Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 36
36 dagskrq MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 SUNNUPAGUR 18/10 SJÓNVARPIÐ 15.00 ►Vefurinn hennar Karlottu (Charl- otte’s Web) Bandarísk teiknimynd gerð eftir samnefndri barnasögu. Þýðendur: Rannveig Tryggvadóttir og Óskar Ingimarsson. 16.30 ►Landakot í 90 ár Heimildarmynd um sögu Landakotsspítala frá því St. Jósefssystur komu til landsins í byijun aldarinnar til dagsins í dag. Landakotsspítali var fyrsta sjúkra- húsið sem tók til starfa á íslandi, 28 árum á undan Landspítalanum. Spítalinn var byggður fyrir söfnun- arfé sem aflað var í Frakklandi fyrir tilstuðlan Jóns Sveinssonar, Nonna. Árið 1976 tók Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala við rekstrinum. Þui- ur er Jóhann Sigurðarson, handritið skrifaði Karl Jeppesen, Ernst Kettler annaðist kvikmyndatöku en framleið- andi myndarinnar er Myndbær. 16.50 ►Mið-Evrópa (Europe centrale) Franskur heimildarmyndaflokkur í þremur þáttum um sögu Mið-Evrópu frá aldamótum til okkar daga. í þess- um þætti er fyallað um tímabilið frá 1953 til okkar daga. Þýðandi: Gylfi Pálsson. Lokaþáttur. 17.50 ►Sunnudagshugvekja Þórarinn Bjömsson guðfræðingur flytur. 18.30 ►Sjoppan (Kiosken) Það gerist margt að næturlagi þegar manna- bömin sofa og leikfangadýrin þeirra fara á stjá. Þýðandi: Jóhanna Jó- hannsdóttir. Lesari: Edda Heiðrún Backmann (Nordvision - Sænska sjónvarpið) (3:5). 18.40 ►Birtingur (Candide)Norræn klippi- myndaröð, byggð á sígildri ádeilu- sögu eftir Voltaire. íslenskan texta gerði Jóhanna Jóhannsdóttir með hliðsjón af þýðingu Halldórs Lax- ness. Lesarar em Helga Jónsdóttir og Sigmundur Orn Amgrímsson. Áður á dagskrá 3. maí 1991 (Nord- vision) (3:6). 18.55 ►Táknmálsfréttir 19.00 ►Tréhesturinn (The Chestnut Soldier) Velskur myndaflokkur fyrir böm og unglinga, byggður á verð- launasögu eftir Jenny Nimmo um galdramanninn unga, Gwyn Griff- iths. Þetta er framhald á syrpunum Snæköngulóin og Tunglið hans Eml- yns, sem sýndar vom í fyrra. Aðal- hlutverk: Sián Phillips, Cal MacAn- inch og Osian Roberts. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 19.30 ►Auðlegð og ástríður (The Power, the Passion) Ástralskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. 20.00 ►Fréttir, veður og skákskýringar 20.45 ►Hvíti víkingurinn Sjónvarpsmynd í íjómm þáttum eftir Hrafn Gunn- laugsson, gerð í samvinnu norrænna sjónvarpsstöðva. Þegar hér er komið sögu hefur Askur verið dæmdur út- lægur á íslandi eftir misheppnaða kristniboðsferð sína þangað. Hann er sendur aftur til Noregs þar sem Ólafur konungur bíður hans með dauðarefsingu. Askur hugsar um fátt annað en að fínna Emblu aftur en henni er haldið í gíslingu í nunnu- klaustri. Ólafur konungur ber ástar- hug til Emblu og kveðst vilja gera hana að brúði Krists. Askur og Embla mega þola erfiðar raunir sem tvö peð í valdatafli konungs. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Aðalhlutverk: Gottskálk Dagur Sigurðarson, Maria Bonnevie, Egill Ólafsson, Thomas Norström, Þorsteinn Hannesson, Jón Tryggvason, Flosi Ólafsson, Torgils Moe, Sveinn M. Eiðsson og fleiri. 22.00 ►Dagskráin Stutt kynning á helsta dagskrárefni næstu viku. 22.10 ►Vínarblóð (The Strauss Dynasty) Myndaflokkkur sem austurríska sjónvarpið hefur gert um sögu Straussættarinnar sem setti mark sitt á tónlistarsögu heimsins svo um munaði. Leikstjóri: Marvin J. Chomsky. Aðalhlutverk: Anthony Higgins, Stephen McGann, Lisa Harrow, Edward Fox og John Giel- gud. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 23.05 ►Kvöldstund með Guðbergi Stein- unn Sigurðardóttir ræðir við Guðberg Bergsson rithöfund. Áður á dagskrá 5. janúar 1987. 23.55 ►Sögumenn (Many Voices, One World) Essed Alam frá Egyptalandi segir söguna um naglann hans Goha. Þýðandi: Guðrún Arnalds. 00.05 ►Útvarpsfréttir f dagskrárlok STÖÐ TVÖ 9.00 ►Regnboga-Birta Það verður gam- an að sjá hvemig henni Birtu litlu gengur í dag. 9.20 ►Össi og Ylfa Bangsakrílin og vinir þeirra lenda í nýjum og skemmtileg- um ævintýrum. 9.45 ►Dvergurinn Davfð Teiknimynda- saga með íslensku tali. 10.10 ►Prins Valíant Spennandi teikni- mynd um ævintýri Valíants og vina hans. 10.35 ►Maríanna fyrsta Ævintýralegur teiknimyndaflokkur um hugrökku unglingsstúlkuna sem leggur sig í miklar hættur í leit að föður sínum. 11.00 ►Lögregluhundurinn Kellý Spennumyndaflokkur fyrir börn og unglinga (11:13). 11.30 ►Blaðasnáparnir (Press Gang) Leikinn breskur myndaflokkur um krakkahóp sem sér um skólablað (4:13). 12.00 ►Foreldrahlutverk (Parenthood) Gamanmynd þar sem óborganlegt grín er gert að foreldrum sem taka hlutverk sitt misalvarlega. Aðalhlut- verk: Steve Martin, Mary Steenburg- en, Dianne West, Jason Robarts, Rick Moranis, Tom Hulce og Keanu Reev- es. Leikstjóri: Ron Howard. 1989. Lokasýning. 13.55 ►ítalski boltinn Bein útsending frá leik í fyrstu deild ítölsku knattspyrn- unnar. 15.50 ►Líf eftir þetta líf (Life After Life) Bresk gamanmynd sem greinir frá Eric Burt, sem hefur lengstan hluta lífs síns verið einkaþjónn hjá Deed lávarði, en skyndilega breytist líf hans þegar Deed segir honum upp þar sem hann hefur ekki efni á að greiða laun hans. Einkaþjónar eru orðnir úreltir og því verður Eric að fara á heimili fyrir aldraða. Aðalhlut- verk: Goerge Cole, Mary Wimbush, William Fox, Helen Burns og Gary Webster. Leikstjóri: Herbert Wise. 17.00 ►Listamannaskálinn - Thomas Keneally Ástralski rithöfundurinn Thomas Keneally hefur sent frá sér sextán skáldsögur og hafa þær allar hlotið góða dóma. Hann vann til bók- menntaverðlauna árið 1982 fyrir bókina Schindler’s Ark. í þættinum verður farið ofan í saumana á nýj- ustu skáldsögu hans, Towards Asmara, sem segir frá þeim skorti sem allir þurfa að líða þegar stríð heijar á þjóðir. Þátturinn var áður á dagskrá í janúar 1991. 18.00 ^60 mínútur Bandaríski fréttaskýr- ingaþátturinn er kominn aftur á skjá- inn eftir nokkurt hlé og verður hann vikulega á dagskrá í vetur (1:39). 18.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt- ur um umhverfismál frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi. 19.19 ►19:19 20.00 ►Klassapiur (Golden Girls) Banda- rískur gamanmyndaflokkur um fjór- ar hressar konur á besta aldri sem búa á Flórída (19:26). 20.25 ►Lagakrókar (L.A. Law) Banda- rískur myndaflokkur um líf og störf lögfræðinga hjá Brachman og McKenzie fyrirtækinu (11:22). 21.15 ►Látlaus og hávaxin (Sarah, Plain and Tall) Sjónvarpsmyndin Látlaus og hávaxin er sjónvarpsmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu. Sagan gerist í upphafí 20. aldarinnar og ijallar um Söru Wheaton sem tekur að sér móðurhlutverkið í fjölskyldu þar sem húsmóðirin hefur fallið frá. Aðalhlutverk: Glenn Close, Christ- opher Walken (The Deer Hunter), Lex7 Randall, Margaret Sophie Stein, Jon De Vries og Christopher Bell. Leikstjóri: Glenn Jordan. 1991. 22.50 ►Arsenio Hall Maðurinn með breiða brosið tekur á móti leikkonunni Syb- il Shepard og hljómsveitinni Tin Machine í þætti kvöldsins. 23.35 tfuitfyvun ►Vankað vitni li I Inffl I Hll (The Stranger) Spennandi sálfræðitryllir um unga stúlku sem lendir í skelfílegu bíl- slysi. Hún vaknar upp á spítala og man ekki neitt úr fortíð sinni, ekki einu sinni nafnið sitt. Aðalhlutverk: Bonnie Bedelia, Peter Riegert og Barry Primus. Leikstjóri: Adolfo Ar- istarain. 1987. Bönnuð börnum. 1.00 ►Dagskrárlok Alþingi - Þriðji þáttur Hvíta víkmgsins er á dagskrá Sjón- varpsins í kvöld. Myndin er tekin við upptöku á þáttunum þar sem Alþingi Islendinga árið 1000 er sviðsett. Askur og Embla mega þola raunir Ólafur konungur vill gera Emblu að brúði Krists SJÓNVARPIÐ KL. 20.35. Þá er komið að þriðja þættinum í mynda- flokknum Hvíta víkningnum eftir Hrafn Gunnlaugsson. Þegar hér er komið sögu hefur Askur verið dæmdur útlægur á íslandi eftir misheppnaða kristniboðsferð sína þangað. Hann er sendur aftur til Noregs þar sem Ólafur konungur bíður hans með dauðarefsingu. Askur hugsar um fátt annað en að finna Emblu aftur en henni er hald- ið í gíslingu í nunnuklaustri. Ólafur konungur ber ástarhug til Emblu og kveðst vilja gera hana að brúði Krists. Askur og Embla mega þola erfiðar raunir sem tvö peð í valda- tafli konungs. Jörundur Þátturinn sendur út frá Ráðhúsi Reykjavíkur Jörundur í hjarta horgarinnar FM 957 KL. 14.00. Jörundur Guð- mundsson skemmtikraftur fer nú aftur af stað með þáttinn í hjarta borgarinnar. Þátturinn færist nú nær hjarta borgarbúa og er sendur út beint frá Ráðhúsi Reykjavíkur alla sunnudaga kl. 14 og stendur í tvær klukkustundir. Jörundi til halds og trausts er Borgarbandið en það skipa nokkrir afbragðs hljómlistarmenn. Þátturinn er byggður á lifandi tónlist, gaman- efni, spumingakeppni, viðtölum o.fl. Að þessu sinni er séra Geir Waage gestur Jörundar. Barátta viðillöfl SJÓNVARPIÐ KL. 19.00. Sjónvarpið sýnir myndina Tré- hestinn í dag kl. 19.00. Þetta er þriðja og síðasta þáttaröðin sem gerð hefur verið eftir verðlaunasögum Jenny Nimmo um ævintýri galdra- mannsins unga Gwyns Grif- fíths. Fyrri syrpurnar, Snæk- öngulóin og Tunglið hans Emlyns voru sýndar í fyrra. Sagan gerist í Wales og segir frá baráttu Gwyns við ill öfl sem losnað hafa úr læðingi. Gwyn þarf að beita öllum þeim galdri sem hann á til ætli hann að hafa betur í rimmunni og ekki sakar að amma hans spakvitur er honum innan handar. Gamla konan hafði gefíð honum tréhest og í þátt- unum kemur í ljós að hestinum tengjast miklir leyndardómar sem eiga eftir að hafa afdrifa- ríkar afleiðingar. í aðalhlut- verkum eru Sián Phillips, Cal MacAninch og Osian Roberts en þýðandi er Ólöf Pétursdótt- ir. Feðgar - Steffan Morris og Gareth Thomas leika feðga i myndinni Tréhestinum. Beinar knattspymu- útsendingar dýrar Áætlun sem miðast við útsendingar frá 1994 til 2002 er upp á 4 milljarða punda I tekjur SKY, sem Qöl- miðlakóngurinn Rupert Murdoch á 50% hlut í, hefur gengið frá samn- ingi upp á 304 miiyónir punda við bresku úrvals- deildina i knatt- spymu um heimild til beinna útsend- inga næstu fimm keppnistimabil. Hjá Sky eru uppi hugmyndir að senda leikina bent út í áskriftarsjónvarpi í gegnum gervihnött á Sky Sports- rásinni frá og með keppnistímabil- inu 1994/95. Frumkannanir Sky benda til þess að þetta bjóði upp á gífurlegar tekjur. Áætlun sem miðast við útsendingar frá 1994 til 2002 er upp á 4 milljarða punda í tekjur sem skiptist jafnt á milli knattspyrnufélaganna í úrvals- deildinni og Sky. Á sama tíma á ITV-sjónvarps- stöðin, sem varð undir í samkeppn- inni við Sky um útsendingaréttinn frá úrvalsdeildinni, í vandræðum með að ljúka samningum við sam- tök fyrstu deildar-liðanna um bein- ar útsendingar frá leikjum þeirra. Jafnvel er talað um að stofna aðra deild úrvalsdeildarinnar, og þá þætti eðlilegt að Sky fengi einnig einkarétt á útsendingum frá leikj- um þaðan. Um þessar mundir hefur Sky boðið áskriftir að Sky Sport, Sky Movies PIus og The Movie Chann- el á sérstökum vildarkjörum. Nú eru aðeins tvær rásir Sky, Sky One og Sky News, eftir sem sendar eru út ótruflaðar. Áætlanir eru þó uppi um að breyta því en tímasetningar eru þó enn óákveðnar. Sérfræðingar spá því að með áskriftasölu, auglýsingum og kost- un muni aðeins taka Sky tæp tvö ár að hala inn fyrir því sem einka- rétturinn á beinum útsendingum frá bresku úrvalsdeildinni kostaði stöðina. Sú spá byggir meðal ann- ars á því að knattspyrnuáhuga- menn muni notfæra sér áskriftart- ilboð Sky meðan færi gefst. Er því spáð að í árslok verði áskrifendur Sky Sport orðnir 200.000 talsins og eftir fjögur ár verði þeir orðnir 2 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.