Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
17
Um íslenska menningu og tungn,
bókaskatt - og virðingn Alþingis
eftir Ólaf Oddsson
Töluverðar umræður hafa orðið
nýlega vegna hugmynda, sem fram
hafa komið, um að Alþingi taki í
raun aftur þá ákvörðun sína, að
íslenskar bækur og blöð og marg-
vísleg menningarstarfsemi skuli
undanþegin virðisaukaskatti. Sumt
í þeirri umræðu hefur verið helst
til sterklega orðað að minni hyggju.
Kannski er það smekksatriði, en ég
tel heppilegra að ræða fremur um
málefni en einstaka menn, og á
þessu máli eru ýmsar hliðar og
mikilvægir hagsmunir í húfi. í þessu
greinarkomi verða sett fram við-
horf mín í þessum efnum. Tekið
skal fram, að ekki er hér ritað á
vegum hagsmunasamtaka, en það
er þó ekkert launungarmál, að ís-
lensk menning, bækur, skólar o.fl.
eru mér ofarlega í huga — og þá
einkum hagsmunir íslenskrar
tungu.
efni verður sérstaklega að huga að
útgáfu fræðibóka.
Fagnaðarefni og hryggðarefni
Það var fagnaðarefni, að Alþingi
ákvað að afnema bókaskattinn, og
það yrði hryggðarefni, ef þingmenn
vorir tælqu þá ákvörðun að koma
honum á að nýju. Ég er hræddur
um, að það hefði alvarlegar afleið-
ingar í menningarlegu tilliti. Af
áratuga reynslu veit ég, að fátt
hefur meiri og betri áhrif á íslensku-
nám ungmenna en það að lesa góð-
ar íslenskar bækur og líta á þær
sem vini, sem gott er að leita til.
Lágt verð á bókum eykur sam-
keppnishæfni þeirra og stuðlar að
meiri lestri.
Mér er um það kunnugt, að á
Alþingi eru ýmsir velviljaðir menn,
sem vilja láta gott af sér leiða, ekki
síst í kyrrþey. Ég bið þá að athuga
vel sinn gang, áður en þeir taka
„Það var fagnaðarefni,
að Alþingi ákvað að
afnema bókaskattinn,
og það yrði hryggðar-
efni, ef þingmenn vorir
tækju þá ákvörðun að
koma honum á að
nýju.“
ákvörðun, sem gæti reynst afdrifa-
rík. — Hér má og benda á, að ís-
lensk málnefnd getur veitt ráð í
málefnum íslenskrar tungu. Vilji
menn fá traustar og fræðilegar leið-
beiningar í þessum efnum, er unnt
að leita þangað.
Ákvörðun Alþingis:
raunveruleiki eða markleysa?
Allir vita, að verulegir erfiðleikar
eru nú í íslensku þjóðfélagi, og er
auðvitað brýnt að sigrast á þeim,
einkum hinu ömurlega atvinnuleysi,
sem er undirrót margvíslegra
mannlegra erfiðleika og óhamingju.
Þessu hafa ýmsir íslenskir rithöf-
undar lýst og vakið þannig skilning
á eðli atvinnuleysisins. — E.t.v.
getur reynst óhjákvæmilegt að
leggja á menn ýmsar álögur af
þessum sökum. Og ekki skal það
gagnrýnt hér, þótt menn hugleiði
þá skatta í ýmsum myndum.
En sem áhugamaður um íslenska
menningu og tungu bið ég þingheim
um að setja ekki á bókaskatt á ný.
Skiptir formið í því sambandi litlu
máli, þ.e. hvort afnumin verður
endurgreiðsla á svonefndum inn-
skatti eða sett á nýtt skattþrep.
En verði þetta gert, er ég hræddur
um, að íslensk tunga og menning
bíði hér tjón af — og einnig virðing
Alþingis. Ákvörðunin fyrir fáeinum
Ólafur Oddsson
misserum um að styðja íslenska
menningu og tungu með afnámi
bókaskattsins reyndist þá mark-
leysa ein. Ég vona innilega, að til
þess komi ekki.
Höfundur er (slenskufræðingur
og kennari.
Virðingarverð ákvörðun
Alþingis
Svo vill til, að ég vann fyrir
mörgum árum í bókasafni Alþingis
við það að búa þingtíðindi til prent-
unar og kynntist þá nokkuð starf-
semi þingsins. Komst ég þá að því,
að ýmsar fréttir af störfum þingsins
voru afar villandi. Þar var einkum
fjallað um uppákomur og rifrildi í
sölum þingsins, en lítill gaumur
gefinn að því umfangsmikla starfí,
sem unnið var í kyrrþey í nefndum
og við undirbúning mála. Það var
allfróðlegt að kynnast þannig störf-
um þingsins.
Alþingi ákvað fyrir fáeinum
misserum, að ekki skyldi vera virð-
isaukaskattur á íslenskum bókum,
blöðum og ýmiss konar menningar-
starfsemi. Þessi ráðstöfun var gerð
til þess að efla íslenska bóka- og
blaðaútáfu _ og íslenska menningu
og tungu. Ég hef áður í blaðagrein
(Morgunblaðið 1. mars 1991) fagn-
að mjög þessari ákvörðun og nefnt
hana sem dæmi um það, sem vel
hefur verið gert í þessum efnum.
Flestum hugsandi mönnum er
kunnugt um, að íslensk tunga og
menning eru ein mikilvægasta for-
sendan fyrir sjálfstæði þessarar
þjóðar og oft til þess vitnað í okkar
sjálfstæðisbaráttu. Því er hér um
að ræða afar mikilvæg málefni. Ef
menn vilja styðja íslenska tungu í
raun, þá hlýtur íslensk bóka- og
blaðaútgáfa að vega þar afar þungt,
og auðvitað einnig íslenskir skólar
og hið mikilvæga starf, sem þar er
unnið. Skilningur á skólastarfí hef-
ur þó oft verið heldur rýr, og því
miður eru þess dæmi, að kennarar
á sumum skólastigum geri lítið úr
því starfí, sem unnið er á öðrum
skólastigum.
Afleiðingar bókaskatts
Ef Alþingi ákveður að fella úr
gildi þá ákvörðun sína að hafa
bækur og blöð undanþegin virðis-
aukaskatti, er hætt við því, að það
hafí margvíslegar afleiðingar. Þetta
bitnaði með grimmilegum hætti á
blaðamönnum, en í þeirri stétt eru
þegar miklir erfiðleikar, og nýlega
hefur verið bent á, að þeir geti
reynst hættulegir lýðræðinu.
Þá hefði bókaskatturinn alvar-
legar afleiðingar í íslenskri bókaút-
gáfu, en þar er róðurinn býsna
þungur fyrir. Bækur hækkuðu tölu-
vert í verði, og það yrði áfall nem-
endum, sem verða að kaupa bæk-
ur. Hvar eru nú þeir menn, sem
kynna sig skyndilega sem hollvini
ungmenna í dapurlegum vinnudeil-
um ríkisins og kennara?
Bókaskattur bitnaði auðvitað
hart á íslenskum rithöfundum, eink-
um hinum yngri, sem ættu miklu
erfiðara með að koma verkum sín-
um á framfæri. Þá er og hætt við
því, að útgáfa íslenskra stórverka
yrði miklu erfiðari, einkum þeirra
sem eru lengi í smíðum og hafa
mikið menningarlegt gildi. I þessu
ir stali
iiiiliiar lóiiitfi
J S B HRAUNBERGI
Ftjálsu timamir hafa gengiö alvegfrábærlega vel
og ergreinilegt aö þessi þjónusta er þaö sem beöiö var eftir.
FRJÁLSIR TÍMAR
- frjáls mætinci og ástundun
Þessi kort bjóöa uppá frjálsa mætingu, eins oft
og þú vilt, innan þeirrar tímalengdar og á þeim
tímum dags sem þú sjálf velur.
SVONA FERÐU ÞÚ AD:
Þú kemur eða hringir í síma 79988 og pantar
kort. Fimm daga vikunnar getur þú mætt eins oft
og þú vilt.
Kortin kosta kr. 4.500,-
Nú bjóöum viö uppá barnapössun alla dagana.
J S B SUÐURVERI
TOPPI TIL TÁAR
Námskeið sem hefur veitt ótaimörgum
konum frábæran árangur.
Þetta kerfi er eingöngu ætlaö konum sem
berjast viö aukakílóin. Uppbyggilegt lokað
námskeiö.
-Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn.
-Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir
daglega meö andlegum stuöningi,
einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræöi og
hollar lífsvenjur.
-Heilsufundir þar sem farið er yfir föröun,
klæönaö, hvernig á aö bera líkamann og efla
sjálfstraustiö.
ALMENNT KERFI
RÓLEGT OG GOTT
PÚL OG SVITI
INNRITUN ALLA DAGA
í SÍMA 813730 OG 79988
NÆSTA ÖNN HEFST
MÁNUDAGINN 2. NÓVEMBER
Sífellt fleiri nýta sér bamapössunina vinsœlu
frá kL 10-16 alla daga
L í K A M S R * K T
SUÐURVERI • HRAUNBERGI 4
DÝRÐIW