Morgunblaðið - 29.10.1992, Page 1

Morgunblaðið - 29.10.1992, Page 1
72 SIÐUR B/C 247. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Kosningaúrslitum mótmælt Námsmenn í Litháen gengu í gær um götur höfuðborgarinnar, Vilnius, og mótmæltu sigri Lýðræðislega verkamannaflokksins, flokks fyrrverandi kommúnista, í þingkosningunum síðastliðinn sunnudag. Hlaut hann næstum helming greiddra atkvæða og mun því verða við stjórnvölinn á næstunni. Ekki er vitað til annars en að heiðarlega hafi verið staðið að kosningunum en efnahagshrunið og örbirgð meðal lands- manna eru sögð meginskýringin á úrslitunum. Neyðarkall heyrist frá íbúum umsetins bæjar í Bosníu íranir vilja aðgerðir til hjálpar múslimum Sarajevo. Reuter. ÍBÚAR í bosníska bænum Jajce, sem Serbar hafa setið um í nokk- urn tíma, sendu frá sér neyðarkall í gær og báðu umheiminn um hjálp. Hafa þeir hafst við í kjöllurum og byrgjum í marga daga vegna stanslausrar sprengjuhríðar Serba og matur og aðrar vistir þrotnar. Eru múslimar í meirihluta meðal bæjarbúa og verjast enn þótt Serbar hafi í þrígang lýst yfir töku bæjarins. SQ'órnvöld í Iran hvöttu í gær til skyndifundar utanríkisráðherra íslamskra ríkja til að ræða aðstoð við múslima í Bosníu. Bærinn Jajce, sem er hernaðar- lega mjög mikilvægur, er í rústum að verulegu leyti og vistaflutning- ar til hans litlir sem engir. Tals- Brent-hráolía úr Norðursjó, sem höfð er til verðviðmiðunar, var í 21 dollara fatið fyrir viku en í gær var verðið komið niður í 19,65 dollara. Stafar lækkunin af miklum birgðum og lítilli eftirspurn vegna efnahagssamdráttarins en það fer eftir ýmsu hvort verðið lækkar enn. Miklir vetrarkuldar yrðu til að auka eftirspurnina og hækka verðið en á móti kemur áframhald- andi óvissa um framboð á rúss- neskri olíu. Kristinn Björnsson, forstjóri maður Bosníuhers, sem er skipað- ur múslimum, sagði í gær að veij- endur bæjarins myndu aldrei gef- ast upp fyrir Serbum en talsmaður Skeljungs, sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gær, að heimsmarkaðs- verð á unnum olíuvörum í Rotterd- am hefði að undanfömu heldur verið að hækka og líklega væri söluverðið hér heima og víða er- lendis of lágt ef eitthvað væri. Því væri ekki að vænta að sinni verð- breytinga vegna fyrmefndrar lækkunar á hráolíuverðinu enda óvíst hver þróunin yrði á næstunni auk þess sem allnokkur tími liði áður en hráolíá kæmi á markað sem unnin vara. Króata, sem einnig taka þátt í vöminni, sagði að henni væri ekki hægt að halda lengi áfram. í gær heyrðust útvarpssendingar frá Jajce þar sem hörmungum íbú- anna var lýst og skorað á önnur ríki að koma þeim til hjálpar. Ali Akbar Velayati, utanríkis- ráðherra írans, bað í gær Samtök íslamskra ríkja að boða til fundar með utanríkisráðherrum þeirra þar sem ræddar yrðu sameiginleg- ar aðgerðir til varnar múslimum í Bosníu. Nefndi hann ekki í hveiju þær gætu falist en íranir hafa margoft sakað vestræn ríki og Sameinuðu þjóðirnar um að láta sig örlög múslima í Bosníu engu skipta. Sérstakir milligöngumenn Evr- ópubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna, Owen lávarður og Cyrus Vance, hafa gert drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Bosníu þar sem gert er ráð fyrir takmörkuðu mið- stjómarvaldi og sjö eða tíu sjálf- stjórnarsvæðum. Fulltrúar þjóðar- brotanna skiptist á um að gegna æðstu valdastöðum og utanríkis- og hermál falli undir miðstjómina. Leggja þeir Owen og Vance áherslu á að hafna verði skiptingu Bosníu í þijú ríki. Búist er við að Króatar jafnt sem Serbar vísi tillögunum á bug enda hafa hvorirtveggju lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í Bosníu. Hráolíuverð lækkar VERÐ á hráolíu hefur lækkað um meira en dollara fatið á tæpri viku. Að sögn jReuters-fréttastofunnar er ástæðan miklar birgðir í byijun vetrar á norðurhveli en óljóst er hver verðþróunin verður á næstunni eða hvort þessi lækkun skilar sér í lægra verði á unn- um afurðum, bensíni og gasolíu. OPEC, Samtök olíuútflutnings- ríkja, hafa brugðist við lækkuninni með því að skora á aðildarrík- in að draga úr framleiðslunni. Hitnar undir í baráttunni vestra Bush og Clinton næstumjafnir í nýrri könnun Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun CiW-sjónvarpsstöðvarinnar, sem birt var í gær, hefur Bill Clinton, forsetaframbjóðandi demó- krata, aðeins tveggja prósentustiga forskot á George Bush for- seta eða 40% á móti 38%. Hefur verið að draga saman með þeim síðustu daga og nú virðist útlit fyrir, að kosningarnar geti orðið mun tvísýnni en nokkurn óraði fyrir. Mikil harka hefur hlaupið í kosningabaráttunni síðustu dagana og hefur Clinton hert árásir sína á Bush forseta. Bush sagði í Ohio í gær, að nýj- ar tölur um 2,7% aukningu þjóðar- framleiðslu miðað við heilt ár á tímabilinu júlí-september gerðu að engu tilkall Clintons til Hvíta húss- ins og vitnaði því næst sigurviss til síðustu skoðanakannana. í viðtali, sem Bill Clinton átti við sjónvarpsstöðina NBC, sagði hann hins vegar, að þrír mánuðir væru ekki marktækir og líta yrði á „stefnu undanfarinna tíu ára“. Sagði hann, að fréttirnar um aukinn hagvöxt væru vissulega góðar en hann væri aðallega að rekja til tíma- bundinna þátta. Clinton reyndi einnig að snúa árásum forsetans um, að sér væri ekki treystandi, upp á hann sjálfan. Á kosningafundi í Houston í Texas hélt hann á loft eintaki af vikuritinu The New Yorker þar sem Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovét- ríkjanna, segir Bush hafa sagt sér að taka ekki mark á staðhæfingum sínum í hita kosningabaráttunnar. Skoraði Clinton á bandaríska kjós- endur að gera það ekki heldur. Flestir sérfræðingar eru sam- mála Bush um, að aukin þjóðar- framleiðsla sé vísbending um bata en telja, að hann sé ekki nægilega mikill til að hafa umtalsverð áhrif. I skoðanakönnun sjónvarpsstöðv- arinnar CNN og dagblaðsins USA Today frá í fyrradag kváðust 42% aðspurðra myndu kjósa Clinton, 36% Bush og 17% Ross Perot en í könnuninni í gær fékk Clinton 40%, Bush 38% og Ross Perot 16%. -----» ♦ ♦ Evrópuþingið Samþykki við EES Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, var sam- þykktur á Evrópuþinginu í Stras- borg í gærkvöld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Tóku þing- menn lítið til máls i umræðum um samninginn. Fram eftir degi í gær voru þing- bekkirnir fremur þunnskipaðir og höfðu sumir á orði, að hugsanlega yrði samningurinn um EES felldur vegna fámennis á fundinum en úr þessu rættist þó þegar nær dró at- kvæðagreiðslunni og var samningur- inn samþykktur með miklum meiri- hluta. Þeir, sem mæltu fyrir samn- ingnum, lögðu áherslu á, að með honum væru EFTA-ríkin að stíga fyrsta skrefið inn í EB. Reuter Tafl fyrir þrjá Um þessar mundir er haldin í Núrnberg í Þýskalandi Alþjóðleg sýn- ing uppfinningamanna, sú tíunda í röðinni og kennir þar margra skemmtilegra grasa. Meðal annars er sýnt þetta tafl fyrir þijá, sem lýtur þó að öðru leyti sömu reglum og venjuleg skák. Eru taflmenn- irnir hvítir, svartir og rauðir. Það fylgdi hins vegar ekki fréttinni hvort allir eigi að tefla gegn öllum eða hvort einhveijum tveimur leyfíst jafnvel að standa saman gegn þeim þriðja. Það er höfundur- inn, pólski heimspekidoktorinn T. Jacek Filek, sem heldur á taflinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.