Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
ALIÐ A OTTA
VIÐ FRELSTU
BÓNDI BERST FYRIR UPPBOÐSMARKAÐI FYRIR KJÖT
EFTIR HELGA BJARNASON
„NÚVERANDI fyrirkomulag er hrunið. Með sí-
felldri minnkun framleiðsluréttarins standa
menn eftir með hálfnýttar fjárfestingar og óhag-
kvæman búrekstur. Á sama tíma geta aðrir kjöt-
framleiðendur nýtt framleiðsluaðstöðu sína til
fulls og miðað verðlagningai við óhagganlegt
Búvörumarkaður
gott fyrirkomulag
„í Ástralíu ræða bændur um
veðrið þegar þeir hittast, rétt eins
og við. En þeir ræða ekki síður um
markaðinn. Hann er í þeirra augum
ákveðinn raunveruleiki, eins og
veðrið, dyntóttur og óútreiknanleg-
ur, og þeir ræða um hann á sama
hátt,“ sagði Gunnar.
„Forráðamenn bænda á íslandi
hafa beinlínis alið á ótta bænda við
frjálsa verslun og viðskipti og
töluðu gjaman um lögmál frum-
skógarins. Höfðuðu þeir þá meðal
annars til þess að bændur yrðu að
standa saman. Það er mín skoðun
að ef það er eitthvað sem bændur
ættu að standa saman um sé það
einmitt fijáls verslun og viðskipti.
Það er með frjálsa verslun og
viðskipti eins og lýðræðið að það
er margt hægt að setja út á það
og það leysir ekki sjálfkrafa öll
vandamál. Ég held hins vegar að
við bændur ættum að standa saman
um að leysa vandamálin á lýðræðis-
iegan hátt, innan ramma fijálsra
viðskipta.
Það skiptir þó nokkm máli hvern-
ig framkvæmdin er. í verktakaiðn-
aði tii dæmis fylgja útboð ákveðnum
reglum. Eins er það með sölu á
landbúnaðarvörum, þó hún sé gerð
eftir lögmáium markaðarins er mik-
ilvægt að gott skipulag sé á mark-
aðsstarfinu. Annars getur illa farið.
Ég er sannfærður um að búvöru-
markaður gæti verið gott fyrir-
komulag á sölu á kjöti. Þar kæmu
saman þeir sem seija og kaupa kjöt.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Höfum ekki fengið rétt
skilaboð
Gunnar sagðist verða var við að
sífellt fleiri bændur tækju undir
hugmyndir um uppboðsmarkað á
kjöti. Menn gerðu sér grein fyrir
því að heilbrigð samkeppni á kjöt-
markaðnum og uppboðsmarkaður
gæti verið leið til að koma í veg
fyrir skipulagslaust hrun sauðfjár-
ræktarinnar.
„Nú er samkeppni milli kjötteg-
unda á markaðnum og á vissan
hátt einnig milli seljenda kinda-
kjöts. Í stað þess að verð á kinda-
kjöti hafi lækkað hefur samkeppnin
leitt til þess að sífellt eru veittir
lengri gjaldfrestir. Það fyrirkomu-
lag gæti auðveldlega leitt til keðju-
gjaldþrota. Ef ein stór smásölu-
verslun, sem væri með sex mánaða
gjaldfrest, færi á hausinn gæti
heildsalinn farið á eftir, síðan slát-
urhúsið og loks myndi skellurinn
að einhverju leyti lenda á bændum.
Kaupendur á kjötmarkaði þyrftu
að staðgreiða.
verð á lambakjöti og tekið þannig smám saman
af okkur markaðinn. Stjórnvöld binda hendur
okkar sauðfjárbænda fyrir aftan bak á meðan
ráðist er á okkur,“ sagði Gunnar Einarsson bóndi
á Daðastöðum í Núpasveit við Oxarfjörð í við-
tali við blaðamann Morgunblaðsins.
Gunnar
Einarsson.
Hugmyndir um frjáls
viðskipti hafa lengi
vel ekki átt upp á
pallborðið í bænda-
stétt en nú heyrast
slíkar raddir. Gunnar á Daðastöðum
hefur gerst talsmaður hóps sauð-
fjárbænda sem aðhyllist aukið frelsi
í sauðfjárræktinni. Þeir sjá enga
aðra leið út úr ógöngum atvinnu-
greinarinnar en að framleiðsla,
verðlagning og sala sauðfjárafurða
verði gefín fijáls. Gunnar hefur
jafnframt komið fram með hug-
myndir um stofnun búvörumarkað-
ar sem yrði uppboðsmarkaður á
kjöti, hliðstæður fískmörkuðunum,
þar sem verðmyndun kindakjöts og
jafnvel annarra kjöttegunda myndi
ráðast. Hann leggur áherslu á að
þetta sé fullkomlega raunhæf lausn,
enda löng hefð fyrir henni í öðrum
löndum. Hann hikar ekki við að
segja að vissulega verði erfítt fyrir
bændur að takast á við fijálsa versl-
un og viðskipti, en hjá því verði
ekki komist ef sauðfjárræktin eigi
að lifa af.
Gunnar Einarsson á Paða-
stöðum segir frjáls viðskipti
með kindakjöt einu færu
lausnina fyrir saudfjárbændur
Kindakjöt yrði selt á
uppboði, einnig aðr-
ar tegundir eftir at-
vikum, til dæmis
svína- og nautakjöt.
Á búvörumarkaðn-
um gætu einnig ver-
ið útsölur frá stóru
kjötvinnslunum og
jafnvel aðstaða fyrir smærri vinnsl-
ur. Þar fyrir utan gætu einstakling-
ar keypt sér kjöt í heilum eða hálf-
um skrokkum eða í sérpökkuðum
kjötpokum með mismunandi kjöt-
tegundum."
Styrkir stöðu lambakjöts
„Ég veit að bændur eru hræddir
við frelsið, enda hefur verið alið á
ótta þeirra. Þeir benda á hvernig
farið hafí með kartöflumar. Sam-
kvæmt verðútreikningum á að
kosta 64 krónur að framieiða kíló
af kartöflum hér á landi og er það
með því mesta sem þekkist í heimin-
um. Við berum okkur gjaman sam-
an við Noreg. Þar er talið að 10 til
18 krónur íslenskar kosti að fram-
leiða kíló af kartöflum, það fer eft-
ir því við hvern þú talar hvaða taia
er nefnd. Þegar samkeppni kom í
kartöflusöluna hér lækkaði algengt
verð til bænda niður í 35 krónur
en dæmi voru einnig um hærra og
lægra verð. Ef það er staðreynd
að það kosti 64 krónur að framleiða
hvert kartöflukíló hér á landi tel
ég að ekki sé grundvöllur fyrir kart-
öfluræktinni. Til lengri tíma litið
er ég sannfærður um að fijáls versl-
un með kartöflur og grænmeti og
búvömr almennt sé nauðsynleg svo
menn missi ekki kostnaðarliði úr
samhengi við raunveruleikann.
í gagnrýninni á hugmyndir um
kjötmarkað heyrast einnig raddir
um að kindakjöt sé
framleitt svo stuttan
tíma ársins að slíkur
markaður henti ekki
til sölu þess. Aðrir
kjötframleiðendur,
svína- og nautgripa-
bændur, geta lógað
sláturgripum eftir því
sem markaðurinn tekur við kjötinu.
Búvömmarkaður samkvæmt minni
hugmynd gæti orðið til þess að lágt
verð á kindakjöti á haustin og hærra
í annan tíma leiði til þess að bænd-
ur lóguðu lömbum yfír lengri tíma
ársins og styrku þannig stöðu
lambakjötsins á markaðnum."
Sagði Gunnar að í núverandi fyr-
irkomulagi væri engin hvatning til
bænda að hafa ófrosið kjöt á mark-
aðnum nema í mánuð í sláturtíð-
inni. Ýmsir möguleikar væm til að
lengja þann tíma. Slík framleiðsla
væri dýrari og kallaði á meiri vinnu
en ekki væri ólíklegt að á fijálsum
markaði sköpuðust möguleikar til
að leita nýrra leiða í þessu efni.
II