Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 22
MÓRGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
Fjölmargir flialdsþingmenn hafna Maastricht
Hótun Majors
hefur títíl áhrif
London. The Daily Telegraph.
SPJÓTIN beinast nú að John Major, forsætisráðherra Bretlands, úr
öllum áttum. Margir þingmanna íhaldsflokksins hafa hótað þvi að greiða
atkvæði gegn Maastricht-samkomulaginu, um nánari efnahagslegan
og póUtiskan samruna EB-ríkjanna, þegar það verður borið upp í breska
þinginu til staðfestingar í næstu viku. Aðstoðarmenn Majors hóta á
móti, að ef samkomulagið faUi í þinginu, sé ekki útilokað að boðað
verði til kosninga.
Reuter
Jacques Parizeau leiðtogi Parti Quebecois, flokks aðskilnaðarsinna i Quebec, fagnar úrslitum þjóðarat-
kvæðis um breytingar á kanadísku stjórnarskránni. Þær voru felldar og þykir það auka líkur á því að
Quebec verði með tímanum sjálfstætt ríki.
Margir hægrisinnaðir þingmenn
íhaldsflokksins hafa lýst yfir megnri
andstöðu við vinnubrögð Majors, sem
þeir segja vera „óskipuleg". Major,
sem hefur undanfarið kúvent hvað
stefnuna í tveimur mikilvægum mál-
um varðar, nefnilega varðandi lokun
kolanáma og Gengissamstarf Evr-
ópu, ERM, hefur aftur á móti ekki
sýnt mikinn sveigjanleika varðandi
Maastricht. „Hann tekur þetta mál
mjög nærri sér,“ sagði einn embætt-
ismanna forsætisráðuneytisins.
Margir þingmanna og ráðherra
íhaldsflokksins hafa af því miklar
áhyggjur hvemig forsætisráðherr-
ann virðist vera að mála sig út í hom
Framtíð Mulroneys óviss eftir að breytingum á stjórnarskrá Kaiiada er hafnað
Aðskilnaðarsinnar í Quebec
fagna sigri eftír þjóðaratkvæði
Ottawa. Reuter.
AÐSKILNAlÐARSINNAR í Qu-
ebec-fylki í Kanada þykja standa
með pálmann í höndunum eftir
að kjósendur i sex fylkjum af 10
felldu nýja stjómarskrá í þjóðar-
atkvæði í fyrradag. Hún hefði
*
Israel
Þrír féllu
í flug-
skeytaárás
Kiryat Shmona. Reuter.
FJÓRTÁN ára gamall drengur
og tveir Líbanir féllu í gær, þeg-
ar Hizbollah-skæruliðar gerðu
flugskeytaárás á ísrael og örygg-
issvæðið í Suður-Líbanon í hefnd-
arskyni fyrir loftárásir ísraela á
stöðvar Hizbollah á mánudag.
Ríkisútvarpið í ísrael sagði, að
ísraelskir skriðdrekar hefðu haldið
inn á öryggissvæðið í Suður-Líban-
on, en heryfirvöld sögðust ekki hafa
stefnt þangað neinu umtalsverðu
iiði. ísraelski herinn hafði haldið
haidið uppi miklum árásum á Suð-
ur-Líbanon á mánudag til að hefna
fimm hermanna sinna, sem týndu
lífi í sprengjutilræði skæruliða Hiz-
bollah-hreyfingarinnar á sunnudag.
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
ísraels, hét því að hefna árásanna,
en sagði, að ísraelar mundu ekki
draga sig út úr friðarviðræðunum
við Líbanon og önnur nágrannaríki
sín, því að það jafngilti því að færa
Hizbolla sigurinn upp í hendumar.
„Við verðum að vera viðbúnir,
ef Hizbollah heldur áfram hiyðju-
verkastarfseminni, svo að við getum
svarað fyrir okkur á viðeigandi
hátt,“ sagði Rabin.
fært íbúum í Quebec meira sjálfs-
forræði en þeir nú hafa.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar em
ennfremur túlkuð sem áfall fyrir
Brian Mulroney forsætisráðherra
og þykir framtíð hans á valdastóli
ótrygg. Mulroney hafði lagt póli-
tíska framtíð sína að veði með því
að efna til þjóðaratkvæðisins.
Kanadamenn glíma nú við mestu
efnahagskreppu í hálfa öld og sögðu
stjómmálaskýrendur í gær að kjós-
endur hafi í raun verið að segja
álit sitt á stjóm Mulroneys.
Það tók leiðtoga ríkisstjómarinn-
ar og fylkjanna rúmt ár að semja
um stjómarskrárbreytingamar og
er samkomulagið kennt við borgina
Charlottetown. Það kvað á um
breytingar er aukið hefðu áhrif
vesturfylkjanna á sambandsþinginu
í Ottawa og tryggt Quebec-búum
aukin áhrif í eigin málum.
Mulroney sagði í gær að Charl-
ottetown-samkomulagið tilheyrði
nú fortíðinni og útilokaði frekari
viðræður um stöðu Quebec.
Samkomulagið varð að fá stuðn-
ing í öllum fylkjunum 10 til þess
að öðlast gildi en það var fellt í sex.
í Quebec greiddu 56,6% mótat-
kvæði en 43,4% með. Einnig féll
það í Nova Scotia, Manitoba, Sa-
skatchewan, Alberta og British
Columbia. Svo mjótt var á munum
í Ontario að margar klukkustundir
tók að úrskurða hvom veginn úrslit-
in urðu en þar var það samþykkt
afar naumlega.
Lucien Bouchard, einn af leiðtog-
um aðskilnaðarsinna í Quebec,
fagnaði úrslitunum og sagði þau
sýna að sambandsríkið ætti enga
framtíð. Örlög Quebec væru ráðin,
fylkið tilheyrði ekki lengur Kanada.
Robert Bourassa forsætisráðherra
Quebec, sem enn á eftir tvö ár í
embætti, sagði að þrátt fyrir niður-
stöðuna væri stefna flokks hans um
áframhaldandi aðild að sambands-
ríkinu óbreytt.
í máli sem mikillar andstöðu gætir
við. Þá hefur gætt reiði vegna þess
möguleika að flokkurinn þyrfti hugs-
anlega að ganga til kosninga á ný
einungis sex mánuðum eftir að hafa
unnið óvæntan kosningasigur.
Áhrifamikill og leyndardómsfullur
hópur um sextíu íhaldssamra þing-
manna, sem kallar sig 92-hópinn,
hittist á mánudagskvöld til að ræða
stöðu flokksins og stjórnarinnar.
Formaður hópsins, George Gardiner,
hitti að loknum fundinum Richard
Ryder, sem sér um að halda uppi
tengslum milli stjómar og þing-
flokks. Bað hann Ryder um að koma
þeim skilaboðum áleiðis til ríkis-
stjómarinnar að stinga bæri Ma-
astricht ofan í skúffu.
Það hefur aukið á vanda ríkis-
stjórnarinnar að margt bendir til að
þingmenn Verkamannaflokksins
muni einnig greiða atkvæði gegn
Maastricht. „Major hefur smátt og
smátt kallað þetta yfir sig,“ sagði
Jack Cunningham, talsmaður Verka-
mannaflokksins I utanríkismálum.
„Hann hefur glatað trausti þjóðar-
innar og meirihluta þingflokks síns
og undir engum kringumstæðum
myndi stjómarandstaðan styðja við
bakið á forsætisráðherra í slíkri
stöðu.“ Þá er líklegt að þingmenn
Fijálslynda demókrataflokksins, sem
er Evrópusinnaðasti flokkurinn á
breska þinginu, muni einnig greiða
atkvæði gegn stjóminni ef litið verð-
ur á atkvæðagreiðsluna sem at-
kvæðagreiðslu um vantraust á ríkis-
stjómina.
Hótun Majors um kosningar virð-
ist líka lítil áhrif hafa haft. Um þijá-
tíu þingmenn íhaidsflokksins Iýstu
því yfir nú í vikunni að þeir væru
reiðubúnir að greiða atkvæði gegn
Maastricht. Ef sú verður raunin
gæti samkomulagið fallið, jafnvel
þótt fijálslyndir demókratar greiddu
atkvæði með ríkisstjóminni, sem hef-
ur 21 þingsætis meirihluta á þingi.
Conrad J. Sidego sendiherra
Almenn menntun er lykill-
inn að fqalsri Suður-Afríkii
CONRAD J. Sidego, sendiherra Suður-Afríku í Kaupmannahöfn, var
staddur á Islandi í byrjun vikunnar til að ræða við íslenska ráða-
menn. Formleg stjórnmálatengsl hafa ekki enn verið tekin upp milli
íslands og Suður-Afríku en sendiráðið í Kaupmannahöfn annast
samskipti landanna. Sidego, sem er eini blökkumaðurinn sem gegn-
ir sendiherraembætti fyrir Suður-Afríku eins og er, segir mjög mikil-
vægt að þeir sem löngum hafa baríst gegn aðskilnaðarstefnunni
komi nú og aðstoði við að byggja upp nýtt og betra samfélag í Suð-
ur-Afríku. Á því sé mikil og brýn þörf.
Sidego starfaði í nokkur ár sem
kennari en fór síðan út í blaða-
mennsku og gerðist ritstjóri sunnu-
dagsblaðs í Höfðaborg. Eftir að
hafa unnið við það í sex ár færði
hann sig yfir í viðskiptalífið og varð
yfirmaður upplýsingadeildar Anglo-
American, stærsta fyrírtækis Suð-
ur-Afríku. „Menntun mín var á sviði
stjórnmálafræði og ég hef ávallt
haft mikinn áhuga á stjórnmálum,"
segir Sidego. „Störf mín hafa líka
löngum verið stjómmálatengd. í
blaðamennskunni annaðist ég leiða-
raskrif og hjá Anglo-American
þurfti oft að afla stuðnings við
ýmsa hluti. Þegar mér bauðst að
ganga í utanríkisþjónustuna fannst
mér það því vera jafnt áhugavert
sem mjög viðkvæmt viðfangsefni.
Þetta var á þeim tíma þegar verið
var að taka fyrstu skrefin í átt til
pólitískra umbóta og einungis tveir
aðrir blökkumenn vom starfandi
sem diplómatar fyrir Suður-Afríku.
Ég hef þar af leiðandi ávallt lagt
áherslu á að ég sé ekki fyrst og
fremst talsmaður stjómarinnar
heldur landsins. Það er mikil opnun
að eiga sér stað á pólitíska sviðinu
í Suður-Afríku og það var eina
ástæða þess að ég þekktist þetta
boð,“ segir Sidego. Hann segir að
frá upphafí hafi hann sagt jafnt við
stjómina sem opinberlega að hann
yrði að fá að tjá sig hömlulaust ef
hann ætti að vinna þetta starf.
„Það hefur gengið áfallalaust fram
til þessa og ég vona að sá dagur
muni aldrei koma að ég verði beð-
inn um að kynna eitthvað sem ekki
er kynningarhæft," segir Sidego.
Þessi þróun hefur hins vegar
ekki gengið áfallalaust. „Við fögn-
uðum öll þegar F.W. de Klerk for-
seti tilkynnti að nema ætti aðskiln-
aðarstefnuna úr gildi en það átti
enginn von á því að jafn margir
myndu týna lífi meðan umskiptin
væm að eiga sér stað. Það er for-
gangsverkefni að stöðva blóðbaðið
og halda samningaviðræðunum
áfram þannig að samkomulag náist
um nýja stjómarskrá fyrir landið.
Það er mikið verk og munu líklega
líða tvö ár til viðbótar þangað til
að því verður lokið. Ég tel aftur á
móti mjög líklegt að þegar um þetta
leyti á næsta ári verði komin til
valda bráðabirgðastjóm allra kyn-
þátta. Það verður hennar verkefni
að undirbúa frjálsar kosningar árið
1994 þannig að ný ríkisstjóm geti
jafnvel tekið við völdum á því ári.
Kjörtímabil núverandi ríkisstjómar
de Klerks rennur út á fyrsta árs-
fjórðungi ársins 1995 og því verður
að vera búið að ná samkomulagi
um nýja stjóm fyrir þann tíma.“
Sidego segir að raunar megi
segja að ákveðin tegund bráða-
birgðastjómar sé þegar starfandi í
raun þar sem engar meiriháttar
ákvarðanir séu teknar lengur án
víðtæks samráðs.
Ef endanlega ætti að tryggja
frelsi og lýðræði í Suður-Afríku
verður að leggja gífurlega áherslu
á menntun almennings, segir Sid-
ego. „Menntuð þjóð verður aldrei
hneppt í ánauð og því er menntun
besta trygging okkar fyrir frelsi ef
undan er skilin ný stjórnarskrá,"
Sidego. í þessum tilgangi hefur
hann lagt mikla vinnu í að koma á
tvíhliða tengslum milli skóla í Dap-
mörku og Suður-Afríku og segist
hafa áhuga á að reyna að gera það
sama á Islandi.
Hann segir það vera táknrænt
að óstöðugleikinn í Suður-Afríku
hafi byijað að magnast vemlega