Morgunblaðið - 28.10.1992, Blaðsíða 48
MORGUSBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK
SlMl 691100, SÍMBRÉF 691161, PÓSTHÓLF 1666 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Hagur Endurvinnsl-
unnar versnar vegna
jgóðra umbúðaskila
SKEL á einnota drykkjarumbúðum til Endurvinnslunnar hf. eru með
því hæsta sem gerist í heiminum. Eiður Guðnason umhverfisráðherra
lagði fram til kynningar á ríkisstjórnarfundi í gær stjórnarfrumvarp
um heimild til hækkunar umsýslugjalds vegna einnota drykkjarvöruum-
búða. Skilin hafa aukist og eftir því sem skilaprósentan verður hærri
versnar hagur Endurvinnslunnar.
Gunnar Bragason, framkvæmda-
stjóri Endurvinnslunnar hf., sagði
að skil á einnota drykkjarvöruum-
búðum til fyrirtækisins hefði verið á
bilinu 73-77% undanfarin ár. Hagn-
aður fyrirtækisins hefði verið all-
nokkur miðað við þá skilaprósentu.
„Á fyrstu sex mánuðum þessa árs
var skilaprósentan komin yfir 80%.
Búist var við að heildarskilaprósenta
af seldum umbúðum yrði um 60%
Austurstræti
Rúða datt
úr byggingu
Rúða miUi 1. og 2. hæðar á
húsi nr. 17 í Austurstræti
datt úr og lenti á fólksbif-
reið á gangstéttinni fyrir
neðan um klukkan 14 í gær.
‘ Kona sem var stödd við bif-
reiðina fékk glerbrot í sig
en slasaðist ekki og var far-
in þegar lögreglan kom á
vettvang.
Austurstræti 17, þar sem
Kjötbúr Péturs er til húsa, er
meira og minna klætt gleri og
eru dökkar rúður á milli hæða.
Ein þeirra, milli 1. og 2. hæð-
ar, datt út eins og áður sagði
og lenti á bifreið fyrir neðan.
Talið er að sprunga hafi verið
í rúðunni.
Bifreiðinni fyrir neðan hafði
verið lagt upp á gangstétt þar
sem verið var að flytja úr henni
hluti inn í húsið. Hún er tölu-
vert skemmd.
fyrstu tvö árin, en hún fór strax í
um og yfir 70%,“ sagði Gunnar.
Hann sagði að 80% skilaprósenta,
eins og allt virðist stefna í á þessu
ári, sé með því hæsta sem gerist í
heiminum. „Ég held að hugsunar-
háttur íslensku þjóðarinnar sé mjög
jákvæður í þessa veru. Skilagjaldið,
sem er sex krónur fyrir hveijar
umbúðir, er ekki hátt miðað við
kostnað sem hlýst af því að koma
þeim til skila. Fólk er almennt hlynnt
umhverfismálum og tók þessu betur
en menn bjuggust við. Ég gæti einn-
ig ímyndað mér að minni peningaráð
á heimilunum hafi einnig áhrif á
skilin,“ sagði Gunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
FRA REYKJA VIKURHOFN
Nauðsyn á hagræðingii hjá
íslenskum lífeyrissjóðum
- segir í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Enskilda um íslenska hlutabréfamarkaðinn
í NÝRRI skýrslu um eftirspurnarhlið íslenska hlutabréfamarkaðins
kemst breska ráðgjafarfyrirtækið Enskilda m.a. að þeirri niðurstöðu
að lífeyrissjóðakerfið hér á landi sé óhagkvæmt í rekstri á alþjóðleg-
an mælikvarða. Nauðsyn sé á hagræðingu til að sjóðirnir geti mætt
sínum skuldbindingum betur í framtíðinni. Bent er á að íslensku
sjóðirnir séu margir og smáir og kostnaður við rekstur þeirra sé
verulega hærri en það sem þekkist í öðrum löndum.
I skýrslunni kemur fram að hér
á landi eru starfræktir 86 lífeyris-
sjóðir og eru eignir þeirra samtals
156 milljarðar króna. Að meðaltali
er eign hvers sjóðs 1,8 milljarðar.
Enskilda telur að verulegur ávinn-
ingur sé fólginn í sameiningu sjóða
og hagræðingu í rekstri þeirra.
Stækkun sjóðanna muni einnig gera
kleift að ráða sérhæfða stjómendur
til þeirra jafnframt því sem rekstur-
inn yrði hagkvæmari og líkur ykj-
ust á hærri ávöxtun eignanna.
Enskilda telur að endurskipu-
lagning á lífeyrissjóðakerfinu geti
átt sér stað með yfirtöku stærri
sjóða á þeim smærri eða með því
að sjóðir sem eru svipaðir að stærð
sameinist. Fyrst um sinn gætu
smærri sjóðir tekið upp samstarf
til að draga úr þeim kostnaði sem
fylgdi því að ráða sérhæfða sjóðs-
stjóra. Sá kostur geti komið til
greina að lífeyrissjóðir kaupi þjón-
ustu utanaðkomandi sjóðsstjóra t.d.
frá verðbréfafyrirtækjum ef það
reynist hagkvæmara en að vera
með sjóðsstjóra í föstu starfi.
íslenskir aðalverktakar hf.
segjaupp 112 starfsmönnum
ÍSLENSKIR aðalverktakar sögðu í gær upp 112 starfsmönnum vegna
niðurskurðar Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjaþings á fjárveit-
ingum til byggingaframkvæmda, en gert er ráð fyrir að nokkrir starfs-
mannanna verði endurráðnir með tilfærslum í önnur störf. Fækkun
'5larfsmannanna nær til allra deilda fyrirtækisins, en langflestir þeirra
sem sagt var upp eru í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, eða 82.
Starfsmenn íslenskra aðalverk-
taka eru nú um 400 talsins. Sam-
kvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu
hafa stjómendur þess eftir fremsta
megni reynt að fresta uppsögnum
starfsfólks í trausti þess að nýjar
framkvæmdir fyrir vamarliðið á
Keflavíkurflugvelli yrðu heimilaðar á
þessu hausti. Muni fyrirtækið í kjöl-
far uppsagnanna beita sér fyrir því
í samvinnu við stéttarfélög á svæðinu
að leitað verði að nýjum störfum
fyrir þá starfsmenn sem nú hætta
hjá fyrirtækinu og verði reynt með
öllum ráðum að auðvelda því fólki
atvinnuleit á öðrum vettvangi.
Að sögn Kristjáns Gunnarssonar-
formanns Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur er fjöldi atvinnu-
lausra félagsmanna nú að nálgast
400 með uppsögnum hjá íslenskum
aðalverktökum, en það eru 13-14%
félagsmanna. Kristján sagði hrika-
legt að fá þetta ofan í annað atvinnu-
leysi á Suðumesjum.
„Verkamennimir okkar hafa skap-
að þennan auð sem á bak við Is-
lenska aðalverktaka býr og við ger-
um tilka.ll til að þessum auði verði
einhvem veginn ráðstafað hér á Suð-
umesjum í nýsköpun í atvinnulífi.
Vinnuaflið var sótt hingað til Suður-
nesja og annað atvinnulíf leið nánast
fyrir það héma fyrir nokkrum árum.
Nú er ekki í neitt að hverfa og mér
fínnst að Aðalverktakar skuldi þessu
atvinnusvæði eitthvað. Það vantar
fjármagn, en þeir eiga fjármagn, og
það eru til ýmis atvinnutækifæri sem
hægt væri að styðja við héma og
gera eitthvað fyrir,“ sagði Kristján.
Á opnum fundi um atvinnuástand
á Reykjanesi, sem Ólafur Ragnar
Grímsson alþingismaður boðaði til í
Upp-
sagnar-
bréfin
Bjöm Þórðarson
verkstjóri með
15 uppsagnar-
bréf og Gunnar
Guðmundsson
eftirlitsmaður
með 20 bréf,
sem þeir voru á
leið með í sínar
deildir til að af-
henda starfs-
fólki.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Keflavík í gærkvöldi, kom fram mik-
ill uggur vegna ástandsins í atvinnu-
málum á svæðinu. Ræðumenn vör-
uðu þó við of miklu svartsýnistali og
var meðal annars bent á að veruleg-
ir möguleikar lægju í þjónustu við
ferðamenn. Var hvatt til þess að
sveitarstjómir tækju meiri þátt í at-
vinnuuppbyggingu og að pólitískir
andstæðingar gleymdu dægurþrasi
og snéru bökum saman.
Sjá einnig miðopnu.
Enskilda telur koma til greina
að minnka tengsl lífeyrissjóða við
verkalýðsfélög í því skyni að hvetja
til hagræðingar. Það geti gert bæði
atvinnurekendum og launþegum
kleift að velja sér lífeyrissjóð. Auk-
ið frjálsræði myndi leiða til meiri
samkeppni og hvetja til faglegri
vinnubragða í lífeyrissjóðakerfínu.
Hins vegar er á það bent að ákveð-
inn lágmarksfjölda sjóða þurfí til
að tryggja eðlilega samkeppni.
Þá mælir Enskilda með því að
lífeyrissjóðir verði skyldaðir til að
birta upplýsingar um ávöxtun eign-
anna, tekjuyfirlit og markmið til
lengri tíma um eignasamsetningu
auk efnahagsreiknings. Þá eigi að
gera ítarlega grein fyrir skipan
stjóma þeirra og hveijir annist
umsýslu sjóðanna. Þessar upplýs-
ingar eigi að birta á samræmdu
formi til að gera samanburð mögu-
legan.
Meðal annarra niðurstaðna En-
skilda eru þær að lífeyrissjóðir eigi
að stefna að því að taka upp þá
meginreglu að fjárfesta einungis í
skráðum verðbréfum. Þetta telur
Enskilda að muni hvetja fyrirtæki
til að skrá bréf sín á Verðbréfa-
þingi og draga úr áhættu hjá sjóð-
unum. Áhættusamari fjárfestingar
gætu farið fram með því að kaupa
hlutabréf í skráðum áhættufjár-
magnsfyrirtækum.
Loks bendir Enskilda á að marg-
ir lífeyrissjóðir, einkum hinir
smærri, hafi í ríkum mæli veitt lán
til meðlima í sjóðunum. Vextir á
þessum lánum hafi verið 0-5 pró-
sentustigum undir gildandi mark-
aðsvöxtum. Bent er á það þetta
geti valdið mismunun milli starfs-
manna í sama fyrirtæki sem greiði
ekki í sömu sjóðina. Lagt er til að
fram fari athugun á lánakjörum
sjóðanna til meðlima sinna þar sem
vaxtakjör yrðu sérstaklega skoðuð
með það fyrir augum að samræma
þau gildandi markaðsvöxtum.
Skýrsla Enskilda verður kynnt á
morgunverðarfundi Verslunarráðs
nk. föstudag.