Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
11
„Nei, ég held að líkt og í samn-
ingaviðræðunum um Evrópska
efnahagssvæðið muni nást mjög
breið samstaða um afstöðu Svía í
samningaviðræðunum. Við munum
leggja mikla áherslu á að sú verði
raunin og teljum að þau viðbrögð
sem við höfum fengið frá stjórnar-
andstöðunni hafi verið jákvæð. Ég
held að allir aðilar séu vel meðvitað-
ir um mikilvægi þess að standa
saman í kringum samningagerð-
ina.“
— Nú virðist samt stefna í þá
átt að rekin verði kosningabarátta
í tvennu lagi fyrir aðild að EB þeg-
ar kemur að þjóðaratkvæða-
greiðslu, annars vegar af hálfu
stjórnarinnar og hins vegar af hálfu
jafnaðarmanna. Gæti það leitt til
vandræða?
„Ég held að það sé ekkert skrýt-
ið og í raun eðlilegt. Það er ljóst
að við höfum aðrar skoðanir á EB
en jafnaðarmenn í mörgum málum.
Menn verða að gera greinarmun á
því að það eru okkar sameiginlegu
hagsmunir að við gerumst aðilar
að EB og hins vegar að við myndum
beijast fyrir mismunandi málum
innan bandalagsins, rétt eins og við
gerum hér heima í Svíþjóð."
— En er ekki hætta á að þetta
muni einfaldlega rugla almenning
enn frekar í ríminu?
„Hugsanlega til að byija með en
síðan mun fólk gera sér ljóst að
þetta er hluti af þeim lýðræðislega
grunni sem EB byggir á. Framtíðar-
uppbygging bandalagsins verður
samruni þess sem hin ólíku aðildar-
ríki vilja stefna að. Og það sem þau
vilja stefna að byggir síðan á því
hvernig stjórnmál þróast heima fyr-
ir.“
— Hveijar telur þú vera forsend-
urnar fyrir norrænni samvinnu þeg-
ar nánast öll Norðurlöndin verða
orðin aðilar að bandalaginu?
„Tvímælalaust verða áfram for-
sendur fyrir slíkri samvinnu. EES-
samkomulagið, sem vonandi tekur
gildi í byijun næsta árs, er líklega
mikilvægasta skrefið, sem tekið
hefur verið í langan tíma, til að
styrkja norræna samvinnu. Við er-
um með þessum samningi búin að
skapa ramma fyrir sterkari nor-
ræna samvinnu hvað varðar innri
markaðinn og mörg önnur svið. Á
samsvarandi máta myndi EB-aðild
ríkjanna styrkja hina norrænu sam-
vinnu.“
— Það hlýtur þó að torvelda slíka
samvinnu að öll Norðurlöndin
stefna ekki að aðild?
„Auðvitað væri það kjörstaða,
hvað hina norrænu samvinnu varð-
ar, ef öll Norðurlöndin myndu sækja
um aðild. En ef eitthvert land, til
dæmis ísland, kýs að standa fyrir
utan bandalagið þá verður það sam-
eiginlegt norrænt hagsmunamál að
koma á eins sterkum tengslum og
mögulegt er, milli bandalagsins og
þeirra landa, sem standa fyrir ut-
an.“
— Þú hefur ekki áhyggjur af of
mikilli miðstýringu innan banda-
lagsins?
„Jú, og ég hef margsinnis bent
á hættuna á of mikilli miðstýringu
og skriffinnsku löngu áður en þjóð-
aratkvæðagreiðslan í Frakklandi
kom til. Því er mjög mikilvægt að
í hvert einasta skipti, sem einhver
ákvörðun er tekin, að menn velti
því fyrir sér hvort virkilega sé nauð-
synlegt að þetta mál sé afgreitt
með milliríkjasamningi eða á yfir-
þjóðlegan hátt.“
— Til eru kenningar um að Evr-
ópubandalagið muni þróast út íein-
hvers konar risavaxið „ velferðar-
þjóðfélag", kannski ekki að sænskri
heldur frekar þýskri fyrirmynd.
„Ég hef ávallt tekið öllum þess-
um kenningum með miklum fyrir-
vara. Áf þeirri einföldu ástæðu að
Evrópubandalagið er byggt upp á
lýðræðislegan hátt og því eins erf-
itt að spá fyrir um hver þróunin
verði þar á næstu árum og hver
hún verður einstökum aðildarríkj-
um. Ég myndi jafnvel segja að það
væri enn vandasamara að spá fyrir
um þróun innan bandalagsins þar
sem það er í hæsta máta ólíklegt
að sömu stefnuóskir verði ofan á í
öllum aðildarríkjunum. Við munum
áfram vera með mjög fjölskrúðugt
safn ríkisstjórna innan EB og það
er á vissan hátt það sem gerir
bandalagið heillandi."
— Eins og þú bendir á er nú
þegar orðið mjög erfitt fyrir ríki
famSTMi
gervihnattadiskur
og móttökutæki
SR-500
1,2 m
diskur, stereo
móttakari m/þrábl.
fjarstýringu,
pólfesting,
pólskiptir og
lágsuosmagnari
(LNB 0,8 dB)
M; 66.810,-
: 59.790,-
Yfir 30 stöðvar með fjölbreyttu
efni á ýmsum tungumálum
25% útborgun:
16.703,-kr.og aöeins
kr. á mán. í
18 mán. m/Munaláni
SKIPHOLTI
SÍMI29800
bandalagsins að ná saman um eina
sameiginlega stefnu, vegna þess
hversu fjölbreytt þau eru og menn-
ingarlega ólík. Þegar aðildarríkjum
fjölgar, að ekki sé minnst á ef ríkin
í austurhluta Evrópu fá aðild í byij-
un næstu aldar, verður þá ekki allt
að því ómögulegt að gera drauminn
um pólitískan samruna á sem flest-
um sviðum, t.d. utanríkismála, að
veruleika?
„Þetta er nú þegar ekki spurning-
in um að móta til dæmis eina sam-
eiginlega utanríkisstefnu heldur að
leitast eftir eins samræmdri stefnu
á þessu sviði og kostur er á. Ég
er fullviss um að áfram verði mun-
ur á stefnu ríkjanna. EB er fyrst
og fremst ferli; það verður að va-
rast að líta svo á að bandalagið
muni þróast í risaveldi, eins konar
Bandaríki Evrópu. Það er ekki mín
Evrópusýn. Mín sýn er samvinna á
þeim grunni að landamæri milli
þjóða þurrkist út en þjóðirnar standi
óhaggaðar. Þar sem þjóðirnar reyna
sameiginlega að fínna lausn á innri
jafnt sem ytri ógnunum. Og þá á
ég ekki bara við pólitískar ógnanir
heldur einnig t.d. á sviði umhverfis-
mála.“
— Þessi sýn virðist ansi keimlík
þeirri sem fmna má meðal margra
breskra íhaldsmanna. Væri ekki
hægt að segja að nákvæmlega þessi
Evrópusýn hefði orðið undir í um-
ræðunni nú þegar; að þeir sem beij-
ast fyrir evrópsku alríki hafi orðið
ofan á?
„Nei, ég held að þessi sýn eigi
sér mjög breiðan hljómgrunn. Auð-
vitað eru til þeir sem vilja banda-
ríki. En þau verða ekki mynduð á
minni ævi og ég held ég geti fullyrt
að þau verði aldrei að veruleika."
SBBS
8®PÍ
,
. PÖÖ-
HíM
mÍM
n
■B
111§
■n
■
IB
■
m
'Pi;,
sunnudögum
kl. 13 til 17
Þessi fyrirtæki eru opin í Kringlunni í dag:
Aha • Augað • Bamastjömur • Blazer • Blómastofan • Body Shop
Brýnt & Bætt • Búsáhöld og Gjafavörur • Byggt & Búið • Clara • Cosmo
Eymundsson • Genus • Hagkaup-matvömverslun • Hagkaup-sérvöruverslun
Hans Petersen • Happahúsið • Happakaup • Hard Rock Café • Hjartað
Hygea • Isbúðin • Jarlinn • Kiss • Konfektbúðin • Kosta Boda • Kókó
Krakkar • Léttir réttir • Lilja • Myllan • Penninn • Pizza Hut • RR. skór
Rammagerðin • Rikki Chan-veitingastofa • Sautján • Skífan • Skæði
Sportval • Stefanel • Tangó • Taxi • Tölvuhúsið • Ugla sat á kvisti
Vedes-leikföng • Verslunin 5. Stræti
Gerið ykkar glaðan sunnudag í Kringlunni
KRINGWN
alltaf hlýtt og bjart
í Kringlunni er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 18:30,
föstudaga frá kl. 10 til 19, laugardaga frá kl. 10 til 16, sunnudaga frá kl. 13 til 17.
Hard Rock Café er opið alla daga til kl. 23:30.
■£ ■
S ■
o
í iw ö
t)l9!