Morgunblaðið - 29.10.1992, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
Tyrkneska
dómsmála-
ráðuneytið
kærir Halim
TYRKNESKA dómsmálaráðu-
neytið hefur kært Halim Al, fyrr-
um eiginmann Sophiu Hansen,
fyrir ítrekuð brot á umgengnis-
rétti Sophiu og hótanir í garð
Hasíps Kaplans tyrknesks lög-
manns hennar.
Gunnar Guðmundsson, lögmaður
Sophiu, sagði að í framhaldi af sam-
skiptum fulltrúa íslenska utanríkis-
ráðuneytisins við mannréttinda- og
dómsmálaráðuneyti Tyrklands hefði
síðarnefnda ráðuneytið ákveðið að
leggja fram kæru á hendur Halim
Al. Að auki hefði verið farið fram á
opinbera rannsókn á brotum hans
gagnvart umgengnisrétti Sophiu og
hótunum í garð Hasíps Kaplans tyrk-
nesks iögmanns hennar. Hann sagði
að einn angi þessa máls sem Hasíp
hefði rekið yrði tekinn fyrir 24. des-
ember en ekki væri ljóst hvort kæran
nú yrði tekin fyrir um leið.
Aðspurður sagði Gunnar að kæran
væri mjög jákvæð fyrir málstað Sop-
hiu og hún yrði líka til þess að mál-
ið gengi hraðar fyrir sig.
Skipverjanna á Ross Cleveland minnst með viðhöfn 1 ísafjarðardjúpi
Morgunblaðið/Úlfar
Blómvöndur var
lagður í vota gröf
ísaQSrður.
SARA Hawkins frá Hull var á ísafirði í gær til. að leggja blóm-
sveig í vota gröf skipverjanna af togaranum Ross Cleveland frá
Hull, sem fórst í Ísaíjarðardjúpi 4. febrúar 1968. Hún starfar við
leikhús í Hull sem er að hefja sýningar á leikriti sem fjallar um
líf bresku togarasjómannanna og fjölskyldna þeirra.
Ættingjar sjómannanna af
Ross Cleveland og togaranna St.
Romulus og Kingston Peridot sem
fórust vikurnar tvær á undan
vinna nú að því ásamt fleirum að
gera minningarlund á hafnar-
svæðinu í Hull um þá sjómenn frá
Hull sem Ægir konungur hefur
kallað til sín í gegnum árin. Þeg-
ar það fréttist að Sara Hawkins
væri á leið til íslands til að semja
um sýningar á leikritinu Northern
Trawl hér á næsta ári, báðu að-
standendur sjómannanna hana að
fljúga vestur á ísafjörð og leggja
blómsveig, sem séra Derek Smith
hafði blessað í minningu allra
þeirra sjómanna sem látið höfðu
lífið við ísland, í hina votu gröf.
Sara fór á báti út að baujunni
sem markar staðinn þar sem tog-
arinn liggur á 126 metra dýpi í
ísafjarðardjúpi beint fram af Isa-
ijarðarkaupstað. Þar flutti hún
nokkur minningarorð áður en hún
lét blómsveiginn falla í hafið þar
sem hann vaggaði um stund í
hægum andvara og sólskini og
minnti um leið á andstæður veð-
urfarsins, en þegar Ross Cleve-
land hvarf þarna í hafið undan
ofurþunga ísingarinnar ásamt vél-
bátnum Heiðrúnu úr Bolungarvík,
ærðust veðurguðimir í hatrömm-
um hildarleik storms og snjóa,
sem enginn mátti við ráða.
Úlfar
Hj úkrunar fræðingar á Landspítalanum ákveða að segja upp störfum
Telja laim sín vera lægiá en
á öðrum sjúkrastofmmum
„ÉG Á von á að 80% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum segi
upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Markmið okkar
er að fá stjórnendur sjúkrahússins til að leiðrétta laun okkar,
því þau eru lægri en á öðrum sjúkrastofnunum," sagði Elínborg
Stefánsdóttir, fulltrúi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum, í
samtali við Morgunblaðið. Davíð Á Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Ríkisspítalanna, segir að þessi vandi hafi að undanförnu
verið kynntur fyrir yfirvöldum heilbrigðismála í landinu og
segist vona að lausn fínnist áður en til uppsagna komi.
Hjúkrunarfræðingar á Land-
spítalanum funduðu á þriðjudag og
sagði Elínborg að á fundinn hefðu
komið 300 hjúkrunarfræðingar af
þeim 509, sem störfuðu á Landspít-
alanum, að meðtöldum geðdeildum,
kvennadeild, öldrunardeildum í Há-
túni og Vífilsstöðum. „Á fundinum
var einróma samþykkt að segja upp
störfum vegna lélegra launakjara frá
og með næstu mánaðamótum, sem
þýðir að við munum starfa út janúar-
mánuð,“ sagði hún. „Ég á von á að
um 80% hjúkrunarfræðinga spítal-
ans taki þátt í þessum aðgerðum,
enda er óánægja með launakjör mik-
II. Á öðrum sjúkrastofnunum, bæði
á höfuðborgarsvæðinu og lands-
byggðinni, eru hjúkrunarfræðingar
með hærri laun en hér. Á Landakoti
og Borgarspítala hafa launin verið
hækkuð með því að færa hjúkrunar-
fræðinga til innan stöðuheita, sem
hefur fært þeim allt að fimm launa-
flokka hækkun fram yfir okkur. Þá
eru aðrar sambærilegar fagstéttir
innan sjúkrahússins, til dæmis
sjúkraþjálfarar og sálfræðingar,
með allt að 30 þúsundum króna
hærri laun á mánuði.“
Elínborg sagði að hjúkrunarfræð-
ingar gerðu sér grein fyrir erfíðu
ástandi í efnahagslífinu. „Við höfum
hins vegar horft upp á það í mörg
ár, að það hefur verið hægt að greiða
öðrum starfsmönnum Landspítalans,
með sambærilega menntun, mun
hærri laun en hjúkrunarfræðingum.
Núna vonumst við til að fá leiðrétt-
ingu okkar mála.“
Elínborg sagði að sér væri kunn-
ugt um að innan Landakotsspítala
og Borgarspítala væri nú verið að
kanna hug hjúkrunarfræðinga til
aðgerða, vegna óánægju með launa-
kjör. Niðurstaða þeirrar könnunar
lægi hins vegar ekki fyrir.
Getum ekki staðið frammi
fyrirslíkum uppsögnum
Davíð ' Á. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Ríkisspítala, sagði að
hjúkrunarfræðingarnir hefðu kynnt
stjórnendum spítalans afstöðu sína
þegar í sumar. „Og fulltrúar þeirra
ræddu fyrirhugaðar aðgerðir á fundi
með stjórnendum spítalans á föstu-
dag. Síðan höfum við verið að kynna
þennan vanda fyrir yfirvöldum í heil-
brigðismálum í landinu, þ.e.a.s. ráð-
herra og samninganefnd ríkisins,"
ÖLLU starfsfólki Árness hf. í
fiskvinnslunni í Þorlákshöfn
verður sagt upp störfum nú um
mánaðamótin. Alls munu 98
manns fá uppsagnarbréf en það
svarar til 60-70 heilsdagsstarfa.
Pétur Reimarsson framkvæmda-
sagði Davíð.
Hann kvaðst vonast til að fundin
yrði lausn á vandanum áður en til
uppsagna kæmi.’ „Uppsagnir 80%
hjúkrunarfræðinga á Landspítalan-
um yrði slíkt áfall fyrir heilbrigðis-
kerfið að ég held að það sé eitthvað
sem við getum ekki staðið frammi
fyrir," sagði hann. í samtalinu við
Davíð kom fram að í kjarasamningi
hjúkrunarfræðinga væri ákvæði um
að framlengja mætti uppsagnarfrest
þegar svo stór hópur starfsmanna
segði upp samtímis.
stjóri sagði að vonir stæðu til að
hægt yrði að endurráða allt þetta
fólk þegar vinnslan færi i gang
á Stokkseyri sem vonandi yrði
um mánaðamótin janúar/febrúar
1993.
Árnes hf. var stofnað fyrir rétt
um ári við sameiningu Hraðfrysti-
húss Stokkseyrar og Glettings í
Þorlákshöfn. Starfsemin hefur verið
á báðum stöðum, bolfiskur unninn
í hraðfrystihúsinu á Stokkseyri, en
útgerðin og flatfískvinnslan hefur
verið í Þorlákshöfn ásamt skrif-
stofuhaldinu, vélaverkstæði er í
Þorlákshöfn og verður trúlega
áfram til að þjónusta bátana og
togarann.
Þegar fréttaritari kom við í flat-
fiskvinnslu Árness í Þorlákshöfn
stóð yfir fundur hjá hópi starfsfólks
sem valinn var til að gera úttekt á
málunum og kanna hvað fyrirhugað
væri að bjóða upp á varðandi vinnu-
tíma, ferðir og annað sem tengist
því að sækja vinnu yfir 20 kíló-
metra leið í annað bæjarfélag.
Ölfushreppur lagði fram 10
milljónir
„Ölfushreppur lagði fram 10
milljóna hlutafé þegar Árnes var
Svo á jörðu
keppir um
Oskarinn
KVIKMYND Kristínar Jó-
hannesdóttur, Svo á jörðu
sem á himni, verður framlag
Islands í keppnina um Ósk-
arsverðlaunin í ár í flokki
kvikmynda á erlendri
tungu.
Meðlimir í Félagi kvikmynda-
gerðarmanna greiddu atkvæði
um fjórar íslenskar myndir í
gærkvöldi og hlaut mynd Krist-
ínar tæplega helming atkvæða,
en einnig komu myndimar
Ingaló, Veggfóður og Sódóma,
Reykjavík til greina. Áðstand-
endur Hvíta víkingsins og Æv-
intýra á norðurslóðum gáfu
ekki kost á myndum sínum í
þessa keppni.
stofnað og það var gert í þeirri
góðu trú að verið væri að tryggja
atvinnu hér í bæjarfélaginu," sagði
Einar Sigurðsson, oddviti Ölfus-
hrepps. Hann sagði að óneitanlega
væri sárt að horfa upp á þetta en
ef reksturinn yrði mun hagkvæmari
eins og sagt er þá væri ekkert við
þessu að gera, þetta væri almenn-
ingshlutafélag og meirihlutinn réði.
„Hvort leikskólaþjónusta verður
aukin eða samfelldum skóla með
skólamáltíð komið á eins og rætt
er um meðal fólks er ekki gott að
segja,“ sagði Einar. Það verður að
ræðast í sveitarstjóm og athuga
hvort hægt er að koma til móts við
fólkið að einhverju leyti."
Breyttir sóknarhættir
Það er margt fleira en flutningur
á fólki milli staða sem hefur breyst,
nýlega var þremur bátum í eigu
Árness lagt og togarinn Jóhann
Gíslason AR 42 sem var í leigu í
Kanada er nú kominn heim og mun
hann afla þess botnfískkvóta sem
þeir hafa veitt. Ekki hafa allir sjó-
menn þessara þriggja báta fengið
pláss á togaranum þó að hann sé
að mestu mannaður heimamönnum.
- J.H.S.
Sinnuleysið er mesti andstæðingur
menningarinnar 14
Tónlist_________________________
Sigrún Eðvaldsdóttir með hljóm-
leika í Japan 15
Sjónvarp _______________________
Leikarinn og skemmtikrafturinn
Bill Cosby vill kaupa NBC 22
Uppsagnir hjá Aðalverktökum og
atvinnulíf á Suðurnesjum 24
Leiðarí
Nýr tónn á Fiskiþingi 24
Handsal gerínt við- ;
---skiptji vaki húshrrín \
Skuldabréf Lindar hf.
Há ávuxtun - traust fyrirtæki
=«F
, , JV/I Wnvmluba,
Jl'ii dboskrá
Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá
► 100 m.kr. gjaldþrot Sportvals ► Rithöfundurinn lifði flóknu lífi
- Afkoma íslandsbanka - Ný - Hann var tvíkvæntur og átti
markaðsstefna í ferðamálum - fjögur börn, sjálfur sagðist hann
Deilt um framtíðarskipan RARIK í viðtali hafa sofið hjá tiu þúsund
- Ikea keypti Habitat konum ...
Árnes hf. í Þorlákshöfn
98 manns sagt upp og
vinnslan til Stokksevrar
Þorlákshöfn.