Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 1

Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 1
64 SIÐUR B/C/D 246. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tadzhíkístan að liðast sundur Breiðast átökin út til nágrannaríkja? Dúsanbe. Reuter. BARDAGAR milli hersveita og fjölmargra vopnaðra flokka frá ýmsum hlutum landsins virðast nú ætla að valda því að Tadzhíkíst- an, fyrrverandi Sovétlýðveldi í Mið-Asíu, liðist í sundur. Stuðnings- menn forsetans, Akbarsho Iskandarovs, náðu höfuðborginni Dús- anbe aftur á sitt vald á mánudag en í sólarhring höfðu liðsmenn Rakhmons Nabíevs, er hrakinn var af forsetastóli nýlega, þar tögl og hagldir. Þúsundir manna hafa fallið í átökunum síðustu vikurnar. ísraelsher í Líbanon Reuter ísraelski herinn réðst í gær með skriðdrekum og öðrum vopnabúnaði inn á svokallað öryggissvæði í Suður-Líbanon til að eiga hægara með árásir á skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar. Hafa átökin staðið síðan á sunnudag þegar skæruliðar felldu fimm ísraelska hermenn og í gær létu þeir flug- skeytahríðina dynja á þorpum í Norður-ísrael með þeim afleiðingum, að 14 ára gamall drengur lést. Hér er verið að flytja skriðdreka yfir landamærin til Líbanons en ísraelar neita, að um verulega hern- aðaraðgerð sé að ræða. Jeltsín bannar starfsemi Þj óðfrelsisfylking’arínnar Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ákvað í gær að banna Þjóðfrelsis- fylkinguna, samtök nýfasista og kommúnista, sem stofnuð voru um helgina. Erlendir stjórnarerindrekar í Moskvu sögðu að Jeltsín kynni með þessu að gefa á sér höggstað. Viðbrögð forsvarsmanna fylking- arinnar bentu til að mat þeirra væri hið sama. Tadzhíkar eru flestir múslimar eins og nágrannar þeirra í Úzbekíst- an sem eru langtum fjölmennari. Iskandarov nýtur hylli margra bók- stafstrúarmanna úr röðum múslima en Nabíev er gamall kommúnista- leiðtogi. Andstæðingar hans eru hins vegar klofnir í ótal flokka og fylkingar. Rússar hafa enn allmikið lið landamærahermanna í landinu, meðal annars í höfuðborginni og hafa reynt að stilla til friðar. Vegna Finnland EES stað- fest á þingi Helsinki. Reuter. FINNSKA þingið staðfesti í gærkvöld samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, með miklum meirihluta atkvæða, eða 154 gegn 12. Einn þingmaður sat hjá og 52 voru fjarverandi. Tvo þriðju atkvæða þurfti til að staðfesta samninginn en aldrei var nokkur vafi á hver úrslitin yrðu. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu hefur verið lítið deiluefni í Finnlandi enda er meira en helmingur viðskipta Finna við ríki Evrópubanda- lagsins. Töluverð andstaða er hins vegar við hugsanlega aðild að EB en finnska stjómin hefur sótt um hana og vonast eftir inngöngu 1995. upplausnarinnar gengur það ekki. „Enginn hefur undirtökin í Tadz- híkístan núna, það eru aðeins byss- urnar sem talast við,“ sagði Vítalí Grítsan, hershöfðingi og yfirmaður Rússanna í Dúsanbe. Hann sagðist óttast að átökin breiddust út til Úzbekístan og jafnvel Kírgístans. Þjóðarbrot Úzbeka í landinu sæt- ir vaxandi andúð eftir að sjónvarpið í Dúsanbe fullyrti að Úzbekar hefðu verið í árásarliði Nabíjevs. „Grannar okkar urðu óvinir okkar á einum degi,“ sagði Úzbeki við háskólann í höfuðborginni. Fréttastofan Itar-Tass hafði það eftir Jeltsín að fylkingin væri hræði- leg ógnun við Rússland. „En á Vesturlöndum skilja menn það ekki ennþá,“ sagði hann. Erlendir stjómarerindrekar sem Reuters- fréttastofan ræddi við sögðust sum- ir hissa á ákvörðun Jeltsíns. Fylk- ingin væri engin klár ógnun við hann. Það kynni að vera að hann hefði rasað um ráð fram og í raun gefíð andstæðingum sínum högg- stað á sér. Fylkingin er fyrsta stjórnmálaaflið sem bannað er í Rússlandi frá því kommúnistaflokk- urinn var bannaður eftir valdaránið mislukkaða í ágúst í fyrra. Lýðræð- issinnar hafa kallað fylkinguna „Aðra neyðarnefndina" með vísun til neyðarnefndarinnar sem stóð að valdaráninu. Alexander Shokhin, aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, sagði á fréttamannafundi í gær að Jeltsín hefði haft nægar ástæður til að banna fylkinguna. Á stofnfundi hennar hefði verið hvatt til þess að ríkisstjórninni og forsetanum yrði steypt. Shokhin minntist á fulltrúaþingið sem kemur saman 1. desember næstkomandi en gert er ráð fyrir að þar muni afturhaldsöfl gera harða hríð að Jeltsín. Sagði Shokh- in að til álita kæmi að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu — skjóta ágrein- ingi til þjóðarinnar — ef fulltrúa- þingið ákvæði að breyta efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Öryggismálaráðuneyti Rúss- lands, áður KGB, fordæmdi fylking- una í gær án þess að nefna hana berum orðum. „Verið er að gera tilraunir til að skapa öfl sem eru þess megnug að varpa þjóðfélaginu í dýflissu vopnaðra átaka.“ Einn leiðtoga fylkingarinnar, Viktor Alsknis, stundum nefndur Svarti ofurstinn, fagnaði ákvörðun Jeltsíns. „Jeltsín hefði ekki getað gert okkur stærri greiða,“ sagði hann í samtali við Reuters-frétta- stofuna. „Hann gerir lýðum ljóst að hættan stafi af okkur en ekki þinginu ... ef nauðsyn krefur getum við haldið baráttunni áfram neðan- jarðar.“ Ruslan Khasbulatov, forseti rússneska þingsins, skipaði í gær þingverðinum, fimm þúsund manna liði sem lýtur hans stjóm, að standa vörð um byggingu dagblaðsins Iz- vestíu. Þingið lítur á blaðið sem málgagn sitt og samþykkti í síðustu viku að hunsa tilskipun Jeltsíns um sjálfstæði blaðsins. -----» ♦ ♦------ Pólland Áhyggjur af Litháen Varsjá. Reuter. PÓLSKIR stjórnmálamenn Iýstu áhyggjum sínum í gær af sigri Lýðræðislega verkamannaflokks- ins, flokks fyrrverandi kommún- ista, í þingkosningunum í Litháen en flestir töldu litla hættu á svip- uðum atburði í Póllandi. „Svo virðist sem kommúnisminn hafi verið rótgrónari en við héldum og ekki stuðst eingöngu við sovéska byssustingi," sagði Stefan Niesi- olowski, einn af forystumönnum Kristilega þjóðfylkingarflokksins, og aðrir stjórnmálamenn sögðu ástæð- una fyrir góðu gengi Lýðræðislega verkamannaflokksins vera óánægju Litháa með að efnahagsumbæturnar skyldu ekki hafa fært þeim tafar- lausa lífskjarabót. Samkvæmt tölum, sem ekki eru endanlegar, fékk Lýðræðislegi verkamannaflokkurinn 35 þingsæti af 70 í þeirri deildinni sem kosið er hlutfallskosningu til og stefndi í sig- ur í hinni, sem er skipuð 71 þing- manni kosnum í einmenningskjör- dæmi. Sjá „Erum sósíal...“ á bls. 23 og forystugrein á miðopnu. Samdrættinum hugsanlega að ljúka Aukinn hagvöxtur í Bandaríkjunum Washingfton. Reuter. TILTÖLULEGA góður hagvöxtur var í Bandaríkjunum á þriðja árs- fjórðungi, eða 2,7% miðað við heilt ár. Að sögn talsmanna banda- ríska viðskiptaráðuneytisins getur það hugsanlega bent til þess að samdrættinum sem verið hefur í efnahagslífinu síðastliðið hálft ann- að ár sé lokið. George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnaði þessum tiðindum að vonum og kvaðst viss um að hagvöxturinn ykist enn á næstunni. Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi ársins var raunar 2,9% en ekki nema 1,5% á öðrum og efnahags- sérfræðingar höfðu spáð 1,6% vexti á þeim þriðja. Því kom á óvart að hann skyldi vera 2,7% en það er rakið til vaxandi neyslu innanlands, en hún stendur undir tveimur þriðju efnahagsstarfseminnar. Þessar fréttir af efnahagslífinu eru að sjálfsögðu kærkomnar Bush forseta þótt ólíklegt sé að þær breyti miklu á þeim fáu dögum sem eru til kosninga. Helsta kosninga- mál Bills Clintons og demókrata hefur verið óstjórnin í efnahagsmál- um, sem þeir kalla svo, en Bush sagði í gær að tölur um hagvöxtinn gerðu áróður þeirra að engu. Bush á kosningafundi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.