Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 35 Edda Hermannsdóttir íþróttafrömuður HEILBRIGÐUR LÍFSSTÍLL EDDA Hermannsdóttir íþróttafrömuður á Akur- eyri er í stjórn ÍFA. Hún stendur fyrir fjölbreyttri íþróttastarfsemi á Akureyri. Má þar nefna leik- fimi, hlaup, skokk og þolæfingar. Einnig hefur Edda heimsótt minni staði norðanlands, haldið þar fyririestra, námskeið og hvatt heimamenn til líkamsræktar. Um þessar mundir stunda um 300 konur leikfimina hjá Eddu. vers vegna þjálfar þú fyrst og fremst konur? „Mér fannst þörf á að hvetja konur til líkams- ræktar og að auðvelda þeim að byrja, karlarnir eru dug- legri að bjarga sér. Konumar hafa of oft látið mennina og bömin ganga fyrir varðandi íþróttir, en setið sjálfar heima.“ íþróttastarf Eddu miðar að því að innræta þátt- takendum nýjan lífsstíl. Auk líkamsstritsins býður hún upp á fyrirlestra í hveijum mánuði þar sem fjallað er um það sem viðkemur líkama og sál. Meðal fyrirlesara hafa verið sérfræðingar á sviði kvensjúkdómafræði, gigt- arlæknisfræði, næringarfræði, stjómunarfræði og kyn- lífsfræði, svo fátt eitt sé talið. Það er algengt að konurn- ar taki karlana með á fyrirlestrana sem þykja bæði fræð- andi og skemmtilegir. „Ég er alin upp frá barnæsku við það sem kalla má heilbrigðan lífsstíl," segir Edda þegar hún er spurð um hvernig íþróttaáhuginn vaknaði. „Faðir minn, Hermann Sigtryggsson æskulýðs- og íþróttafulltrúi, er mjög áhuga- samur um trimm og heilbrigt lífemi. Það snerist allt um íþróttir heima og segja má að mitt annað heimili hafi Morgunblaðið/Rúnar Þór Edda Hermannsdóttír íþróttafrömuður. verið í skíðabrekkunum í Hlíðarfjalli." Edda segir mik- inn áhuga og langa hefð fyrir almenningsíþróttum á Akureyri og að þar sé mjög góð aðstaða til hvers konar íþróttaiðkunar. Hún tekur framtaki ÍFA fagnandi og bindur miklar vonir við starfsemi samtakanna. Akur- eyringar hafa þegar undirbúið gönguátakið 22. október. „Trimmnefnd IBA, sem í er fagfólk á mörgum sviðum sem lúta að líkamsrækt og læknisfræði, hyggst fram- fylgja markmiðum ÍFA og takast einnig á við önnur staðbundin verkefni. Meginmarkmiðið er að þjóna því fólki sem kemst ekki að í íþróttahúsunum, sem eru mjög ásetin, eða vill ekki kaupa sig inn í heilsuræktarstöðvar. Við ætlum að opna augu fólks fyrir því að trimm er fleira en skokk. Gangan er mjög góð æfing og aðgengileg. Unnið verður að því að fá fleiri merktar gönguleiðir hér í bænum, en þess má geta að Akureyrarbær stendur flestum bæjum framar á þessu sviði. Við væntum mikill- ar þátttöku í gönguátakinu og þar verður fremstur í flokki bæjarstjórinn okkar, Halldór Jónsson.“ Markús Öm Antonsson borgarstjóri GAIMGAIM BÆTIR HEILSUIMA MARKÚS Örn Antonsson hefur löngum gegnt erilsömum störfum, hin síðari ár sem útvarps- stjóri og nú borgarstjóri. Hann var fréttamaður Sjónvarpsins meðan það sleit barnsskónum og vann oft undir miklu álagi. Þá uppgötvaði hann gildi heilsubótargöngunnar. að var ákaflega gott úrræði til að slaka aðeins á og byggja upp líkamann að fara í langar og góðar gönguferðir. Síðan hef ég reynt að fara í 3-4 tíma göngu- ferð í hverri viku. Það er stundum erfítt að finna tíma, en ef sæmilega viðrar og ég á tíma aflögu missi ég helst ekki af tækifæri til að ganga úti. Yfírleitt fer ég tilteknar leiðir innan borgarmarkanna og er búinn að marka mér eins, tveggja og þriggja tíma hringi með til- liti til þess tíma sem ég hef til ráðstöfunar. Oft liggur leiðin þangað sem borgin stendur í framkvæmdum til að fylgjast með því hvernig gengur, þá fer ég um allar trissur," segir Markús Örn. Leiðir borgarstjórans liggja flestar innan borgarmark- anna. Útivistarsvæðin í Elliðaárdal og Laugardalnum, þykja honum ákjósanleg göngusvæði. Stundum gengur hann að Vífílsstaðavatni eða suður í Hafnarfjörð og tek- ur þá gjaman strætisvagn til baka. Yfirleitt lætur Mark- ús Örn veður ekki aftra sér og er sama þótt það sé frost og skafrenningur, en fer helst ekki í kalsarigningu og roki. „Ég hef ekki fjárfest í miklum búnaði eða fatnaði Morgunblaðið/RAX Markús Örn Antonsson borgarstjóri. til gönguferða og ég held að sem ég notast við þyki fremur frumstætt. Aðalatriðið er að gangan hefur tví- mælalaust góð áhrif á þrekið og heilsuna. Ég vil ganga það hratt að ég fínni til þreytu og þeirrar vellíðunar sem á eftir fylgir. Maður þarf að fá kerfíð vel af stað og koma þreyttur og sveittur heim.“ Borgarstjórinn hefur áhuga á að bæta enn frekar aðstöðu til gönguferða um borgina og bendir á göngu- stígaframkvæmdir meðfram Ægissíðunni og suður í Skeijafjörð. „Ég vil mjög gjarnan sjá fyrirhugaðan göngustíg fyrir enda flugbrautarinnar, sem tengir saman Nauthólsvíkina og Skeijafjarðarsvæðið, verða að veru- leika. Það er verið að kortleggja gönguleiðir í höfuðborg- inni og innan tíðar kemur út bæklingur sem sýnir hvem- ig við ætlum að standa að framkvæmdum í höfuðatrið- um.“ Margret Jónsdóttir íþróttakennari IÞROTTAIÐKUIM ER FORVÖRIM TRIMMKLÚBBUR Seltjarnarness er sjö ára gam- all félagsskapur áhugafólks um líkamsþjálfun og útivist. Margrét Jónsdóttir íþróttakennari hefur verift í forystu fyrir starfi klúbbsins frá upphafi. í fyrra var hún ráftin hjá Seltjarnarnesbæ til aft sinna almenningsíþróttum. Ganga, skokk og vatnsleikfími er það sem við bjóðum upp á,“ segir Margrét. „Allir nýliðar byija í göngu- og skokkhóp sem hittist þrisvar í viku. Þar em kennd undirstöðuatriði eins og upphitun, kæling og teygjur. Við leggjum áherslu á að fara rólega af stað og keppum ekki við klukkuna heldur eigin getu. Við erum líka með sérstakan gönguhóp, sem í em aðallega konur. Áður en við fömm af stað hef ég upphitun með tónlistarleikfími, eftir það ræður hver sínum hraða og vegalengd. Tvisvar í viku er boðið upp á morgunleikfimi og einnig höfum við þijá tíma í vatnsleikfimi. Á mánudögum, þegar mest er að gera, mæta allt að 120 einstaklingar til þátttöku í þessum íþróttum." Margrét minnkaði við sig kennslu fyrir nokkmm ámm. Þá fór hún að skokka til að halda sér í formi og uppgötv- aði kosti útivistar. „Mér fínnst mikið atriði að fá fólk Út undir bert loft. Gangan hefur þann kost að hún skað- Morgunblaðið/Sverrir Margrét Jónsdóttir Trimmklúbbi Seltjarnarness. ar ekki líkamann. Fólk þarf að ganga það rösklega að púlsinn fari í 100-120 slög á mínútu. Ég legg áherslu á að fólk fari í sund eftir gönguna eða skokkið og hef trú á því að í framtíðinni verði svona hópar við allar sund- laugar á landinu." Almenningsíþróttir em forvarnarstarf að mati Mar- grétar. Hún telur að heilsurækt geti forðað fólki frá dvöl á sjúkrahúsum og heilsuhælum vegna vanrækslu líkam- ans. „Ég á mjög gott samstarf við Heilsugæslustöðina, þótt ég sé ef til vill að taka frá þeim framtíðarverk- efni!“ segir Margrét. „Það skiptir öllu að fólk geri eitt- hvað fyrir líkamann á hveijum degi. Öll hreyfing, hversu lítil sem hún er, gerir líkamanum gagn.“ m rfí col KOMIÐ OG DftNSlÐ! :rðu LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUM! Næstu námskeið 31. október Áhugahópur um almenna danskunnáttu á Islandi I620700 hringdu n ú n a HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Míeie ÞVOTTAVÉL? MIELE W701: VINDUHRAÐI600-1200 SN. MIELEGÆÐI. V mi 3 TILBOÐSVERÐ: 99.108,- KR. STGR* VENJULEGT YERÐ: 117.763,- Tilboðið gildir meðan birgðir endast. m w Jóhann Ólafsson & Co SIINDABOkíí II • 104 RKYKJAVlK • SlMIOKHSHX Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum. *Verð miðast við gengi þýska marksins 15.10. 1992. Glæsilegir skoskir vax-jakkar 100% vatnsOéttír, fóðraöir, með hettu Margar gerðir, mjög hagstætt verð frá kr. 4.480 -10.190 Litur: Grænn og blár UTILIFf GLÆSIBÆ . SÍMI 812922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.