Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 40
varða i i JT Landsbanki Mi íslands J1B UB Banki allra landsmanna MORG UNBLAÐW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VtK SlMl 091100, SIMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Fíkiiiefnaneytendur fremja 70-80% allra glæpa á Islandi Fangelsin ekki boðleg til endurhæfingar á vímuefnaneyt- endum segir Snorri Welding hjá Krýsuvíkursamtökunum UM 70-80% glæpa á íslandi eru framin af fíkniefnaneytendum; allt frá vasaþjófnaði upp í hnífs- stungur, jafnvel morð. Hópur yngri vímuefnaneytenda fer stækkandi og æ erfiðara verður Stórt rall- mót hér á næsta ári? Landssamband íslenskra akst- ursíþróttafélaga á nú í viðræðum við stærstu flutningafyrirtæki landsins, Reykjavíkurborg og Vinnuveitendasamband Islands um skipulagningu á stórmóti í rallakstri hérlendis á næsta ári. Talið er að með réttri kynningu megi skipuleggja keppni hér á landi að ári, þar sem nokkrir tugir keppn- isbíla og hundruð keppenda og starfsmanna kæmu erlendis frá. Hafa fundir staðið yfir milli skipu- leggjenda rallmóta, Reykjavíkur- borgar, stórfyrirtækja og VSÍ um þessi mál. Fulltrúi frá Reykjavíkurborg fylgdist með Þúsund vatna rallinu í Finnlandi fyrir skömmu en þar nema gjaldeyristekjur vegna erlendra keppenda og áhorfenda háum upp- hæðum. Akstursíþróttir eru nú taldar þriðja veigamesta íþróttagrein í heimi á eftir boltaíþróttum, hvað varðar umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. að mæta þörfum þeirra. Þetta kemur fram í viðtali við Snorra Welding hjá Meðferðarsamfélag- inu í Krýsuvík, í Morgunblaðinu í dag. Snorri segir, að dæmigerður vist- maður í Krýsuvík hafi hafið neyslu á aldrinum 12-14 ára, hafi ekki lokið grunnskólaprófi og verið kom- inn í kast við lögin um 16-17 ára aldur. Þá hafi hann verið farinn að neyta verulegs magn vímuefna, aðallega áfengis og kannabisefna. Venjulega hafi hann farið í fyrstu meðferðina 17-18 ára og þegar hann komi í Krýsuvík, kannski 25 ára, eigi hann 7-10 meðferðir að baki og afbrotaferil, sem einkennist af auðgunarbrotum og einhverri afplánun í fangelsi. Þá segir Snorri að fangelsin, eins og þau séu útbú- in í dag, séu ekki boðleg til endur- hæfíngar á vímuefnaneytendum. Sakaskrá og afbrotaferill þeirra sýni að þeir hafi lítið lært í fangels- inu annað en að kynnast einni stofn- uninni í viðbót, sem geymi fólk og ali samkvæmt sérstökum laga- ákvæðum. „í fangelsunum hafa þeir gott atlæti, eins og allir vita sem það vilja kynna sér. í fangels- inu er gott að borða, þar er húsa- skjól og þar er aðgangur að eitur- lyfjum af ýmsu tagi,“ segir Snorri. „Við þekkjum dæmi um einstak- linga, sem virðast flýja trekk í trekk í fangelsi, þegar þeir hafa nýtt þann tíma til fulls, sem þeir hafa verið lausir, til afbrota og vímuefna- neyslu." Morgunblaðið heimsótti einnig Tinda, meðferðarstofnun fyrir ungl- inga á aldrinum 13-17 ára, og í viðtölum við ráðgjafa þar kemur fram að þar dvelja að jafnaði 10-12 unglingar í sex vikna meðferð; ung- lingar sem hafa verið í harðri neyslu í tvö ár eða meira, þótt neyslusaga þeirra spanni 4-5 ár. Sigrún Hv. Magnúsdóttir, meðferðarfulltrúi, segir að til þeirra komi unglingar úr öllum þjóðfélagshópum. „Yfir 50% af þeim koma frá venjulegum, Aðspurður hvort hann teldi koma til greina að hækka álögur á almenn- ing til að lækka kostnaðarskatta fyr- irtækjanna sagði Davíð að það væri eitt af því sem rætt væri um eins og verið væri að framkvæma í ná- grannalöndunum. „En menn verða að kunna sér hóf í því líka. Það eru ekki aðeins fyrirtækin sem eiga í íslenskum heimilum þar sem báðir kynforeldrar búa — oftast fag- menntaðir og í ágætis stöðum — og eiga húsnæðið sem þeir búa í. Um 10% þeirra koma frá heimilum einstæðra mæðra og afgangurinn, um 40%, kemur frá heimilum þar sem fósturfeður eru. Þessi hlutföll eru ólík því sem við áttum von á og það sem hefur komið okkur mest á óvart er að sjá hversu stórt hlutfall kemur frá heimilum sem talin eru æskilegasta uppeldisform- ið.“ Sjá bls. B2-B5. erfíðleikum. Almenningur á ekki allt- of gott heldur," sagði hann. Eru aðilar vinnumarkaðarins að taka frumkvæðið af ríkisstjóm líkt og við gerð þjóðarsáttarsamning- anna 1990? „Þetta er ekki sam- keppni um frumkvæði. Það er verið að ræða málið á öllum sviðum og algjört aukaatriði hvaða einkunnir Misþyrmdi bamsmóð- ur sinni LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í fyrrinótt mann sem ráðist hafði inn á heimili barnsmóður sinnar og misþyrmt henni. Flytja varð konuna á sjúkrahús en barn- inu var komið fyrir lyá ættingj- um. Averkar konunnar voru ekki taldir hættulegir, að sögn lög- reglu. Maðurinn var færður í fangageymslur lögreglunnar og til yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglu um morguninn. Lögreglan var kvödd að öðru heimili í borginni í fyrrinótt þar sem maður hafði misþyrmt sambýlis- konu sinni, sem flytja varð á slysa- deild til aðhlynningar, en rhaðurinn var settur í fangageymslu. Aðfaranótt laugdagsins var annasöm hjá lögreglunni og mikil ölvun í borginni. 18 manns gistu fangageymslur lögreglunnar. Þrír ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur. • • Olvaður við akstur eigin bifreiðar og annarra LÖGREGLAN á Selfossi handtók í gærmorgun mann sem grunað- ur var um ölvun við akstur á eigin bíl og bílþjófnað. Um klukkan 3 um nóttina hafði maðurinn, sem er 24 ára, ekið bfl sínum austur frá Reykjavík en misst hann út fyrir veg í hálku á Sand- skeiði. Hann fékk þá far með aðvíf- andi fólki austur yfir fjall og til Hveragerðis. Þar stal maðurinn bíl og ók upp á heiði en þar sprakk á stolna bílnum. Maðurinn yfírgaf því stolna bílinn en hélt áfram för sinni og náði í bílinn sinn á Sandskeiði, kom honum upp á veg og lagði af stað austur yfír en varð þá á vegi lögreglunnar á Selfossi sem hand- tók manninn og setti í fangageymsl- verða gefnar og hveijir vilja eigna sér heiðurinn af því sem ákveðið er. Það er aukaatriði," svaraði Davíð. Er þverpólitísk samstaða sem næði bæði til stjómar og stjómarand- stöðu í undirbúningi? „Ég vona að stjórnarandstaðan styðji þær hug- myndir sem á endanum verður niður- staða um. Það hefur komið fram hjá Alþýðubandalaginu að þeir ætli að hætta venjulegu stjórnarandstöðun- öldri og upphlaupum og telja að það hafi ekki svarað kostnaði. Ég held að það sé rétt hjá þeim. Það er ágætt innlegg í málið ef þeir ætla að reyna að vera eitthvað málefnalegri en þeir hafa verið. Alþýðubandalagið hefur beðið um að fá að hitta full- trúa ríkisstjórnarinnar og við munum hitta þá á mánudaginn," sagði Davíð Oddsson. Hugmyndir aðila vinnumarkaðar til bjargar atvinnulífinu Menn verða að kunna sér hóf í skattaálögum - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að of snemmt sé að átta sig á hvort breið samstaða náist um aðgerðir í atvinnumálum og hvort al- gjör samhljómur sé á milli aðila en málin séu til umræðu á öllum víg- stöðvum. „Það er ekkert nema gott um það að segja ef aðilar vinnu- markaðarins ræða vel saman. Ég sé ekki betur en að það sem þeir eru að ræða um sé alveg á sömu nótum og ég lagði áherslu á í stefnuræðu minni. Þar kom fram að bæði þyrfti að lengja lán og létta kostnaði af atvinnulífinu. Þetta er allt í samræmi við það sem ég boðaði þar,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.