Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
19
Dr. Vésteinn Atli Þórsson.
Doktor í
eðlisfræði
VÉSTEINN Atli Þórsson, eðli-
fræðingur, varði doktorsritgerð
í eðlisfræði þann 19. jání sl. við
Ríkisháskóla New York í Stony
Brook á Long Island í Bandaríkj-
unum. Ritgerðin nefnist „Two
Topics in Nuclear Physics“ (Tvö
umfjöllunarefni í kjarneðlis-
fræði) og lýsir hún rannsóknum
á eiginleikum kjarneinda. Leið-
beinendur Vésteins við rann-
sóknirnar og samningu ritgerð-
arinnar voru eðlisfræðiprófess-
oramir Gerald E. Brown og
Ismail Zahed.
Vésteinn Atli er fæddur árið
1964 í Bergen í Noregi og er sonur
hjónanna Jóhönnu Jóhannesdóttur
rannsóknatæknis og Þórs Jakobs-
sonar veðurfræðings. Gunnskólaár-
in átti hann heima í Kanada en
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð árið 1983 og
BS-prófi í eðlisfræði frá Háskóla
íslands árið 1986.
Ritgerðinni er skipt í tvo hluta.
Fjallar sá fyrri um víxlverkun kjarn-
einda samkvæmt hinu svonefnda
Skyrme-líkani. Sígildir útreikningar
innan líkansins leiða til þeirra niður-
stöðu að sá hluti mættisins sem er
óháður spuna og innspuna kjam-
eindanna sé fráhrindandi en vitað
er að í raun ríkja aðdráttarkraftar
milli eindanna. Notuð er ný aðferð
við þessa útreikninga sem sýnir
fram á, að skammtafræðilegar leið-
réttingar geti leitt til aðdráttar.
Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar
um Bose-Einstein þéttingu á svo-
nefndum ká-eindum en hún getur
átt sér stað við ákveðin skilyrði í
iðrum nifteindastjarna. Fundin er
efnasamsetning og ástandsjafna
efnis sem inniheldur ká-eindir og
er ástandsjafnan síðan notuð við
útreikninga á eiginleikum nift-
eindastjama.
Dr. Vésteinn tók nýlega við rann-
sóknastöðu í eðlisfræð við NORD-
ITA, Norrænu stofnunina í kenni-
legri eðlisfræði, í Kaupmannahöfn.
Kona Vésteins er Aaliyah Gupta,
myndlistarmaður frá Kalkútta á
Indlandi en hún lauk árið 1989
meistaraprófi (MFA) í myndlist við
Ríkisháskóla New York í Stony
Brook.
II
FJOLSKYLDUDAGURINN
Fjölbreytt
skemmtidagskrá:
Rokklingarnir
Mínígolf
Leiktæki
Tónlistarskóli Seltjarnarness
Barnakór Grensáskirkju
Andlitsmálun
ÓKEYPIS
ERLUNN
■ DAG FRÁ
14:00 - i y.0Q
Skemmlileg
fræ&sludagskrá:
Foreldrasamtökin
Tímaritiö Uppeidi
Foreldrafélag
misþroska barna
Myndbandasafn
fjÖlskyWunnar
Logreglan i Reyk'iavik
Landssamtókforel'lra
bama meb leserfiSle.ka
Bamamól
Náttúrubörn
Örninn
Slökkvilii Reykjavíkur
Raubi kross íslands
Almenningsvagnar og
Lögreglan Hafnartiroi
ALLIR VELKOMNIR
S • K • I -F -A-N
y-
FORELDRASAMTÖKIN
S - K -1 -F -A-N
TÓKSTU EFTIR
VERÐIÆKKUIUIIUIUI
Á MOTOROIA FARSÍMUM
FRAMAR í BIAÐIIUU?