Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 Góðfúsíega leitið nánari uppíýsínga m HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 M60 6,0 tonn. Stærð palls: 379 x 236 á einni hásingu. Verð nú kr. 250.000 -Verð áður kr. 285.000. M85 8,5 tonn. Stærð palls: 412 x 236 á tveim hásingum. Verð nú kr. 350.000 - Verð áður kr. 389.000. Verð er án vsk. Getum einnig útvegað 5 - 11 og 13 tonna vagna. HAUSTTILBOÐ Eigum nú fyrirliggjandi nokkra 6 og 8,5 tonna sturtuvagna á góðu verði. Kristófer finnur Ameríku Er þær rauðu rændu Moro Háskólabíó Ár byssunnar - “Year of the Gun“ Leikstjóri John Frankenheimer. Aðalleikendur Andrew McCart- hy, Valeria Golino, Sharon Stone, John Pankow. Bandarík- in 1991. Það er því miður liðinn heill ald- arfjórðungur síðan leikstjórinn John Frankenheimer gerði virki- lega bitastæða spennumynd, en það var Seconds. Skömmu áður hafði hann stýrt tveimur, firna- sterkum, pólitískum þrillerum, The Manchurian Candidate og Seven Days in May. Og enn er karl við sama heygarðshornið þrátt fyrir að síðustu myndir hans hafi verið heldur slakar og farið fyrir ofan garð og neðan hjá kvikmyndahúss- gestum. (52 Pick-Up (’86) átti þó sína spretti). Ar byssunnar gerist undir lok áttunda áratugarins á þeim miklu óróatímum á Italíu er Rauðu her- deildirnar hrelldu þjóðfélagið með glæpum og hryðjuverkum. Fræg- asta illvirki þessa öfgahóps var ránið á sjálfum forsætisráðherran- um, Aldo Moro, og spinna höfund- ar efnisþráðinn í kringum atburð- inn. Blaðamaðurinn McCarthy á að vera að semja skáldsögu í hjá- verkum þar sem fléttan er einmitt rám herdeildanna á Moro. Til sög- unnar kemur metnaðarfullur ljós- myndari (Stone) sem vill eignast hlutdeild í bókinni sem þeir rauðu fá nú vitneskju um. Er nú líf blaða- mannsins og ljósmyndarans í upp- námi. Akaflega brokkgeng, oftast heldur slök spennumynd þar sem afarmikil ólíkindi blandast bráðsnj- öllum sögufléttum. Frankenheimer siglir áfram á hálfum dampi og leikararnir upp og ofan. McCarthy gat tæpast glætt unglingavellu- myndir Hughes-verksmiðjunnar nokkru líf — þar sem hann átti þó heima — og er firna slakur í hlutverki sem hann passar engan veginn í. Golino er illskárri í ein- staklega ótrúlegu hlutverki sem er veikasta hlið myndarinnar. Pankow er góður en Sharon Stone gerir hlutverki hins óttalausa ljós- myndara ágæt og ögrandi skil. Sem dæmi um brokkgengni Fran- kenheimers og félaga má nefna atriðið þegar á að taka skötuhjúin af lífi. Þar stefnir lengi vel í far- sæla lausn á erfiðum hnút uns McCarthy er látinn taka fáránlegt al-amerískt-aulahetjuæði sem eng- inn þolir lengur, hvorki í Moskvu né Montana. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Kristófer Kólumbus: Upp- götvunin („Christopher Colum- bus: The Discovery“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: John Glen. Framleiðendur: Uya og Alexander Salkind. Handrit: Mario Puzo og John Briley. Aðalhlutverk: George Corr- aface, Tom Selleck, Rachel Ward, Marlon Brando, Robert Davi. í tilefni af því að 500 ár eru lið- in frá því að Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku hafa þeir stór- framleiðendur og feðgar Ilya og Alexander Salkind, sem frægastir eru fyrir Súperman, framleitt heil- mikla mynd um Kristófer og gert úr honum nánast helgimynd eða a.m.k. sýningu sem hæfír stór- afmælum en er kannski ekki að sama skapi sannverðug eða beint spennandi. Leikstjóri er Bondstjómandinn John Glen, lítt andríkur fagmaður. Einn af handritshöfundunum er Mario Puzo en fleiri hafa krukkað í það svo það virðist hálfstefnu- laust. Og leikaravalið er vægast sagt sérkennilegt enda var ekki v.andalaust að ráða í titilhlutverkið; sæst hafði verið á Timothy Dalton en hann stökk frá borði og hróp- aði samningssvik. Þannig var framleiðslan þeirra feðga ekki laus við erfíð vandamál. Kólumbus sjálfur er leikinn af nánast óþekktum leikara, George Correface að nafni, sem virðist ekki vita hvort hann á að leika kaptein Blood eða mesta siglinga- fræðing sögunnar. Tom Selleck og Rachel Ward, sem líta heldur und- arlega út í viðhafnarklæðum spænska konungsdæmisins, fá hlutverk Ferdinands og Isabellu og loks bregður Marlon Brando fyrir í hlutverki Tomás Torqu- emada, yfirmanns spænska rann- sóknarréttarins, en hefur furðu- lega litla vikt og fær lítið að gera annað en að bukta sig og beygja með samsæriskenndan svip. Jafn- vel aukaleikarar eins og Robert Davi, sérfræðingur í illmennum kvikmyndanna, eiga í vandræðum með að falla í hlutverkin líkt og búningarnir séu þeim ofviða. Myndin spannar tímann í lífí Kólumbusar frá því hann biðlar árangurslaust til Portúgalskóngs um að styrkja sig til fararinnar frægu og til þess er hann snýr aftur til Spánar úr fyrstu ferðinni til Ameríku. Þegar við kynnumst honum í upphafí er hann eins og Errol Flynn í hlutverki sjórænin- gjaforingja að skylmast með glæsi- brag við óþjóðalýð á götum ein- hverrar hafnarborgarinnar. Leik- arinn Correface er einmitt maður- inn í slíkar skylmingar, hávaxinn, grannur og myndarlegur á alla lund, en hann gefur varla sannfær- andi mynd af Kólumbusi undir leik- stjóm Glens. Hún er raunar tvíklof- in; hann er hugrakki sæfarinn haldinn þráhyggju um nýja sigling- arleið, skylmingarkappinn og mannvinurinn þar til hann kemur til Ameríku að allt í einu skipast veður í lofti og hann verður harð- stjóri hinn mesti og hefur litla þolinmæði gagnvart frumbyggjun- um. Má vera að hér hafí gætt áhrifa Brandos, sem sögur herma að hafí litist illa á einróma lofið sem Kólumbus fékk í handritinu. Myndin svarar því a.m.k. ekki hvers konar maður Kólumbus var í raun en heldur sig frekar við þá þjóðsagnakenndu útgáfu sem orðin er til af honum. Ekki batnar það þegar við kynn- umst konungshjónunum á Spáni og okkur mætir Magnum P.I. með kórónu á höfðinu og þokkagyðan Ward. Selleck er með öllu stein- runninn í hlutverkinu og þótt skykkjurnar fari honum vel er hlut- verkið hvergi sniðið að honum. Ward er hins vegar í mun að bæta leikleysu Sellecks og er síbrosandi og glansandi af tápmiklu fjöri enda Márarnir flúnir úr landi. Það þarf rösklegt hugarflug til að slá þess- um tveimur saman í Ferdinand og ísabellu og talsverða djörfung að ætla sér að komast upp með það. Handritið gefur sér - og Glen ferst illa úr hendi að mynda þær undiröldur - að Isabella hafí ekki síst styrkt Kólumbus til fararinnar af því hún hreifst af Errol Flynn hlutanum í honum; glæsimenninu jarphærða með fallega brosið. Okkur á að skiljast með snertingu handa og óræðum augnatillitum að drottningin hafi haft meira en siglingarfræðilegan áhuga á sæf- aranum og það hafí, ekki síður en mögulegur fjárhagslegur ávinn- ingur af nýrri siglingarleið eða möguleikinn á að flytja kristna trú MIKIÐ VEÐUR ÚT AF ENGU til heiðingja, átt þátt í að Ameríka fannst á þessum tíma. Á sama hátt og reynt er að búa til spennu í sambandi drottningar og sæfarans er reynt að búa til spennu á siglingarleiðinni til Amer- íku með því að búa til sögu um samsærismenn um borð sem fara um myrðandi og hvetja til upp- reisnar í skipi Kólumbusar. Hand- ritið er svo upptekið af því að maður fær sjaldnast á tilfinning- una hvílíkur stórviðburður sigling- in sjálf var, óttann sem bjó í mönn- unum eða harðræðinu um borð á svo langri og lífshættulegri sigl- ingu eða yfirleitt afrekinu sem Kólumbus vann með því að komast til Ameríku og heim aftur. En myndin á líka sína plúsa. Framleiðslugildið er hátt, í engu hefur verið sparað við gerð myndarinnar, sviðsmyndir og bún- ingar eru eftirtektarverðir. Það hylur þó ekki galla hennar. Þeir eru meiri en svo. hött. Líkt og Jamie Lee þáttur Curtis. Leikhópnum verður ekki um kennt þótt mannlífið í Queens sé fremur lágsiglt í þessari mynd. Hann er skemmtilega samvalinn, hér eru þeir Mantegna og Malkovich, valinkunnir sviðsleikar- ar; Bacon, sem tvímælalaust er í hópi bestu yngri leikara Bandaríkj- anna; kvennablóminn Jamie Lee og Linda og Tom Waits, sem jafn- an lætur taka eftir sér svo um munar. Webb er hins vegar ósköp væluleg og þá er komið að hand- ritshöfundinum Spiridakis. Honum hefur ekki þótt nóg að beija saman textann heldur fer með eitt lykil- hlutverkið og ræður engan veginn við það. Steinfrosinn sem hinn upprennandi listmálari. Handritið er lítið skárra. I því er vissulega að fínna marga hádramatíska punkta en því miður fletjast þeir út undir lágkúrulegum textanum. Engu að síður bólar á góðum setn- ingum og kringumstæðum og leik- stjórinn Steve Rash, sem m.a. á að baki hina eftirminnilegu tónlist- armynd „The Buddy Holly Story“, heldur hlutunum dáindisvel saman. Sá á fund sem finnur; úr mynd Salkindfeðga um Kólumbus. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: „Queens Logic“. Leikstjóri Steve Rash. Handrit Tony Spiridakis. Aðalleikendur Joe Mantegna, Kevin Bacon, John Malkovich, Linda Fiorent- ino, Chloe Webb, Ken Olin, Tony Spiridakis, Tom Waits, Jamie Lee Curtis. Bandaríkin 1991. Það vantar ekki fyrirganginn í „Queens Logic". Miklir endurfund- ir eiga sér stað hjá æskuvinum sem sumir hveijir hafa ekki sést lengi en ólust upp í þessum borgarhluta New York. Tilefnið er að einn úr hópnum (Spiridakis) er að fara að giftast öðrum (Webb), en er tví- stígandi fram á lokamínúturnar. Öðruvísi er farið með forsprakka hópsins (Mantegna), hann virðist ekki þroskast og kona hans (Fior- entino) íhugar að fara frá honum. Einn æskufélaganna (Bacon) er kominn frá Hollywood, og lætur vel af sér þó raunin sé önnur. (Minnir þetta ekki talsvert á hina ágætu „The Big Chill“? Malkovich leikur homma í felum. En þrátt fyrir allt dramað er gallinn sá að útkoman höfðar ekki til manns á nokkurn hátt. Aðal- ástæðan er sú að persónusköpunin er lítið aðlaðandi, áhorfandinn hef- ur fyrir augunum hóp af lítt spenn- andi karakterum sem vekja hjá honum litla samúð. Þetta er rislágt lið allt saman, og þó svo að Eyjólf- amir hressist undir lokin og virð- ast vera að ná einhveijum þroska eru hjálparmeðulin slök og oft útí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.