Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 33 Listmunir Sotheby’s heldur velli sem stærsta uppboðsfyrirtækið Velti 6,3 milljörðum kr. á síðasta ári Á SÍÐASTA ári nam velta Sotheby’s 1,14 milljörðum dollara eða um 63 milljörðum íslenskra króna. Þessar tölur eiga við um sölur frá águst 1991 til júlí 1992, samanborið við 1990-1991 sem voru 1,35 milljarðar dolara eða um 72 mil|jarðar íslenskra króna. „Það voru nokkur mjög söluhá uppboð í vor, þar á meðal voru boð- in upp einstök söfn sem voru í eigu einkaaðila, þar á meðal var að finna hið kunna „Imperial Fabragé Love Trophy Egg“ sem var selt á 3,19 milljónir dollara eða tæpar 176 millj- ónir (slenskra króna og náði hæsta verði í heimssögunni — fyrir rúss- neskan hlut, þar á meðal listmuni frá Fabragé. Málverk eftir Rembrandt sem var andlitsmynd af Johannesi Uyttenbogarert seldist í Lundúnum á 4,18 milljónir sterl- ingspunda eða um tæpar 44 milljón- ir íslenskra króna,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir fulltrúi hjá Sotheby’s. „Þessar sölur leiddu til þess að Sot- heby’s heldur enn forystuhlutverki sínu á hinum alþjóðlega uppboðs- listaverkamarkaði. Eins og menn vita hafa verið erfíðleikar á lista- verkamarkaðinum alls staðar í heiminum eins og á öðrum mörkuð- um. Þó hefur markaðurinn verið að taka við sér aftur fyrstu sex mán- uði ársins og búist er við að það haldi áfram.“ Stærstu uppboðin í haust Hápunkturinn af þeim uppboðum sem verða í haust verður án efa hluti af safni Thum- og Taxis-fjöl- skyldunnar í Þýskalandi sem talin er vera ein ríkasta fjölskylda í Evr- ópu. Þessir hlutir hafa sumir verið í eigu fjölskyldunnar í fímm aldir. Um er að ræða silfur, skartgripi, og fleiri kjörgripi, en þetta er eitt dýrmætasta safn í Þýskalandi. Hér er þó aðeins um að ræða hluta af safninu, eða alls 500 hluti, sem er metinn á 840 milljónir ís- lenskra króna. Uppboðið fer fram í Genf nk. nóvember. Ágóðanum verður varið til að greiða erfðaskatt fjölskyldunnar, en Prince Johannes lést fyrir tveimur ámm og lét eftir sig unga ekkju, Gloriu, og þrjú böm. Á árinu 1993 verða fleiri uppboð úr umræddu búi sem fram fer í Lundúnum og Kastala-fjölskyldunn- ar í Regensburg. Á skartgripauppboðinu sem verð- ur haldið í New York í október verð- ur mikið um glæsilega hluti. Þar verður boðið upp skartgripasafn seinni konu Harry Winston sem var frægur skartgripasali. Um er að ræða 100 skartgripi sem eiginmaður hennar gaf henni í gegnum 45 ára hjónaband. Safnið er metið á 3-4 milljónir dollara eða milli 165 og 220 milljónir íslenskra króna. Þá má nefna armband Marlene Dietrich sem hún. var með í kvikmyndinni Stage Fright eftir Alfred Hitchcock. Armbandið er metið á 300.000- 400.000 dollara eða milli 16,5 og 22 milljónir íslenskra króna. Onnur þekkt einkasöfn verða einnig boðin upp í haust sem gefur okkur tilefni til bjartsýni," sagði Sigríður Ingv- arsdóttir. Helstu uppboð sl. vor „Ef litið er til uppboða á síðustu önn þá hafa málverk eftir impressi- onistana, gömlu meistarana, banda- rísku og bresku málarana hækkað lítillega í verði. Besta verð sem feng- ist hefur sl. tvö ár á verkum eftir impressionista og nútímalist fékkst sl. maí í New York. En þessi verk áttu það sameiginlegt að þau voru öll í háum gæðaflokki. Samtímaverk náðu góðu verði ef um var að ræða hágæðaverk og eitthvað sem var nýtt eða se mékki hafði sést áður á listamarkaðinum. En markaðurinn fýrir ákveðna listamenn var erfíðari en búist hafði verið við. En í báðum þessum deildum hafði hin efnahags- lega lægð sem nú hefur verið rílq- andi í heiminum þau áhrif að erfið- ara var að fá góð verk eins og oft hefur átt sér stað áður þegar að kreppir," sagði Sigríður Ingvars- dóttir. Bankar Austurrískir bankar í erfiðeikum 0RACLE7 kynning að Holiday Inn 1. október 1992, kl. 14.90 -17.09 Dagskrá Kynningin sett Vandamálin í heimi upplýsingatækninnar Nýjimgar í ORACLE7: ♦ Innri hönnun Heilleiki gagna ♦ Gagnaöryggi Kaffihlé Viðbætur í ORACLE7: ♦ SteQuviðbót ♦ Samhliða-miðlaraviðbót ♦ Dreifð-vinnsluviðbót Skipt yfir í ORACLE7 Kennsla og þjálfun í ORACLE7 Almennar umræður og léttar veitingar. ORACLE7 kynningin fer fram á ensku undir leiðsögn Jesper Frötlund frá Oracle Danmark A/S, en hann er helsti DBA og ORACLE7 sérfræðingur Oracle í Evrópu. Þátttaka er ókeypis og óskast tilkynnt í síma 62 30 88 fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 30. september. ORACLE ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 BÖNKUM í Austurríki hefur enn ekki tekist að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem komu upp á yfirborðið á síðasta ári, en stærsta vandamálið er of mikill fjöldi lánastofnana. Á síðasta ári þótti vandi bank- anna einkum endurspeglast í allt of litlum hagnaði innan greinarinn- ar. Nú er ljóst af niðurstöðutölum fýrri hluta ársins að hagnaður hefur enn dregist saman. Þegar á síðasta ári gripu bank- arnir til aðgerða til að bæta stöðu sína. yar einkum um tvennt að ræða. í fýrsta lagi reyndu margir að auka umsvif sín með því að hefja viðskipti á alþjóðlegum mörkuðum. Þar hefur það sýnt sig að nauðsyn- legan bakgrunn skorti. Bankarnir hafa neyðst til að eiga í of miklum mæli við áhættusöm viðskipti, eins og algengt er með nýliða á markaði. Þörf austurrísku bankanna fyrir aukinn hagnað grundvallast einkum af lélegri eiginfjárstöðu þeirra, en hún uppfyllir iðulega ekki alþjóðleg- ar kröfur. Hin leiðin sem reynd er til að bæta stöðuna er fækkun banka með sameiningu þeirra. Fyrsta stóra skrefíð í þá átt var sameining Landerbank og Zentral- sparkasse Wien við Bank Austria. Sú sameining varð aðeins til þess að í ljós kom að fjárhagsstaða Land- erbank var enn verri en áður hafði verið ætlað. Sameinig stórbank- anna Girozentrale og Erst Oester- reichische Sparkasse misheppnaðist einnig illa. Þessi leið virðist þó nú orðið vera sú eina mögulega fyrir austurríska bankakerfíð. Lokaniðurstaðan gæti þó orðið sú að erlendir bankar yfír- tækju þá austurrísku. í öllu falli er ekki hægt að búast við að á meðan bankakerfið er ekki jafn þroskað og bankakerfi Evrópu, geti það við- haldið sjálfstæði sínu. Fyrirtæki Aukin ítök útlend- ÍSLENSKT VATN E R GULLS ÍGILDI INNKÖLLUN Á KRÖFUM Utflutningsfyrirtækið Vatnsberinn hf. óskar eftir því við lánadrottna félagsins, aS þeir sendi inn nú þegar stöðu á ógreiddum kröfum á hendur Vatnsberanum hf., ásamt gíróseðli. GreiSslur verða inntar af hendi innan 35 daga, frá því krafa berst. inga íDanmörku Um aldamótin verða aðeins 30% hlutafjár danskra fyrirtækja, sem skráð eru í kauphöllinni, í eigu einstaklinga. Hin 70% verða þá komin í hendur lífeyrissjóða, fjárfestingarsjóða og útlendinga. Það er a.m.k. skoðun Jan Aarso Nielsens, forstjóra Aarso Nielsen & Partners. Aarso Nielsen telur að fram til aldamóta muni fjárfestingar útlend- inga í dönskum fyrirtækjum aukast um helming, fara upp í 20%, og fjárfestingar danskra stofnana, þ.e. lífeyrissjóða, banka o.fl., fara úr 33% í um 50%. Telur hann raunar hættu á, að eignaraðild útlendinga aukist enn meir verði ekki afnumd- ar þær takmarkanir, sem nú eru við fjárfestingu lífeyrissjóðanna og einnig ef sjóðirnir kjósi að ávaxta sitt fé með öðru og áhættuminna móti. Ýmis merki má sjá um það síðar- nefnda og Flemming Skov Jensen, forstjóri LD, Dýrtíðarsjóðs laun- þega, hefur t.d. fengið fyrirmæli um að draga úr fjárfestingu í fyrir- tækjum. Hjá skráðum fyrirtækjum í Dan- mörku eru 33% hlutafjár í eigu fjár- festingastofnana, 10% í eigu útlend- inga og 57% í eigu annarra. Sam- svarandi tölur frá Englandi eru 63%, 12% og 25% en í Bandaríkjun- um 44%, 7% og 49%. AÐSTANDENDUR FÉLAGSINS Til upplýsinga skal tekið fram aS eftirtaldir aSilar eru meS öllu ótenqdir fyrirtækinu: BERGUR GUÐNASON hdl., PALL G. JÓNSSON - Pólaris, HANI AHMED - Omni Invest og DR. DONALD ROCCO - United Gulf. HLUTHAFAR Hluthafar fó innan fárra daga í hendur fund- arboS vegna aSalfundar Vatnsberans hf. ATNSBERINN HF A Q U A R I U S I N C SUÐURHÓLAR 18 111 REYKJAVÍK SÍMI 985-24743 ESSEMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.