Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
7
Sambíóin taka sænska
gamanmynd til sýninga
Leikstjórinn heldur erindi í Norræna húsinu
Árni Samúelsson, Lasse Áberg og Þorvaldur Árnason æfa sveifluna
fyrir frumsýningu á myndinni Seinheppni kylfingurinn.
Sambíóin hafa tekið til sýninga
gamanmyndina Seinheppni kylf-
ingurinn eftir sænska leikstjór-
ann Lasse Áberg. Þetta er nýjasta
mynd leikstjórans sem hefur gert
nokkrar af best sóttu myndum í
Svíþjóð. Áberg var viðstaddur
Islensk tón-
skáld við
Glasgow-
háskóla
Tvö islensk tónskáld, Karólína
Eiríksdóttir og Þorsteinn Hauks-
son, hafa nýlega lokið sex vikna
dvöl við Háskólann í Glasgow.
Þar störfuðu þau að tónsmíðum
við tölvuver skólans.
Dvöl Karólínu og Þorsteins er
annar hluti af þremur í menningars-
amskiptum Glasgow og Reykjavík-
ur, sem hófust í júní síðastliðnum
með listahátíðinni ÍSINN BROT-
INN (Breaking the Ice).
Þau Karólína og Þorsteinn sömdu
þijú ný verk í dvöl sinni við Háskól-
ann í Glasgow og nutu góðs af
tölvubúnaði skólans við tónsmíðarn-
ar. Karólína samdi eitt verk sem
flutt er af segulbandi. Þorsteinn
nýtti aðstöðuna til að ljúka við
samningu tveggja verka, sem hann
hafði lagt grunn að í öðrum tölvu-
verum.
Þessi þijú verk verða flutt á tón-
leikum í Glasgow 30. október næst-
komandi, ásamt öðrum verkum sem
samin voru í tölvuveri Háskólans í
Glasgow á sama tímabili. Á tónleik-
unum mun Kolbeinn Bjarnason
leika á flautu samhliða tónlist af
segulbandi í öðru verka Þorsteins,
en tónverkið er samið fyrir Kolbein.
íslensk tónskáld hafa ekki að-
gang að vel búnu tölvuveri hér á
landi, svo að starfsaðstaðan í Há-
skólanum í Glasgow var mikils virði.
Reykjavíkurborg og Háskólinn í
Glasgow styrktu dvöl tónskáldanna.
Þriðji hluti menningarsamskipt-
anna fer fram í Reykjavík í janúar
og febrúar á næsta ári. Þá verða
Myrkir músíkdagar helgaðir skoskri
tónlist. Skoskar myndlistarsýningar
verða settar upp á Kjarvalsstöðum.
Skoskur matreiðslumeistari sækir
heim Veitingahúsið við Tjömina og
margt fleira.
Tryggvi Emilsson
Afmælis-
frétt leiðrétt
Vegna mistaka birtist frétt í
Morgunblaðinu í gær um níræðis-
afmæli Tryggva Emilssonar rithöf-
undar nokkrum dögum of fljótt, en
afmæli Tryggva er þriðjudaginn 20.
október. Morgunblaðið biðst vel-
virðingar á þessum mistökum og
harmar þau óþægindi sem þau
kunna að hafa valdið.
frumsýningu myndarinnar á
föstudag. Hann mun í dag kl.
16.00 segja frá verkum sínum í
Norræna húsinu og þar verður
einnig sýnd mynd hans Kvik-
myndir hans klukkan 14.
Kvikmyndin Seinheppni kylfing-
urinn íjallar um mann sem vegna
veðmáls verður að læra golf á einni
viku. Hann heldur til Skotlands með
golfkylfur frænda síns, sem mamma
hans hefur geymt frá árinu 1935.
Viku seinna heldur hann aftur heim
og verður að sanna getu sína í golf-
íþróttinni. Sállskapsresan fjallar
um mann sem sem aldrei hefur far-
ið til útlanda en ákveður að drífa sig
í frí til Kanaríeyja, þrátt fyrir að
hann sé haldinn mikilli flughræðslu.
Ymsir óvæntir og skondnir atburðir
gerast í ferðinni Kvikmyndin er frá
árinu 1981 og tekur um eina og
hálfa klukkustund. Myndin er á létt-
um nótum fyrir alla íjölskylduna og
er aðgangur ókeypis.
Lasse Áberg gerði fyrstu mynd
sína árið 1976 og hefur síðan gert
fjórar myndir. Seinheppni kylfing-
urinn hefur fengið góða dóma í Sví-
þjóð og víðar.
Flókakvöld
á Kjarvals-
stöðum
Þriðjudaginn 20. október kl. 20.00
verður að Kjarvalsstöðum dags-
skrá sem ber yfirskriftina „Flóka-
kvöld“ og er í tengslum við sýn-
ingu á verkum Alfreðs Flóka sem
stendur þar yfir.
Á Flókakvöldinu munu nokkrir
vinir Alfreðs Flóka minnast hans,
hver á sinn hátt. Meðal annars mun
Nína Björk Ámadóttir lesa kafla úr
bók sinni um Flóka sem væntanleg
er á næstunni frá Forlaginu. Aðrir
sem koma fram eru: Atli Heimir
Sveinsson, Dagur Sigurðarson, Jó-
hann Hjálmarsson, Ólafur Gunnars-
son, Sjón og Þorri Jóhannesson.
Allir eru velkomnir á Flókakvöldið.
Sýningunni á verkum Alfreðs Flóka
lýkur á sunnudaginn 25. október.
LÁTTU TÍMANN
VINNA MEÐ ÞÉR
Fjárhagslegt siálfstæði þitt í framtíðinni
byggist á því ao þú gerir ráðstafanir í tíma
ÍSLENSKI
LÍFEYRISSJÓÐURINN
Fjárhagslegt öryggi er flestum mikilvægt. Það á ekki síst við þegar
fólk lætur af störfum og lífeyrisgreiðslur koma í stað launatekna.
Krafan um að geta haldið þeim lífskjörum sem áunnist hafa á
starfsævinni þykir ef til vill sjálfsögð en hún er alls ekki sjálfgefin.
íslenski lífeyrissjóðurinn er fúllgildur lífeyrissjóður sem sniðinn er
að þörfum þeirra sem vilja skapa jafnvægi milli launatekna nú og
lífeyristekna í framu'ðinni.
íslenski lífeyrissjóðurinn er séreignasjóður sem þýðir að inneign
sjóðfélaga er séreign hans og nýtist honum einum eða erfingjum hans.
Traust fjárfestingastefna sjóðsins tekur mið af langtímahag
sjóðfélaga. Sjóðfélagar geta ávallt fylgst með ávöxtun eigna sinna þar
sem þeir fá sent greinargott yfirlit yfir stöðu sína ársfjórðungslega.
Fjárhagslegt sjálfstæði þitt í framtíðinni byggist á því að þú gerir
ráðstafanir í tíma. Hafðu samband við ráðgjafa Landsbréfa sem fyrst.
íslenski lífeyrissjóðurinn - séreignasjóður í umsjá Landsbréfa hf.
LANDSBRÉF H F.
Landsbankinn stendur meö okkur
Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, simi 91-679200, tax 91-678598.
Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Verðbréfaþingi íslands.