Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 33

Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 33 Listmunir Sotheby’s heldur velli sem stærsta uppboðsfyrirtækið Velti 6,3 milljörðum kr. á síðasta ári Á SÍÐASTA ári nam velta Sotheby’s 1,14 milljörðum dollara eða um 63 milljörðum íslenskra króna. Þessar tölur eiga við um sölur frá águst 1991 til júlí 1992, samanborið við 1990-1991 sem voru 1,35 milljarðar dolara eða um 72 mil|jarðar íslenskra króna. „Það voru nokkur mjög söluhá uppboð í vor, þar á meðal voru boð- in upp einstök söfn sem voru í eigu einkaaðila, þar á meðal var að finna hið kunna „Imperial Fabragé Love Trophy Egg“ sem var selt á 3,19 milljónir dollara eða tæpar 176 millj- ónir (slenskra króna og náði hæsta verði í heimssögunni — fyrir rúss- neskan hlut, þar á meðal listmuni frá Fabragé. Málverk eftir Rembrandt sem var andlitsmynd af Johannesi Uyttenbogarert seldist í Lundúnum á 4,18 milljónir sterl- ingspunda eða um tæpar 44 milljón- ir íslenskra króna,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir fulltrúi hjá Sotheby’s. „Þessar sölur leiddu til þess að Sot- heby’s heldur enn forystuhlutverki sínu á hinum alþjóðlega uppboðs- listaverkamarkaði. Eins og menn vita hafa verið erfíðleikar á lista- verkamarkaðinum alls staðar í heiminum eins og á öðrum mörkuð- um. Þó hefur markaðurinn verið að taka við sér aftur fyrstu sex mán- uði ársins og búist er við að það haldi áfram.“ Stærstu uppboðin í haust Hápunkturinn af þeim uppboðum sem verða í haust verður án efa hluti af safni Thum- og Taxis-fjöl- skyldunnar í Þýskalandi sem talin er vera ein ríkasta fjölskylda í Evr- ópu. Þessir hlutir hafa sumir verið í eigu fjölskyldunnar í fímm aldir. Um er að ræða silfur, skartgripi, og fleiri kjörgripi, en þetta er eitt dýrmætasta safn í Þýskalandi. Hér er þó aðeins um að ræða hluta af safninu, eða alls 500 hluti, sem er metinn á 840 milljónir ís- lenskra króna. Uppboðið fer fram í Genf nk. nóvember. Ágóðanum verður varið til að greiða erfðaskatt fjölskyldunnar, en Prince Johannes lést fyrir tveimur ámm og lét eftir sig unga ekkju, Gloriu, og þrjú böm. Á árinu 1993 verða fleiri uppboð úr umræddu búi sem fram fer í Lundúnum og Kastala-fjölskyldunn- ar í Regensburg. Á skartgripauppboðinu sem verð- ur haldið í New York í október verð- ur mikið um glæsilega hluti. Þar verður boðið upp skartgripasafn seinni konu Harry Winston sem var frægur skartgripasali. Um er að ræða 100 skartgripi sem eiginmaður hennar gaf henni í gegnum 45 ára hjónaband. Safnið er metið á 3-4 milljónir dollara eða milli 165 og 220 milljónir íslenskra króna. Þá má nefna armband Marlene Dietrich sem hún. var með í kvikmyndinni Stage Fright eftir Alfred Hitchcock. Armbandið er metið á 300.000- 400.000 dollara eða milli 16,5 og 22 milljónir íslenskra króna. Onnur þekkt einkasöfn verða einnig boðin upp í haust sem gefur okkur tilefni til bjartsýni," sagði Sigríður Ingv- arsdóttir. Helstu uppboð sl. vor „Ef litið er til uppboða á síðustu önn þá hafa málverk eftir impressi- onistana, gömlu meistarana, banda- rísku og bresku málarana hækkað lítillega í verði. Besta verð sem feng- ist hefur sl. tvö ár á verkum eftir impressionista og nútímalist fékkst sl. maí í New York. En þessi verk áttu það sameiginlegt að þau voru öll í háum gæðaflokki. Samtímaverk náðu góðu verði ef um var að ræða hágæðaverk og eitthvað sem var nýtt eða se mékki hafði sést áður á listamarkaðinum. En markaðurinn fýrir ákveðna listamenn var erfíðari en búist hafði verið við. En í báðum þessum deildum hafði hin efnahags- lega lægð sem nú hefur verið rílq- andi í heiminum þau áhrif að erfið- ara var að fá góð verk eins og oft hefur átt sér stað áður þegar að kreppir," sagði Sigríður Ingvars- dóttir. Bankar Austurrískir bankar í erfiðeikum 0RACLE7 kynning að Holiday Inn 1. október 1992, kl. 14.90 -17.09 Dagskrá Kynningin sett Vandamálin í heimi upplýsingatækninnar Nýjimgar í ORACLE7: ♦ Innri hönnun Heilleiki gagna ♦ Gagnaöryggi Kaffihlé Viðbætur í ORACLE7: ♦ SteQuviðbót ♦ Samhliða-miðlaraviðbót ♦ Dreifð-vinnsluviðbót Skipt yfir í ORACLE7 Kennsla og þjálfun í ORACLE7 Almennar umræður og léttar veitingar. ORACLE7 kynningin fer fram á ensku undir leiðsögn Jesper Frötlund frá Oracle Danmark A/S, en hann er helsti DBA og ORACLE7 sérfræðingur Oracle í Evrópu. Þátttaka er ókeypis og óskast tilkynnt í síma 62 30 88 fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 30. september. ORACLE ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 BÖNKUM í Austurríki hefur enn ekki tekist að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem komu upp á yfirborðið á síðasta ári, en stærsta vandamálið er of mikill fjöldi lánastofnana. Á síðasta ári þótti vandi bank- anna einkum endurspeglast í allt of litlum hagnaði innan greinarinn- ar. Nú er ljóst af niðurstöðutölum fýrri hluta ársins að hagnaður hefur enn dregist saman. Þegar á síðasta ári gripu bank- arnir til aðgerða til að bæta stöðu sína. yar einkum um tvennt að ræða. í fýrsta lagi reyndu margir að auka umsvif sín með því að hefja viðskipti á alþjóðlegum mörkuðum. Þar hefur það sýnt sig að nauðsyn- legan bakgrunn skorti. Bankarnir hafa neyðst til að eiga í of miklum mæli við áhættusöm viðskipti, eins og algengt er með nýliða á markaði. Þörf austurrísku bankanna fyrir aukinn hagnað grundvallast einkum af lélegri eiginfjárstöðu þeirra, en hún uppfyllir iðulega ekki alþjóðleg- ar kröfur. Hin leiðin sem reynd er til að bæta stöðuna er fækkun banka með sameiningu þeirra. Fyrsta stóra skrefíð í þá átt var sameining Landerbank og Zentral- sparkasse Wien við Bank Austria. Sú sameining varð aðeins til þess að í ljós kom að fjárhagsstaða Land- erbank var enn verri en áður hafði verið ætlað. Sameinig stórbank- anna Girozentrale og Erst Oester- reichische Sparkasse misheppnaðist einnig illa. Þessi leið virðist þó nú orðið vera sú eina mögulega fyrir austurríska bankakerfíð. Lokaniðurstaðan gæti þó orðið sú að erlendir bankar yfír- tækju þá austurrísku. í öllu falli er ekki hægt að búast við að á meðan bankakerfið er ekki jafn þroskað og bankakerfi Evrópu, geti það við- haldið sjálfstæði sínu. Fyrirtæki Aukin ítök útlend- ÍSLENSKT VATN E R GULLS ÍGILDI INNKÖLLUN Á KRÖFUM Utflutningsfyrirtækið Vatnsberinn hf. óskar eftir því við lánadrottna félagsins, aS þeir sendi inn nú þegar stöðu á ógreiddum kröfum á hendur Vatnsberanum hf., ásamt gíróseðli. GreiSslur verða inntar af hendi innan 35 daga, frá því krafa berst. inga íDanmörku Um aldamótin verða aðeins 30% hlutafjár danskra fyrirtækja, sem skráð eru í kauphöllinni, í eigu einstaklinga. Hin 70% verða þá komin í hendur lífeyrissjóða, fjárfestingarsjóða og útlendinga. Það er a.m.k. skoðun Jan Aarso Nielsens, forstjóra Aarso Nielsen & Partners. Aarso Nielsen telur að fram til aldamóta muni fjárfestingar útlend- inga í dönskum fyrirtækjum aukast um helming, fara upp í 20%, og fjárfestingar danskra stofnana, þ.e. lífeyrissjóða, banka o.fl., fara úr 33% í um 50%. Telur hann raunar hættu á, að eignaraðild útlendinga aukist enn meir verði ekki afnumd- ar þær takmarkanir, sem nú eru við fjárfestingu lífeyrissjóðanna og einnig ef sjóðirnir kjósi að ávaxta sitt fé með öðru og áhættuminna móti. Ýmis merki má sjá um það síðar- nefnda og Flemming Skov Jensen, forstjóri LD, Dýrtíðarsjóðs laun- þega, hefur t.d. fengið fyrirmæli um að draga úr fjárfestingu í fyrir- tækjum. Hjá skráðum fyrirtækjum í Dan- mörku eru 33% hlutafjár í eigu fjár- festingastofnana, 10% í eigu útlend- inga og 57% í eigu annarra. Sam- svarandi tölur frá Englandi eru 63%, 12% og 25% en í Bandaríkjun- um 44%, 7% og 49%. AÐSTANDENDUR FÉLAGSINS Til upplýsinga skal tekið fram aS eftirtaldir aSilar eru meS öllu ótenqdir fyrirtækinu: BERGUR GUÐNASON hdl., PALL G. JÓNSSON - Pólaris, HANI AHMED - Omni Invest og DR. DONALD ROCCO - United Gulf. HLUTHAFAR Hluthafar fó innan fárra daga í hendur fund- arboS vegna aSalfundar Vatnsberans hf. ATNSBERINN HF A Q U A R I U S I N C SUÐURHÓLAR 18 111 REYKJAVÍK SÍMI 985-24743 ESSEMM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.