Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 21

Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 —------—------------!,>' r»M—1-77—h rH7 H——— n Hrönn hf. hættir við að kaupa Sölva Bjarnason BA á Bíldudal Heimamenn fá frest til að selja togarann EIGENDUR Hrannar hf. og íshússfélags ísfirðinga hafa fallið frá samkomulagi um kaup á togaranum Sölva Bjarnasyni BA á Bíldudal af Útgerðarfélagi Bílddælinga hf. en það fól í sér að í staðinn yrði Bílddælingum látinn í té 140 tonna linubátur, Hafdis ÍS. Var sala togarans forsenda fyrir tilboði hóps heimamanna á Bíldudal í fast- eignir og hlutabréf þrotabús Fiskvinnslunnar á staðnum. Að sögn Skarphéðins Þórissonar bústjóra vilja Bílddælingar reyna að standa við tilboðið þrátt fyrir þetta og á fundi bústjóra með veðhöfum í gær gerði hann það að tillögu sinni að frestað yrði í þijár vikur að taka afstöðu til tilboðsins svo tilboðsgjafar fengju svigrúm til að kanna aðra möguleika á sölu togarans. Var það samþykkt. „Það eru allir sammála um það ingu fyrir Ishússfélagið upp á 400 að til að þetta geti gengið verður að selja togarann. Annað er tóm endaleysa," sagði Skarphéðinn. Fiskveiðasjóður og Byggðastofnun höfðu fyrir nokkru samþykkt tilboð- ið fyrir sitt leyti að því gefnu að togarinn yrði seldur íshússfélaginu og í gær lá einnig fyrir samþykki Landsbankans Við því en það var þá orðið of seint þar sem Hrönn hf., sem er aðaleigandi íshússfé- lagsins, hafði þá fallið frá kaupun- um. Þorleifur Pálsson, stjórnarfor- maður íshússfélags ísfirðinga hf., sagði að ákvörðun þeirra væri end- anleg. Kaupin hefðu þýtt skuldsetn- til 450 milljónir króna og þeir hefðu ekki treyst sér til að standa undir þeirri greiðslubyrði eins og ástandið væri i fiskvinnslu og veiðum í dag. Magnús Bjömsson, stjórnarfor- maður Útgerðarfélags Bílddælinga hf., sagði að beiðni hefði borist frá ísfírðingunum á mánudag um að þeir fengju að falla frá gerðu sam- komulagi og það mál væri nú í skoðun. „Þeir virðast hafa misst áhugann og bera fyrir sig að þeir fái ekki þann stuðning í íslands- banka sem þeir ætluðust til og hafa þess vegna komið þeirri beiðni á framfæri að þeir verði leystir undan þessum samningi,“ sagði hann. „Þetta kom óvænt upp á og menn þurfa að draga andann til að átta sig á hvemig þetta muni þróast,“ sagði Magnús. Þorleifur sagði aðspurður að fyr- irhuguð kaup togarans hefðu ekki strandað á afstöðu banka eða kröfu- hafa þrotabús Fiskvinnslu Bíldudals sem hefðu að því er hann best vissi ekki lagst gegn kaupunum. Sagði hann að þótt málið hefði verið komið langt væri ekki um rift- un að ræða. „Okkur þykir leitt gagnvart Bílddælingum að við skyldum ekki hafa áttað okkur fyrr á málinu og við vonum að það leys- ist úr þeirra málum. Við sáum hins vegar engar leiðir til að standa við þær skuldbindingar sem við hefðum tekið á okkur eins og ástandið er í dag. Við sjáum ekki að það eigi að gera neitt til að leiðrétta rekstr- arhallann sem er í greininni. Þá er betra að bíða átekta með það sem við höfum,“ sagði hann. Skiptafundur í þrotabúi físk- vinnslunnar á Bíldudal verður hald- inn á morgun. Orri Vigfússon um ályktun um laxveiðar í sjó Menn hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast í kringum þá ORRI Vigfússon, forstjóri Sprota hf. og formaður Norður-Atlants- hafslaxsjóðsins, segir að ályktun Fiskiþings um tilraunaveiðar á laxi beri vott um að menn hafi ekki hugmynd um hvað sé að gerast í kringum þá. Hann segir veiðarnar bannaðar með lögum og bendir á að þar að auki hafi íslendingar beitt sér fyrir því á alþjóðavett- vangi að aðrar þjóðir hætti laxveiðum í sjó. Orri minnti á að árið 1932 hefðu verið samþykkt lög um bann við sjávarveiðum á laxi og hefðu þau ætíð síðan þótt sýna að íslendingar stæðu öðrum þjóðum framar í verndun laxastofna. Hann rakti hnignun stofnsins og sagði að Al- þjóða hafrannsóknarráðið hefði komist að því að laxastofninn hefði aldrei verið í jafn mikilli hættu og undanfarið. „Það er meðal annars vegna þessara staðreynda og ann- arra að Samtök um kaup á úthafs- veiðikvóta og síðar Norður-Atlants- hafslaxsjóðurinn hafa beitt sér fyrir því ásamt opinberum aðilum og einkaaðilum í öllum löndum beggja vegna Atlantshafsins sem eiga enn ár sem lax gengur í að sjávarveiði á laxi yrði hætt. í framhaldi af því er unnið að því að kaupa alla lax- veiðikvóta í Norður-Atlantshafinu. Eru þá ótaldar ráðstafanir Kanada- manna, Bandaríkjamanna, Norð- manna og Breta og fleiri til að end- urreisa laxastofna með friðunar- og ræktunaraðgerðum," sagði Orri m.a. Orri segir að hugmyndir um til- raunaveiðar hljóti að tengjast þeirri skoðun að síðar megi taka upp slík- ar veiðar almennt, þjóðarbúinu til hagsbóta. Hann segir hins vegar ljóst að ályktun Fiskiþings miði að því að draga úr tekjum þjóðarbúsins af laxveiðum um 90%. Heildartekjur af laxveiðum nú séu um 1,5 millj- arður en yrði laxinn veiddur af bátum fiskiþingsmanna myndi hann skila um 150 milljónum króna. Þeg- ar fjárfest hafí verið í bátum og tækjum mætti svo reikna út hagn- aðinn. „Meðalverð á sjávarveiddum laxi er talið um 800 kr. en stangar- veiddur lax skilar um 60.000 kr. í þjóðarbúið," sagði Orri. Hann segir að afleiðingamar yrðu líka alvarlegar fyrir hafbeitar- stöðvarnar og spyr hvort það sé hugmynd fulltrúanna á Fiskiþingi að hafbeitastöðvarnar sjái útgerð- um þeirra fyrir laxi til veiða í sjó. Sr. Heimir Steinsson, útvarpssljóri, Jón Nordal, tónskáld sem hlýtur heiðursfé Tónvakans 1992 og Guðmundur Emilsson, tónlist- arstjóri Útvarpsins og formaður dómnefndar. Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins 1992 Jón Nordal hlýtur heiðursfé Tónvakans JÓN Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri hlýtur heiðursfé Tónvakans, Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins 1992. Heimir Steins- son, útvarpsstjóri, afhendir verðlaunin á sérstökum hátíðartónleik- um i Háskólabíói 26. nóvember nk., en verðlaunaupphæðin er 250 þúsund krónur, auk þess sem gerðar verða sérstakar útvarpshljóð- ritanir á verkum Jóns árið 1993, segir í frétt frá tónlistardeild Ríkis- útvarpsins. í reglum um Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins segir að heiðursféð skuli veitt tónlistarmanni fyrir ára- löng og merk störf í þágu íslenskr- ar tónmenningar. Auglýst var eftir tilnefningum frá almenningi vegna heiðursíjárins auk tilnefninga dóm- nefndar en hana skipuðu auk Guð- mundar Emilssonar, tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins, þau Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, Bjöm Th. Amason, skólastjóri og formaður Félags íslenskra hljóm- listarmanna, Gunnar Kvaran, selló- leikari, John A. Speight, söngvari og formaður Tónskáldafélags ís- lands, Rut Magnússon, söngkenn- ari og framkvæmdastjóri Tónlistar- félagsins, og Sigursveinn K. Magn- ússon, skólastjóri og formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Dómnefndin valdi Jón Nordal einum rómi. A hátíðartónleikum Ríkisút- varpsins og Sinfóníuhljómsveitar íslands fímmtudaginn 26. nóvem- ber leikur Sinfóníuhljómsveitin tvö verk eftir Jón Nordal: Choralis (1982) og Leiðslu (1973), auk þess sem Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari og sigurvegari í keppn- inni um Tónvakaverðlaunin leikur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni í Konsert fyrir selló og hljómsveit í h-moll opus 104 eftir Antonín Dvorák. Thomas Baldner stjómar. Sala aðgöngumiða hefst mánu- daginn 23. nóvember í Háskólabíói. Sýn bíður eftir endur- skoðun útvarpslaganna -segir Páll Magnússon sjónvarpsstjóri „VIÐ bíðum eftir endurskoðun útvarpslaganna áður en endanleg ákvörðun verður tekin um í hvaða mynd Sýn verður rekin,“ segir Páll Magnússon sjónvarpsstjóri á Stöð 2. Páll sagði að í þessari viku ætti að liggja fyrir frumvarp frá útvarpslaganefnd um breytingar á útvarpslöggjöfinni vegna EES-samningsins. Nefndin hefði sömu- leiðis unnið að heildarendurskoðun á lögunum og því yrði að koma í Ijós við hvaða aðstæður og innan hvaða lagaramma íslenskar sjón- varpsstöðvarnar ættu að starfa áður en endanlegar ákvarðanir um rekstur og útsendingar Sýnar yrðu teknar. Helgarútsendingar Sýnar hófust 21. mars sl. og hefur dagskrá stöðv- arinnar verið takmörkuð við sýn- ingu náttúrulífsþátta og annars fræðsluefnis í tvær klukkustundir á laugardögum og sunnudögum auk beinna útsendinga frá öllum fund- um Alþingis. Páll sagði að ekki væri fyrirhugað að gera neinar breytingar á þessum útsendingum á næstu vikum fyrr en fyrir lægi hvaða breytingar yrðu gerðar á útvarpslöggjöfmni. Ákvörðun um sölu áskriftargjalda frestaðist líka. Páll benti á að frá og með næstu áramótum væri þýðingarskylda í sjónvarpi afnumin í samræmi við EES-samningana. Eins ætti eftir að koma í ljós hvaða reglur verði settar um auglýsingar og um beint endurvarp frá gervihnattatöðvum. Sagði hann að sér skildist að frumvarpið gerði ráð fyrir að beint endurvarp frá gervihnöttum yrði bundið við dreifingu í kapalkerfum en verði hins vegar ekki leyft á VHF-rásunum sem hefur verið út- hlutað til íslenskra sjónvarpsstöðva. Sagði Páll að fyrst yrði að sjá hvaða samkeppnisaðstæður sköp- uðust áður en séð yrði hvort grund- völlur væri til að lengja dagskrána umtalsvert eins og fyrirhugað hafði verið. Notkun funda í stjórnun og rekstri Markviss fundarþátttaka í mörgum fyrirtækjum og stofnunum er ótrúlega miklum vinnutíma varið í fundi. Hafa stjórnendur vissu fyrir því, að tíminn sé vel nýttur og niðurstaðan sé öllum fundarmönnum Ijós? Staðreyndin er að tækni og aðferðir á fundum getur haft úrslitaáhrif á skilvirkni fundar. Stjórnunarfélagið hefur fengið til liðs við sig fimm stjórnendur fyrirtækja til að fjalla um þetta efni. Hvernig er fundum háttað í fyrirtækjum þeirra? Hvað telja þeir að tryggi best „góðan fund“. Á námskeiðinu verða kynntar aðferðir við skipulagningu og stjórnun funda hjá einkafyrirtækjum, opinberum stofnunum og/eða félagasamtökum. Rætt verður um fundarstörf og helstu gryfjur sem menn falla í. Hvernig verða fundir markvissir? Niðurstaða funda og/eða útkoma funda. Sýnt verður myndband til frekari skýringa. Námskeiðið er ætlað þeim sem sitja fundi og stjóma þeim. Þórður Jón Hildur Árni Leiðbeindendur: Þórður Sverrisson, frkvstj. hjá Eimskip. Jón Ásbergsson, trkvstj. hjá Hagkaup. Hildur Petersen frkvstj. hjá Hans Petersen. Árni Sigfússon, frkvstj. hjá SFl. Tími: 3. og 4. nóvember kl. 13-17 báða dagana í Ánanaustum 15. Síjórnunarfelag islands Ánanaustum 15, sími 621066

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.