Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
Flugleiðir athuga
með samstarf við
evrópsk flugfélög
FLUGLEIÐIR hafa undanfarna mánuði rætt við nokkur flugfélög í
Evrópu um möguleika á samstarfi eftir að reglur um Evrópska efna-
hagssvæðið ganga í gildi en þá opnast möguleikar fyrir Flugleiðir
að fljúga áætlunarflug milli áfangastaða erlendis svo sem Þýsklands
og Bretlands. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að í
þessum viðræðum hafi ekkert verið rætt um hlutabréfakaup eða
hlutabréfaskipti, en í danska blaðinu Börsen í gær er rætt um líkur
á þvi að SAS kaupi hlut í Flugleiðum.
Einar sagði að SAS væri eitt af
þeim flugfélögum sem Flugleiðir
hefðu rætt við. Hann sagði að niður-
staða væri ekki komin í þessar við-
ræður og ákvörðun lægi ekki fyrir
um hvar félagið myndi bera niður
þegar þar að kæmi. „Ástæðan fyrir
því að Flugleiðir telja að það sé
mikilvægt fyrir félagið að eignast
samstarfsaðila í Evrópu er sú að
þegar Evrópska efnahagssvæðið
opnar flugsamgöngur í álfunni vilja
Flugleiðir eiga aðgang að mörkuð-
um utan íslands og fljúga með far-
þega milli ríkja í Evrópu. Félagið
telur að það verði mjög erfitt nema
í nánu markaðssamstarfi við annað
evrópskt flugfélag,“ sagði Einar.
♦ ♦ 4-----
Nafn manns-
ins sem lést
MAÐURINN sem lést eftir að hafa
fallið úr stiga i Borgarnesi aðfara-
nótt laugardagsins, hét Rafn Sig-
urðsson.
Rafn var 61 árs gamall, fæddur
1. júní 1931. Hann var til heimilis á
Bröttugötu 6 í Borgamesi og lætur
eftir sig þijú böm.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Áreksturá Grensásvegi
Árekstur varð á mótum Breiðagerðis og Grensás-
vegar um kl. 14 í gær. Ökumenn beggja bílanna
voru fluttir á slysadeild. Annar þeirra var lagður inn
og var rannsókn ekki lokið þegar síðast fréttist en
hinn var talinn minna slasaður.
Inger Ágústa Kristjánsdóttir
Lést í bílslysi
í Kaliforníu
ÍSLENSK kona, Inger Ágústa
Kristjánsdóttir, 47 ára gömul, lést
í bQsIysi í San Jose í Kaliforníu
siðastliðinn laugardag.
Inger var búsett í San Jose og var
akandi á leið til vinnu sinnar í Santa
Cruz þegar ekið var á bfl hennar.
Hún lést samstundis við áreksturinn.
Inger Ágústa Kristjánsdóttir var
fædd í Reykjavík, 14. apríl 1945,
elst fimm bama hjónanna Kristjáns
Inga Einarssonar, sem lést vestan-
hafs, og Sigríðar Á. Söebech. Inger
fluttist til Bandaríkjanna ásamt for-
eldrum sínum fimm ára að aldri en
varð þar eftir, ásamt bróður sínum
Einari, er móðir hennar og þrjú
systkini, Pétur, Kristján og Ellen,
fluttust heim.
Inger Ágústa lætur eftir sig tvö
uppkomin böm. Útför hennar verður
gerð í San Jose á morgun, fimmtu-
dag.
í dag
Laxveiöar í sjó________________
Menn hafa ekki hugmynd um hvað
er að gerast í kring um þá, segir
Orri Vigfússon um áiyktun Fiski-
þings um tilraunaveiðar á laxi 21
Feðrum úthýst__________________
Fæðingin ætti eingöngu að vera
fyrir móður og bam segir franskur-
fæðingariæknir 23
Ættartalan í Jökulsárgljúfri
Hvað segir myndhöggvarinn Ger-
hard Lentink, annar höfunda
verksins? 25
Leiðari________________________
Óvæn t kosningaúrsiit í Litháen 24
Útbúnir listar yfir íslend-
inga til friðargæslustarfa
SÞ vilja fólk til kosningæftirlits í Afríkulöndum
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa sent íslenskum stjórnvöldum óskir um
að nefndir verði tU menn til friðargæslustarfa í fyrrum Júgóslavíu
og víðar og til eftirlits með kosningum í Afríkuríkjum. Rikisstjórnin
ákvað í gær að láta útbúa lista yfir menn sem uppfylla skilyrði SÞ
og athuga hvort þeir verði fúsir til starfa fyrir stofnunina.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra segir að fulltrúum
utanríkis- og íjármálaráðuneytis
verði í samvinnu við hjálparsamtök
falið að útbúa nafnalista. Samein-
uðu þjóðirnar geti leitað til manna
af þeim vegna friðargæslu. Ekki
sé um hermennsku að ræða, heldur
skipulags- og stjómgæslustörf. Jón
segir að ráðuneytinu hafi jafnframt
borist beiðni um menn til starfa í
tengslum við kosningar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið
um fimm manns til friðargæslu-
Fjárfestingarfélagið Skandia hf.
Akvörðun um sjóðina að
öllum líkindum tekin í dag
Landsbankinn hafnar fyrirgreiðslu við félagið
ÁKVÖRÐUN verður að öllum líkindum tekin í dag um að hefja starf-
semi verðbréfasjóða Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. á nýjan leik,
samkvæmt upplýsingum Brynhildar Sverrisdóttur, forstöðumanns
sjóða félagsins.
Eins og greint var frá í frétt
Morgunblaðsins í gær hafa for-
svarsmenn Skandia kannað hvort
Landsbankinn væri reiðubúinn til
þess að vita féláginu yfírdráttar-
heimild sem það hefði sem trygg-
Úr verinu
► Samvinna mflli frystitogara
og landvinnslu hlýtur að aukast
— Mexíkó er land mikilla mögu-
leika — fiskimjölsframleiðsla i
heiminum í nokkru jafnvægi
ingu upp á að hlaupa. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins er
afstaða Landsbankans sú að hann
sé ekki reiðubúinn að veita félaginu
slíka fyrirgreiðslu nema tilmæli
komi um það frá viðskiptaráðherra.
Myndasögur
► Völundarhús - Myndir
ungra listamanna - Drátthagi
blýanturinn - Stafarugl
- Leikir - Skemmtilegar mynda-
sögur
starfa í lýðveldum fyrrum Júgó-
slavíu í hálft til eitt ár. Áskilið er
að þetta séu starfsmenn utanríkis-
þjónustunnar eða aðrir embættis-
menn. Þá er beðið um átta háskóla-
gengna menn til starfa við upplýs-
ingaöflun og aðra stjórnsýslu á ein-
hveiju af friðargæslusvæðum SÞ.
Gert er ráð fyrir að íslensk stjórn-
völd greiði laun þeirra en Samein-
uðu þjóðimar ferða- og dvalar-
kostnað, en fyrri hópurinn myndi
fá laun frá SÞ.
Kosningadeild SÞ sem komið var
á fót á síðasta allsheijarþingi hefur
beðið utanríkisráðuneytið að útvega
mannskap til að aðstoða við fram-
kvæmd kosninga í ýmsum Afríku-
ríkjum. Beiðnin er nú til umfjöllun-
ar á alþjóðaskrifstofu ráðuneytisins
en hefur ekki verið rædd í ríkis-
stjóm. Til em eldri listar yfír íslend-
inga sem unnið gætu að kosningum
erlendis.
í bréfi kosningadeildarinnar segir
að þörf sé fyrir fólk til að fylgjast
með undirbúningi kosninga; þing-
menn, háskólakennara eða stjómar-
erindreka. Þá er talað um starfs-
menn til lengri tíma, frá nokkrum
vikum upp í hálft ár, með sérþekk-
ingu á kosningaundirbúningi. Og
loks ráðgjafa eða sérfræðinga til
starfa í tengslum við kosningar, í
þijár vikur upp í sex mánuði, og
býðst stofnunin til að greiða allan
kostnað vegna þeirra. í fyrri tilvik-
unum tveimur myndu íslensk
stjómvöld borga kaup starfsfólksins
en SÞ ferðir þess. Um er að ræða
kosningar í tíu Afríkulýðveldum á
þessu ári og tveimur næstu.
Fullui' áfeng-
is og iðrunar
ÖKUMAÐUR var stöðvaður
í Hlíðunum um helgina grun-
aður um ölvun við akstur.
Þremur tímum eftir að hon-
um var sleppt var hann grip-
inn á ný og aftur í Hlíðunum.
Ekki var að sjá að runnið
hefði af honum í millitiðinni.
Þegar lögreglan stöðvaði för
mannsins í fyrra skiptið var
hann fullur iðmnar. Hann fékk
vinkonu sína til að koma á lög-
reglustöðina og aka bílnum
heim fyrir sig.
Þremur tímum síðar sást til
mannsins, þar sem hann ók bíl
sínum hinn ánægðasti um
Hlíðahverfið og þótti lögreglu-
mönnum sem lítið hefði mnnið
af honum frá því að þeir sáu
hann fyrr um nóttina. Ekki
fylgir sögunni hvort hann var
jafn fullur iðrunar í síðara
skiptið.
18 manns handteknir
vegna fíkniefnamála
UNDANFARNA tíu daga hefur
fikniefnalögreglan lagt hald á ell-
efu belgi af alsælu, 25 grömm af
amfetamíni og 130 grömm af hassi
við fjórar húsleitir sem gerðar
hafa verið í Reykjavík og Kópa-
vogi. 18 manns hafa verið hand-
teknir vegna málanna, þar af tvær
konur.
Við eina húsleitina var lagt hald
á þýfi úr innbroti. Einn hinna hand-
teknu var gmnaður um að aka und-
ir áhrifum kannabisefna og annar
undir áhrifum áfengis. Málum flestra
þessara 18 hefur verið lokið með
lögreglustjórasátt, samkvæmt nýjum
réttarfarslögum, en þær em 20 þús-
und krónur að lágmarki. Mál ein-
hverra úr þessum hópi verða þó send
ríkissaksóknara til ákvörðunar, en
flest hefur fólkið áður komið við sögu
fíkniefnamála.
-----♦ ♦ ♦-----
Bayern vann
JÓHANN Hjartarson vann sína
skák þegar Bayem MUnchen vann
rússneska liðið Poþ'ot 4—2 í fyrri
umferð úrslitanna í Evrópukeppni
taflfélaga sem fram fór í Miinchen
í gær. Síðari umferðin verður
tefld í dag.
Jóhann tefldi við Kharlov og sagði
að andstæðingurinn hefði haft betra
tafl framan af, en fórnað manni fyr-
ir tvö peð, leikið illa af sér skömmu
síðar og tapað skákinni.