Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 FORSETAKOSINIIIVIGARNAR í BANDARÍKJUIMUM TEFLIR PEROT KOSNINGUNUMITVISYNII? eftir Guðmund Hulldórsson Þegar auðkýfingurinn Ross Perot frá Texas ákvað 1. október að gefa kost á sér í forsetakosningunum, sem fara fram í Bandaríkjunum eftir rúman hálfan mánuð, naut hann stuðnings innan við 10 af hundraði kjósenda. Góð frammistaða hans í fyrstu sjónvarpskappræðum forsetaframbjóðendanna bætti hins vegar stöðu hans og nú nýtur hann stuðnings um 13-14% kjósenda sam- kvæmt skoðanakönnunum. Fylgisaukningin hefur hleypt nýjum krafti í kosningabaráttu Perots og gert það að verkum að ekki er talið eins víst og áður að demókratinn Bill Clinton megi heita öruggur um sigur, þótt hann njóti stuðnings 46 af hundr- aði kjósenda, en George Bush for- seti 34 af hundraði, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Þar sem svo mikill munur er á fylgi Perots annars vegar og Bush og Clintons hins vegar er vafasamt og jafnvel útilokað að honum takist að brúa bilið á þeim stutta tíma sem er til kosning- anna. Hins vegar gæti hann breytt hlutfallinu á fylgi Bush og Clint- ons að dómi fréttaskýranda Washington Post, David Broder, sem kallar Perot óvissuþáttinn í kosningunum. „Ég er sannfærður um að ef Perot hefði ekki hætt við að fara í framboð í júlí hefði orðið um raunverulega keppni þriggja frambjóðenda að ræða,“ skrifaði hann. „En á sama hátt og flestir sérfræðingar vanmátu BUSH VIRÐIST VERA AÐ KLUÐRA »» SIÐASTA TÆKIFÆRINU u hugsanleg áhrif Perots í fyrstu sjónvarpskappræðunum grunar mig að þeir vanmeti núna mögu- leika grasrótarhreyfíngar Perots." Fari svo að Perot fái mikið fylgi í Qölmennum ríkjum eins og Flórída, Texas og Kaliforníu gæti það orðið til þess að Bush og Clint- on reynist erfítt að tryggja sér meirihluta í kjörmannasamkund- unni, sem kýs forsetann. Til þess að ná kjöri þarf stuðning 270 kjör- manna og ef hvorki Bush né Clint- on fær svo mikið fylgi verður full- trúadeildin að kjósa forsetann. Úrslit kosninganna gætu því oltið á fylgi Perots, þótt hann hafni í þriðja sæti í kosningunum. H ður en sjónvarpskappræðumar « hófust virtist Perot hafa misst tiltrú flestra kjósenda vegna ákvörðunarinnar um að gefa kost á sér, þótt hann hefði lýst þyí yfír 16. júlí að hann hefði dregið sig í hlé. Perot kvað ástæðuna ein- dregin tilmæli stuðningsmanna sinna, en bandarískir fjölmiðlar segja að hann hafí unnið að því að hefja aftur þátttöku í kosninga- baráttunni síðar allt frá því hann ákvað að draga sig í hlé í júlí. Ross Perot fjegar Perot dró sig til baka ■ kvaðst hann vilja afstýra því að sú staða kæmi upp að enginn forsetaframbjóðandi fengi hreinan meirihluta og fulltrúadeildin yrði að kjósa forsetann. Hann sagðist einnig vilja gefa stóru flokkunum tækifæri til að sýna hvort þeim væri alvara í efnahagsmálunum. Nú segir hann að þeir hafi ekki staðist prófíð. Með því að draga sig í hlé kom Perot í veg fyrir að blöð héldu áfram rannsókn á ferli hans, sem hafði leitt ýmislegt í ljós. Þrátt fyrir ákvörðun sína hélt hann áfram að leggja fé til baráttunnar fyrir því að hann yrði kjörinn og varði til þess fjórum milljónum dollara á mánuði. Hann hélt einn- ig áfram að koma fram opinber- lega og fór meðal annars til Flórída þegar fellibylurinn Andrés gekk þar yfir. Ákvörðun Perots varð til þess að hann gat stytt kosningabaráttu sina úr fjórum mánuðum í fjórar vikur. Um leið :gat hann losað sig við hóp manna, sem hafði stjórnað kosningabaráttu hans og hann var ekki ánægður með. Jafnframt kom hann á auknum aga í losaralegum samtökum sjálfboðaliða, sem höfðu unnið að kjöri hans, og rak alla úr forystuliði þeirra sem vildu ekki fara að vilja hans. Perot reyndi að koma á sterkri og strangri miðstýringu í þess- um grasrótarsamtökum. Mörgum sjálfboðaliðum var vikið til hliðar og ef þeir voru taldir óáreiðanleg- ir var ferill þeirra rannsakaður. í stað þeirra komu launaðir starfs- menn sem Perot þekkti eða hafði átt viðskipti við. Tryggir stuðn- ingsmenn hans stofnuðu flokkinn Sameinaðir stöndum vér, sem hef- ur reynt að afla efnahagsstefnu hans stuðnings. Gamall stuðningsmaður Perots og fyrrverandi stríðsfangi, Orson Swindle, sem lítið var vitað um, varð leiðtogi flokksins í orði kveðnu. Swindle talar við Perot einu sinni á dag, en viðurkennir að hann viti ekkert um fyrirætlan- ir hans. Annar vintfr Perots, Murphy Martin, hefur stjómað nýrri auglýsingaherferð hans í sjónvarpi. Fyrrverandi stuðningsmenn Per- ots segja að hann hafí beitt öllum ráðum til þess að geta haft fijálsar hendur og ákveðið sjálfur hvenær hann gæfí kost á sér þann- ig að ákvörðunin hefði sem mest áhrif. Þar með telji hann sig hafa getað búið svo um hnútana að hann komi aftur fram sem bjarg- vættur þjóðarinnar, en það hlut- verk hafí hann ætlað sér. Tveir áhrifamiklir demókratar sögðu þegar Perot ákvað að gefa kost á sér að framboð hans mundi tiyggja Bush endurkosningu. Sjálfur lét Clinton í ljós áhyggjur af því í blaðaviðtali að Perot gæti dregið úr sigurlíkum hans með því að dreifa atkvæðum andstæðinga Bush. Venjulega eru kappræður vara- samar fyrir sitjandi forseta, en Bush taldi að hann gæti haft gagn af þeim, þar sem hann hefur stað- ið sig illa í skoðanakönnunum. þótt stuðningsmenn Clintons seg- ist ekki hafa áhyggjur af Perot höfðu þeir miklu minni áhuga í því en Bush að Perot tæki þátt í kappræðunum. Þótt Perot kunni að valda Bush erfíðleikum getur hann einnig grafíð undan tiltrú á efnahagstefnu Clintons. Perot hefur lagt áherslu í efna- hagsmál í kosningabaráttu sinni og kennt Bush um að eiga sök á þeim erfíðleikum sem við er að stríða, þar sem hann hafí ekki sýnt nógu mikla forystuhæfi- leika. Vikuna fyrir fyrsta sjón- varpskappræðurnar varði Perot tæpri einni milljón dollara í auglýs- ingar á sjónvarpsstöðvunum CBS og ABC þar sem hann gerði grein fyrir þeim vandamálum, sem I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.