Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
5
Jóhann Evrópumeistari með Bayem
___________Skák______________
Margeir Pétursson
ÞÝSKU meistararnir í Bayern
Mtinchen urðu Evrópumeistarar
skákfélaga í gærkvöldi er þeir
sigruðu rússneska félagið Poliot
frá Tsjeljabinsk samanlagt 7-5.
Jóhann Hjartarson tefldi á þriðja
borði fyrir Bayern á eftir þeim
Robert Hubner, kunnasta skák-
manni Þjóðveija og Ungveijan-
um Zoltan Ribli. Bobby Fischer
vann Boris Spasskí í 25. einvígis-
skák þeirra í Belgrad í gær-
kvöldi og jók forskot sitt í í 9-4.
Fischer þarf nú aðeins einn sigur
í viðbót til að tryggja sér sigur.
Ungi enski stórmeistarinn Mich-
ael Adams sigraði í gær á útslátt-
armótinu í Tilburg í Hollandi.
Byrjað verður að tefla til úrslita
á Búnaðarbankamótinu í atskák
í kvöid.
Jóhann Hjartarson hefur verið
sigursæll með Bayern Munchen.
Frá því Jóhann gekk til liðs við fé-
lagið hefur það þrisvar í röð orðið
Þýskalandsmeistari en hápunkt-
inum var náð í gærkvöldi þegar
Evrópumeistaratitill taflfélaga var
í höfn. Jóhann sigraði alþjóðlega
meistarann Andrei Kharlov í fyrri
skákinni, eftir að mannsfórn
Kharlovs í jafnteflislegri stöðu mis-
heppnaðist. Þeir gerðu svo jafntefli
í seinni skák þeirra í gær. Fyrri
daginn náði Bayem öruggu for-
skoti, 4-2, sem þeir héldu með 3-3
jafntefli í gær.
Jóhann gat ekki haldið lengi upp
á sigurinn með félögum sínum í gær
því hann varð að hraða för sinni
heim til að tefla á Búnaðarbanka-
mótinu sem hefst í kvöld.
Hver skák getur nú orðið sú síð-
asta í einvígi þeirra Bobby Fischers
og Borisar Spasskí í Belgrad. Eftir
níunda sigur Fischers í gærkvöldi
hefur hann tryggt sér jafntefli í
einvíginu, því verði staðan 9-9 verð-
ur einvígið lýst jafntefli. Samkvæmt
einvígisreglunum heldur Fischer
líka heimsmeistaratitlinum í því til-
viki. Fáir efast þó um að honum
verði skotaskuld úr því að vinna
eina skák til viðbótar. Einvíginu
gæti lokið í dag þegar 26. skákin
verður tefld.
Fischer sýndi lagleg tilþrif í 25.
skákinni í gær og vann á mátsókn
í 35 leikjum. Það var lærdómsríkt
hvemig hann notfærði sér mistök
Spasskís í 14. leik til að ná yfir-
burðastöðu. Sóknina tefldi hann svo
af krafti og á endanum varð Spasskí
svo illa settur að hann varð að nota
tvípeð andstæðingsins á h línunni
til að skýla kóngi sínum. Fischer
braut upp þær vamir á skemmtileg-
an hátt. Hann fórnaði fyrst fremra
peðinu og þá gerði Spasskí sér grein
fyrir að Fischer myndi líka fórna
hinu og kóngur hans yrði alveg
berskjaldaður. Þá lýsti hann sig
sigraðan. Ein stílhreinasta skákin í
einvíginu.
Hvítt: Bobby Fischer
Svart: Boris Spasskí
Sikileyjarvörn
I. e4 — c5 2. Rc3 — Rc6 3. Rge2
Báðir keppendur hafa haft dálæti
á þessari óvenjulegu leikjaröð í ein-
víginu. Taflið berst þó fljótt inn á
kunna farvegi Scheveningen af-
brigðisins í Sikileyjarvöm.
3. — d6 4. d4 — cxd4 5. Rxd4 —
e6 6. Be3 - Rf6 7. Dd2 - Be7 8.
f3 - a6 9. 0-0-0 - 0-0 10. g4 -
Rxd4
í skák sinni við Khalifman á sov-
éska meistaramótinu 1988 lék Ka-
sparov hér 10. — Hb8 11. h4 og
skipti þá fyrst upp á d4.
II. Bxd4 - b5 12. g5 - Rd7 13.
h4 - b4 14. Ra4!? - Bb7?
Gefur Fischer kost á bráðsnjöllum
leik. Betra var 14. — Hb8 með því
markmiði að leika Re5 og Bd7.
15. Rb6! - Hb8
abcdofgh
Eftir 15. — Rxb6? 16. Dxb4 vinn-
ur hvítur peð, því 16. — d5 17.
Dxb6 — Dxb6 18. Bxb6 — dxe4
gengur ekki vegna 19. Hd7. Fischer
nær nú hagstæðum riddarakaupum
og sóknaraðgerðir hans á kóngs-
væng verða langt á undan gagnsókn
Spasskís hinum megin á borðinu.
16. Rxd7 - Dxd7 17. Kbl - Dc7
18. Bd3
Biskupar hvíts standa afar vel
bæði til sóknar og varnar.
18. - Bc8 19. h5 - e5 20. Be3 -
Be6 21. Hdgl - a5 22. g6 - Bf6
23. gxh7+ - Kh8 24. Bg5 - De7
25. Hg3 - Bxg5 26. Hxg5 - Df6
27. Hhgl - Dxf3!?
Virðist ekki verra en hvað annað.
27. — Kxh7 er svarað með 28. f4!
28. Hxg7 - Df6 29. h6 - a4 30.
b3 - axb3 31. axb3 - Hfd8 32.
Dg2 - Hf8
( Sjá stöðumynd II )
Spasskí á enga virka leiki, en
e.t.v. hefur hann talið vamarmúrinn
halda. Fischer á þó einfalda og
skemmtilega leið til að bera svarta
' kónginn:
33. Hg8+! - Kxh7 34. Hg7+! -
Kh8 35. h7 og Spasskí gafst upp.
Hann á enga vörn við þeirri hótun
Fischers að fóma hinu peðinu og
máta á h línunni: 36. Hg8+ — Kxh7
37. Hhl.
Ungi enski stórmeistarinn Mich-
Þ c d • f Q h
ael Adams, 21 árs, sigraði sjötta
stigahæsta skákmann heims, Boris
Gelfand frá Hvíta-Rússlandi, í úr-
slitum Interpolis útsláttarmótsins í
Tilburg í Hollandi. Fyrst tefldu þeir
Adams og Gelfand tvær skákir með
venjulegum umhugsunartíma og
lauk þeim báðum með jafntefli. Þá
voru tefldar tvær atskákir og var
Gelfand með peð yfir í þeirri fyrri
en missti hana niður í jafntefli. í
seinni skákinni lagði Hvít-Rússinn
út í algerlega vanhugsaðar sóknar-
aðgerðir snemma tafls. Adams
bjargaði kóngi sínum á flótta og
vann fremur auðveldan sigur:
Hvítt: Michael Adams
Svart: Boris Gelfand
Benkö-bragð
1. d4 - Rf6 2. c4 - c5 3. d5 - b5
4. cxb5 — a6 5. f3 — axb5 6. e4
- Da5+ 7. Bd2 - b4 8. Ra3 - d6
9. Rc4 — Dc7 10. a3 — bxa3 II.
Hxa3 — Hxa3 12. Rxa3 — g6 13.
Rb5 - Db7 14. Da4 - Rbd7 15.
Ba5 - Bh6!
Hrindir hvítu sókninni. Hvitu
mennimir á drottningarvæng verða
strandaglópar og hann nær engu
samspili.
16. Rc7+ - Kf8 17. b3 - Kg7
18. Be2 - Re5 19. Db5 - Da7
20. Db6 - Dxb6 21. Bxb6 - Bd7
22. Ba5 - Hb8 23. Bdl - Rd3+
24. Kfl - Rcl 25. Re2 - Rxb3
26. Bc3 — Be3 og með peði meira
og yfírburðastöðu vann Adams ör-
ugglega. Hann átti heilar fimm
mínútur eftir þegar Gelfand gaf.
Sigurinn færði Adams 3,4 millj-
ónir ísl. króna í aðra hönd. Hann
hefur nú sigrað á tveimur stærstu
útsláttarmótunum í ár, í júlí sigraði
hann á SWIFT-atskákmótinu í
Bmssel. Fylgjast nú skákáhuga-
menn spenntir með því hvort hann
verði jafnsigursæll á Immopar at-
skákmótinu í París í nóvember en
rétt eins og í fyrra er þess vænst
að flestallir sterkustu skákmenn
heims verði þar á meðal þátttak-
enda.
Hér á íslandi er einnig teflt eftir
því fyrirkomulagi sem hefur öðlast
miklar vinsældir erlendis. í kvöld
hefjast úrslit á Atskákmóti Reykja-
víkur, Búnaðarbankamótinu, í
Faxafeni 12. Þá tefla saman:
Jóhann Hjarfars. (2.595) - Haukur Angantýss. (2.285)
Margeir Péturss. (2.565) - Jón G. Viðars. (2.300)
Helgi Ólafsson (2.495) - Þröstur Arnason (2.295)
Friðrik Ólafsson (2.530) - Ágúst S. Karlsson (2.265),
Karl Þorsteins (2.480) - Ingvar Ásmundsson (2.330)
Helgi Grétarss. (2,370) - Sigurður Sigfúss. (2.295)
Tómas Bjömsson (2285) - Sveinn Kristinsson (2.045)
Róbert Harðars. (2.345) - Áskell Ö. Káras. (2.255)
Sigri þeir Jóhann Hjartarson og
Karl Þorsteins, íslandsmeistari í
atskák, báðir í sínum viðureignum,
mætast þeir í annarri umferðinni
sem fer fram strax á eftir þeirri
fyrri, um kl. 21.30 í kvöld.
Hannes Hlífar Stefánsson hefur
átt erfítt uppdráttar upp á síðkastið
á heimsmeistaramóti unglinga 20
ára og yngri í Buenos Aires í Arg-
entínu. Hannes tapaði í elleftu um-
ferð fyrir Markovic, Júgóslavíu, sem
teflir undir fána FIDE. Hannes er
í 8-9. sæti með 6'h v. en suður-
afríski keppandinn, Michaelakis, var
óvænt efstur með 8l/i v.
Tvær umferðir eru eftir á mótinu
og þarf Hannes að vinna sínar skák-
ir til að forða stigatapi. Til að öðl-
ast stórmeistaratitil á hann einung-
is eftir að uppfylla það skilyrði að
hafa 2.500 stig á lista FIDE um
áramótin.
Stundum eru þessar melónur kallaðar
vetrarmelónur, sökum þess að þær
eru einnig ræktaðar á vetuma.
Vetramielónur em
steinlausar og safaríkar,
sannkallaður sólargeisli í
skammdeginu. Fást á aðeins
79 kr. kg. í Hagkaup.
HAGKAUP
gíeöi úrval þjónusta