Morgunblaðið - 28.10.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 Vandamál Færey- inga og Islendinga eftir Kristin Pétursson Slæmar fréttir berast nú frá frændum okkar Færeyingum. Eink- um er kennt um eyðslu umfram efni og víst er það svo að báðar þjóðir verða að spara meira. Lítil umfjöllun fer hins vegar fram um það sem meira máli skiptir — að það mistókst í Færeyjum — eins og íslandi — „að byggja upp“ þorskstofninn. Skelfileg þögn Mistökin við „uppbyggingu“ þorskstofna í norðurhöfum fær litla umfjöllun efnislega. Veiðimenn hafa verið ásakaðir um „ofveiði" án þess að það sé vísindalega sannað, þá er samt látið svo í veðri vaka, „sérfræð- ingar“ (í fiskifræði og fiskihagfræði) hafa verið helstu ráðgjafar varðandi „uppbyggingu“ þorskstofna sem í reynd hefur mistekist. Ábyrgðin er svo stjómmálamannanna. Samt er enn leitað ráða hjá sömu mönnunum og mistókst með sömu kenningamar sem flestar eru ýmist ósannar eða ósannaðar og ganga undir heitinu „vísindi". Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra á íslandi telur þetta „vísindamenn á heimsmæli- kvarða" og núverandi sjávarútvegs- ráðherra segir „engar betri hug- myndir til“ — en kenningarnar sem eru að setja alla á hausinn! Algengasta afstaða er — þegar reynt er að koma á umræðu um málið: — ;,Ég hef ekki vit á þessu", — „ég ætla ekki að fara að leika fiski- fræðing", — „ég nenni ekki að kynna mér þetta", — „em þetta ekki sér- fræðingamir?". Skiptir litlu hvað lagt er á borð til upplýsinga um að ekki sé allt með felldu, umræðan kemst samt nánast ekkert áfram. Um þetta ríkir nánast skelfileg þögn. Léleg nýliðun Léleg nýliðun þorskstofnsins hér við land — síðan 1984 — er ein helsta ástæða minnkandi veiði og minnk- andi veiðimöguleika. Sagt var: „að með því að friða — beita kvótakerfi til að koma í veg fyrir ofveiði þá mætti byggja upp þorskstofninn". Þetta var sagt. Þessi „vísindi“ voru forsendan fyrir kvótakerfmu sem allir áttu að hagnast á! Nú spurning eftir Kristján Jóhannsson Samningurinn um evrópska efna- hagssvæðið er í hugum margra ís- lendinga bæði flókinn og viðamikill. Gmndvallaratriði hans em þó tiltölu- lega einföld og meginmál samnings- ins er ekki nema 129 greinar sem rúmast á aðeins 40 blaðsíðum. í samningnum felst í sem fæstum orð- um að komið verður á auknu frelsi í samskiptum milli EES-landanna 19 og þar munu sömu reglur gilda í viðskiptum á fjölmörgum sviðum. Markaðír EES-landanna verða opnir fólki og fyrirtækjum, þar sem mis- munun á grundvelli þjóðemis verður bönnuð. Gull og grænir skógar Ein helsta ástæðan fyrir því að fólki finnst EES-málið flókið er sú að allt frá upphafi samningavið- ræðna hafa stjórnmálamenn gert samninginn að pólitísku þrætuepli með það eitt að markmiði að klekkja á ríkisstjórn eða stjómarandstöðu. Þannig hefur stjórnarandstaðan reynt að gera samninginn að öllu dagsins er þá: Tókst þetta, — eða tókst þetta ekki. Þetta er grundvall- arspurning. Flestum ætti að vera kunnugt um að þetta mistókst. Af hveiju þá að halda áfram með það sem mistókst??? Er þetta sofanda- háttur, hugsunarleysi, þijóska, af- skiptaleysi, eða bara heimska?? Ég hef ekki svarið. Ég bara spyr. Nýliðun er mæling á magni þriggja ára þorsks árlega. Eftir alla friðunina, útfærslu landhelginnar, möskvastækkunina og svæðalokan- imar hefur sókn í smáfisk minnkað til muna. Hvers vegna er þá ekki allt fullt af smáfiski? Er ekki eitthvað að sem þarfnast umfjöllunar? Ég hef sýnt fram á það í greinum hér í blaðinu að nýliðun hafi verið best þegar þorskstofninn var í lægð (1973, 1983 og 1984.) Þessi árgangar em íslandsmetin í nýliðun þorskstofnsins þegar þorsk- stofninn var lítill og hrópað var „hættuástand" á vísindalegan hátt. Gagnrýni mín og fleiri manna á þessi málefni er helst ekki svarað — eða svarað með því að sneiða hjá kjarna gagniýninnar og drepa aðalatriðum á dreif. Léleg nýliðun mörg ár í röð og lélegir seiðaleiðangrar eru ekki vísbending um meinta „ofveiði" þeg- ar grannt er skoðað. Engin rök styðja þessa „vísindakenningu“ þar sem sókn í 2 og 3 ára fisk hefur minnkað mjög í reynd vegna friðunaraðgerða og vegna stækkunar möskva í tog- veiðarfæri (um 300% í flatarmáli). Léleg nýliðun leiðir hins vegar til minnkandi veiðimöguleika, og minnkandi veiði. Það viðurkenna flestir. Orsakir lélegrar nýliðunar þarf að fjalla um sem málefni með heildaryfirsýn yfir hafið, fæðufram- boð, samkeppni nytjastofna um fæðu og náttúrulegar sveiflur í fæðufram- boði og sjávarskilyrðum, en ekki ein- blína á hvern stofn fyrir sig með sjálf- stæðum „reiknilíkönum" og fullyrða sífellt að „uppbygging" stofnsins sé rétta stefnan, þegar upplýsingar um fæðuframboð vantar. Innbyrðis samkeppni þorskstofnsins Ég hef sýnt fram á það hér í blað- inu að nýliðun versnaði um 46% (exp- on) með stækkandi veiðistofni árin 1972-1990. Þessi samanburður er tvímælalaust vísbending um innbyrð- leyti tortryggilegan á sama tíma og ýmsir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gefið í skyn að innan EES væri að finna gull og græna skóga. Við þetta bætist sú staðreynd að samningar tóku langan tíma eða um þijú ár og fréttaflutningur bar oft á tíðum keim af æsifréttamennsku, þar sem erfitt var fyrir hinn almenna borgara að átta sig á um hvað málið snerist og flestir gáfust hreinlega upp á að henda reiður á innihaldinu. Enginn heimanmundur Að mati samtaka atvinnulífsins, ekki bara hér á landi heldur í öllum hinum EES-löndunum, felur þátt- taka í evrópska efnahagssvæðinu fyrst og fremst í sér tækifæri. Til þess að nýta sér þessi tækifæri verða íslensk fyrirtæki að sýna frumk.væði á erlendum mörkuðum. Jafnframt er ekki síður mikilvægt að laða hing- að til lands erlenda samstarfsaðila og efla þannig atvinnulíf og fjölga störfum. Þátttaka í þessu samstarfí Evrópuríkja fylgir enginn heiman- mundur, heldur þarf að vinna hörðum höndum til þess að hagnast sem mest á samningum. is samkeppni og bendir til að það hafi verið röng stefna gagnvart nýl- iðun að „byggja upp“ stofninn, en réttara hefði verið að veiða meira. Kvótakerfið og „uppbyggingarstefn- an“ virðist þannig hafa leitt af sér bæði vaxandi sjálfát þorsksips, — og hækkaða náttúrulega dánartíðni vegna fæðuskorts, og af þessum ástæðum helst — sé nú mun minna handa okkur til að veiða í dag. Mörg fleiri veigamikil rök hníga í sömu átt svo sem lifrarlítill horaður smá- fiskur á uppeldisstöðvum þorsksins fyrir Norður- og Norðausturlandi undanfarin ár. Reiknilíkön sem gera ráð fyrir 20% „náttúrulegum dánast- uðli“ á hveijum árgangi og engri breytilegri innbyrðis samkeppni um fæðu þegar fiskistofn stækkar eru alls ekki trúverðug vísindi. Sáralítið hefur verið fjallað um fæðu og þrif nytjafiska í allri umræðunni um stjórnun fiskveiða. Prófessorar í „fískihagfræði" standa í fullyrðing- um — gefa út bækur — og kenna í Háskólum þessa „faggrein“ án þess að kynna sér staðreyndir um fæðu- framboð og innbyrðis samkeppni nytjastofna um fæðu! Samkeppni út á við Með samkeppni út á við er átt við samkeppni þorskstofnsins við aðra stofna hafsins um fæðu. Það ætti að vera ljóst að samkeppnin út á við hefur harnað til muna. Fyrst og fremst er um að ræða fjölgun sjávar- spendýra og sjófugla. Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur upp- lýsti í sumar að einungis selir í norð- urhöfum þyrftu 11 milljónir tonna af fæðu árlega! Aðeins! Þökk sé Erl- ingi fyrir innleggið, en hvers vegna hefur ekki verið upplýst áætluð heild- arfæðuþörf sjávarspendýra og sjó- fugla í Norðurhöfum. Við skulum áætla að fæðuþörf sjávarspendýra og sjófugla í Norðurhöfum sé nú um 100—150 milljónir tonna á ári. Fyrir 25 árum þegar fjöldi sjávarspendýra og sjófugla var u.þ.b. helmingi minni var fæðuþörf þeirra því aðeins um 50-75 milljónir tonna á ári. Vegna harðnandi samkeppni þorsksins um fæðu út á við hefði átt að vera ljóst þeim er hafrannsóknir stunda, að erfítt gæti orðið að „byggja upp“ þorskstofninn vegna sífellt vaxandi fæðuþarfar sjávar- „Hiiis vegar er alltaf fyrir hendi sá mögu- leiki aö segja sig úr samstarfinu ef einsýnt er að áframhaldandi þátttaka í EES tryggir ekki hagsmuni okkar með viðunandi hætti. Slíkt er hægt að gera með 12 mánaða upp- sagnarfresti.“ Sömu leikreglur Kosturinn við EES er ekki hvað síst sá að með þátttöku í EES er atvinnulífínu hér á landi að mörgu leyti tryggðar svipaðar leikreglur og skilyrðði til atvinnurekstrar og í sam- keppnislöndunum. Þeir sem trúa því að íslenskt atvinnulíf muni spjara sig á tímum sívaxandi samkeppni ættu því ekki að óttast þátttöku í efna- hagssvæðinu. Hins vegar er alltaf fyrir hendi sá möguleiki að segja sig úr samstarfinu ef einsýnt er að Kristinn Pétursson „Þessi samanburður er tvímælaiaust vísbend- ing um innbyrðis sam- keppni og bendir til að það hafi verið röng stefna gagnvart nýlið- un að „byggja upp“ stofninn, en réttara hefði verið að veiða meira.“ spendýra og sjófugla. Afföll þorsk- seiða t.d. í strandstraumnum fyrir Látrabjarg (og víðar) hljóta að fara sífellt vaxandi vegna fjölgunar sjó- fugla. Á stríðsárunum var skotið mikið niður af olíuskipum og olía barst með straumum og vindi til ís- lands, lenti í fiðri fugla og vitað er að afföll sjófugla voru mikil á þessum árum þótt ekki hafi ég tölur þar um. Alla vega hljóta að vera til einhveij- ar upplýsingar um fjölgun sjófugla frá 1940. Allt skiptir máli sem hefur áhrif á viðkomu nytjastofna og inn- byrðis samkeppni í hafinu. Það ætti að vera hlutverk vísindamanna ann- arra fremur að upplýsa aðalatriði þessara mikilvægu mála, hversu veikar sem forsendurnar eru. Ekki er hægt að bíða í mörg ár eftir „fjöl- stofnarannsóknum" því þá verðum við orðin gjaldþrota öll. Stjórnun fisk- veiða hafsins verður nú þegar að miðast við innbyrðis samkeppni nytjastofna þar sem nægilegt fæðu- framboð hlýtur að verða megin- sjónarmið. Reiknilíkönin sem taka ekkert tillit til: — mismunandi fæðu- framboðs — ekkert tillit til stækk- andi stofna sjávarspendýra — ekkert tillit til fjölgandi sjófugla — sem sagt ekkert tillit til vaxandi samkeppni í Kristján Jóhannsson áframhaldandi þátttaka í EES trygg- ir ekki hagsmuni okkar með viðun- andi hætti. Slíkt er hægt að gera með 12 mánaða uppsagnarfresti. Það væri heldur ekki einsdæmi í alþjóð- legu efnahagssamstarfi því Græn- lendingar sögðu sig úr Evrópubanda- laginu fyrir nokkrum árum. Með samþykkt EES-samningsins er því ekkert það gert sem ekki má draga til baka - ef svo ólíklega færi að við teldum okkur síðar betur stödd utan EES-samstarfsins. Höfundur er rekstrarhag- fræðingvr Vinnuveitenda sambands íslands. hafínu um fæðu eru langt frá því að teljast trúverðug „vísindi". Þegar svo reynt var að „byggja upp“ þorsk- stofninn með friðun og kvótakerfi, virðist samkeppnin um fæðuna hafa magnast og — allt fór í öfuga átt við markmiðin. Þetta á við um fleiri fískistofna en þorskinn. Samanburð- ur sem gerður hefur verið — (unninn eftir gögnum Hafrannsóknarstofn- unar) um þróun nýliðunar við stækk- andi veiðistofna: þorsks, ýsu, ufsa, loðnu, síld og kolmunna sýnir versn- andi nýliðun um 42% (expon) við samanlagt stækkandi veiðistofna þessara fisktegunda á tímabilinu 1978-1990. Nýliðun loðnu er versn- andi 67% (expon) með stækkandi veiðistofni. Loðna og síld hafa — síð- ustu ár átt það til að dreifa sér á haustin — að öllum líkindum í leit að fæðu og því verður oft erfitt að magnmæla með bergmálsmælingum — eða veiða þessar físktegundir und- ir þessum kringumstæðum. Svo þeg- ar ekkert mælist undir slíkum kring- umstæðum þá er það „ofveiði“ og veiðar stöðvaðar (loðnuveiðar 1990)! Fiskur sem hefur fengið nóg æti safnast frekar í torfur og er þá auð- veldara að veiða hann. Fiskarnir hlýða kalli náttúrunnar um fæðuöfl- un til þess að hafa nægilegt forðabúr fyrir næstu hrygningu. Hver étur hvern í hvaða mæli verðu aldrei vitað með vissu. Við vitum þó um eina meiginreglu: Stærri, étur minni. Grundvallaratriði í fiskveiðistjómun ætti að snúast um það meginsjón- armið að hafa nægilegt fæðufram- boð. Nú ætti tvímælalaust t.d. að minnka síldarstofninn i 200-300 þúsund tonn. Reyna að minnka kol- munnastofninn (samnorrænt verk- éfni?) Og — ekki bara „hefja hval- veiðar" með þessu sífellda kjaftæði, fundarhöldum, og blaðamannafund- um heldur hefja hvalveiðar í alvöru og sleppa öllu kjaftæðinu því það skilar engum gjaldeyri til að borga skuldasúpu þjóðarinnar! Úrelda mætti nú þegar ólöglegar reglugerð- ir sjávarútvegsráðuneytisins sem takmarka hvalveiðar. Samkvæmt 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins má „engin bönd leggja á atvinnufrelsi manna nema almannaheill krefji og þarf lagaboð til“. Lagaboð þýðir að Alþingi geti sett lög um málefnið en ekki framselt lögboðið hlutverk sitt til ráðuneytisins með löggjöf um reglugerðarútgáfu um takmörkun atvinnufrelsis eftir geðþótta ráðherra hveiju sinni! Reglugerðargleðin í sjávarútvegs- málum er alveg dæmalaus. Mikið vildi ég óska þess að því fargani yrði brennt á gamlárskvöld og við tækju einföld lög og almennar leik- reglur. Stundum dettur manni í hug að þetta sé allt hryllilegur draumur og maður hljóti að fara að vakna frá þessari reglugerðarmartröð og of- stjómarbijálæði. Stalín var aldrei svo galinn að hefja áætlunarbúskap und- ir yfirborði sjávar með reglugerðum! Allt bendir til að „uppbygging" fiskistofnana hafi verið framkvæmd á röngum forsendum. Fæðan virðist hafa gleymst! Veit nokkur um bónda sem ákvað að bæta 200 gimbrum á veturinn til þess að „byggja upp“ bústofninn og datt ekki til hugar að afla viðbótarfóðurs, huga að beiti- landi eða þrifum fjársins! Þetta mikilvæga málefni „búskap- ur hafsins" fær litla umfjöllun — jafn mikilvægt og það er í reynd. Það er tæplega hægt að snúa núver- andi þróun við nema með því að minnka eftirspum í fæðu í hafinu, á svipaðan hátt og nú er loksins að verða almennt viðurkennt (fyrir utan einstaka tréhest) að ininnka verði eftirspurn ríkissjóðs í lánsfé til þess að vextir geti í reynd lækkað hér á landi. Þetta snýst annars vegar um takmarkað magn af fæðu í hafínu og hins vegar um takmarkað magn af peningum í landinu. Tillögur Pope og vísindafélaga hans á næsta ári geta tæplega orðið aðrar en enn einn niðurskurður á þorskveiðum, eða veiðistöðvun á þorski við ísland 16 árum eftir út- færslu landhelginnar í 200 mílur! Á að íjalla efnislega um mistökin við fiskveiðistjórnunina núna, eða eigum við að bíða eftir því að Alþjóða- hafrannsóknarráðið leggi til stöðvun þorskveiða og Alþjóðabankinn semji fjárlögin fyrir ríkisstjórn og Alþingi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og stundar atvinnurckstur. Tólf mánaða upp- sagnarfrestur á EES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.