Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUHBLAÐIÐ SUNNUOAGUR 18. OKTÓBER 1992
|
Finnsk aldamótalíst
í Listasafni Islands
í Listasafni íslands hefur verið opnuð sýningin FINNSK ALDAMÓTAL-
IST. Sýningin er haldin í tilefni af 75 ára afmæli finnska lýðveldisins
og kemur frá Listasafninu í Abo.
A sýningunni eru verk eftir alla
helstu listamenn Finna um síðustu
aldamót. Sýnd eru verk eftir 20 lista-
menn, af þeim eru 6 konur sem er
óvenju hátt hlutfall miðað við tíma-
bilið. Meðal verka eru nokkrir þjóðar-
dýrgripir Finna sem þeir hætta sjald-
an á að sýna erlendis, má þar nefna
málverkin „Gömul kona og köttur"
frá 1885 eftir Akseli Gallen-Kallela
(Axel Gallén) og „Kartöflustúlkan"
frá 1901 eftir Hugo Simberg.
Tímabilið 1880-1910 hefur verið
kallað „Gullöldin" í fmnskri mynd-
list, en óvíða á Norðurlöndum var
þá jafnmikill kraftur í listalífinu og
í Finnlandi. List aldamótakynslóðar-
innar gegndi stóru hlutverki í þjóð-
emisbaráttu Finna. Þar fer fremstur
í flokki Akseli Gallen-Kallela sem
gaf löndum sínum sjónræna ímynd
af persónum í þjóðsagnabálkinum
Kalevala. Allir listamennimir eiga
sameiginlegt að vinna innan ramma
raunsæis eða þjóðemisrómantíkur.
Ásamt Kallela gefa listamennimir
Albert Edelfelt, Eero Jámefelt, Juho
Rissanen mynd af finnsku alþýðu-
fólki í blíðu og stríðu. Viktor Wester-
holm átti stóran þátt í að opna augu
fólks fyrir stórbrotinni náttúm Finn-
lands. Og í verkum Hugo Simberg
leika dauðir menn og englar aðalhlut-
verkin og hann er því talinn á vissan
hátt fyrsti finnski súrrealistinn.
Á sýningunni eru einnig verk eftir
Helenu Schjerfbeck sem nú er talin
einn merkasti listamaður á Norður-
löndum. Um þessar mundir er stór
yfirlitssýning á verkum hennar er á
ferð um Bandaríkin.
Listasafnið í Abo lánar verkin.
Finnska menntamálaráðuneytið,
Menningarsjóður Finnlands og ís-
lands, Flugleiðir og Finnska sendi-
ráðið styrkja sýninguna.
í tengslum við sýninguna verða
fyrirlestrar um finnska myndlist, til
dæmis mun Berndt Arell, safnstjóri
Listasafnsins í Abo, halda fyrirlestur
um finnsku aldamótalistina í fyrir-
lestrarsal Listasafns íslands sunnu-
daginn 18. október kl. 16.00.
Einnig verða haldin sérstök
„Finnsk kvöld“ þar sem boðið verður
upp á finnska rétti.
Listasafn íslands er opið alla daga
nema mánudaga kl. 12.00-18.00.
Kaffistofa safnsins er opin á sama
tíma.
Sesselja Björnsdóttir
Sesselja Björnsdótt-
ir sýnir olíumálverk
í ELDSMIÐJUNNI á horni Bragagötu og Freyjugötu (2. og 3. hæð)
sýnir Sesse(ja Björnsdóttir olíumálverk. Verkin eru bæði hlutbundin
og óhlutbundin og eru máluð á þessu ári og í fyrra.
Sesselja nam í Myndlistaskóla
Reykjavíkur og síðar í „Ecole des
Baux arts“ í Frakklandi. Árið 1984
útskrifaðist hún úr kennaradeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands
og lauk námi úr málunardeild MHÍ
árið 1989. Hún hefur áður sýnt
myndir sínar á Kaffí splitt og á M-
hátíð á Akranesi.
Eitt verka Bjarna Jónssonar.
Rjami og Astrid sýna
í Hvaleyrarhúsinu
BJARNI Jónsson og Astrid Ellingsen opnuðu sýningu á verkum sín-
um í Hvaleyrarhúsinu við Vesturgötu í Hafnarfírði í gær, laugar-
dag. Sýningin stendur til 1. nóvember.
Astrid sýnir nú síða, prjónaða
dömujakka og peysur, auk prjóna-
kjóla og skímarkjóla.
Bjami sýnir að þessu sinni bæði
oiíumálverk og vatnslitamyndir.
Vatnslitamyndimar em helgaðar
haustlitum náttúmnnar og þjóðlíf-
inu. Olíumálverkin lýsa vinsælu við-
fangsefni Bjama, sjósókn forfeðra
okkar á tímum árabátanna.
Sýningin, sem er sölusýning,
verður opin alla daga frá kl. 14-19,
nema þriðjudaga og fímmtudaga,
en þá verður opið til kl. 22. Sýning-
unni lýkur sunnudaginn 1. nóvem-
ber kl. 19.
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Hjalti Oddsson til vinstri á myndinni og Bragi Benediktsson við sáningarvél Landgræðslunnar.
Bragi Benediktsson landgræðslubóndi á Hólsfjölium
Landgræðslan er
þolinmæðisvinna
„ÞAÐ hefur árað mjög illa til
landgræðslustarfs og ekki er
hvetjandi að byija þetta starf
við þær aðstæður,“ sagði Bragi
Benediktsson landgræðslu-
bóndi í Grímstungu á Hólsfjöll-
um í samtali við blaðamann
sem þar var á ferðinni á dögun-
um. Bændur í Fjallahreppi
gerðu á síðasta ári samning við
Landgræðsluna um að lóga
meginhlutanum af fjárstofni
sínum til að friða afrétti á
Hólsfjöllum. í staðinn var þeim
boðin vinna við landgræðsluna.
Margir bændur í Þingeyjar-
sýslum vinna að landgræðslu
og öðrum landbótum samhliða
búskap. Gunnar Einarsson á
Daðastöðum segir að skerðing
á tekjum bænda hafi eyðilagt
möguleika þeirra til að leggja
í kostnað við landgræðslu.
Bragi og Sigríður Hallgríms-
dóttir kona hans unnu við sáningu
á Hólsfjöllum í vor. „Byijunin
lofar ekki góðu því haustveðrátta
var hér í allt sumar. Við fengum
hálfsmánaðar suðvestan rok þeg-
ar nýbúið var að sá og stóreyði-
lagði það sáninguna. Síðan snjó-
aði í lok júní og var snjór hér í
hálfan mánuð. Við þetta bættist
að vegna þurrka hefur spírun
gengið afar treglega í því fræi
sem ekki fauk út í buskann,“
sagði Bragi. Á dögunum var gerð
tilraun með haustsáninu í land
þar sem sáning hefur misheppn-
ast tvisvar á rúmu ári. Hann sagði
að landgræðsla væri þolinmæðis-
vinna eins og á þessu sæist en
menn mættu ekki gefast upp við
tímabundna erfiðleika. Nú er jörð
orðin beinfrosin á Hólsíjöllum og
landgræðslustarfi sumarsins lok-
ið.
Bragi sagði að samningurinn
við Landgræðsluna væri tilraun-
verkefni og ekki endanlega ljóst
hvemig það kæmi út. Stórt fjárbú
var í Grímstungu og sagði Bragi
ekki ljóst hvort þau Sigríður
gætu framfleytt fjölskyldunni
með landgræðsluvinnunni. Hann
sagði að búast mætti við að meira
yrði um landgræðslubændur í
framtíðinni og benti á að nauð-
synlegt væri fyrir þá að gera fasta
og örugga samninga áður en þeir
fækkuðu fé eða hættu sauðfjár-
búskap. Bragi sagði að mörg verk
féllu til við landgræðsluna og
þegar gerðir væru samningar um
Sigríður Hallgrímsdóttir í Grímstungu við sláturgerð. Bragi
maður hennar fylgist með.
niðurskurð fjár ætti að sjá til
þess að heimamenn tækju að sér
sem mest af landgræðsluvinnunni
og taldi hann að það væri vilji
Landgræðslunnar.
„Þetta var mikil breyti.ig og
það var kvíði í okkur þegar við
ákváðum að skera niður féð í
fyrrahaust. Við erum tvö heima
mestallan veturinn og höfðum féð
til að dunda við. Það var óneitan-
lega tómlegt í vetur,“ sagði Bragi.
Fé Öxfírðinga gekk mikið á
afrétti Hólsfjalla en í sumar var
girt á milli landa. Bragi sagði að
undanfamar vikur hafi mikill tími
farið í að leita þetta víðáttumikla
Iandsvæði og hreinsa af fé. Hann
sagði ljóst að áfram færi töluverð-
ur tími í það því áfram yrði opið
frá öðrum héruðum og hætt við
að fé slæddist á Hólsfjöllin.
Telgulausir menn stunda
ekki landgræðslu
Víðar vinna bændur að land-
græðslu með öðrum búskap, með-
al annars í Þingeyjarsýslu. Gunn-
ar Einarsson bóndi á Daðastöðum
í Núpasveit við Öxarfjörð sýndi
blaðamanni land sem hann hefur
unnið við að græða upp á jörð
sinni samhliða umfangsmiklum
sauðfjárbúskap. Gunnar hefur
reynt að stjórna beit í heima-
landi. Hann girðir af stór hólf og
ræktar upp með því að bera á
skít, moð, fræ og áburð. Einnig
hefur hann sáð lúpínu. Hann hef-
ur unnið að ýmsum öðrum land-
bótum, til dæmis ýtt niður rofa-
börðum með jarðýtu og sáð í
ruðningana. Gunnar sagði að
starfíð gæti gengið hraðar en
hann væri þegar farinn að sjá
mikinn árangur. Heilu melarnir
hafí gróið upp og birkikjarrið
breiddi hratt úr sér. Hann sagði
að flestir bændur í Núpasveit
stæðu í svipuðum aðgerðum og
margir í Öxarfírði.
Gunnar sagði að Landgræðsla
ríkisins hefði lagt til hluta áburð-
arins en uppgræðsla lands kost-
aði mikið fé. Sagði hann að sú
aðför að afkomu bænda sem nú
stæði yfír með flatri skerðingu
framleiðslunnar kæmi niður á
þessu starfi. Tekjulausir menn
hefðu ekki peninga til að leggja
í kostnað við girðingar og áburð.
„Það er árangursríkt að vinna að
landbótum með búskap. Ef ég
gefst upp á búskapnum og fer
héðan tekur það náttúruna sjálfa
miklu lengri tíma að vinna þetta
verk,“ sagði Gunnar.
Gunnar hefur komið fram með
þá tillögu að þeir sauðfjárbændur
sem gætu sýnt fram á að þeir
væru að bæta landið með búskap
sínum fengju kjöt sitt sérstimpl-
að. Ef markaðurinn vildi frekar
þannig kjöt myndi það knýja alla
til að stunda vistvæna sauðfjár-
rækt. Hann hefur einnig óskað
eftir því við landbúnaðarráðu-
neytið að fá að framleiða kjöt
utan greiðslumarks, eins konar
landgræðslukjöt, og nota tekjurn-
ar til landgræðslu. Ekki sagðist
hann hafa fengið undirtektir yfír-
valda við þessar hugmyndir.
HBj