekki saétt
mig við án frekari umræðu. Við
erum að horfa upp á það að vera
búin að afhenda ákveðnum hópi í
landinir til eignar helstu auðlind
þjóðarinnar."
Opnað fyrir fjárfestingar
erlendra aðila í sjávarútvegi
í ályktun þingsins um sjávarút-
vegsmál er hvátt til þess að útlend-
ingum verði gert kleift að leggja
fram áhættufé í sjávarútvegi og
bent á að þegar rætt sé um eignar-
aðild þeirra sé lítill munur á því
hvort þeir eigi lánsfé eða hlutafé
í greininni. Hægt sé að setja regl-
ur um hámarkseignaraðild og/eða
atkvæðisrétt erlendra aðila. Þó eigi
að setja það skilyrði fyrir fjárfest-
ingum útlendinga að ekki sé um
ríkisstyrkt fyrirtæki að ræða.
Á að lengja kjörtímabilið?
í ályktunum þingsins segir einn-
ig að ef ætlunin sé að tengjast ECU
sé heppilegast að setja krónuna
fyrst á flot og láta hana ná mark-
aðsjafnvægi. Einnig kemur fram
að víðtæk verkefnatilfærsla í þjóð-
félaginu, frá ríkinu til einstaklinga,
sé best til þess fallin að losa efna-
hagskerfíð úr viðjum þeirrar stöðfi-
unar, sem ríkt hefur hér á landi
undanfarin ár. Það er talið grund-
vallaratriði að ríkissjóður sé ekki
rekinn með halla og segja að lang-
varandi hallarekstur og sjálfvirk
útgjaldaaukning sé aðalvandinn í
ríkisfjármálum. Ungir sjálfstæðis-
menn telja eina af þeim leiðum,
sem færar eru til lausnar vandan-
um, vera þá að lengja kjörtímabil-
ið, til dæmis í sex ár, og auka þar
með líkumar á því að valdhafar
velti ekki vandanum á undan sér
fram yfir kosningar heldur njóti
ávaxta góðra verka en taki afleið-
ingunum af slæmum verkum.
Hvatt er til þess að meira verði
skorið niður í ríkisfjármálum en
gert hefur verið til þessa. SUS
hvetur til skattalækkana og til
þess að vörur verði verðmerktar
þannig að virðisaukaskattur komi
fram sérstaklega. Þá er hugmynd-
um um hátekjuskatt hafnað, sagt
að hann séu í sjálfum sér ósann-
gjarn og ósennilegt sé að með slík-
um skatti náist til þeirra, sem hafa
í raun hæstar tekjur. Stuðningi er
lýst við fjármagnstekjuskatt en
talið óskynsamlegt að fara út í þá
skattlagningu nú vegna stöðunnar
á fíármagnsmarkaði.
I samgöngumálaályktun þings-
ins er lögð áhersla á að öll sér-
leyfí verði tafarlaust lögð niður og
hvatt til aukinnar einkavæðingar
vega, hafna og flugvallarmann-
virkja. í landbúnaðarályktun er
hvatt til þess að framleiðsla og
verðlag landbúnaðarafurða verði
gefín frjáls, niðurgreiðslum hætt,
einokun einstakra fyrirtækja af-
numin, dregið verði úr mikilvægi
framleiðslukvóta og þeir lagðir nið-
ur sem fyrst.
Samantekt: Kjartan Magnússon.
Samtök fjárfesta
*
Aformum um hækkun
eignarskatta mótmælt
SAMTÖK fjárfesta fagna því að samkvæmt yfirlýsingum ráðherra
undanfarna daga virðist nú orðið (jóst að tekjuskattur verður ekki
lagður á vexti af sparifé landsmanna á þessu ári, segir í frétt frá
Samtökum fjárfesta.
Samtökin mótmæla hins vegar
harðlega framkomnum áformum um
hækkun eignarskatta og breikkun
eignarskattsstofns.
Það hefur verið eitt af aðalbar-
áttumálum Samtaka fjárfesta, al-
mennra hlutabréfa- og sparifjáreig-
enda, frá stofnun samtakanna árið
1988, að beijast gegn því að vextir
af sparifé verði skattlagðir. Einnig
hafa samtökin barist gegn ósann-
gjörnum eignarsköttum, sem hafa
verið með þeim hæstu sem þekkjast.
■jpp
VMIN MN
FJðLSKYLDA?
Heildarvinningsupphæðin:
113.067.286 kr.
Röðin: 122-112-2X2-X1X2
13 réttir: 21 raöir á
12 réttir: 437raðirá
11 réttir: 5.266 raöir á
10 réttir: 43.579 raöirá
Nú er EUROTIPS 2 í gangi og lokar fyrir sölu kl. 17:00 á
miövikudaginn. Aö EUROTIPS standa Austumkismenn,
Danir, Svíar ásamt okkur. Muniö aö nota GULA SEÐIUNN
fyrir kl. 17:00 á miövikudag. 1X2- ef þú spilar til aö vinna
1.453.720 - kr.
43.980 - kr.
3.860 - kr.
980 - kr.
—týrir þlg og þíns fjöískyldu!