Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Með Frelsara í
helgu landi
Ég kom til Landsins helga.
Frelsarinn tók á móti mér og
flutti mig farsællega gegn um
umferðina norður í land. Er
hægt að fá meira öryggi en í
höndum Frelsara í Landinu
helga? Bílstjórinn sem sótti
þennan íslending á Tel Aviv
flugvöll ber nafnið Saviour eða
Frelsari upp á íslensku. Hann
er frá Ghana og bflstjóri hjá frið-
argæslusveit Sameinuðu þjóð-
anna í Líbanon. Þegar landi okk-
ar, Steinar Berg Bjömsson, tók
við framkvæmdastjórn sveit-
arinnar og heyrði nafnið, kaus
hann sér umsvifalaust Saviour
sem einkabílstjóra. Með Frelsar-
anum á ferð um Landið helga
og á öðrum hættustöðum
í Mið-Austurlöndum hlyti
honum að vera borgið.
Það þótti mér líka ákaf-
lega traustvekjandi.
Frelsarinn er kolsvart-
ur ungur maður, bros-
mildur og ljúfur. Hann á
unga konu og þau hafa
fyrir mánuði eignast agn-
arsmáan fallegan snáða.
Auðvitað langar þau til
að fara með bamið heim
í þorpið sitt í Ghana og
sýna fjölskyldunum. Til
þess þurfti að fara með
hann í breska sendiráðið
í Tel Aviv, til að láta skrá
hann. Þar era öll sendi-
ráðin, því ekki blanda
aðrar þjóðir sér í deiluna
um það hvort Jerúsalems-
borg sé í ísrael. í Landinu
helga hefur löngum tíðk-
ast að skrá böm, svo sem al-
kunnugt er um heimsbyggðina.
Ungu hjónin fengu því lánaðan
bfl hjá húsbónda sínum til að aka
hraðbrautina til Tel Aviv og fá
bamið skráð í vegabréf foreldr-
anna. Til þess þurfti drengurinn
að bera nafn. Engin vandræði
vora að velja gott og blessað
nafn. Litli snáðinn hlaut nafnið
Justice Divine - Guðlegt rétt-
læti. Svo ók Frelsarinn tilbaka
með konu sína og Guðlega rétt-
lætið, vel í stakk búið til að halda
út í hinn stóra heim.
Annar broshýr maður beið
mín á flugvellinum. Hafði skrifað
á stórt spjald Elín Pálmadóttir.
Segar frá Sri Lanka átti ekki
síður eftir að gera mér lífíð í
þessu landi notalegt. Alltaf tilbú-
inn á sinn hlýlega hátt til að
gera eitthvað fyrir mann. Vissi
alltaf óbeðinn hvar gleraugun
mín lágu þegar hann sá mig
eigra um húsið. Segar á þó ekki
heiminum mikið að þakka. Oft
koma í hug allir óánægjukvart-
aramir uppi á íslandi þegar
maður hittir ungt fólk, sem hefur
lent í slíkum hremmingum. Og
þeir era margir í henni veröld.
Segar missti pabba sinn ungur
drengur heima á Sri Lanka. Að
sjálfsögðu gat hann ekki farið
að hugsa um sjálfan sig fyrr en
hann hafði komið systram sínum
út með heimanmund. Hann gekk
í skóla og er stúdent, lærði lyfja-
fræði og var orðinn sölumaður
lyQafyrirtækis. En land hans er
eitt af þessum löndum þar sem
allt logar í heiftúðlegum ætt-
flokka- og trúardeilum. Nú urðu
stjórnarskipti og nýja stjórnin
gekk í skrokk á hans ættflokki,
handtók hann tvisvar. Segar er
Sinhalesi. Allir ungir menn vora
teknir nauðugir í herinn í þeim
blóðugu óeirðum sem urðu. Hann
flúði með samþykki móður
sinnar og slapp til Sýrlands. Þar
fékk hann enga aðra vinnu en
þjónustustörf í húsum. Þar er
slíkt innflytjendafólk ekki hátt
skrifað, viða haldið ánauðugu við
vinnu langa daga og látið hírast
í gluggalausum kompum. Segar
komst í Damaskus til sviss-
neskrar fjölskyldu og síðan til
íslendinganna Steinars Bergs
Bjömssonar og Maríu Árelíus-
dóttur, sem hann segir sitt
stærsta lán í lífínu. Þeim tókst
að ná honum með sér er þau
fluttu til ísrael.
í Sýrlandi kvæntist Segar
ungri konu frá sínu landi,
ómenntaðri stúlku af hindúaætt.
Þegar móðir hennar frétti af því
þóttist hún vera fárveik og kall-
aði dótturina heim. í farmiðann
fór allt sparifé Segars. En þegar
þangað kom kvaðst móðirin ekki
viðurkenna slíkt hjónaband og
lokaði dótturina inni, þar til hún
fyndi mann til að gifta hana af
þeirra ættflokki. Hún barði hana
og svelti til hlýðni og unga kon-
an skarst illa við að reyna að
stökkva út um glugga. Loks
tókst henni að flýja til systur
Segars og hringdi þaðan í hann.
Segar segir að móðirin geti vel
gift hana öðram ef hún nái í
hana. Kerlingin gerði þá árás á
hús systurinnar þegar henni var
ekki hleypt inn. Lögreglan úr-
skurðaði að ef hún sæist þar í
nánd yrði hún handtekin, en þá
leigði hún óyndismenn til að
grýta og hetja á húsið. Síðast
þegar eiginkonan hringdi var
hún komin upg í fjöll til vinar
mágs Segars. Á meðan era þau
Steinar og María að sækja um
að fá að taka hana inn í Israel,
sem tekur tíma. Vonandi tekst
það.
Segar segir mér að hann vilji
fá að vera hjá þeim Steinari og
Maríu og flytja með þeim hvert
sem er, svo lengi sem mögulegt
er. Aldrei hefur honum liðið bet-
ur og allir verið svona almenni-
legir við hann, segir hann. Hann
reiknar með að vera áfram við
svona störf. María er að kenna
honum að elda og þjálfa hann
til að verða góður bryti, svo hann
geti alltaf fengið gott starf. Hún
ætlar að þjálfa konu hans til
framtíðarstarfs ef tekst að ná
henni frá Sri Lanka. Þá finnst
þeim þau vera aldeilis ofan á í
lífínu. Hann er hættur að vera
íslamstrúar, biður til heilags
Antoníusar og vill skírast til
kristni strax og mál hans eru
komin á hreint.
Velgengni og ánægja eru
sannarlega afstæð hugtök í ver-
öldinni.
Aðeins 4 verð:
990,- 1490,- 1990,- 2490,
Laugavegi 11 - Sínii: 21675
SKOUTSALA
Opnum á morgun með vandaða skó
af heildsölulager frá Axel 0.
Einnig mikið úrval af
verksmiðiulager beint frá Portúgal.
Barnaskór - kuldaskór - dömuskór - herraskór.