Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
ULF DIIMKELSPIEL
EVRÓPURÁÐHERRA
SVÍÞJÓÐAR
BANDARÍKIEVRÓPU
VERDA ALDREI
AÐ VERULEIKA
Ulf Dinkelspiel
eftir Steingrím Sigurgeirsson
FERILL ULFS Dinkelspiels, sem
fer með Evrópumál í ríkisstjóm
Svíþjóðar, er um margt ólíkur
ferli annarra ráðherra stjómar-
innar. Þó að hann gegni ráð-
herraembætti fyrir Hægriflokk-
inn var hann ekki valinn til
starfa vegna ötulla starfa í þágu
flokksins. Svíar leggja mikla
áherslu á að aðildarviðræður
þeirra við Evrópubandalagið,
sem þeir vilja hefja upp úr ára-
mótum, gangi vandræðalaust
fyrir sig. Carl Bildt forsætisráð-
herra ákvað því að velja mann
í Evrópuráðherraembættið sem
þekkti þau mál fullkomlega af
eigin raun. Fyrir valinu varð
Dinkelspiel, sem fram til þess
að hann varð ráðherra hafði ver-
ið aðalsamningamaður Svía í
viðræðunum um Evrópska efna-
hagssvæðið og gegnt sendi-
herraembættum fyrir Svíþjóð
víða um heim.
Dinkelspiel hefur undanfarið
ár verið óþreytandi við að
kynna afstöðu sænsku
stjómarinnar, jafnt inn-
anlands sem utan, og beijast fyrir
því að þær tímaáætlanir sem Svíar
hafi sett sér haldi. Það er ekki síst
mikilvægt vegna þess að halda
verður þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið í tengslum við næstu kosning-
ar, árið 1994, ef innganga Svía í
bandalagið á ekki að dragast um
nokkur ár.
— Ert þú enn jafn bjartsýnn á
að tímaáætlun Svía varðandi EB-
aðild muni ganga eftir?
„Það er ljóst að það sem gerst
hefur að undanfömu hefur aukið á
óvissuna varðandi allar tímasetn-
ingar. Þá er ég fyrst og fremst með
í huga óvissuna varðandi staðfest-
ingu á Maastricht-samkomulaginu.
Formlega séð hefur upphaf aðildar-
viðræðna verið tengt við að búið
sé að samþykkja Delors 2, fjárlög
bandalagsins, og staðfesta Ma-
astricht. Nú virðast allir, Iíka Dan-
ir, vera staðráðnir í að ljúka þeirri
staðfestingu, með einhveijum við-
aukum við samkomulagið. Ég úti-
loka ekki að þetta geti tafið eitt-
hvað fyrir en á hinn bóginn eru
margir sem einmitt vegna óvissunn-
ar og vegna þess að hægt sé að
styrkja bandalagið með því að veita
nokkrum EFTA-rfkjum aðild þá
væri hægt að flýta fyrir þessari
þróun. Ég sé enga ástæðu til að
breyta okkar tímaáætlun. Það
markmið stendur fast að heíja við-
ræður um áramót."
— En ef upphaf þessara við-
ræðna frestast, þó ekki væri nema
um hálft ár, myndi það ekki stefna
allri tímaáætluninni í hættu?
„Jú, það myndi stefna" öllu í
hættu og einmitt þess vegna leggj-
um við gífurlega áherslu á að reyna
að láta þær byija um áramót.“
— / umræðunni um hvernig
hægt sé að leysa þau vandamál sem
EB glímir nú við, hefur sú hugmynd
skotið upp kollinum, að aðildarríkin
myndu stefna með mismunandi
hraða í átt að þeim samruna, sem
ákveðinn hefur verið. Væri slík
lausn jákvæð frá sjónarhóli Svía?
„Nei, ég held persónulega að
æskilegast væri að menn myndu
stíga þessi skref samhliða. Síðan
er hins vegar sá möguleiki þegar
til staðar í Maastricht-samkomulag-
inu, að menn komi inn í efnahags-
lega og peningalega samrunann
fyrr en aðrir. Það er líka raunhæft.
Ég hef ekki trú á efnahagslegum
og peningalegum samruna allra
EB-ríkjanna hvorki árið 1997 né
1999. Það er samstaða um það inn-
an allra aðildaríkjanna að halda
bandalaginu saman en það kemur
aftur á móti ekki í veg fyrir að
sums staðar gangi hlutirnir hraðar
fyrir sig á einhveijum sviðum en
annars staðar. Schengen-sam-
komulagið [um algjöra opnun
landamæra Ifyskalands, Frakklands
og Benelux-ríkjanna] er dæmi mn
slíkt.“
— En telur þú í Ijósi þess, sem
gerst hefur á gjaldeyrismörkuðum
síðustu vikur, að efnahagslegi og
peningalegi samruninn geti í raun
orðið að veruleika?
„Já, ég held að forsendur séu enn
fyrir því. A vissan hátt hefur óró-
leikinn á gjaldeyrismörkuðum rennt
stoðum undir rökin fyrir nánari
efnahagslegri og peningalegri sam-
vinnu. Við erum komin í gegnum
kreppuna en það hefði verið einfald-
ara ef við hefðum geta kallað á
stuðning frá öðrum ríkjum.
Að mínu mati getur það jafnt
gerst að þróuninni verði flýtt sem
að henni verði seinkað. Það sem
menn verða fyrst og fremst að forð-
ast er að reyna að steypa öllu í ein-
falt mót.“
— Nú er hins vegar ekki bara
að finna efasemdir um þróunina á
sviði efnahags- og peningamála
heldur einnig á hinu pólitíska sviði.
Eru til dæmis ekki úrslitin í frönsku
þjóðaratkvæðagreiðslunni tákn um
að hlutirnir hafi gengið of hratt
fyrir sig?
„Jú, það held ég að sé alveg rétt.
Það er ljóst að þróunin hefur verið
mjög hröð en aftur á móti hefur,
að minnsta kosti ekki í öllum lönd-
um, verið nóg gert til að trygma
um hana almennan stuðning. Eg
finn það sjálfur, þegar ég ræði þessi
mál við fólk, að flestir eru mjög
óöruggir og vilja fá meiri vitneskju
um það sem er að gerast. Það er
kostur fyrir okkur að við þurfum
ekki að ganga til þjóðaratkvæðis
um málið fyrr en í fyrsta lagi eftir
eitt og hálft til tvö ár og þá geri
ég ráð fyrir að málin hafi skýrst í
hugum fólks. Það er líka ljóst að
þrátt fyrir að mikill meirihluti EB-
ríkjanna vilji ótrauður halda áfram
samrunaferlinu þá verður að taka
tillit til þeirrar miklu óánægju og
þess mikla óöryggis sem gætt hef-
ur.“
— Er það stefna Svía að sækjast
eftir aðild að þeim harða kjarna
EB-ríkja sem stefna munu hraðar
að peningalegum samruna? Og ef
svo er, bendir þá ekki ástand efna-
hagslífsins og sá þrýstingur sem
verið hefur á krónuna til þess, að
landið sé ekki reiðubúið til slíks
samstarfs? Eða ætti maður kannski
þvert á móti að segja að sú harka,
sem sænski seðlabankinn hefur
sýnt á undanförnum dögum, sýni
fram á nægjanlegan peningalegan
þroska?
„Ég mundi segja að af hálfu
Svía væri mikill áhugi á að stefna
í átt að peningalegum samruna,
ekki síst til að minnka líkumar á
að svipað ástand komi upp aftur.“
— Kreppan á alþjóðlegum mörk-
uðum hefur bitnað hart á sænsku
efnahagslífi. Telur þú að ef hún
viðhelst í einhver ár til viðbótar
muni það auka líkurnar á að sænsk-
ur almenningur taki neikvæða af-
stöðu gegn EB-aðiId?
„Þessu er erfitt að svara. Ég
myndi telja að stór hluti þess óör-
yggis sem er til staðar í dag í EB,
þó ekki væri nema af sálfræðilegum
ástæðum, eigi rætur sínar að rekja
til efnahagsástandsins. Þetta á líka
við um Svíþjóð, en það er samt
ekki bara þess vegna sem ég vona
eftir að efnahagsástandið muni fara
að glæðast á næstu árum.“
— Skoðanakannanir benda til
þess að stórhluti sænsku þjóðarinn-
ar hafi sterkar efasemdir um gildi
aðildar. Af hveiju ætti þessi þróun
að snúast við áður en Svíar ganga
til þjóðaratvæðis?
„Ég held að það verði miklar
sveiflur áfram hvað þetta varðar.
Nú er almenningsálitið hér undir
miklum áhrifum af því sem gerðist
í Frakklandi og í Danmörku. Það
er líka tilhneiging til þess, sem er
í sjálfu sér eðlilegt, að einblína á
þau vandamál sem upp koma í
tengslum við samningaviðræðurn-
ar. Þegar þau vandamál hafa verið
leyst og við stöndum uppi með full-
gerðan samning þá held ég að stað-
an verði allt önnur og öruggur
meirihluti verði fyrir aðild. Þá verð-
ur fólk búið að vega og meta kosti
og galla, og ég vil leggja áherslu á
að það er ekki síst mikilvægt að
draga fram gallana, og vonandi
komast að þeirri niðurstöðu að kost-
irnir vega greinilegra þyngra.“
— En eru Svíar almennt reiðu-
búnir að taka þátt í hinum pólitíska
samruna EB? Geta þeir til dæmis
hugsað sér þátttöku í sameiginlegri
utanríkis- og varnarmálastefnu?
„Nei, það held ég ekki, að
minnsta kosti ekki eins og staðan
er í dag. Okkar stefna er að við
munum taka þátt í samvinnunni á
sviði utanríkis- og varnarmála. Við
teljum það einnig vera rökrétt að
þau ríki, sem vilja samræma stefnu
sína í þessum málum, geri það.
Ekki ætlum við að setja okkur upp
á móti því. Eins og mál standa nú
er hins vegar ekki á dagskrá hjá
Svíum að gerast aðilar að NATO
eða Vestur-Evrópusambandinu.“
— Nú ber hins vegar töluvert á
þeirri skoðun í málflutningi evr-
ópskra stjómmálamanna að þessi
samræming sé óumflýjanlegur hluti
Maastrícht-samkomulagsins. Ef
menn vilji á annað borð fá aðild að
bandalpginu verði þeir að sætta sig
við það.
„Þetta er ekki opinber stefna
bandalagsins. Þvert á móti er það
hluti af Maastricht að taka eigi mið
af stöðu og hagsmunum hvers lands
á öryggissviðinu. Hvað varðar t.d.
Vestur-Evrópusambandið þá eru
mjög fjölbreytilegir kostir í boði
hvað varðar aðild að því.“
— Myndu Svíar fara fram á fleiri
undanþágur?
„Það væri ekki spuming um
neina undanþágu að taka ekki þátt
í sameiginlegri vamarstefnu heldur
rökrétt í ljósi Maastricht-samkomu-
lagsins. Hvað varðar önnur svið þá
er ljóst að standa verður vörð um
sænska hagsmuni á ýmsum sviðum.
Landbúnaður er eitt dæmi, byggða-
stefnan annað og einnig má nefna
umhverfismál."
— Verða þeir viðaukar, sem nú
er rætt um að bæta við Maastricht-
samkomulagið, að þínu mati til að
Svíar munu eiga auðveldara með
að samþykkja aðild að bandalaginu?
„Ef gengið er út frá því sem
rætt er um í dag þá held ég að á
því leiki enginn vafi. Allt sem stuðl-
ar að því að draga úr hinum lýðræð-
islega halla innan bandalagsins og
opna ákvarðanatökuferlið er okkur
í hag.“
— Telur þú einhverjar líkur á að
Jafnaðarmannaflokkurinn muni
breyta um afstöðu til Evrópubanda-
lagsins?